Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 21

Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 21 SUMARFRÍ Á ÍSLANDI . .en Björgvin reif allt úr, meira að segja gólfið. EFTIR eins árs vinnu birtist húsbíll út úr „rúmgóða" bílskúrnum. könnuna í hendinni til að mála á henni hliðarnar.“ Átta manna húsbíll Rútan er núna skráð fyrir átta manns, svo Björgvin og Ingibjörg Svala geta farið með allan krakkahópinn sinn í útilegu í einu. Bör'nin eru nefnilega orðin fimm, elsta dóttirin er 23 ára, þá kemur önnur 17 ára, sú þriðja er 10 ára, fjórða fimm ára og prinsinn í fjöl- skyldunni er þriggja ára. „Við ferðumst mjög mikið á bílnum, bæði í styttri og lengri ferðir,“ segir Ingibjörg Svala. „Elsta dóttir okk- ar, tengdasonurinn og þeirra börn slást stundum í för með okkur en oftast erum við með þau þrjú yngstu.“ Lakkið var ekki þornað á „Bollunni“ þegar fjöl- skyldan var gengin í Fé- lag húsbílaeigenda. „Við fórum í fyrstu ferðina með félaginu um hvíta- sunnuna 1986. Þá þótti bíllinn mjög sérstakur, af því að hann var svo stór, en núna eru margir jafn stórir. Okkur finnst mjög þægilegt að vera með svo stóran bíl, enda tekur fjölskyldan sitt pláss. Það er líka gott að hafa svo mikið rými, að krakkarnir geta til dæmis leikið sér inni þegar það er rigning úti.“ í húsbílnum er nóg geymslu- pláss, skápar upp við loft, hirslur undir sætum og ekki má gleyma ísskápnum, með frystihólfi. „Við kaupum allan mat fyrir ferðina áður en við leggjum af stað, svo við lendum aldrei í neinum vand- ræðum á ferðalaginu. Það er mjög þægilegt að geta gengið að þessu öllu vísu.“ Barnafólkið á Bollunni Frá fyrstu hvítasunnuferðinni hafa Björgvin og Ingibjörg Svala verið virk í húsbílafélaginu og farið fjölmargar ferðir á vegum þess. „Við erum enn svona í yngri kantinum af félagsmönnum, því það er mjög algengt að fólk fái sér húsbíl eftir að börnin eru kom- in á legg. Það er því oft fátt barnafólk í ferðunum og stundum erum við þau einu í lengri ferð- um.“ Þegar þau hjón hófu húsbíla- ferðir sínar var dóttirin Heiðrún aðeins fjögurra mánaða, en frá þeim tíma hafa bæst við þau El- ísa Björg, fimm ára og Björgvin Guðmundur, þriggja ára. „Ég verð að viðurkenna að nafngiftina á bílnum má rekja til þessa,“ seg- ir Ingibjörg Svala og brosir við. „Einn ferðafélaga okkar hafði á orði að hann sæi mig aldrei öðru- vísi en ólétta og bollunafnið fest- ist á bílnum." Borgar slg ekkl að yngja upp Eftir ellefu ára sambúð með „Bollunni" eru þau Björgvin og Ingibjörg Svala ekkert að velta fyrir sér að eignast nýjan húsbíl. „Þessi hentar okkur mjög vel. Þar að auki er mjög hagstætt að eiga svona gamlan bíl. Bifreiðagjöld á svona stóran bíl eru 46 þúsund á ári, en þessi er svo gamall að bif- reiðagjöldin eru fallin niður. Það borgar sig því ekki að yngja upp. Tryggingaiðgjöld eru aðeins 20 þúsund á ári, en þá er miðað við að bílnum sé aðeins ekið 8 þúsund kílómetra á ári. Fyrstu árin sem við átt- um bílinn tókum við hann alltaf af númerum á haustin og settum þau aftur á á vorin, en núna þarf ekki þessar tilfær- ingar. Við notum bílinn eftir sem áður aðeins í um fjóra mánuði á ári.