Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 20
20 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRÍ Á ÍSLANDI HÚN VAR ekkert sérstaklega glæsileg, gamla frystihúsrótan sem Björgvin kom með heim og reif í sundur til að gera úr henni húsbíl. RÚTAN var með sætum fyrir 22. . . BJÖRGVIN Björgvinsson, húsa- smíðameistari í Hafnarfirði, var einna fyrstur húsbílaeigenda hér á landi til að innrétta heila rútu. Þegar hann smíðaði innréttingar í 22 manna Benz-rútu fyrir 11 árum hafði hann engar fyrirmynd að smíðinni og sérvörur fyrir hús- bíla fengust ekki. Smíðina var hann samt svo ánægður með, og fjölskyldan ekki síður, að þeim dettur ekki í hug að selja 26 ára gamla húsbílinn sinn, sem af sér- stökum ástæðum gengur undir gæluheitinu „Bollan“. Meira um það síðar. „Ég hélt að hann væri eitthvað bilaður þegar hann kom með þetta heim,“ segir Ingibjörg Svala Ól- afsdóttir þegar hún rifjar upp daginn góða fyrir ellefu árum þegar eiginmaðurinn Björgvin kom stoltur heim með fimmtán ára gamla frystihúsrútu. Bíllinn var vægast sagt lúinn og af mynd- um af honum að dæma er engin furða að Ingibjörg Svala ætti erf- itt með að ímynda sér þau hjónin og börnin ferðast og sofa þar um borð. Meistari í nýrri iðngrein? Björgvin er hins vegar bjart- sýnn húsasmíðameistari, sem hefur fengist við að byggja sum- arbústaði, og ákvað að hann færi létt með að vera líka húsbíla- smíðameistari. „Við hjónin höfð- um áhuga á ferðalögum, en við vorum þá með þrjá krakka og það var erfitt að fara með þann hóp í tjaldútilegur. Þess vegna fannst okkur húsbíll góður kost- ur, en ég viðurkenni alveg að frystihúsrútan var að niðurlotum komin þegar ég keypti hana, Hvernig gamalli rútu er breytt í bollu Morgunblaðið/Þorkell SÍÐDEGISKAFFI við borðið í húsbílnum. Borðið og bekkirnir breytast í fyrirtaks rúm á nóttunni. A myndinni eru þau Björgvin, dæturnar Heiðrún og Elísa Björg, vinkonan Lína Birgitta Sigurðardóttir, Björgvin Guðmundur og Ingibjörg Svala. enda fékk ég hana ódýrt,“ segir Björgvin og brosir að minning- unni. „Við vorum með rúmgóðan bílskúr og þangað fór bláa frysti- húsrútan. Ári síðar var ég búin að gera hana upp.“ Þetta ár gekk ekki alveg þrautalaust. Björgvin vann allar endurbætur á bílnum sjálfur og var úti í skúr flest kvöld og helg- ar. „Ég reikna með að vinnu- stundirnar, sem fóru í bílinn, hafi ekki verið undir 1500, en það er alltaf erfitt að meta svona vinnu til fjár, svo ég hef aldrei reiknað út hvað bíllinn kostaði. Ég reif allt innan úr rútunni og þeyttist um allar trissur til að fá efni í innréttingarnar, keypti mikið í BYKO og fékk bólstrara til að vinna bekki og sæti. Það eina sem ég notaði af gömlu inn- réttingunum var bílstjórasætið og tvö sæti við hliðina á því. Þessi sæti voru að sjálfsögðu gerð upp. Þegar upp var staðið var komin innrétting, salerni, ís- skápur, miðstöð, rennandi vatn og öll önnur þægindi. Við höfum ferðast átta saman og það fór vel um alla, enda er nánast hægt að breyta rútunni í eina stóra flatsæng." Þegar gamla frystihúsrútan kom út úr bílskúrnum aftur var hún ekki lengur dökkblá, heldur hvít með rauðum röndum. „Ég sprautaði hana inni í skúrnum og það var nú ekki auðvelt," seg- ir Björgvin. „Þrátt fyrir að hann teldist rúmgóður var hann nú ekki stærri en svo að ég varð að taka dekkin undan til að geta unnið á þaki rútunnar og ég varð að smeygja mér meðfram bíl- skúrsveggjunum með sprautu- Bílarnir með gluggatjöldunum FERÐALANGAR, sem hafa verið að furða sig á því af hverju sumir sendibíistjórar eru með fín, rósótt glugga- Ijöld fyrir gluggum bílanna sinna og ljósakrónur ding- landi neðan úr loftinu, geta hætt að velta þessu fyrir sér. Sendibílstjórar nota bílana sína eftir sem áður glugga- tjalda- og ljósalausa, en þessi fíni sendibíll er áreiðanlega einn af mörg hundruð húsbíl- um landsmanna. Þeir eru nefnilega mjög margir, sem kjósa að eiga sumarbústað á hjólum, innrétta sendibíl eða jafnvel lieila rútu og hafa þar allt til alls, rúm, borð, vask, eldavél, salerni og svo auðvit- að gluggatjöldin og Ijósin. Arið 1983 voru húsbílarnir ekki margir og þeir sem stunduðu ferðamennsku af þessu tagi voru flestir mál- kunnugir. Nokkrir þeirra tóku sig saman þann 28. ágúst árið 1983, hittust í í Þjórsár- dalnum og stofnuðu Félag húsbílaeigenda. Björn Þor- björnsson, lögreglumaður í Borgarnesi, er formaður fé- lagsins, sem nú nær til eig- enda 500 húsbíla. Að auki hafa eigendur 140 bíla sam- einast í félagi á Akureyri. Þróunin í fjölda félags- manna var hæg í fyrstu, en upp úr 1990 fjölgaði mjög með hverju ár- inuv „Eg var einn af átta stofnfélögum Félags húsbíla- eigenda og hafði átt innréttaðan sendibíl frá 1980,“ segir Björn þegar hann er beðinn um að rifja upp tilurð félagsins. „Af stofnfélögun- um voru flestir á slíkum amerískum „van“ bíl. Við ákváð- um að ekki væri van- þörf á að stofna hags- munafélag og nú höfum við náð hagstæðari kjörum hjá tryggingafélögum en áður tíðkuðust og vinnum að því að fá hluta bifreiðagjalda felldan niður. Flestir þessara bíla eru nefnilega aðeins not- aðir þrjá mánuði á ári, en standa í geymslu yfir vetrar- mánuðina. Þetta eru okkar sumarbústaðir.“ Aðstaöan batnar hægt og bítandi Björn segir ekki vanþörf á hags- munafélagi. „Að- staða fyrir húsbíla hefur verið mjög léleg og lengi vel var okkur alveg úthýst af tjald- stæðum. Það er að breytast hægt og bítandi og sums staðar er komin aðstaða til að tengja bílana við rafmagn og losa salernin. Útlend- ingar, sem koma hingað á húsbílum, eru miklu háðari rafmagninu en við, sem höfum vanist lélegri að- stöðu og erum flestir með aukarafgeymi, svo við getum verið sjálfum okkur nógir með rafmagn. En á stærstu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.