Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Bæj arhlutakappleikir á Egilsstöðum Lokið við lagfæringu á flóðgátt Flóaáveitunnar Morganblaðið/Sigurður Sigmundsson ÓLAFUR Snorrason og aðstoðarmaður hans opna flóðgátt Flóa- áveitunnar skammt ofan við Brúnastaði í Hraungerðishreppi. Egilsstöðum - Á Egilsstöðum fóru hátíðarhöld fram í góðu og mildu veðri. Gengin var skrúðganga frá íþróttahúsi að íþróttavelli kl. 13.30. Þar hófst hátíðardagskrá og flutti Sigurður Ó. Pálsson há- tíðarræðu. Ávarp fjallkonu flutti Laufey Herdís Guðjónsdóttir. Dagskráin hófst á tónlistarat- riðum, m.a. flutti kór eldri borg- ara nokkur lög og Margrét Þór- arinsdóttir söng nokkur vinsæl- ustu lög Árna ísleifs. Leikfélag Fljótsdalshéraðs flutti leikþátt. Fimleikasýning var á íþróttavelli og voru það stúlkur úr fimleika- Stykkishólmi - Konur í Stykkis- hólmi tóku þátt í kvennahlaupinu og létu sitt ekki eftir liggja. Mæting var við íþróttamiðstöðina og þegar hlaupið var ræst af stað hafði 171 kona skráð sig í hlaupið. Kvennahlaup hafa verið háð í Stykkishólmi undanfarin ár og hef- ur þátttakan alltaf verið að aukast. Árið 1994 hlupu rétt rúmlega 100 konur og í fyrra tóku þátt í hlaup- deild Hattar sem sýndu. Bæjar- hlutakappleikir fóru fram á vell- inum og voru þar þátttakendur á öllum aldri sem sýndu færni sína. Línusvif var á sínum stað og kaffi- sala Kvenfélagsins Bláklukku í Valaskjálf. Þar var myndiistar- sýning, athyglisverðustu listaverk af myndlistarnámskeiði sem hald- ið var í vetur. Milli kl 17-19 kynntu félög og klúbbar á Egils- stöðum starfsemi sína í Félags- miðstöðinni Nýjung og dag- skránni lauk svo með leikjum, þrautum, sprelli og dansleik í Selskógi. inu 140 konur. Á þessu sést að vin- sældir kvennahlaupsins eru alltaf að verða meiri. Það vakti athygli að margar konur skráðu sig í hlaup- ið sem sjást ekki daglega úti að ganga eða hlaupa og er greinilegt að kvennahlaupið hvetur til útiveru og má reikna með að þær konur sem mættu nú í fyrsta skipti hafi brotið ísinn og haldi áfram að ganga og hreyfa sig. Syðra-Langholti - Nýlega var lok- ið við mikla lagfæringu á flóðgátt Flóaáveitunnar sem er skammt ofan við Brúnastaði í Hraungerðishreppi. Engar viðgerðir hafa farið fram á þessu mannvirki síðan það var tek- ið í notkun árið 1927 sem sýnir hve vel þeir sem stóðu að verki hafa vandað til við þessa framkvæmd. Nú var gert við steypuskemmdir sem ekki voru miklar, steypt í botn flóðgáttarinnar og allt sements- kústað. Þetta verk annaðist Eiríkur Gylfi Helgason múrarameistari í Hveragerði á vegum JÁ verktaka á Selfossi. Umfangsmikil framkvæmd Flóaáveitan á mikla og merka sögu enda á þeim tíma um að ræða umfangsmikið og kostnaðarsamt mannvirki. Hugmyndir um að veita vatni úr Hvítá yfir Flóann komu fyrst fram nokkru fyrir aldamót. Menn tóku eftir að þar sem Hvítá flæddi upp í vetrarflóðum, sem kom öðru hvoru fyrir, að grasspretta varð meiri sumarið eftir. I vorleys- ingum ber jökulvatnið með sér frjó og áburð á landið. Byijað var á framkvæmdum árið 1922 og unnið að skurðakerfinu til 1927 en þá var vatni hleypt á skurðina. Þeir eru um 300 km að lengd en flóðgarðar voru nokkurhundruð kílómetrar. Veitan var svokölluð uppistöðu- seytla og æskilegt þótti að hafa ekki dýpra vatn á graslendinu en um eitt fet. Vatninu var veitt á þessi fijósömu engjalönd í byijun maí en tekið af í júnílok. Einnig var vatni oft hleypt á veiturnar á haustin. Aðaláveituskurðurinn sem Syðra-Langholti - Að venju var þjóðhátíðardagsins minnst á Flúð- um og nú í góðu veðri. Sr. Eiríkur Jóhannsson í Hruna annaðist guðs- þjónustu í skógarlundi kvenfélags- ins en fólk gekk þangað í skrúð- göngu frá félagsheimilinu. Jón R. Hjálmarsson, fyrrverandi fræðslustjóri, flutti hátíðarræðu og íjallkonan sem að þessu sinni var Inga Jóna Hjaltalín flutti ljóð. er 6,2 km var grafinn með stór- virkri amerískri skurðgröfu sem hafði áður verið notuð við að grafa aðalskurð Skeiðaáveitunnar. Sprengja þurfti mikið þar sem skurðurinn liggur að mestu gegnum hraun að Hróarsholtslæk hjá Skeggjastöðum en hann rennur í sjó fram austan við Baugstaði. Skurðirnir notaðir fyrir girðingar Það var Jón Þorláksson lands- verkfræðingur sem hafði yfirum- sjón með undirbúningi og síðan allri framkvæmd