Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 19 VIÐSKIPTI Flutningar íslandsbanka og Kaupþings úr Kringlunni Rúmum 1.000 fm. enn óráðstafað leigja það út.“ Hann segir það þó Islendingar opna Subway veitínga- stað íDanmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Hlutab’árútboð Tæknivals hf. Mikil ásókn hlut- hafa í bréf HLUTHAFAR í tölvu- og hug- búnaðarfyrirtækinu Tæknivali hf. höfðu skrifað sig fyrir hlutabréfum að nafnvirði 60 milljónir króna í hlutafjárút- boði félagsins þegar forkaups- réttartímabili lauk á föstudag. Tæknival bauð út hlutabréf að nafnvirði 20 milljónir og er því einungis hægt að mæta um þriðjungi eftirspurnar frá hluthöfum. Hins vegar voru bréf að nafnvirði 3 milljónir framseld frá hluthöfum til Búnaðarbankans, sem hefur umsjón með útboðinu. Þau bréf verða seld á almennum markaði í smáum skömmtum í þeim tilgangi að fjölga hlut- höfum og uppfylla skilyrði Verðbréfaþings Islands fyrir skráningu, að sögn Friðriks S. Halldórssonar, forstöðu- manns hjá Verðbréfaviðskipt- um Búnaðarbankans. Útboðsgengi er 3,95 þannig að söluandvirði útboðsins nem- ur alls um 79 milljónum króna. Mikil viðskipti með óverð- tryggð bréf MIKIL ásókn var í óverðtryggð bréf í viðskiptum á Verðbréfa- þingi íslands í gær og voru viðskipti með ríkisvíxla nær allsráðandi en einnig áttu sér stað talsverð viðskipti með rík- isbréf. Virðist sem tölur um verðhjöðnun í maí og vænting- ar um lága verðbólgu út þetta ár hafi hleypt lífi í markaðinn. Viðskipti með verðtryggð spariskírteini voru nánast eng- in og nokkur deyfð var yfir hlutabréfamarkaði. Viðskipti með ríkisvíxla voru samtals að íjárhæð tæplega 800 milljónir króna í gær og eru vaxtakjör þeirra mjög hag- stæð um þessar mundir vegna lágrar verðbólgu, að sögn Dav- íðs Björnssonar, deildarstjóra verðbréfamiðlunar Landsbréfa. Hann segir að á markaðnum reikni menn með því að verð- bólga verði áfram lítil það sem eftir lifir þessa árs, jafnvel inn- an við 1%. í ljósi þess megi reikna með því að ásókn íjár- festa í skammtímabréf verði áfram mikil og verði kjörin enn jafn góð að lokinni innlausn ríkissjóðs nú um mánaðarmótin megi allt eins reikna með því að hluti þess ijármagns sem þá losni muni leita í skamm- tímabréf. Hugmynda- samkeppni Landsbanka í TILEFNI af 110 ára starfsaf- mæli Landsbankans 1. júlí nk. hefur bankinn ákveðið að efna til slagorða- og hugmyndasam- keppni. Leitað er eftir slagorði sem er í takt við sögu bankans og viðleitni til að veita góða og framsækna þjónustu. Þá óskar bankinn eftir hugmynd- um um hvernig bæta megi þjónustuna frekar, segir í frétt Upplýsingar um keppnina liggja frammi í öllum útibúum bankans. Veitt verða 250.000 kr. verðlaun fyrir besta slag- orðið og viðurkenningar fyrir fleiri góðar hugmyndir. Skila- frestur er til 21. júní. TÖLUVERT framboð er af skrif- stofuhúsnæði á Kringlusvæðinu eft- ir að tvö fyrirtæki, Islandsbanki og Kaupþing, fluttu starfsemi sína þaðan. Alls er um að ræða rösklega 1.000 fermetra sem standa nú auðir. í húsnæði Sjóvár-Almennra í Kringlunni 5 er einni hæð óráðstaf- að enn, samtals rúmlega 500 fer- metrar, en aðrir hlutar húsnæðisins sem Kaupþing hafði á leigu verða teknir undir starfsemi Sjóvár-Al- mennra og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sem rekur afgreiðslu í húsinu. Að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmdastjóra Sjóvár-Al- mennra, var húsnæðið fyrst auglýst nú um helgina þannig að lítil reynsla er komin á hvernig ganga muni að koma húsnæðinu út. „Það hafa hins vegar nokkrir aðilar verið að spyijast fyrir um þetta húsnæði og ég á ekki von á því að við lend- um í miklum vandræðum með að Ijost að skrifstofuhúsnæði á þessu svæði sé nokkuð dýrara en það sem bjóðist annars staðar. Húsnæði enn falt í Húsi verslunarinnar Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sem eignaðist 2. hæð í Húsi verslunarinnar í þeim maka- skiptasamningum sem gerðir voru er Islandsbanki keypti Kirkjusand, segir að nokkuð erfiðlega hafi geng- ið að selja þessa hæð. Það stafi m.a. af því að hús- næðið sé nokkuð dýrt í samanburði við annað skrifstofuhúsnæði sem standi mönnum til boða, m.a. þar sem stór sameign fylgi eigninni. Hins vegar fylgi sameiginni nokkr- ar tekjur þar sem hún sé leigð út. Hann segir nokkur tilboð hafa bor- ist í eignina en ekkert þeirra hafi verið