Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 16
16 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRI A ISLANDI - Jtr#% SÉÐ yfir svæðið í Kerlingarfjöllum. Nú eru liðin 35 ár frá því að skíðaskólinn þar var stofnaður ÞAÐ er vinsælt að sitja í snjótroðaranum upp að Snæ- 'kolli. Nú er búið að útbúa sæti á troðaranum þannig að fleiri komast í hverja ferð. SNJOBRETTI verða sífellt vinsælli og í Kerlingar- fjöllum verður lögð aukin áhersla á snjóbrettakennslu í sumar. ÞAÐ eru liðin 35 ár frá því að Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum var stofnaður og þeir eru ófáir íslend- ingarnir sem fá sérstakt blik í auga þegar minningar frá Kerling- arfjöllum eru rifjaðar upp. Frá upphafi hefur verið starfræktur sumarskíðaskóli í Kerlingarfjollum og enn eru skipuleg skíðanámskeið uppistaða sumarstarfsins þar ásamt því sem snjóbrettanámskeið eru nú hluti starfsins. Fyrsta nám- skeið sumarsins hefst 22. júní. Só breyting hefur orðið á starf- seminni í Kerlingarfjöllum með árunum að þarna er kominn skíða- og útivistarstaður sem fólk getur sótt fyrirvaralaust til að fara á skíði eða snjóbretti eða njóta með öðrum hætti hressandi útiveru. Á Skíðaiðkun í sól og sumaryl staðnum er hægt að leigja skíði, skó og stafi ásamt snjóbrettum. Mikill snjór Bækistöðvar Skíðaskólans eru í Ásgarði, en þaðan eru nokkrú1 kíló- metrar upp að skíðasvæðinu. I aðal- skála er afgreiðsla, snyrtiaðstaða, mat- og samkomusalur og svefn- Nú í hjarta bæjarins hihiwii*>ii»"|w.....' n'iii>i'iii'i *m......ii..............nyp......ii ' ii' i' '"¦ i'i»í'iniiii'iii lininiiiiJ'iTiiim "iiinrirn ,é.....11^1^11111111111 wi.r«i¦ nninw 11 ¦¦¦ ¦!¦ ¦¦ 1» n»"» wnnrmi ¦ ¦" • Bókið Islandsferðina alla á einum stað! ítarlegar upplýsingar um Ferðaþjónustu bænda. Margskonar gisti- og afþreyingarmöguleikar. Sveitaheimsóknir - Hestaferðir - Veiði - Jöklaferðir - Skipulagðar lengri og styttri ferðir. Látið okkur aðstoða við að gera ferðalagið ykkar ógleymanlegt. Gæðaþjónusta á góðu verði. ísland sækjum það heim - dveljið hjá Ferðaþjónustu bænda. Verið velkomin. Ferðaþjónusta bænda, Hafnarstræti 1, 101 Reykjavík, Sími 562-3640 - fax. 562-3644 loft. Gestir hafa líka aðsetur í nokkrum litlum kofum semrúma 8-12 manns.Rétt hjá skálanum er baðhús með heitum pottum. „Það er oftast hægt að fá gistingu fyrir- varalaust á virkum dögum en síður um helgar. Ef um hópa er áð ræða er alltaf best að panta með fyrir- vara," segir Einar Þór Karlsson Tjaldstæði með rennandi vatni og salernum eru síðan á grónum flöt- um beggja vegna Ásgarðsár. „Það er geysilega mikill snjór í Kerlingarfjöllum núna og það kem- ur í raun á óvart eftir mildan vet- ur. Fólk getur svo líka notið dvalar- innar þó það fari ekki endilega á skíði. Náttúran er stórbrotin og umhverfið mjög fjölbreytt. Þarna eru margar skemmtilegar göngu- leiðir og yfirleitt er hægt að fá leið- sögumann fyrir gönguhópa með dags fyrirvara." Einar segir að um nokkurt skeið hafi staðið til að kaupa hentuga lyftu í Kerlingarfjöll, en af því hef- ur