Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 SUMARFRÍ Á ÍSLAIMDI Fjallvegir og fjórhjóladrif VÖÐIN geta verið varasöm. Ferðalangar ættu að leita sér góðra upplýsinga og taka mark á þeim viðvörunum sem eru oft á skiltum við árnar. JEPPAFERÐIR upp á hálendið verða æ vinsælli, enda eykst jeppaeign landsmanna með hvetju árinu. Há- lendið telst það land sem liggur í meira en 300 metra hæð yfir sjó. Flestar ár eru þar óbrúaðar og vegir margir langt frá því að vera renni- sléttir, svo þörf er á bifreið með drifí á öllum hjólum. Það er þó ekki nóg og vert að undirbúa slíkar ferðir vel, enda erfítt um vik að ætla að bæta úr einhverju á miðju hálendinu. Þess vegna hafa ýmsir opinberir aðil- ar, sem málið er skylt, gefið út upp- lýsingabæklinginn Fjallvegir, þar sem eftirfarandi upplýsingar er að finna: Ýmsir íjallvegir á hálendinu eru flokkaðir fyrir almenna umferð. Þeir eru flestir mjóir malarvegir og ár óbrúaðar. Þar verður því að aka gætilega og sýna sérstaka aðgát þégar bílar mætast. Hálendi íslands er í túndrubeltinu, gróðurfarsbelti sem nær umhverfis hnöttinn á norðurhveli jarðar, Sumr- in eru stutt og fremur köld og vaxtar- tími plantna er því stuttur. Þess vegna er gróður viðkvæmur og nauð- synlegt að umgangast náttúruna af varfærni. Friðlýst svæði á miðhálendinu eru Hveravellir, Landmannalaugar, Askja, Herðubreiðarlindir, Hvanna- lindir, Þjórsárver, Lakagígar, Skútu- staðahreppur allur og Lónsöræfí. Þar gilda sérstakar umgengnisreglur og ber ferðamönnum að virða þær og tilmæli landvarða á þessum stöðum. Óþarfa akstur utan vega er banh- aður samkvæmt náttúruverndarlög- um. Jarðvegur og gróður eru við- kvæm fyrir umferð og fótgangendur geta jafnvel skilið eftir varanleg ummerki í landinu, sem gróa seint eða aldrei. Þess vegna er óþarfa akstur utan vega bannaður. Við yfír 40 vöð á miðhálendinu hafa verið settar upp leiðbeiningar um það hvemig menn eiga að bera sig þegar farið er yfír vöð. Munið að kanna straum, dýpi og botngerð áður en farið er yfir vatnsföll. Hafíð í huga að vatnsmagn í jökulám vex eftir því sem líður á daginn. Gætið þess að fara ekki yfír varasöm vöð ef engir ferðafélagar á öðrum bíl fylgjast með. Nauðsynlegt er að kynna sér hvar tjaldsvæði og sæluhús eru áður en farið er inn á hálendið. Gistingu í sæluhúsum þarf oft að panta með nokkrum fyrirvara því gistirými er takmarkað. Ekki er hægt að treysta á að fá gistingu í skála fyrirvara- laust að sumri til. Hafíð því ávallt tjald með í ferð inn á hálendið. Veður á hálendinu getur breyst snögglega og nær fyrirvaralaust. Hitastig getur farið niður fyrir frost- mark og jafnvel getur snjóað að sum- arlagi. Kannið því veðurhorfur á hálendinu áður en haldið er á fjöll og fylgist með veðurspá á meðan dvalið er þar. Bensínsala er aðeins á nokkrum stöðum á miðhálendinu að sumarlagi og því er nauðsynlegt að fylla bens- íntankinn á síðustu bensínstöð áður en haldið er inn á hálendið. Ekki .er hægt að treysta á að aðrir séú aflögu- færir með bensín. Landverðir eða skálaverðir starfa á helstu ferðamannastöðunum á há- lendinu. Þeirra hlutverk er að taka á móti ferðamönnum og veita þeim upplýsingar um staðina og umgengn- isreglur sem þar gilda. Þeir eru umsjónarmenn svæðanna og ferða- mönnum ber að virða tilmæli þeirra. Opnun fjallvega Veðurfar á hálendinu er rysjótt og venjulega er það þakið snjó langt fram á sumar. Snjóalög ráða mestu um opnun fjallvega og bleyta í veg- um getur einnig valdið því að þeir opnist seint. Þar sem fjallvegir liggja um frið- lýst svæði er mögulegt að þeir séu ekki opnaðir fyrr en svæðið er talið hæft til þess að taka við ferðamönn- um, þrátt fyrir að vegirnir séu auð- ir og geti borið umferðina. Á vorin, meðan snjóa er að leysa og frost að fara úr jörðu, er mikil hætta á skemmdum á vegum og gróðri. Þetta stafar helst af ótímabærri umferð og því að ekið er utan vega til að krækja fyrir skafla. Einnig getur verið hætta á skemmdum þeg- ar reynt er að koma vélsleðum á snjó að vorlagi. Sumar á hálendinu er aðeins um einn og hálfur mánuður og vaxtar- tími gróðurs er að sama skapi stutt- ur. Gróður er því lágvaxinn og mjög viðkvæmur fyrir öllu raski. Umferð gangandi fólks getur jafnvel skilið eftir sig varanleg merki á gróðrin- um. Vegagerðin og Náttúruverndar- ráð gefa vikulega út kort yfir ástand fjallvega. Kortunum er dreift til hótela, fjölmiðla, ferðaskrifstofa og fleiri aðila. Auk þess gefur þjónustu- deild Vegagerðarinnar upplýsingar um ástand vega, þar á meðal fjall- vega. ■ Á ÞESSU korti og meðfylgjandi töflu sést hvenær fjallvegir hafa verið opnaðir í fyrsta lagi undanfarin 5 ár, hvenær í síðasta lagi og hvenær áætlað er að þeir verði opnaðir í ár. Vegagerðin veitir allar nánari upplýsingar og ættu allir ferðalangar að afla sér sem nákvæmastra uppiýsinga áður en haldið er á fjöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.