Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 30

Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 (rÓDift i SOmAft! Herraskór ■ Frábærir ^ leðurgönguskór, wr léttir, þægilegir og ^lj HBk vatnsþolnir. HhRl Litur: Grænir/svartir Cantiliver hæll - Stæroir 41 - 48 Verð aðeins kr. 7.990. HREYSTI ■ VERSLANIR Skeifunni 19 S. 568-1717« Uugavegi 51 S. 551-7717 SUMARFRIAISLAIMDI MARGIR rölta „Laugaveginn“ í fríinu, en svo kallast leiðin frá Landmannalaugum í Þórsmörk. ígu\l<e.rc\l\rogn kyuö^vauvdi? 'Hólminn .með EYJAFERÐUM Ferðir að óskum hvers og eins. ♦ Fjölbreytt fuglalíf ♦ Sjávarfallsstraumar ♦ Bergmyndanir ♦ Skelfiskur, ígulkerahrogn o.fl. veitt og snætt í réttu umhverfi ♦ Fjölbreyttir gistimöguleikar EYJAFERÐIR, Stykkishólmi, s. 438-1450. Um f jöll og firnindi með Ferðafélagi íslands FERÐAFÉLAG íslands býður upp á dags- og kvöldferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir, sem íslendingar nýta sér í æ ríkari mæli. Þátttakend- ur í Ferðafélagsferðum hafa að með- altali verið um sjö þúsund á hveiju ári. Hver sem er getur slegist í för með Ferðafélagi íslands, en félags- menn fá þó betri kjör en aðrir og er félagsgjaldið fljótt að borga sig. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka og börn . Böm og ungling- ar 7-15 ára, í fylgd foreldra, greiða hálft gjald. I dagsferðum greiða börn og ungiingar að 15 ára aldri ekkert, að undanskildum ferðum í Þórsmörk .. ♦."> ■ , 3L % I lateyn vi<) (Jnuiulurtior<) týjarða igna. \ngum hafa m- Íufræg erðir / - nyt NÁNARI UPPLÝSINGAR: GAMIÐSTÖÐ FER1 >ALSTRÆTI 7, EDINBORGARHÚSI 3 ÍSAFJÖRÐUR « SÍMI 456 512 UPPL FAX POSTHOLF 277 5122 00 og Landmannalaugar. Þá eru göngumiðar nýmæli í dagsferðunum og fá félagar fría ferð á tíunda miða. í ferðunum er gist í sæluhúsum félagsins, öðrum húsum eða tjöldum. Farþegar sjá sjáifír um nesti og ann- an útbúnað. Ferðafélagið mælir með því að ferðalangar hugi vel að útbún- aði áður en lagt er af stað og leggur áherslu á góðan, hlýjan fatnað yst sem innst, regnfatnað og þægilega skó. Þótt farið sé í stutta ferð er sjálfsagt að taka nesti með, en skrif- stofa FI gefur allar nánari upplýs- ingar um útbúnað í ferðir. Ferðalangar þurfa einnig að hafa í huga, að FÍ tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Þá þarf að panta tímanlega í sumarleyfis- og helgarferðir, en dagsferðir þarf ekki að panta nema annað sé auglýst sérstaklega. Minjaganga í ferðaáætlun FÍ í ár er talsvert af ferðum fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur sem kjósa ferðir þar sem áhersla er lögð á útiveru og náttúru- skoðun með stuttum og auðveldum gönguferðum. Þetta á við um dags-, helgar- og lengri ferðir. Þá er aukin áhersla lögð á fræðsluferðir i ár, í samvinnu við Hið íslenska náttúru- fræðifélag. Minjagangan er ný raðganga við allra hæfi, farin í átta ferðum frá Laugamesi í Reykjavík upp í Lækj- arbotna og síðan að Hafravatni og Blikastaðakró. Leið göngunnar ligg- ur um nokkra áhugaverða minja- og sögustaði innan borgarmarka Reykjavíkur og í næsta nágrenni borgarinnar og er stuðst við forn- minjaskrá Þjóðminjasafnsins. Göngunni lýkur 23. júní. Þá hafa Ferðafélagið og Útivist ákveðið að sameinast um 8 ferða raðgöngu til kynningar á gönguleið frá Reykjanestá að Þingvöllum er nefndur hefur verið Reykjavegur. Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, ferðamálasamtök þar og á Suðurnesjum hafa undirbúið merk- ingu leiðarinnar og hafa ferðafélögin komið inn í það starf. Raðgangan hófst 5. maí og henni lýkur 8. sept- ember. Leið göngunnar liggur um jarðfræðilega fjölbreytt svæði. Sólstaða og sveppir Sem nokkur dæmi um dags- og kvöldferðir má nefna sólstöðugöngu yfir Esju þann 21. júní, kvöldgöngu á Jónsmessunni 24. júní, fjölskyldu- göngu um Rauðuflög og Nesjavelli þann 30. júní, í júlí verða m.a. göng- ur um Gullkistugjá og Kaldársel, Hafursfell á Snæfellsnesi, Ljósufjöll á Snæfellsnesi, kvöldganga á Esju, hellaskoðunarferð að kvöldlagi og stikað verður um skógarstíga í Heið- mörk. í ágústmánuði vantar heldur ekki tilboðin í skemmri ferðir. Þá verður kvöldganga út í óvissuna, síðsumars- kvöldganga á Alftanesi, gengið um Hveravelli og á Heklu og farið í sveppaferð í Heiðmörk. Dagskráin heldur svo áfram út allt árið. Hér hefur verið stiklað mjög á stóru og er ferðalöngum ráðlagt að verða sér úti um ferðaáætlun FÍ, vilji þeir kynna sér tilboðin betur. Fjöldi helgarferða Hið sama er uppi á teningnum í helgarferðunum. Þar eru ótal tilboð, en sem dæmi um ferðir nú í júní má nefna sólstöðugöngu yfir Fimm- vörðuháls og helgina 28.-30. júní verður fjölskylduhelgi í Þórsmörk, þar sem fólk getur ráðið hvort það kemur á eigin jeppa, eigi það slíkt farartæki, eða slæst í för með öðrum í rútunni. Sömu helgi er boðið upp á skíða og gönguferð í Landmanna- laugar, Hrafntinnusker og á Torfa- jökul. í júlí eru m.a. helgarferðir í Þórs- mörk, yfir Fimmvörðuháls og í Land- mannalaugar og fjöldi tilboða er einnig í ágúst. Svo aðeins sé nefnd ein forvitnileg ferð í þeim mánuði, þá ætlar Ferðaféiagsfólk að fara í ævintýraferð í Þórisdal 17.-18. ágúst og gista í helli. Það sama á við um helgarferðirnar og dagsferðirnar, að FÍ lætur ekki deigan síga eftir sum- arið, heldur býður slíkar ferðir allan ársins hring. „Laugavegurinn" og aðrar lengrl ferðir FÍ býður ýmsar lengri ferðir, sem standa frá þremur og upp í þrettán daga. Einna vinsælust slíkra ferða er gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur, sem í daglegu tali göngugarpa kallast Laugavegurinn. A fjórum dögum er gengið frá Land- mannalaugum, um Hrafntinnusker, Alftavatn, Emstrur og til Þórsmerk- ur. Gist er í gönguskálum FÍ og komast 18 manns í hveija ferð. Ferðafélagið skipuleggur einnig ferðir um Kjalveg hinn forna, sem liggur frá Hvitarnesi um Þver- brekknamúla og Þjófadali til Hvera- valla. Þá má nefna gönguferð frá Snæfelli í Lónsöræfi, þar sem leiðin liggur um Eyjabakkajökul, gengið er á Geldingafell og Gijótfell og að upptökum Jökulsár í Lóni, farið í dagsgöngu í Víðidal og á sjöunda degi er farið heim frá Illakambi. Lengstu sumarleyfisferðirnar hjá FÍ eru ferðir á Hornstrandir. Sem nýmæli í þeim ferðum má nefna, að flogið er á miðvikudegi til ísafjarðar og fímmtudagsmorgni að Búðum í Hlöðuvík. A næstu dögum er svo gengið um Hælavíkurbjarg, Hornvík, Veiðileysufjörð, Lónafjörð og Hrafnsfjörð í Reykjafjörð. Eftir hvílda þar er haldið áfram um Skjaldabjarnarvík, Bjarnarfjörð, Dranga, Ófeigsfjörð og endað í húsi FI í Norðurfirði. Þessi ferð, sem stendur í 13 daga, er að vísu flokkuð sem nokkuð strembin í áætlun FÍ, en þeir sem vilja fara á þessar slóðir en jafnframt í léttari göngu geta valið 10 daga ferð. Þá er dvalið í Hornvík yfir helgi, síðan siglt eða gengið yfir að Búðum í Hlöðuvík og dvalið þar í húsi fram til næsta föstu- dags. Þessi ferð er tilvalin fjölskyldu- ferð og geta ungir sem aldnir litast um í Víkum og skoðað fuglabjörgin stórbrotnu af landi og sjó. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.