fyrstu tvö árin eða þar til hann varð ráðherra en þá tók við Steinn Steinssen verkfræðingur. Veitt mun hafa verið á um 12 þús. hektara lands þegar áveitan var mest notuð. Eftir heimsstyijöldina Nokkrir sterkir Hrunamenn reyndu með sér í kraftakeppni sem vakti mikla kátínu. í 17. júní hlaupinu var mikit þátttaka og voru ekki all- ir hlaupararnir háir í loftinu. Bifreiðakostur björgunarsveit- anna Snækolls og Fannars var sýnd- ur sem og bílar slökkviliðsins. Hótel Edda á Flúðum bauð upp á kaffi- hlaðborð og kvöldverð. Um kvöldið var dansað í félagsheimilinu. síðari fór verulega að draga úr notk- un áveitunnar en þá var Ræktunar- samband Flóa og Skeiða stofnað. Aukin var notkun tilbúins áburðar, hafin þurkun lands með uppgreftri og ræst fram á áveituskurðina. Á árunum 1953-54 var hætt að veita vatni á áveitulönd en eigi að síður er vatni hleypt á skurðasvæðið enn. Er það bæði gert til að hafa nægjan- legt vatn fyrir búfé, nota skurðina sem girðingu og einnig er veruleg veiði í Hróarsholtslæknum sem glæddist við aukið vatnsmagn í honum. Margir hafa komið við stjórn á Flóaáveitunni frá upphafi, þar á meðal sex formenn, en Stefán Guð- mundsson í Túni hefur gegnt því hlutverki síðastliðin rúm 20 ár, fram- kvæmdastjóri er Ólafur Snorrason. Laugaland í Holta- og Landsveit Landsmót harmoníku- unnenda Hellu - Landsmót harmoníkuunn- enda verður haldið á Laugalandi í Holta- og Landsveit 20.-23. júní nk. Landsmót eru haldin þriðja hvert ár og skiptast aðildarfélögin á um landsmótshaldið, en Harmon- íkufélag Rangæinga sér um fram- kvæmd hátíðarinnar að þessu sinni. Mótið hefst með aðalfundi Lands- sambandsins fimmtudagskvöldið 20. júní. Hin eiginlega dagskrá hefst svo á föstudeginum með móts- setningu og tónleikum harmoníku- félaganna og kennslufyrirlestri sló- venska harmoníkusnillingsins Vladimír Cuchran um meðferð harmoníkunnar. Á laugardeginum verða svo seinni tónleikar félaganna og einleikstónleikar Vladimírs Cuc- hrans. Á föstudags- og laugardags- kvöld verða dansleikir. Morgunblaðið/Arni Helgason VINKONURNAR Sigrún, Kristín Rós, Kristín Inga og Jóhanna voru ánægðar með að hafa tekið þátt í kvennahlaupinu. Allir þátttakendur fengu áletraðan bol og pening að hlaupi loknu. Kvennahlaupið í Stykkishólmi Morgunblaðið/Sigmundur Sigmundsson ÞAÐ var tekið á í kraftakeppninni og á myndinni sést Sigmund- ur Jóhannesson þeyta drumbi. Hrunamenn í krafta- keppni á Flúðum Kom fyrstur í mark í kvennahlaupi Flateyri - Kvennahlaup var haldið á Flateyri. í hlaupið mættu konur á öllum aldri. í röðum þeirra leynd- ust þó nokkrir fulltrúar karlþjóðar- innar. Áður en lagt var af stað í skokk- ið var hitað upp undir dyggri stjórn Sigrúnar Gerðu Gísladóttur hjúkr- unarfræðings. Að því loknu var lagt upp af hæfilegum skokkkrafti, hver með sínum hraða. Fyrstur í mark var þó ekki fulltrúi kvenna heldur unglingspiltur einn að nafni Óskar Halldórsson. Á hæla honum fylgdu systur hans tvær. Þrátt fyrir þessi úrslit glöddust allar konur og karlar og veittu verðlaunapeningum sínum móttöku. Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞAÐ voru jafnt háir sem lágir sem tóku þátt í kvennahlaupinu. Hjólreiðahátíð á Hvolsvelli Hvolsvelli - Undirbúningur fyrir hjólreiðahátíð sem haldin er á Hvols- velli á hvetju sumri er nú kominn á fullt skrið. Að þessu sinni verður hátíðin dagana 29.-30. júní nk. Að sögn Sóleyjar Ástvaldsdóttur, sem er framkvæmdastjóri hátíðar- innar, er þetta í fjórða sinn sem þessi hátíð fer fram á Hvolsvelli og á hún sívaxandi vinsældum að fagna bæði sem fjölskylduskemmtun og íþróttakeppni. Að þessu sinni verða margar keppnir haldnar á hátíðinni bæði í götuhjólreiðum og torfærum. Fara þær keppnir fram á Hvolsvellil og í næsta nágrenni. Að auki verður ýmiss konar skemmtun í gangi m.a. vegleg kvöldvaka á laugardags- kvöldinu með varðeldi og lifandi tón- list. í tjaldi á hátíðarsvæðinu verður flóamarkaður o.m.fl. Þá mun Björg- unarsveitin Dagrenning gefa öllum börnum, sem verða 6 ára á árinu, reiðhjólahjálma. Fjöldi fyrirtækja á Suðurlandi og í Reykjavík er styrktaraðili hátíðarinnar en það er Sælubúið, ferðaþjónusta á Hvols- velli, sem stendur fyrir þessu fram- taki og þar fer skráning fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.