Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 17

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 17 I I I ) I I ) I I > I ) > ) i í i Í > > > ; SUMARFRÍ Á ÍSLANDI ÞAÐ ÞÝÐIR ekkert að ætlast til að fólk trúi því að það sé gaman að vappa um árbakka eða við stöðuvatn allan daginn, bauka við að prófa alls konar agn, sveifla stönginni og bíða. Og bíða. En ef fólk fæst til að reyna þetta og er svo heppið að fá físk, þá trúir það, því biðin hefur borgað sig. Það skiptir engu máli hvort aðrir kalla það veiðimannseðli, villi- mennsku eða drápsfýsn, það er bara svo ansi gam- an að draga silung, að ég nefni nú ekki konung- inn sjálfan, laxinn. Eg hef raunar verið óskaplegur ættleri til fjölda ára, þvi í minni fjölskyldu eru börnin varla farin að standa út úr hnefa þegar þau krefj- ast þess að fá að veiða „lass“ (ábending til for- eldra: það er fínt að Ieyfa þeim að draga bleikju fyrstu árin, það er lax í þeirra augum og svo miklu ódýrara en að fara með þau í Laxá eða Miðfjarðará). Stundum hef ég að vísu slegist í för með fjölskyldunni, þegar hún hefur lagt í hina skrautlegustu leiðangra til þess eins að veiða. Mitt hlutskipti hefur verið að fylgjast með, svona dálítið í fjarska. Ahuginn hefur dofnað eftir klukkutíma hvísl á árbakk- anum, því það má ekki fæla fisk- inn, nú eða ég hef hreinlega ver- ið rekin i burtu, því það má ekki vera í skærlitum regngöllum. Það fælir vist líka. Og þessi kenning er áreiðanlega rétt, því þá sjaldan ég greip í stöng fékk ég aldrei fisk. Grænklædd fjölskyldan í vöðlum upp undir hendur mokaði hins vegar upp fiskinum svo hefði nægt litlu þorpi til matar í heilan vetur. Niðurlægingin, sem fylgdi því Sjálfshjálp fiskifælunnar að koma heim með öngulinn í rassinum þegar fjölskyldan fagn- aði enn einu aflametinu, varð til þess að ég lét alla veiðimennsku lönd og leið í nokkur ár, enda var margsannað mál að mig skorti hinn raunverulega veiðiá- huga. Svo greip mig mikil úti- legudella og á sumrin sleppti ég varla úr helgi í tjaldinu. Þá slysaðist ég stundum til að tjalda við snoturt vatn, þar sem silung- urinn bylti sér í vatnsborðinu. Ef vinir voru með í för stukku þeir gjarnan til, rifu fram veiði- stangir og byijuðu að veiða. Þetta endaði með því að ég fór að þreifa mig áfram smátt og smátt. Ég þurfti að læra allt baukið, því takmarkaður veiðiáhugi minn áður hafði það í för með sér, að ég greip í mesta lagi til- búna stöng af einhverjum í fjöl- skyldunni og stóð með hana í höndunum þangað til mér var orðið kalt eða ættingjarnir kröfðust þess að fá að reyna við alla laxana, sem augljóslega syntu um alla á. Ég lærði að hnýta réttu hnútana (það þýðir sko ekkert að setja bara ein- hvern rembihnút og ætlast til að öngullinn tolli á) og ég ber mig ótrúlega fagmannlega að við maðkana. Svo eru það flotholtin, sem ég á núna í öllum stærðum og í jóla- gjöf fékk ég forláta tösku undir alla smáhlutina. Meðal lítt veiðifýsinna þjóða eru slíkar töskur að vísu kallaðar verk- færakassar, en þær gera sitt gagn fyrir því. Raunaleg reynsla fyrri ára hafði stælt mig og því lét ég ekkert á mig fá þótt forskólabörn veiddu feita silunga á maísbaunir allt í kringum mig, en fiskurinn væri tregur til að bíta á mitt agn. Þar kom þó að ég slípaðist í silungaveið- inni, var farin að segja ýktar veiðisögur, eins og veiðimanna er siður og taldi fulla ástæðu til að halda áfram að þróa tæknina. Núna var það flugan. Flugustöngin, sem ég eignað- ist, er engin smásmíði, tólf feta tvíhenda og þarf meirapróf á hana. Eftir kastnámskeið í vetur tel ég mig að minnsta kosti vita hvernig ég á að starta þessu tæki og mér tekst jafnvel að sveifla flugunni langt út á vatn. Ég bið bara og vona að það bíti enginn á og allra síst sterkur lax. Ég hlýt að hafa misst af síð- ustu kennslustundinni, því ég hef ekki hugmynd um hvernig á að bera sig rétt og fagmann- lega að við að landa á fluguna. En þetta er allt að koma. í síðustu viku eignaðist ég veiði- vesti. ■ Eftir að hafq komið heim með önqulinn í rassinum oftar en tölu á festir hefur RagnhHdur Sverrisdóttir loks séð Ijósið. Nú sveiflar hún veiðistöng sem aldrei fyrr oq það kemur fyrir að hún fær einn og einn fisk. Vitara V6 Nýr eöaljeppi þar sem afl og öryggi hafa forgang. Vitara V6 er einstaklega aflmikill, meö h{jóöláta V6 oél, 24 oentla, sem afkastar 136 hestöflum. Hann er byggöur á sjálfstæöa grind og er meö hátt og lágt drif. Nákvæmt oökoastýrið og lipur gírskiptingin gerir Vitara V6 auöoeldan í akstri á oegum sem utan oega. Öryggisloftpúöar fyrir ökumann og framsætisfarþega, höfuöpúöar á fram og aftursætum og styrktarbitar í huröum gera Vitara V6 aö einum öruggasta jeppa sem býöst. Einstaklega hýóölátt farþegarýmiö er búiö öllum þægindum sem eiga heima í eöaljeppa eins og Vitara V6. Ævintýri A VatnajÖkli Ævintýraferðir á snjóbflum og * vélsleðum á stærsta jökul í Evrópu. Svefnpokagisting og veitingar í Jöklaseli með óviðjafnalegu útsýni. JÖKLAFERÐIR HF. A vit ævintýranna P.O.Box 66.780 Homafjörður, » 478 1000, Fax: 478 1901, Jöklasel « 478 1001

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.