Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 22
22 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ H í SUMARFRIA ISLANDI „Kauptu leirtau, ég keypti húsbíl! „ÞAÐ ÞÝDDI ekkert að reyna að fá eiginmanninn í tjaldútilegu, hann mátti bara ekki heyra á það minnst. Við höfðum lítillega velt því fyrir okkur að kaupa húsbíl og þegar ég var stödd í útlöndum fyrir sex árum ásamt dóttur okkar, Guðrúnu Andreu, þá hringi eiginmaðurinn í mig og sagði mér að nú hefðu þeir feðgarnir skoðað húsbfl og hann hefði ákveðið að kaupa hann. Nú ættum við mæðgurnar að drífa okk- ur í IKEA og kaupa potta, leirtau og hnífapör." Þetta segir Ása Guðmundardótt- ir, húsbflaeigandi og er greinilega mjög sátt við hugdettu eiginmanns- ins, Einars Finnssonar og sonarins Finns Inga. Bíllinn sem þeir feðgar féllu fyrir er Toyota Coaster, árgerð 1981 og hafði hann verið í eigu Akureyrings, sem innréttaði hann sem húsbíl árið 1985. Ása og Einar létu sprauta bflinn fyrir tveimur árum. FJðgurra mánaða ferðalangur Bfllinn er í raun lítill sumarbústaður. Aftast eru bekkir og borð, en á nóttunni er borðið fellt niður og mynd- ast þá svefnpláss fyrir tvo. Þar fyrir framan er gaselda- vél, vaskur, ísskáp- ur sem gengur fyrir gasi og nægilegt skápapláss. Fyrir miðjum bfl er sal- erni. Þar fyrir framan eru tvö sæti, sem breytast í tveggja manna svefnpláss og fremst eru tvö sæti, fyrir ökumann og farþega hans. Auk talstöðvar og farsíma eru geislaspilari í bflnum. Öryggisbelti eru fyrir fjóra fullorðna og Ása og Einar hafa nýlega sett búnað svo hægt sé að festa barnabflstól tryggilega. Dóttursonurinn Einar Óli, sem er fjögurra mánaða, fór nefnilega í sína fyrstu húsbílaferð um hvíta- sunnuna. Bfllinn kostaði tvær milljónir þeg- ar þau festu kaup _á honum fyrir tæpum sex árum. „Ég efast um að við myndum ferðast mikið innan- lands ef við ættum hann ekki," seg- ir Ása. „Það þarf ekki meirapróf til að aka bíl af þessari stærð. Ein- ar er að vísu með slíkt próf, sem er nú ekkert verra, en ég get alveg eins sest undir stýri." Nánast aldrel heima Ása og Einar ráku kranabflafyr- irtæki og hún segir að þau hafi aldrei tekið sér almennilegt frí, en eftir að þau eignuðust bflinn fóru þau að skreppa út úr bænum eina og eina helgi. Fyrirtækið seldu þau hins vegar árið 1992 og „eft- Hf WKf^^^^^^^^^lWuUm WGnZ^Hfl ¦ \ R3J - v ^Hs mk\ m & fl m *ts w «^^SI -1 j mmbkT i wYjm/ m \ \ f "l/ m m ÁSÁ, dóttir hennar Guðrún Andrea og yngsti ferðalangurinn Einar ÓIi. ir það höfum við nánast aldrei ver- ið heima um helgar á sumrin," seg- ir hún. Þau hjónin hafa farið um allar trissur á bílnum. „Við förum nú ekki í fjallaferðir, en þó höfum við komið í Land- mannalaugar og inn að Ófærufossi og bfllinn skilar okkur auðveldlega í Þórsmörkina. Við vorum í rúma viku á Ströndum í fyrra, höfum eytt þremur vikum á Vestfjörðum og í sumar ætlum við að fara Austfirði." Þegar Ása er innt eft- ir því hvort ekki sé nú einhvern galla að finna á þessum ferðamáta segir hún að svo sé ekki. „Ég finn alla vega enga galla. Ein- ar hefur að vísu á orði að hann vildi gjarnan stærri bfl, því þessi sé svo þröngur, en ég hef nú strítt honum á því að það sé vegna þess að hann sé alltaf að breikka. Bfllinn hentar okkur vel, enda erum við oft- ast tvö á ferð, en krakkarnir slást í hópinn af og til." Móttökurnar mættu vera betri Ef finna á ein- hverja galla við ferðamátann þá segir Ása að móttökur á sumum tjaldstæðum séu slæmar. „Sums staðar þurfum við að borga fullt gjald, en samt verðum Skipulagðar ferðir að Heklu Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir KAFFI og heimabakað góðga;1.i, auk merkilegra upplýsingar um eitt frægasta eldfjall í heimi, biða ferðalanga sem fara í Hekluminjasafnið á Brúarlundi í Holta- og Landsveit. NÝLEGA opnaði Hekluminja- safnið á Brúarlundi í Holta- og Landsveit eftir vetrarlokun, en þetta er annað starf sár þess. Ymsar nýjungar eru á dðfinni hjá forráðamönnum safnsins, en um leið og safnið opnar að þessu sinni er hægt að sjá málverka- sýningu ungs listamanns úr sveitinni. Á safninu er saga Heklu og Heklugosa rakin með texta, teikningum, gðmlum Heklu- myndum, ljósmyndum, jarð- fræðikortum, vikur- og hraun- sýnum og á ýmsan annan hátt. A safninu eru gamlir munir, myndir og uppstoppuð dýr og Hekla í aðal- hlutverkinu síðar í sumar munu bætast við safnið fleiri sýnishorn úr jurta- og dýraríki Heklusvæðisins. Hægt er að skoða litskyggnu- myndir, bækur, úrklippur og nýja 15 mínútna sjónvarpsmynd um Heklu eftir Hrönn Kristins- dóttur. Fram eftir sumri munu hanga uppi í kaffiteríu safnsins mál- verk eftir 16 ára filippeyskan pilt sem búsettur er í Holta- og Landsveit, Engilbert Vignis Tangolamos. Hann flutti til ís- lands fyrir þrem árum og hefur notað þann tíma vel til að mála. Engilbert þykir mjög efnilegur, en hann hefur enn sem komið er ekkert iært til myndlistar. Myndirnar á sýningunni eru flestar af filippeysku landslagi og eru allar til sölu. Heklumiðstöðin á Brúarlundi er við þjóðveg nr. 26, Landveg, um 20 km frá hringveginum og verður safnið opið alla daga í sumarkl. 10-18. ¦ AH KRISTJAN ÁRNASON í Stóra-Klofa í Holta- pg Land- sveit og sonur hans Árni bjóða í sumar ferðir á Hekluslóðir. Kristján áætiar að vera með ferð- ir frá Hellu á morgnana, en ekið verður sem leið liggur upp Land- sveit með stoppi á Hekluminja- safninu á Brúarlundi. Ekið er inn á Dómadalsleið af Landvegi í Skjólkvíar þar sem sjá má úfið hraun sem myndaðist í gosinu 1970. Um fimm klukkustunda viðdvöl verður við fjallið, áður en ekið er aftur niður á Hellu með áætlaðri komu um kl. 19. Einnig munu þeir feðgar bjóða ferðir eftir séróskum einstakl- inga og hópa með lengri eða skemmri viðdvöl við fjallið. ' 4 í í f í Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir KRISTJÁN og Árni bjóða ferðir með fjallabifreið að Heklu i sumar. Fjalladrottningin sjálf í baksýn. W10 m B'ff'W M sn KR M w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.