Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 32
32 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SUMARFRI AISLANDI G. Bolungarvíkur G. Gláma, Þingeyr G. Patreksfjarðar, Vestur-Botni G. Bakkakots----- G. Kjölur, Mosfellsbæ Nesklúbburinn — G. Suðurnesja G. Vatnsleysustrandar G. Sandgerðis L G. Grindavíkur G.Setbergs L G. Oddur G. Kópavogs og Garðabæjar Hvar kemst ' ég í golf... ? G. Vestmannaeyja r9holu f*6holú völlur «1. völlur Tilboó fyrir gestina í Gesthúsum í GESTHÚSUM hf. við Engjaveg á Selfossi hefur verið lögð veruleg vinna í endurnýjun á staðnum. Þar er gistipláss fyrir 66 manns í litlum sumarhúsum sem hvert um sig er tvær einingar. Rúmgott tjaldstæði og húsbflasvæði er í umsjá fyrirtæk- isins og þar er veitingastaður sem sérhæfir sig í ostatilboðum. Gesthús bjóða pakkaferðir þar sem ferðamaðurinn getur valið um skoðunarferðir um Selfoss og ná- grenni, t.d. kajakferðir á Stokks- eyri, upplifun í ferðamannafjósinu undir Ingólfsfjalli, ferð í húsdýra- garðinn á Þingborg í Flóa og fleira. Síðan geta gestir slappað af í heit- um pottum. Grundvöll þessara pakkaferða segja þeir Björn Lárusson og Sig- urður Fannar Guðmundsson vera þá þjónustu sem er á Selfossi og góðar samgöngur út frá staðnum. Pakkaferðirnar eru boðnar erlend- um ferðamönnum og einnig sniðnar að íslendingum sem vilja gera sér dagamun með heimsókn á Selfoss. Tugir golfvalla GOLFVELLIR á íslandi skipta tugum og það er ekki að undra, því æ fleiri stunda þessa íþrótt. Það er nánast sama hvert golfarar fara, allt- af komast þeir í golf. Lengi vel töluðu golfarar mjög framandi tungu, þeir fengu birdie eða bogey, misstu golfboltann í bunker þegar þeir fóru dogleg og skömm- uðu þá caddie-inn, þótt þeir hefðu átt að geta sagt sér að ekki gengi allt snurðulaust miðað við þeirra handicap. Golfáhugamönnum er annt um íslenskuna eins og öðrum og nú gleðjast þeir yfir einu höggi undir pari holu og láta ekkert á sig fá þótt þeir séu einu höggi yfir pari. Æfingin skapar meistarann og nú miss- ir enginn sljórn á sér þótt golf- boltinn fari í sandgryfju við sveigðu brautina og kylfu- sveinn fær því ekki skammir. Svo hefur nú forgjöfin batnað. Mikió bók- ad hjá Hót- el Self ossi „ÞAÐ EEU meiri bókanir hjá okkur núna og það bendir allt til að þetta verði besta árið hingað til," sagði Heiðar Ragnarsson, hótelstjóri á Hót- el Selfossi. Hótelið er í miðbæ Selfoss við Tryggvatorg og þangað koma mest eriendir ferðamenn yfir sumartímann til gistingar. Á jarðhæð hót- elsins er vinsæll veitingastað- ur sem er í „Holtsklassa" og þeir eru margir sem fara þangað til þess að eiga nota- lega stund og njóta gððs mat- ár, sem er aðalsmerki Betri stofunnar eins pg staðurinn heitir. Heiðar segir það vaxandi að ráðstefhur séu haldnar á hótelinu enda er Selfoss f kjör- inni fjarlægð frá höfuðborgar- svæðinu og með alla þá þjón- ustu sem þarf. Hægt er að bjóða ráðstefnugestum í stuttar skoðunarferðir um nágrennið með dálitilli upplif- un í kaupbæti. Það sem helst háir starfsemi Hðtels Selfoss varðandi ráðstefnur er að hótelpláss er heldur lítið en af hálfu bæjarfélagsins hafa verið ráðnir sérfræðingar í þeim tilgangi að leita að möguleikum á því að fjölga hóte)herbergjum á Selfossi. „Ég er bjartsýnn á fram- haldið, þetta vex jafnt og þétt í rétta átt þótt hægt fari," sagðí Heiðar en auk Hótels Selfoss annast hann rekstur sumarhótelsins í Þóristúni, sem er í næstu götu, en þar eru 18 herbergi. „Við höfum alltaf lagt metnað okkar í matargerðina og góða þjón- ustu og maturinn er okkar stolt. Það hefur gefið góða raun," sagði Heiðar Ragnars- son, hótelstjóri Hótels Selfoss. piparköku- mótið og búðu .„.isvín, fiskblóm eða annað sem börnin vilja helst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.