Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 19 SUMARFRI A ISLANDi i Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Egilsstaða- maraþon EGILSSTAÐAMARAÞON verður haldið 30. júní nk. Hlaupnir eru 10 km, hálft maraþon og heilt maraþon ásamt 4 km skemmtiskokki þannig að hlaupið er tilvalið fyrir fjölskyldur. Þetta er í 10. sinn sem maraþonið er hlaupið á Egilsstöðum og hafa fjölmargir haft ánægju af því i gegnum árin, bæði heimamenn og ¦ ferðamenn. AJ Stuðíflá- mæltri Stöð HALDIÐ verður upp á 100 ára verslunarafmæli _ Stöðvarfjarðar 19.-21. júlí nk. Á döfinni verða menningar- og listviðburðir af ýms- um toga, íþróttir, dansleikir og fjör. Heiti hátíðarinnar Stuð í Stöð, (bor- ið fram Stöð í Stöð) vísar til stöð- firskrar kímnigáfu fyrir þá sem ekki þekkja, en höfðað er til austfir- skrar flámæli, sem Stöðfirðingar segja að vert sé að hafa í heiðri á tímamótum sem þessum. Afhjúpaður verður minnisvarði um Carl Guðmundsson og konu hans Petru, en Carl var fyrsti kaup- maður á Stöðvarfirði. Ennfremur ber 90 ára afmæli sveitarfélagsins upp á þetta ár og geta því Stöðfírð- ingar verið í „stöði" í allt „sömar." ¦ Á slóöum iagar- fljótsormsins Á HALLORMSSTAÐ verður boðið upp á nýjung fyrir ferðafólk í sum- ar, bátsferðir á Lagarfljótið. Siglt er frá Atlavík og geta gest- ir valið að sigla á kanóum, árabát- um og hjólabátum. Það er fyrirtæk- ið Fljótsbátar á Hallormsstað sem rekur útgerðina og sér um að öllum öryggisatriðum sé fullnægt. Verið getur að einhverjir fundvísir ferða- menn verði heppnir og komi auga á orminn fræga, en Egilsstaðabær hefur heitið þeim sem getur tekið ljósmynd af orminum langa hálfrar milljón króna verðlaunum. ¦ Andapollur á Reyöarffirði ANDAPOLLURINN á Reyðarfirði er í alfaraleið fyrir ferðafólk til að staldra við og veiða lax. Ferðamað- urinn kaupir sér veiðileyfi og greið- ir fyrir hvert kíló af físki sem hann veiðir. Hægt er að fá leigðar stangir, en fólk verður að koma sjálft með beitu. Andapollurinn á Reyðarfirði opnar 17. júní og verður opinn alla daga í sumar. ¦ Vatnshitarar fyrir sumarbústaði • Hentugir bæði í sturtur og vaska. • Einföld og orkusparandi lausn, þar sem rafmagn er til staðar. J*J Aferkfræðingar t/ Stangarhyl la, HOReykjavík sími 567-8030 -fax 567-8015 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir F J ARÐ AFERDIR á Neskaupstað bjóða ferðamönnum ævintýri á sjó. Ævintýri með Fjaröaferðum FJARÐAFERÐIR á Neskaupstað sigla daglega með ferðamenn um Norðfjarðarflóa að Norðfjarð- arnípu, Rauðubjörgum, meðfram Barðsnesi, fyrir Viðfjörð og tekið er land í Hellisfirði. Veitt er leið- sögn og saga og þjóðsögur rifjaðar upp. Siglingin tekur tvo tíma. Hópar geta fengið siglingu sem sniðin er eftir tilefni hverju sinni. Til dæmis skemmtilega skoðunar- ferð, sjóstangaveiði, köfun eða ævintýraferð, þar sem kveiktur er varðeldur í landi eða veitingar snæddar í fjöruborði. ¦ AI TILB0ÐSB0K m á n a ð a r i n s í verslunum um land allt. TILBOÐSBOK MANAÐARINS ÁAÐEINS á\áT\^ KRONUR. ys ¦ \*V> A f:gj -^ [tilboðsverð 990-I FULLT VERO 1 .990- |ÞÚ SPARAR 1 .ooo-l i^<; m GLÆSILEG ÍSLENSK MATREIÐSLUBOK MEÐ NYSTARLEGUM GRILLRETTUM! Tryggðu þér eintak í júní! Frá I. júlí kostar bókln i .990 krónur. VAKA~HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.