Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 27

Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 27
MOÍÍGUNBLAÐIÍ) SUNNUDAGUR lö. JÚNÍ 1996 D 27 SUMARFRIAISLAIMDI Allt frá herberg einu i að heilum húsum FERÐAÞJONUSTU bænda vex sífellt fiskur um hrygg. Fyrir nokkrum árum byrjuðu bændur að selja ferðalöngum gistingu heima á bæjum og voru þá oft- ast tekin frá herbergi inni í íbúðarhúsi ábúendajarðanna. Síðar fóru bændur að byggja smáhýsi, þar sem ferðalangar gistu og nú er sums staðar hægt að finna myndarlegustu gistiheimili á jörðum þar sem áður var byrjað að leigja út tvö lítil herbergi. En uppbygging af þessu tagi hentar ekki öllum, enda ákjós- anlegt fyrir ferðalanga að möguleikarnir séu sem fjöl- breyttastir. Því er enn hægt að velja um margs konar gisti- möguleika hjá bændum og verðið er í samræmi við það. Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda er nú til húsa að Hafn- arstræti 1 í Reykjavík, en flest- ir ættu að átta sig á staðsetning- unni þegar það fylgir sögunni, að þar var verslunin Hamborg í mörg ár. Skrifstofan gefur út verðlista á hveiju ári, en sá verðlisti gildir þegar gengið er frá pöntunum og greiðslu fyrir gistingu á skrifstofunni sjálfri. Einhver frávik kunna að vera frá því samræmda verði á hveijum og einum bæ, ef ferða- langar ákveða að banka upp á þar og skipta beint við bóndann. En verðlistinn lítur þannig út, að hægt er að fá uppbúið rúm á 2.050 krónur, 2.300 krón- ur eða 3.100 krónur á mann og fer það t.d. eftir stærð her- bergja. Rúmin eru ýmist í her- bergjum inni á bæjunum eða í smáhýsum á jörðinni. Svefn- pokagisting í rúmi kostar 1.350 krónur, en álag fyrir eins manns herbergi er 1.000 krón- ur. Börn á aldrinum 6-11 ára sem gista í herbergi með full- orðnum greiða hálft gjald, en börn undir 6 ára aldri gista ókeypis. Þeir sem vilja leigja sér sum- arhús geta valið um ýmsa t# J > íi i! f1 LLJl J J 3 SUMARLEYFISFEÐIR 22.-26. júní Ingjaldssandur, sólstöðuferð. Ekið í Stykkishólm, með Baldri yfir Breiðafjörð og að Ingjaldssandi á einum degi. Gengið um sandinn í fylgd heimamanna. Farið í Nesdal, Skáladal, á Barðann, í Geldingarskál, Mosdal og Valþjófsdal. ólgleymanleg ferð um einstakt svæði. 26.-30. júní Emstrur - Básar Ekið að kvöldi inn Fljótshlíð og í Emstrur. Gist í Botnsskála. Gengið inn að Emstrujökli og yfir hann, upp Langháls, suður Almenninga, nýja leið austan Rjúpnafells og á Stangarháls og í Bása. 3.-7. júlí Landmannalaugar - Básar Komiö um hádegi í Landmannalaugar, gengiö samdægurs upp Hraíntinnusker, gist í sKlla. Farið að íshellunum. Gengið að Álftavatni næsta dag. Á þriðja degi í Emstrur og þeim fjórða um Almenninga og Þórsmörk í Bása. 3.-7. júlí Núpstaðarskógar - Grænalón Ekið að morgni austur í Núpsstaðarskóg og tjaldað. Gengið upp í Grænalón með stoppi við Tvílitahyl. Gist við Grænalón i tvær nætur. Skoðunarferó um nágrennið. Gengið suður í Súludal og Súlutindi. Ekið til Reykjavikur snemma sunnudags. 5.