Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 34
34 D SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 r r •¦ ¦ ; y- MORGUNBLAÐIÐ Fáðu Mo£2ann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 122 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblabsins og fá blaöiö sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu frá til Hvert viltu fá blaðið sent? Merktu við. ? Esso-skálinn, Hvalfiröi Q Ferstikla, Hvalfiröi Q Hyrnan í Borgarnesi ? Baula, Stafholtst., Borgarfiröi ? Munaöarnés, Borgarfiröi ? Bitinn, Reykholtsd., Borgarfirði Q Sumarhóteliö Bifröst Q Hreöavatnsskáli Q Brú í Hrútafiröi Q Staðarskáli, Hrútafirði Q Varmahlíð, Skagarfirði ? Illugastaðir Q Hrísey Q Grímsey Q Grenivík Q Reykjahlíö, Mývatn NAFN________________________ Q Laufið, Hallormsstað Q Söluskálar, Egilsstöðum Q Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri Q Víkurskáli, Vík í Mýrdal ? Hlíðarlaug, Úthlíö, Biskupstungum Q Laugarás, Biskupstungum Q Bjarnabúð, Brautarhóli Q Verslunin Hásel, Laugarvatni Q Minni Borg, Grímsnesi Q Verslunin Grund, Flúðum Q Árborg, Gnúpverjahreppi Q Þrastarlundur Q Ölfusborgir Q Shellskálinn, Stokkseyri Q Annað________________i______ KENNITALA. SUMARLEYFISSTAÐUR PÓSTNÚMER___________ SIMI Utanáskriftin er: Morgunblaöiö, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SUMARFRIAISLANDI Morgunblaðið/Sverrir Rái I rá reyndum f jallamönnum HJÁ ferðafélögum og verslunum sem selja ýmsan útilífsfatnað hafa menn á orði á íslendingar hafi „fundið fæturna" um 1990. Með þessu er átt við, að íslending- ar áttuðu sig allt í einu á að allir þessir útlendingar, sem yoru á sífelldu vappi um fjöllin á íslandi, hefðu eitthvað til síns máls; það væri ef til vill ekki svo galið að reyna þetta líka. íslendingar, eins og aðrar þjóðir, eru líka orðnir meðvitaðri um nauðsyn hollrar hreyfingar og með gönguferðum er hægt að sameina þjálfun og skemmtiíega útivist í fögru um- hverfí. En draumaferðin á fjöll getur breyst í martröð ef útbúnaðurinn er lélegur. Til allrar hamingju átta flestir sig á þessu, en til glöggvunar þeim fjölmörgu nýju fjallamönnum sem á hverju ári bætast í hópinn, hafa verið gefnar út ýmsar leiðbeiningar um æski- legan útbúnað. Skátabúðin, sem lengi hefur selt alls konar fatnað og viðlegubúnað, gefur ferðalöng- um til dæmis ýmis heilræði. Ætli menn í gönguferð um landið er mælt með 60-80 lítra bakpoka, léttu göngutjaldi, fyrirferðarlitl- um bakpoka, dýnu, góðum gönguskóm, legghlífum, göngu- stöfum, höfuðljósi, áttavita og göngukorti, fyrirferðarlitlu eldun- artæki, pottasetti, eldsneyti og eldspýtum, hitabrúsa, hnífapör- um, diskum og vasahníf, mat (t.d. þurrmat), ýmsu orkufæði eins og þurrkuðum ávöxtum, súkkulaði, hnetum og rúsínum, sóláburði, sárabindi, plástri og hælsæris- plástri, tannbursta, tannkremi, sápu, sjampó og salernispappír. Heppilegur klæðnaður er vand- aður nærfatnaður fyrir útivistar- fólk, flís- eða ullarpeysa, flísbux- ur eða hnébuxur, mjúkir ullar- sokkar, stakkur úr Gore-Tex efni eða annað sambærilegt og hlífð- arbuxur úr sama efni, húfa og vettlingar. Taka þarf með aukafatnað; nærfatnað, buxur og peysu, sokka, stuttbuxur, sundfatnað og handklæði og millifatnað til skipt- Vandlð val áskóm Að sjálfsögðu er misjafnt hvað menn þurfa að hafa með sér af farangri eftir lengd ferða, en föt- in og skórnir þurfa alltaf að vera í lagi og rétt að leita ráðlegginga reyndari manna. Við val á gönguskóm er til dæmis nauðsyn- legt að hugleiða hvar og hvernig þeir verða notaðir. Meginreglan ér sú að í styttri ferðum eru létt- ir og mjúkir skór heppilegastir, en í lengri ferðum, þar sem allar vistir og búnaður er borinn á bak- inu, eru vatnsheldir skór með góðum stuðningi við ökkla nauð- synlegir. Þegar skórnir eru mát- aðir er gott að vera í sömu sokk- um og nota á á göngunni. Skórnir gangast til og víkka með tímanum, þannig að sokkarn- ir mega ekki vera of þykkir. Þeg- ar búið er að reima skóna er gott að ganga rösklega um gólf til að finna hvernig skórnir passa. Gakktu upp og niður tröppur og gættu að því að skórnir sitji vel og nuddi fæturna hvergi. Taktu þér góðan tíma til að skoða ýms- ar tegundir og finna örugglega réttu stærðina, því ekki er gott að vakna upp við það á fjöllum að vanda hefði mátt valið betur. Nokkur heilræði Skátabúðin gefur fjallafólki líka nokkur heilræði áður en lagt er í 'ann: Farðu aldrei í langferð án þjálfunar. Ferðastu aldrei éin(n). Taktu mið af veðri og veðurút- liti. Hlustaðu á reynda fjallamenn. Sparaðu kraftana og leitaðu skjóls í tæka tíð. Hafðu ávallt með þér áttavita og kort. Snúðu við í tæka tíð. Það er engin skömm að því. Búðu þig undir óstöðuga veðr- áttu og hafðu með þér nauðsyn- legan fjallabúnað. Segðu öðrum hvert ferðinni er heitið og hvenær þú kemur til baka. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.