Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 33

Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 33
KiAJír.'i .ar HUÐACiuviMug Q S8 MORGUNBLAÐIÐ__________________________ SUMARFRÍ Á ÍSLAIMDI ÚTIVIST skipuleggur fjölda gönguferða yfir Fimmvörðuháls, en þessi ferðalangur hefur ákveðið að ÚTIVIST býður upp á ferðir um ís- land og leggur félagið áherslu á upp- byggingu gönguleiða, byggingu fjallaskála, kynningarstarf um ferðir á íslandi og uppgræðslu landsins. Ferðimar em fjölbreyttar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, jafn rólegasta fjölskyldufólk sem vönustu fjallagarpar. Útivist skipuleggur í sumar bæði lengri og styttri ferðir af ýmsum toga, náttúruskoðunarferðir, bakpokaferð- ir, söguferðir, skemmtiferðir, rútu- ferðir, jeppaferðir, trússferðir, ferðir fýrir unglinga og fleira. Af dagsferð- um má nefna, að 23. júní verður Jóns- messunæturganga úr Sleggjubeins- dal, yfir Húsmúla í Marardal. Helgar- ferðir í júní eru t.d. ganga á Snæfell- sjökul, í Bása eða yfir Fimmvörðu- háls á sumarsólstöðum, helgina 21.-23. júní. Næstu helgi á eftir, 28.-30. júní verða ferðir í Bása og Kerlingarfjöll með gönguferðum við allra hæfí og ökuferð um helstu staði í Skaftárhreppi. Sömu helgi verður gönguferð yfir Fimmvörðuháls. Leggjabrjótur og læknlngajurtir í júlí eru ekki síður fjölbreyttar ferðir. Þann 14. verður til dæmis farin dagsferð yfir Leggjabrjót, hina fornu leið milli Þingvallasveitar og Hvalfjarðar og önnur forn leið verður farin 28. júlí, þegar gengin verður Selvogsgatan, milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Af helgarferðum í júlí er t.d. vert að skoða Mýrdalsjökul helg- ina 5.-7., sömu helgi verður farið í Bása, Lakagíga og yfír Fimmvörðu- háls. Jurtum verður safnað í Þjórs- árdal 6.-7. júlí, bæði lækningajurtum og jurtum sem henta í te og aðra drykki. Komið verður við að Stöng og í Þjóðveldisbænum. Síðar í júlí láta þarfasta þjóninn um gönguna. Út um allt með Útivist verður t.d. farið í Hítardal helgina 12.-14. júlí og í Skaftárdal 26.-28. júlí, þar sem ferðafélagar gista og ganga síðan að Leiðólfsfelli. Fimm- vörðuhálsi verður að sjálfsögðu sinnt í nokkrum ferðum í júlí og göngu- garpar koma þá oftar en ekki við í Básum. Fimmvörðuhálsferðirnar eru hinar fjölbreyttustu og er einnig boð- ið upp á slíkar ferðir í miðri viku,- fyrir þá sem ekki komast um helgar. I ágúst verður farið í dagsferð að Heklu, arkað Reykjaveginn og upp á Högnhöfða, svo dæmi séu tekin. Verslunarmannahelgl á fjöllum Verslunarmannahelgina nýta göngugarpar í Útivist sér rækilega. Þá er m.a. skipulögð ferð í Bása, þar sem hægt er að velja um gönguleið- ir um nágrennið, farið frá Básum upp á Fimmvörðuháls og haldið í Landmannalaugar með samkomu- tjald í farteskinu. Þá verður farið í Núpsstaðarskóg og er hægt að velja um gönguferð við allra hæfi, eða strembnari göngu fyrir vant göngu- fólk. Vilji ferðalangar reyna eitthvað nýtt um verslunarmannahelgina þá skipuleggur Útivist nú í fyrsta sinn ferð um Lakagíga, Sveinstind og Skælinga. Þessa miklu ferðahelgi er einnig gönguferð frá Ólafsfirði í Héðinsíjörð, þar sem gist er um nótt- ina og síðan gengið til Siglufjarðar, þar sem síldarævintýri verður í full- um gangi. Ýmsar aðrar helgarferðir eru i boði í ágúst og ber þar hæst ýmsar ferðir á Fimmvörðuháls. Þá má nefna, að 23.-25. ágúst heldur Úti- vist í pysjuferð út í Vestmannaeyjar. Að sjálfsögðu verður gengið um Heimaey þvera og endilanga og siglt í kringum hana að auki. Um mánaðamótin ágúst-septemb- er fagnar Útivistarfólk 5 ára afmæli Fimmvörðuskála og slær upp fagnaði i skálanum, auk þess sem ýmsar gönguleiðir á svæðinu verða skoðað- ar nánar. Sumarleyfi með Útlvist Útivist skipuleggur ýmsar lengri sumarleyfisferðir. Þeir sem ætla sér í slíkar ferðir ættu að panta tíman- lega. Fargjaldið verður að greiða viku fyrir brottför, en fararstjórar halda undirbúningsfundi fyrir allar sumar- leyfisferðir, venjulega um einni viku fyrir brottför. Þar er fjallað um ferða- tilhögun, útbúnað og annað sem máli skiptir. Sumarleyfisferðirnar í ár eru hátt í 30 talsins og verður að ráðleggja lesendum að hafa samband við Uti- vist til að fá alla nánari upplýsingar. Svo aðeins sé stiklað á stóru um áfangastaðina, þá verður m.a. haldið í sólstöðuferð á Ingjaldssand, farið í Emstrur og Bása, Landmannalaug- ar, Núpsstaðarskóg, Aðalvík og Hornvík, um Austfirði og Austfjarða- fjöll, Austurda! og Nýjabæjarfjöll, Lónsöræfi, Ingólfsfjörð og Reykja- flörð, gengið „Laugaveginn", og far- ið um Vatnajökul á vélsleðum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 D 33 TILBOÐSRÉTTIR TOURIST MENU 3Í, Fyrir alla fjölskylduna heima og heiman Veitingastaðir viða um land innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóða TILBOÐSRÉTTI SVG, þar sem áhersla er lögð á staðgóðan mat á góðu verði. TILBOÐSRÉTTIR gilda allt árið. Hádegisverður Kvöldverður Forréttur eða súpa, kjöt- eða fiskréttur, kaffi. 800-1000 kr. 1000-1700 kr. Börn 0 til 5 ára: ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur Upplýsingar um þátttakendur fást meðal annars á upplýsingamið- stöðvum ferðamanna um land allt. Aukin og endurbætt útgáfa með sérstakri leiðsögn um Reykjavík, en óbreytt verð kr. 2.980,- AíslenskaA BÓKAÚTGÁFAN Siðumúla 11 • Sími 581 3999 Fiffiéeiueiraiffi - Femsiueiu - Fmmmíibul Lyktllirm að sogo og serkeimum laaásios €1 'WVWW'GULA I! ✓ Okeypis IEjí upplýsingar um 562*6262 vörur og þjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.