Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 39
CíJCÍÁJflMUDífOM MORGUNBLAÐIÐ ,— ------------— — —• SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 © 39 SUMARFRÍ Á ÍSLANDI Listasafn Bókasafn Sædýrasafn Bflafeija Áætlunarflugvöllur Flugbraut Miðbær Bifreiðaverkstæði Eldunaraðstaða Sturta Bátsferðir Athyglisv. staður Sorpgámar Heitur pottur Þvottavél Sjóstangaveiði Vélsieðar til leigu Vatnsþotur til leigu Reiðlyól til leigu Bátartilieigu Þjónustumerki og leikur MEÐ auknum ferðalögum og þar með síaukinni þjónustu fyrir ferðamenn fer ýmsum umferðarmerkjum einnig fjölgandi. Nú er ekki einungis þörf á nauð- synlegum viðvörunum um blind- hæð, krappa beygju, vegavinnu, steinkast og fleira í þeim dúr, sem all- ir ferðalang- ar kunna vonandi utan að, heldur þurfa ferðamenn einnig að vita hvar þeir geta fundið athyglisverða staði, hvar hægt er að leita aðstoðar ef billinn bilar, hvar hægt er að leigja hest ef sá gállinn er á mönnum, hvar hægt er að leggja hjólhýsinu, komast í þvottavél, leigja sér sumar- hús, elda mat eða komast í sturtu. Svokölluð þjónustumerki, sem ættu að upplýsa ferða- langa um allt þetta og meira til, eru nú 62 talsins. Nú ætti enginn að velkjast í vafa um hvar næsta sorpgám, íþrótta- hús, ferða- inanna- verslun, banka, sæ- dýrasafn eða bakarí er að finna. Þar sem merki þessi eru mörg ný af nálinni er hluti þeirra birtur hér lesendum til glöggvunar. Þegar sum- arfríið rennur upp og ekið er af stað um landið ætti því öll fjölskyldan að vita hvað þessi merki þýða. Það gæti líka verið skemmti- legt fyrir yngsta fólkið í fjöl- skyldunni að gista á merk- ingu skiltanna og mamma og pabbi geta þá fylgst með hvort afkvæmin skilja merk- ingarnar rétt. Þannig gæti öll fjölskyldan skemmt sér og um leið áttað sig betur á öllum skiltunum. ■ Flóran í MIÐRI höfuðborginni er lystigarð- ur, Grasagarður Reykjavíkur, þar sem gestir geta skoðað 3500 jurtir á 2,5 hektara svæði. Þrátt fyrir að margir viti af garðinum og komi þangað oft, þá eru ýmsir sem ekki gera sér grein fyrir hvað leynist á bak við myndarleg trén í Laugardaln- um. Gestir í Reykjavík og höfuðbúár- borgar sjálfir ættu að gefa sér tíma til að líta þar við. Þeim frídegi væri vel varið og að auki er Grasagarður- inn við hliðina á Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum, tjaldstæði borgarinn- ar, Laugardalslauginni og öðrum íþróttamannvirkjum. # f #• i frunu Grasagarðurinn var stofnaður á 175 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1961 og er rekinn af borginni. í garðinum er að finna sérstakt horn, þar sem flóra íslands er kynnt. Þar eru nú 300-350 tegundir af þeim u.þ.b. 485 háplöntum, sem teljast til íslensku flórunnar. Plöntunum er að mestu raðað eftir ættum, sem gefur tækifæri til að bera saman náskyldar tegundir og skoða muninn á þeim. Allar plöntur í garðinum eru merktar íslensku og latnesku tegunda- og ættaheiti og getið heimkynna þeirra. Erlendar, fjölærar jurtir setja mik- inn svip á garðinn og eru um 1500 talsins. Þá geta gestir rölt um garðskála og skoðað þær jurtir sem þola ekki íslenskan vetur. Gestimir sjálfír geta snætt nesti í ská- lanum eða keypt sér kaffibolla. Skammt undan eru „uppeldis- reitir“, þar sem plönt- um er skýlt fyrir frosti og næðingi fyrstu árin. Arboretum kallast yngsti hluti garðsins, en það er latneskt heiti á svæði sem ætl- að er undir trjásafn. Með tíð og tíma geta gestir því rölt þar um og skoðað ólíkar trjá- tegundir. Loks má svo nefna, að í Grasagarðinum eru tvö listaverk. Annað þeirra er stytt- an Sköpun eftir Helga Gíslason, en hitt verk- ið var sett upp á síð- asta ári og stendur í miðjum garðinum og er það vatnslistaverk- ið Fyssa eftir Rúrí. Grasagarðurinn er opinn frá kl. 8-22 virka daga og frá kl. 10-22 um helgar. RNANN .. VATHSLAUQ Hf, ÁRMÚU 22*106 REVKdAVÍK « 561 36®3 * FAX 561 -2664 Heilsupottar frá Normann Látið heilsupottana frá Nonnaim veita Íjölslíy’ldunni notalegar stundir írá anistri hversdagsleikans. Sæti og legubelddr eru löguð að líkamanum. Vatnsnudd og loítnudd fáanlegt eftir óskiun kaupanda. Ljós, hitamælar, klórbúnaður o.fl. aukahlutir f\Tirliggjandi. Framleiddir úr gæða aciyl. Leiðandi fyrirtæki í sölu heilsupotta með eða án nudds ásamt fylgihlutum og búnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.