viðunandi. SUBWAY-samlokukeðjan opnar á morgun fyrsta skyndibitastað sinn í Danmörku. Staðurinn er á aðal- brautarstöðinni í Kaupmannahöfn, og er rekinn af tveimur íslenskum fjölskyldum, þeim Helga Rúnari Oskarssyni, Asdísi Erlingsdóttur, Sigurði Jakobssyni og Björgu Ósk- arsdóttur, en þau Helgi Rúnar og Björg eru systkin. Viðstödd kynningu staðarins voru tveir fulltrúar fyrirtækisins í Bandaríkjunum, þær Mildred Shinn aðstoðarforstjóri og Deirdre Ander- son svæðastjóri í Evrópu. Subway stefnir alls staðar að því að vera stærst á markaðnum, svo ætlunin er að fylgja fyrstu búðinni eftir með fleiri stöðum. Þegar hefur verið sagt frá tilkomu keðjunnar í danska blaðinu Politiken og um leið að helsti keppinauturinn sé McDonalds-keðjan. Undirbúningur að opnun staðar- ins hefur staðið yfir síðan um ára- mót. í upphafi var svipast um eftir heppilegum stað á Strikinu, en af tilviljun kom Sigurður auga á auða búð á aðalbrautarstöðinni og þá var ákveðið að hefja reksturinn þar. Brautarstöðin hefur verið end- urnýjuð undanfarin ár og meðal annars byggð þar myndarleg versl- unarmiðstöð. Daglega fara tugþús- undir manna um stöðina og þar eru fjölmargir matstaðir af öllum gerð- um. Við hliðina á Subway er versl- un, sem selur Morgunblaðið, svo þangað kemur fjöldi íslendinga daglega. Að sögn Deirdre Anderson hefur rekstur íslenskra aðila á Subway á íslandi þegar gefið góða raun og eru því vonir um að íslensku rekstraraðilunum í Danmörku tak- ist einnig vel upp. Það hefur einnig sitt að segja að í Danmörku er hefð fyrir brauðmeti og talið líklegt að góður grundvöllur sé fyrir rekstrinum. Anderson segir helsta keppinautinn bæði í Danmörku og á heimsmælikvarða vera stórar keðjur eins og McDonald’s. Þar sem McDonald’s sé stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi sé eðlilegt að keppa við það, því Subway stefni að því að vera stærsta fyrirtækið eða jafnstórt og það stærsta. Því markmiði verði hugsanlega náð eftir um sjö ár, en nú sé Subway líklega í öðru sæti. Að sögn Mildred Shinn var Subway sett á stofn 1965 af Fred Deluca, sem þá var skólastrákur er hugleiddi hvernig hann gæti fjár- magnað háskólanám sitt. Hann fékk lánaða þúsund Bandaríkjadali hjá fjölskylduvininum Peter Buch, sem er enn meðeigandi og setti á stofn samlokustaðinn Subway. Deluca lauk námi, en hélt alltaf áfram með reksturinn. Framan af óx fyrirtækið hægt, en 1980 var brugðið á það ráð að baka brauðið á staðnum og það örvaði söluna og um leið vöxtinn. Níu þúsund staðir í níu árum Á níu árum hafa níu þúsund staðir bæst við, 35 á viku eða einn staður á hverri 5 Vi klukkustund. Subway er að finna í 44 löndum. Framan af var keðjan takmörkuð við Bandaríkin og Kanada, en und- anfarin ár hefur athyglin beinst að öðrum heimshlutum og þar er vaxt- arbroddurinn. Það sem af er árinu hafa 700 staðir verið opnaðir, þar af um sjötíu utan Bandaríkjanna. Staðurinn á aðalbrautarstöðinni er sá fyrsti á Norðurlöndunum, utan íslands. íslensku ijölskyldurn- ar fjármögnuðu fyrirtækið með þvl að selja hús sín og aðrar eignir á Islandi. Helgi Rúnar var áður markaðstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Fróða, Ásdis kona hans var heima- vinnandi, Björg systir Helga Rún- ars rak hárgreiðslustofuna Permu á Eiðistorgi og Sigurður maður hennar var útsendinga- og upp- tökustjóri hjá Stöð 2. Margfaldur verðlaunabíll sameinar glœsilegf uflif. óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað, mikil gCDðÍ og einsfaka hagkvœmni í reksfri. Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.8i er búinn 115 hestafla 16 ventla vél með tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyðslan við stööugan 90 km. hraöa er aðeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúða í stýri, rafdrifnum rúðuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi í afturrúöu. Styrktarbitar eru í hurðum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0i LS er búinn 131 hestafla vél, ABS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúða, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öðrum kostum. Verðiö er aðeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliöa ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aðra bíla uppí sem greiöslu og lánum restina til allt að fimm ára. 1.734.000,- (H) VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.