Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 28
OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR FRÁ KL. 8.30 - 19.00 FRÁ 1. JÚNÍ - 1. SEPT. 28 D ,$UNNUDAGUR 16. JUNI 1996 1 LL. MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRIAISLANDI % FuicfiSlac Vestmannaeyja ý Sími/Phonc 481 3255 @ I-ax 481 2()52 Vcslmannaeyingar athugið^^X^ Bílalciga á Bakka Car rental from Bakki Þegar ferðast er um Suðurland er tilvalið að skreppa til Vestmannaeyja. Það tekur um 1 og 1/2 klukkustund að keyra frá Reykjavík á Bakka í Austur-Landeyjum og aðeins 5 mínútur að fljúga til Eyja. Verðið er 1200 kr. fyrir manninn eða 2400 báðar leiðir. Vinsælt er hjá golfurum að koma að morgni og fara aftur að kvöldi. íþróttahópar fara mikið um Bakka, sem og menn í viðskiptacrindum, og ferða- mönnum sem notfæra sér þennan ferða- máta, fjölgar stöðugt. SÉÐ norður Látraströnd. Hestar eru notaðir til að bera allan farangur göngumanna. Hrikalegt lands- . lagogfjöl- breyttur gróiur FJÖRÐUNGUR, Ferðafélag Grýtubakkahrepps mun í sumar bjóða uppá fjögurra daga göngu- ferðir um Fjörður og Látraströnd með leiðsögn. Upphaflega átti að fara í þrjár slíkar ferðir í ágúst, en vegna mikils áhuga er útlit 'íyrir að ferðirnar verði fleiri. Ferðafélagið stóð fyrir einni slíkri ferð í fyrra sem gekk mjög vel en áhugi fyrir ferðunum í ár er miklu meiri en búist var við, að sögn Heimis Ásgeirssonar, eins þeirra sem að þeim standa. Hrlkalegt iandslag og fjölbreyttur gróður Heimir segir að hámarksfjöldi í ferð sé 20 manns. Hópurinn leggur 4-5 km að baki á dag og eru hest- ar notaðir til að bera allan farang- ur og auk þess er fæði innifalið í kostnaði. Þátttakendur þurfa að hafa með sér tjöld, svefnpoka og áýnu. „Það eiga því allir áhugasam- ir göngumenn að geta farið svona ferð, ekki síst þar sem hestar eru notaðir sem burðardýr. Við förum frekar rólega yfír enda er margt að sjá á leiðinni, m.a. hrikalegt landslag og fjölbreyttan gróður.“ Gist í tjöldum Um verslunarmannahelgina verður lagt af stað með 20 manna hóp og einnig er uppselt í ferð 8. ágúst. Daginn áður leggur 18 manna hópur af stað í „ráðherra- ferð,“ eins og Heimir orðaði það, þar sem bæði ráðherrar og alþing- ismenn eru meðal þátttakenda ásamt fleirum. Enn eru laus pláss í ferð sem hefst 16. ágúst og einn- ig í ferð 23. ágúst. Þá segir Heim- ir að mögulegt sé að fara með hópa á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Ferðin hefst við Grenivíkurskóla en þaðan er ekið út í Hvalvatns- fjörð. Úr Hvalvatnsfirði er gengið yfir í Þorgeirsfjörð og gist í tjöld- um við Þönglabakka. Daginn eftir er gengið frá Þönglabakka vestur fyrir Botnsfjall, Blæju og^ Hnjá- fjall í Keflavík og gist þar. Á þriðja degi er gengið inn í Keflavíkurdal yfir Uxaskarð og niður í Látur og gist þar. í lokaáfanganum er gengið inn Látraströnd að Svínár- nesi, þar sem bíll bíður og flytur hópinn síðasta spölinn til Grenivík- ur. FLATEY ;YJA FJÖRÐUR HRÍSEY BROTNA línan á kortinu sýnir leiðina sem farin er um Látraströnd og Fjörður. Andstæður takastá í kynningarbæklingi um gönguferðirnar segir að fyrir um 100 árum hafi tíu býli verið byggð í Fjörðum auk Keflavíkur. Þá voru í Þönglabakkasókn um 90 manns. Gil fór í eyði 1899, Kussungsstað- ir 1904, Keflavík 1906, Þverá .1913, Brekka 1924, Hóll 1929, Kaðalsstaðir 1933, Arnareyri 1934, Þönglabakki, Botn og Tindriðastaðir 1944. Jórunnar- staðir og Kúsveinsstaðir voru far- in í eyði mörgum öldum fyrr. Sömuleiðis Brimnes í Þorgeirs- firði en Háagerði var hjáleiga hjá Þönglabakka sem öðru hvoru var byggð allt til 1925. I Fjörðum hafa andstæðurnar tekist á. Þar hafa menn ýmist hokrað á örreitiskotum eða rekið stórbú. Þar voru kostajarðir, grös- ugar engjar, fjörubeit góð og mik- ili reki. Á hinn bóginn gífurlegt fannfergi á hörðum vetrum. Um 1920 var um nokkurra ára bil rekin stórútgerð í Þorgeirsfirði bæði við Botn og Þönglabakka. Þaðan réru margir vélbátar og í landi voru fiskverkunarhús þar sem fjöldi manns starfaði frá vori til hausts. Hinum megin við Blæj- í GJÖGURSKÁL sér til Keflavík- ur og austur að Messukletti. una, í Keflavík, gerðist það nokkr- um áratugum áður að hjónin þar drukknuðu bæði þegar þau freist- uðu þess að bjarga undan sjó bátskelinni sem þau höfðu til að sjá heimilinu fyrir lífsbjörg. Látraströnd nær öll í eyði Látraströndin nær frá Grenivík og út að Gjögurtá. Ströndin er öll í eyði nema Finnastaðir skammt frá Grenivík en 8-9 bæir voru lengi í byggð og sumir langt fram á þessa öld. Ströndin er brött og mikilúðleg fjöll ná allt norður að Gjögurtá. Hið neðra er allt grasi vaxið en klettabakkar víða með sjónum. ■ Hefjið ferðalagið í ' Upplýsingamiðstöd ferðamála í Reykjavík ogfáið upplýsingar urn: gistingu ® sumgöngur * skipulagðar ferðir ® veiði * hestaferðir * áhugaverða staði og náttúruperlur. Einnig höfum við mikið úrval bæklinga og ferðabóka um ísland. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA I REYKJAVlK BANKASTRÆTI 2 • SÍMI: 562 3045 • FAX: 562 3057 E-MAIL: tourinfo@mmedia.is (jj^ GRÍMSEY GENGIÐ niður Hábrekku syðst í Látrakleifum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.