“ Notagildi Bollunnar er ekki eingöngu bundið við sum- arfrí fjölskyldunnar, enda á hún myndarlegan sumarbústað. „Það er alltaf hægt að nýta svona bíl,“ segir Björgvin. „Hann er til dæm- is fyrirtaks veiðikofi. Það er ekki amalegt að skreppa að fallegu vatni, renna fyrir silung og búa í bílnum, sem er alveg jafn rúm- góður og mörg veiðihúsin." HÚSBÍLL Björgvins og Ingibjargar Svölu er skráð- ur fyrir 8 manns og honum er nánast hægt að breyta í eina stóra flatsæng. ferðamannastöðunum er að- staðan að verða góð, til dæm- is á Akureyri, í Laugardal og í Keflavík." Því fer fjarri að húsbílaeig- endur láti sér nægja að semja um iðgjöld og bifreiðagjöld, því Félag húsbílaeigenda út- vegar félagsmönnum sínum afslátt hjá fjölda fyrirtækja og skipuleggur ferðir vítt og breitt um landið. í sumar eru sex slíkar ferðir, sú fyrsta var farin um hvítasunnuna, þar sem 84 bílar söfnuðust saman og um þessa helgi eru áreið- anlega ekki færri í Þjórsár- dalnum. En er ekki óhemju dýrt að eiga húsbíl? Frá „rúgbrauði" í höll „Það fer nú eftir því hvern- ig á það er litið,“ segir Björn formaður. „Svona bíll kostar kannski tvær til þrjár milljón- ir. Sumir kaupa druslu og gera hana upp, en aðrir kaupa nýrri bíla. Þetta er ótrúlega misjafnt og húsbílar eru allt frá litlum Volkswagen-rúgbrauðum upp í heilu hallirnar. Stærsti bíll- inn innan okkar vébanda er tíu metra langur.“ Húsbílaeigendur, sem inn- rétta bíla sína sjálfir, hafa all- ar klær úti til að verða sér úti um hentuga hluti. „Hér á landi er eitt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að flylja inn húsbílavörur og ég reikna ekki með að það sé grundvöllur fyrir fleiri slík- um, enda ekki margir að inn- rétta bíla á hvetju ári. Þá er líka hægt að finna ýmislegt í byggingaverslunum og gas- búnaður í bílana fæst hjá olíu- félögunum.“ Björn segir misjafnt hvert húsbílaeigendur ferðist. „Fyrri bíllinn minn var með drifi á öllum hjólum og komst upp um fjöll og firnindi ef því var að skipta. Núna á ég Benz, sem er ekki fjórhjóladrifinn, en hann kemst alla helstu fjall- vegina. Það er mjög misjafnt hvort fólk fer fjallaleiðangra eða heldur sig á láglendinu. Sumir fara með bílinn sinn til útlanda og ég hef til dæmis farið þrisvar út með Norrænu með minn bíl.“ Fjölskyldufólk á fjórum hjólum Húsbílaeign er nær ein- göngu bundin við fjölskyldu- fólk. „Meirihluti félagsmanna er fullorðið fólk, sem er laust úr mesta baslinu og getur leyft sér að reka aukabíl, líkt og jafnaldrar þess geta leyft sér að eiga sumarbústað. Þetta fólk vill gjarnan hafa öll þæg- indi, en samt njóta ferðalaga og útivistar. Ég verð að við- urkenna að púkinn kemur stundum upp í okkur þegar við höfum það notalegt inni í bíl, en allt um kring eltir fólk tjöldin sín í roki og rigningu. Þá er gott að eiga húsbíl,“ segir Björn Þorbjörnsson, hús- bílaeigandi. ■ Dömuskór ^^1 Frábærir U leðurgönguskór, |j |ÉjL léttir, þægilegir og “ |jpi% vatnsþolnir. Litur: Ljósbrúnir Cantiliver hæll - Stærðir 35 1/2 - 41 Verð aðeins kr. VERSLANIR Skeifunni 19 S. 568-1717 • Laugavegi 51 S. 551-7717 Stefnumót v i ð í s I a n d Njóttu þess að dvelja á Hótel Eddu í sumar og eigðu stefnu- mót við landið þitt í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar frá morgni til kvölds þar sem veittur er sérstakur barnaafsláttur. Hægt er að velja milli gistingar í uppbúnum herbergjum eða svefnpokaplássi. í næsta nágrenni hótelanna eru ótal möguleikar á skemmti- legri útivist þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Fimmta nóttin er frí! s Ef dvalið er ( uppbúnu herbergi í fjórar nætur l á Hótel Eddu í sumar er fimmta nóttin án “ endurgjalds sem jafngildir 20% afslætti af ? hverri gistinótt. Tilboðið gildir út árið 1996. Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlið 18 • 101 Reykjavlk • Sími 562 3300 - Heimasíða: http://www.artic.is/itb/edda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.