ekki enn orðið. „Hins vegar voru í fyrrasumar útbúin sæti í snjótroð- aranum og ferðir með honum upp að Snækolli hafa verið mjög vinsæl- ar. Það má í raun nota hann eins og sætalyftu. Nú komast allir á toppinn, hvort sem þeir eru á skíð- um eða ekki." Að sögn' Einars er nú orðið fært á flestum bílum til Kerlingarfjalla að sumarlagi, bæði að sunnan og norðan. Ekið er út af Kjalvegi, skammt fyrir norðan Innri-Skúta og eftir Kerlingarvegi sem er um 10 km langur. Þar eru einu óbrú- uðu árnar á leiðinni, Blákvísl og Ásgarðsá, en þær geta verið vara- samar litlum bílum í vatnavöxtum. Dagiegar feröir Frá og með 1. júlí til 31. ágúst eru daglegar ferðir í Kerlingarfjöll með áætlunarbílum Norðurleiðar hf. Lagt er af stað kl. 9 að morgni frá umferðarmiðstöðvunum í Reykjavík og á Akureyri. Ekið er norður og suður Kjöl og komið við í Kerlingarfjöllum í hverri ferð. Hægt er að verða þar eftir, dveljast þar að vild og.halda síðan ferðinni áfram, eða snúa heim aftur. í júní eru sérstakar ferðir á vegum skólans á námskeiðin frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. LOMMAHESTAR hafa undanfarin tvö ár skipulagt hestaferðir í Loðmundarfjörð fyrir útlendinga. í sumar bjóða þeir slíka f erð í fyrsta skipti eingöngu fyrir íslendinga. LOMMAHESTAR, hafa undan- farin tvö ár skipulagt hestaferðir fyrir erlenda ferðamenn frá Eið- um, út Hérað að Héraðsflóa, yfir Gönguskörð um Njarðvík til Borgarfjarðar-eystri og þaðan yf ir Húsavíkurheiði um Nesháls til Loðmundarfjarðar. Nú bjóða Lommahestarsvona ferð, ein- göngu ætlaða íslendingum og að sögn Stefáns Stefánssonar, hjá Lommahestum, er þarmeð ætlun- in að mæta auknum áhuga land- ans á svona ferðum. „Þessi ferð er tilvalin fyrir fólk sem stundar kannski ekki útreiðar að stað- aldri, en hefur einhverja reynslu af hestum og hefur áhuga á að ferðast um landið með þessum ¦ hætti," segir Stefán og ennfrem- ur að með ferðinni sé helst verið að höfða til yngra f ólks. „Ferðin er ekki ströng og hver dagleið Á hestbaki til Loðmundar- fjarðar er á bilinu tuttugu til þrjátíu kíló- metrar." Rómuö náttúrufegurð Loðmundarfjörður er eyði- fjörður sem er rómaður fyrir náttúrufegurð og gróðursæld að ógleymdri friðsældinni sem þar ríkir. Þar gengur frjálst stóð unghrossa yfir sumartímann og hreindýr hafast þar við allan ársins hring. Fjölda reiðleiða er að finna á svæðinu. Ferðin með Lommahestum tekur sex daga. Farið er frá Egilsstöðum 18. júli og komið þangað aftur 23. júlí. A leiðinní er gist hjá ferðaþjóhustuaðilum og þar er snæddur heitur kvöld- verður. Síðan er nesti tekið með i hnakktöskur fyrir hvern dag. Bíll fylgir hestafólkinu alla leið og flytur farangur og matföng. Hver maður hefur tvo hesta til reiðar og tveir fylgdarmenn sjá um leiðsögn og umsjón með hópnum. Ferð Lommahesta í Loðmund- arfjörð kostar 39 þúsund krónur. Um er ræða leigu á tveimur hest- um, reiðtygi, hjálm og reiðföt ásamt gistingu og fullu fæði í sex daga. Frekari upplýsingar fást hjá Lommahestum. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.