Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 19 SUMARFRÍ Á ÍSLAIMDI Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Stuð í flá- mæltri Stöð HALDIÐ verður upp á 100 ára verslunarafmæli Stöðvarfjarðar 19.-21. júlí nk. Á döfínni verða menningar- og listviðburðir af ýms- um toga, íþróttir, dansleikir og fjör. Heiti hátíðarinnar Stuð í Stöð, (bor- ið fram Stöð í Stöð) vísar til stöð- firskrar kímnigáfu fyrir þá sem ekki þekkja, en höfðað er til austfir- skrar flámæli, sem Stöðfirðingar segja að vert sé að hafa í heiðri á tímamótum sem þessum. Afhjúpaður verður minnisvarði um Carl Guðmundsson og konu hans Petru, en Carl var fyrsti kaup- maður á Stöðvarfirði. Ennfremur ber 90 ára afmæli sveitarfélagsins upp á þetta ár og geta því Stöðfirð- ingar verið í „stöði“ í allt „sömar.“ Á slóðum Lagar- flíótsormsins Á HALLORMSSTAÐ verður boðið upp á nýjung fyrir ferðafólk í sum- ar, bátsferðir á Lagarfljótið. Siglt er frá Atlavík og geta gest- ir valið að sigla á kanóum, árabát- um og hjólabátum. Það er fyrirtæk- ið Fljótsbátar á Hallormsstað sem rekur útgerðina og sér um að öllum öryggisatriðum sé fullnægt. Verið getur að einhveijir fundvísir ferða- menn verði heppnir og komi auga á orminn fræga, en Egilsstaðabær hefur heitið þeim sem getur tekið ljósmynd af orminum langa hálfrar milljón króna verðlaunum. ■ Andapollur ó Reyðarfirói ANDAPOLLURINN á Reyðarfirði er í alfaraleið fyrir ferðafólk til að staldra við og veiða lax. Ferðamað- urinn kaupir sér veiðileyfi og greið- ir fyrir hvert kíló af fiski sem hann veiðir. Hægt er að fá leigðar stangir, en fólk verður að koma sjálft með beitu. Andapollurinn á Reyðarfirði opnar 17. júní og verður opinn alla daga í sumar. ■ Vatnshitarar fyrir sumarbústaði • Hentugir bæði í sturtur og vaska. • Einföld og orkusparandi lausn, þar sem rafmagn er til staðar. \ferkfræðingar Stangarhyl la, 110 Reykjavík sími 567-8030 -fax 567-8015 Egilsstaða- maraþon EGILSSTAÐAMARAÞON verður haldið 30. júní nk. Hlaupnir eru 10 km, hálft maraþon og heilt maraþon ásamt 4 km skemmtiskokki þannig að hlaupið er tilvalið fyrir fjölskyldur. Þetta er í 10. sinn sem maraþonið er hlaupið á Egilsstöðum og hafa fjölmargir haft ánægju af því í gegnum árin, bæði heimamenn og ■ ferðamenn. AI 'ÁFEfíÐ/R Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FJARÐAFERÐIR á Neskaupstað bjóða ferðamönnum ævintýri á sjó. Ævintýri með Fjarðaferðum FJARÐAFERÐIR á Neskaupstað sigla daglega með ferðamenn um Norðfjarðarflóa að Norðfjarð- arnípu, Rauðubjörgum, meðfram Barðsnesi, fyrir Viðfjörð og tekið er land í Hellisfirði. Veitt er leið- sögn og saga og þjóðsögur rifjaðar upp. Siglingin tekur tvo tíma. Hópar geta fengið siglingu sem sniðin er eftir tilefni hveiju sinni. Til dæmis skemmtilega skoðunar- ferð, sjóstangaveiði, köfun eða ævintýraferð, þar sem kveiktur er varðeldur í landi eða veitingar snæddar í fjöruborði. ■ AI FULLT VERÐ 1 .990- ÞÚ SPARAR 1 .OOO- TILBOÐSVERÐ 990- í verslunum um land allt TILBOÐSBOK MANAÐARINS ÁAÐEINS AAA llilí 1 KRONUR GLÆSILEG ISLENSK MATREIÐSLUBOK MEÐ NYSTARLEGUM GRILLRETTUM! Tryggðu her eintak í júní! Frá I. júlí kostar bókin i .990 krónur. VAKAHELGAFELL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.