-13. júli Á skíðum yfir Vatnajökul. Flogið til Mývatns og ekið þaðan í Kverkfjöll og gist. Gengið á næsta degi upp í skála Jöklarannsóknarfélags og gist þar i tvær nætur og fariö í gönguferðir um nágrennið. Gengið á tveimur dögum i Grímsvötn og gist þar í tvær nætur. Síðan gengið aö Þumli og í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Útivist fór þessa ferð fyrst 1991 og er einungis ætluð vönu skiðafólki, enda bera þátttakendur allan farangur. Ferðin hefur notið mikilla vinsælda og er engri lík. möguleika. Sex manna hús eru í boði á 32.500, 36.000 og 39.000 krónur á viku og fjögurra manna sumarhús kosta frá 19.000 krónum á viku og allt upp í 34.000 á viku. Eftir 15. ágúst og fram til 15. september eru sumarhúsin ódýrari og kostar sex manna hús þá frá Ferðafélag Húsavíkur FERÐAFÉLAG Húsavíkur fer í kvöldgöngu 18. júní á Hall- bjarnarstaðakarr.b og að Skeif- árfossi. Þann 21. júní verður vinnuferð í Sigurðarskála. Helgina 13.-14. júlf skipu- leggur félagið ferð í Hrísey, Barkárdal, Öxnadal, að Hraunsvatni. Gist verður í Baugaseli. Þann 27. júlí verður skoðunarferð í Þingey. í ágúst verður göngu- og grillferð þann 10., í Aðaldals- hraun og Hellnasel. Þann 17. ágúst verður farið í Flateyjardal og lokunarferð í Sigurðarskála farin 30. ágúst. ■ Morgunblaöiðð/Anna Ingólfsdóttir ÚR FERÐ Ferðafélags Fljótsilalshéraðs yfir Lónsöræfi. Ferðafélag Fljótsdals- héraðs FERÐAFÉLAG Fljótsdalshéraðs fer í sólstöðuferð á Héraðssand þann 22. júní. Þann 29. verður svo það sem Ferðafélagsmenn kálla „upphitun“ í Fjallasyrpu ársins, sem er ganga á Múla- koll, 642 metra hátt fjall. Þann 6. júK verður farið í sér- staka ferð á söguslóðir Vopnfírð- ingasögu. Fjallasyrpan heldur svo áfram þann 20. júlí og að þessu sinni verður gengið á Hött, sem er 1106 metra yfir sjávar- máli. Lokahnykkurinn í Fjalla- syrpunni verður svo dagana 24.-25 ágúst, þegar gengið verð- ur á Snæfell, hæsta fjall íslands utan jökla, en það telst 1833 metra hátt. ■ 29.000 krónum og upp í 35.000 krónur hver vika, en fjögurra manna húsin 18.000 til 30.500 krónur. Leiga sængurvera kostar 600 krónur á mann. Víða eru bændur með hesta- leigu og skipuleggja allt frá klukkustundar reið og upp í 14 daga ferðir. Klukkustundar reiðtúr kostar 1.350 krónur, með leiðsögumanni. Börn í fylgd með fullorðnum greiða hálft gjald. Ferðalangár, sem hafa hug á að gista hjá bændum. ættu að verða sér úti um bækling Ferðaþjónustu bænda, því þar eru allir gistimöguleikar tíund- aðir, myndir af bæjunum, sýnt á korti hvar á landinu þeir eru og fleiri gagnlegar upplýs- ingar. ■ Verð frá kr. 27.930 - GASVÖRUR prímusar • eldunarhellur • ofnar gasmælar • lampar • o.fl. Borgartúni 26, Reykjavík, sími 562 2262 Bíldshöfða 14, Reykjavík sími 567 2900 Skeifunni 5, Reykjavík, sími 581 4788 Bæjarhrauni 6, Hafnarfirði sími 565 5510 Hellu- og Varmalagnir sf. Somoniié MYNSTU RSTEYPA Hellu og steinalagnir Snjóbræðslukerfi 1 Jarðvegsskipti • Öll almenn lóðastandsetning Sýnishorn að Smiðjuvegi 44E - gul gata 200 Kópavogur Frískum uppá eldri hellulagnir með háþrýstiþvolti. mosahreinsun og steypugljáameðferð. Hellu- og Varmalagnir sf. S: 893 2550 og 892 1882 Fyrir NMT farsíma kerflf) 1 2... 3„ 8 9. * j O # © *>“ Benefon Delfa Léffur og mefcfœrilegur handfarsími ► Einfaldur í notkun ► Vegur aðeins 350 g ► Ýmiss aukabúnaður fáanlegur ► Skammvalsminni fyrir 99 númer og nöfn 2wsendiorka — Litir: Blár og vínrauður PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Þjónustudeild í Kirkjustræti, sími 550 6670 og á póst-og simstöðvum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.