Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 25 SUMARFRIAISLANDI MARGRÉT Hallsdóttir, Reynir yngri, Reynir Hjartarson, Sveinn Reynisson og Lena Haraldsdóttir, en þau reka ferðaþjónustuna á Brávöllum. FERÐ um Krossanesborgir á hestum er vinsæl, hér eru þau Elín Dögg Jóhannesdótt- ir, Valgeir Ólafur Flosason, Heidi Krempl og Reynir Már Sveinsson á leið í reiðtúr. HJÓNIN á Brávöllum í Glæsibæj- arhreppi norðan Akureyrar, þau Reynir Hjartarson og Margrét Halls- dóttir, ásamt Sveini syni sínum og tengdadóttur, Lenu Haraldsdóttur, hafa opnað kaffístofu, Kaffí krús og almenna ferðaþjónustu, m.a. hesta- leigu og silungsveiði. Viðtökur hafa verið einkar góðar. Hugmyndina segir Reynir ekki vera nýja af nálinni, hann hafi hug-. leitt það af og til í um tíu ár að koma upp litlu notalegu kaffihúsi og betri aðstöðu fyrir ferðamenn sem hann heimsækja. „Við höfum verið með hestaleigu hér heima á bænum síð- ustu tíu árin og því er ekki að neita að aðstöðuleysið háði okkur. Við vor- um með ferðalangana meira og minna í kaffí inni í eldhúsi, bærinn var iðu- lega fullur af útlendingum. Þessu vild- um við gjarnan breyta," segir Reynir, en undirbúningur hófst síðasta vetur og það var fyrst og fremst fjölskyldan sem vann við að koma húsinu upp. mmmmmmmmm ATTW CLERAUCU EINS OC VIRKILEGA FALLE6A FÓLKIÐ? RUDI PROJCTGLERAUGU ÞAU FAST HJÁ OKKUROGERU MEÐ UV-VÖRN ^BRÆÐURNIR ÖLAFSSON Auöbrekku 3 • Sími 564-4489 i ii Kaff istof a, hestaleiga og silungsveiði á Brávöllum Þau hjónin hafa oft fengið sér sopa á litlum kaffíhúsum við sveitabæi á ferðum sínum í útlöndum og þótti upplagt að reyna hvort slíkt hentaði ekki einnig hér á landi. „Við ætlum að sjá um þetta sjálf og verðum ein- göngu með heimabakað brauð á boð- stólum," segir Margrét. Ánœgð með viðtökurnar Viðtökur hafa farið fram úr björt- ustu vonum, fólk hefur streymt á svæðið og oft verið fullt út úr dyrum. „Við erum afskaplega ánægð með hversu vel okkur hefur verið tekið, en það eflir okkur til að gera enn betur," segja þau. Hestaleiga er rekin að Brávöllum og eru m.a. í boði klukkustundar langar ferðir um Krossanesborgir, náttúrugarð í næsta nágrenni Ak- ureyrar, sem ótrúlega fáir bæjarbúar. hafa farið um. Þá er ætlunin að leyfa börnum að fara á hestbak og verður teymt undir þeim á sunnudögum milli kl. 14 og 16. „Við ætlum að prjóna svolítið í kringum þetta og væntum þess að hér verði hægt að byggja upp nokk- uð öfluga ferðaþjónustu," segir Reynir. Gestir geta fengið lánaðar veiðistangir og rennt fyrir silung nið- ur við sjó og þá er unnið að því að fá trillu til afnota og gefa fólki kost á að reyna fyrir sér með handfæri. Einnig hefur komið til tals að setja upp golfbraut á svæðinu og áhugi er hjá fjölskyidunni að koma upp tjaldstæði. Þá má nefna að síðar í sumar er ráðgert að bjóða upp á gönguferðir m.a. um Krossanesborg- irnar með leiðsögn kunnugra og er ætlunin að huga að fuglum og blóm- um. „Þetta er hugsað bæði til fróð- leiks og gamans," segja þau. Af þreying verður að vera til staðar „Það verður að vera einhver af- þreying í boði fyrir ferðafólk og það er margt hægt að gera án þess að kosta miklu til. Það er oft rætt að ferðafólk stoppi ekki á hinum og þess- um stöðum og ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að það hefur ekkert að gera, það vantar afþreying- una," segir Reynir. I næsta nágrenni við Kaffi krús eru sumarhús við Fögruvík og ferða- þjónusta í Pétursborg, samtals um 70-90 gistirými og segir Reynir að- lífvænlegt ferðamannasvæði sé að rísa skammt norðan Akureyrar. Þar er opið allt árið um kring og svo verð- ur einnig með kaffihús Brávallafjöl- skyldunnar. „Við ætlum að bjóða upp á ýmis skemmtiatriði að kvöldlagi og gera þetta þannig að staðurinn vinni sér sess svo hægt verði að hafa opið allt árið," segir Reynir. ¦ §0 > JffiHH Skorradalur „Á þessum órum sem ég hef haft NMT símann með mér í Skorradal- inn hef ég tilkynnt ófáa árekstra og jafnvel alvarlegri slys. Ég hef kallað eftir aðstoð vegna eldsvoða og ekki síður þegar skriða skall á bústaðinn minh. Svo hef ég nú líka tekið símann með mér i fjall- göngur og á rjúpu án þess að hann íþyngi mér. Já, ég held að NMT sé öryggistœki, a.m.k. vildi ég ekki vera án hans í bústaðnum." Jón Sicjurðsson, sumarbústaðoreiqandi „Hef tilkynnt nokkur bílslys, eldsvoða og náttúruhamfarir með NMT símanum NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, í óbyggðum og ekki síður á hafi umhverfis landið. fslenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT simar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.