Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 15 SUMARFRÍ Á ÍSLAIMDI SJÓMINJASAFNIÐ er í Brydepakkhúsi, sem byggt var 1865. Sjóminjasafn íslands er í Haf narfirði TÍU ÁR eru nú liðin frá því að Sjóminjasafn íslands tók til starfa. Það er til húsa í Brydepakkhúsi sem byggt var í hjarta Hafnar- íjarðar um 1865. Húsið var sér- staklega endurbyggt fyrir safnið og er nú viðeigandi umgjörð um muni og minjar frá sjósókn fyrri tíma. Næstu nágrannar Sjóminja- safnsins eru Byggðasafn Hafnar- fjarðar, í húsi sem Bjarni Síverts- en, „faðir Hafnarfjarðar", byggði árið 1803, og veitingahúsið A. Hansen sem er í gömlu Hansens- búð. Aðstandendur þeirrar starf- semi sem rekin er í þessum þrem- ur húsum hafa sameinast um að kynna starfsemi sína og kenna sig við Sögutorg í Hafnarfirði. í anddyri Sjóminjasafnsins er afgreiðsla og lítil safnbúð. Þar er rakin saga endurbyggingar Bryde- pakkhúss og sýndar gamlar ljós- myndir frá Hafnarfirði. í forsal verður brugðið upp smærri sýningum eftir því sem tilefni gefast. Þar eru nú minjar um bátabrunann í Vesturvör 23. apríl 1993, sýning á munum og teikningum frá Vita- og hafna- málaskrifstofu, merkjafánar, ný aðföng sem safninu berast, stórt líkan af kútter auk mynda og lík- ana sem minna á siglingu er- lendra manna til íslands fyrr á tímum. Stærstur hluti þeirra 500 fm sem Sjóminjasafnið hefur yfir að ráða fer undir fastasýninguna Fiskur og fólk þar sem reynt er að stikla á stóru í sögu sjósóknar og siglinga íslendinga frá fyrstu tíð til samtímans. Sýningunni er ætlað að standa í 1-3 ár. Hún er sett upp í tímaröð eftir því sem hægt er og munir í eigu safnsins og húsrúm leyfa. Á 1. hæð eru þrír árabátar, veiðarfæri, munir, myndir og líkön frá þeim tíma þegar handafl og vindurvoru einu orkugjafarnir til sjós. Á 2. hæð er m.a. saga vélbáta og togara, farþega- og flutningaskipa, land- helgisgæslu, þorskastríða, siglingatækni, fjarskipta og síld- veiða. Rishæðin er síðan nýtt undir kennslu skólabarna, skoðun myndbanda, fundi og fyrirlestra. Þar eru nokkrar smærri sýningar- deildir og ekki síst kappróðrarbát- urinn og hvítblái fáninn sem danskir sjóliðar af Islands Falk tóku af Einari Péturssyni þegar hann reri sér til skemmtunar á Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913. Opnunartímar Sjóminjasafn íslands er yfir sumarmánuðina opið daglega frá kl. 13-17. Aðgangseyrir er 200 kr. fyrir fullorðna en börn og elli- lífeyrisþegar þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Að sögn aðstandenda safnsins er gestum safnsins skipt í þijá hópa. Erlendir ferðamenn eru fjöl- mennasti hópurinn, þá koma skólabörn sem heimsækja safnið gjarnan í fylgd kennara og síðasti hópurinn telur íslendinga sem kíkja við. Þeir mættu vera dug- legri að koma að mati aðstandenda safnsins og því er hér með komið á framfæri. ■ Pipar og Salt Vönduð ryðfrí húsaskilti Sérhönnuð með eigin texta THERMOS HITABRUSfOMISSANDl FERÐAFELAGI e FALLEGUR & STERKUR • HELDUR HEITU/KÖLDU • LOK=BOLLI M/HALDI (FÁST AUKALEGA) • TE/KAFFIGEYMSLA • VARAHLUTAÞJÓNUSTA HEILDSÖLUDREIFING JOHN LINDSAY HF Upplyeingar um Honda Civic 5 dyra '96; knaftmikill 90 hestafla léttmélmsvél 1 B venta og bein innspnautun hnaðatengt vökva- og veltistýni þjófavönn nafdnifnan núðun og speglan viðaninnnétting í mselabonði 1 4 tommu dekkjasteenð útvanp og kassettutæki stynktanbitan í hunðum sénstaklega hljóðeinangnaðun fáanlegun sjálfskiptun samlæsing á hunðum spontsaeti núðuþunnka fynin aftunnúðu fnamhjóladnifin 4na hnaða miðstöð með inntaksloka heeðanstillanlegun fnamljósageisli stafnaen klukka ■ bnemsuljós í aftunnúðu • eyðsla 5,6 I á 90 km/klst. ■4,31 metni á lengd ■ nyðvönn og sknéning innifslir ■ boðar nýja tíma ■ HONDA Cunnar Bernhard hf„ Vatnagörðum 24, Reykjavik, simi 568 9900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.