Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 41 I I I 1 I i i i ; ; ( i ( ( ] i i i i AÐSENDAR GREINAR Hrapað að löggjöf um náttúruvernd ÞAÐ vekja undrun og áhyggjur margra að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi skuli sýna náttúruverndarmálum þá lítilsvirðingu sem varð á síðustu vikum þingsins. í marsbytjun kom fram stjórnar- frumvarp til laga um náttúruvernd. Vinna við það hófst 16. apríl en málið var rifið út úr nefnd af meirihluta umhverfisnefndar hálfunnið 7. maí. Síðan beið það umræðu í þinginu í fjórar vikur eða þar til komið var að þingfrestun samkvæmt ákvörðun meirihlutans 5. júní. Þá beitti forseti þingsins óvanalegum aðferðum til að hafa áhrif á gang umræðna um frum- varpið. Lögin um náttúruvernd voru þannig sett í miklum ágreiningi en þeim er ætlað að leysa af hólmi 25 ára gamla löggjöf. Hvers vegna svona vinnubrögð? Undirbúningur að endurskoðun laga um náttúruvernd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur verið afar óhönduglegur, bæði í tíð fyrr- verandi og núverandi ríkisstjórnar. í stað þess að láta fara fram heildar- endurskoðun á lögunum eins og full þörf var á völdu ráðherrar að taka einstaka þætti út úr en láta aðra óhreyfða. Aðaláhersla var á stjórnunarþátt náttúruverndar en jafnframt krukkað í önnur atriði eins og af handahófi. Núverandi umhverfisráðherra valdi þann kost að flytja heildar- frumvarp, þótt aðeins væri um tak- markaða endurskoðun laganna að ræða. Þannig lögfesti stjórnarmeiri- hlutinn nú mörg löngu úrelt ákvæði óbreytt, m.a. um almannarétt og efnistöku. Þingmannafrumvarp sem lá fyrir nefndinni um ný ákvæði um efnistöku og landslagsvernd fékkst ekki einu sinni tekið þar á dagskrá þótt margar jákvæðar umsagnir lægju fyrir um síðustu áramót. Svona flumbrugangur er afar óheppilegur og einkennilegt að ekki skuli reynt að stilla saman strengi um slíkan málaflokk. Samgönguráðherra stjórnar náttúruvernd Ný ríkisstofnun, Náttúruvernd ríkisins, er sett undir fimm manna stjórn. Umhverfisráðherra tilnefnir þijá stjórnarmenn, Náttúruverndar- ráð einn en þann fimmta á sam- gönguráðherra að til- nefna, „en undir hann heyra öll samgöngu- mál, m.a. öll vegagerð, auk ferðamála," eins og sagði í greinargerð frumvarpsins. Fáheyrt verður að telja að ætla sérstökum fulltrúa annars fagráðuneytis, sem oft á tíðum gætir allt annarra hags- muna, að vera hluti af æðsta valdi í málefnum Náttúruverndar ríkis- ins. Gildir þá einu hvað ráðherrann heitir, en fáir munu öfunda um- hverfisráðherra af því að bera núverandi samgönguráð- herra á öxl sér næstu þrjú ár. Hags- munaárekstrarnir blasa hér við og var þó nóg komið fyrir með því að sami maður gegnir störfum land- búnaðar- og umhverfisráðherra í núverandi ríkisstjórn. Við umfjöllun um frumvarpið kom fram að stjórnvöld ráðgera ekki að auka fjárframlög til nátt- úruverndarmála frá því sem nú er með tilkomu Náttúruverndar ríkis- ins. Náttúruverndarnefndir úti í kuldanum Ný ákvæði um náttúruverndar- nefndir bera ekki vott um áhuga á að renna stoðum undir störf þeirra frá því sem verið hefur. „Á vegum hvers sveitarfélags eða héraðs- nefndar skal starfa þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd." Oljóst er hvernig kosningu í þær skuli háttað, og þó er hlutverk þeirra enn óskýrara samkvæmt lög- unum. Nefndunum er ekki tryggð nein aðstoð í störfum sínum svo sem eðlilegt væri og kostnað eiga sveit- arstjórnir að bera. Að mati minni- hluta umhverfisverndar hefði verið rétt að koma á samræmdri, svæðis- bundinni skipan þessara mála og tengja náttúruverndarnefndirnar við náttúrustofur með ríkisaðild í kjördæmum landsins. Náttúruverndarráð skilið eftir févana Þótt Náttúruverndarráði sé ætlað ráðgefandi hlutverk og margvísleg W\Vestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72 x 65 x 85 45.768,- HF 271 92 x 65 x 85 50.946,- HF 396 126x65 x 85 59.170,- HF 506 156 x 65 x 85 69.070,- Frystiskápar FS 205 125 cm 62.092,- FS 275 155 cm 74.314,- FS 345 185 cm 88.194,- Kæliskápar KS 250 125 cm 58.710,- KS 315 155 cm 62.933,- KS 385 185 cm 71.055,- Kæli- og frystiskápar KF285 155 cm 88.524,- kælir I99 llr frystir 80 Itr 2 pressur KF 283 155 cm 77.472,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 1 pressa KF 350 185 cm 103.064,- kælir 200 Itr frystir 156 Itr 2 pressur KF 355 185 cm 97.350,- kælir271 Itr frystir 100 Itr 2 pressur i Faxafeni 12. Sími 553 8000 < verkefni samkvæmt lögunum er ekki fyrirhugað að gera ráðinu kleift að sinna þessum verkefnum. Samkvæmt greinargerð fjármála- ráðuneytis er árlegur heildarkostn- aður við Náttúruverndarráð metinn á 1,5-2 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir neinum starfsmanni á vegum ráðsins né fastri skrif- stofuaðstöðu. Hafnað var ítrekaðri beiðni umhverfisnefndar um að fá áætlun um hvernig rekstri ráðsins skuli háttað miðað við lögboðin verkefni. Þá verður sú breyting á að mik- ill minnihluti Náttúruverndarráðs verður kosinn af náttúruverndar- þingi eða aðeins þrír, en ráðherra Margt hefur því miður, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, illa til tekist við þessa endurskoðun laga um náttúruvemd. skipar sex fulltrúa í ráðið. Með þessu er enn dregið úr áhrifum frjálsra félagasamtaka á stefnu- mótun í náttúruvernd. Gengur það þvert á ráðgjöf Ríó-ráðstefnunnar og stefnu í nágrannalöndum þar sem áhugamannafélög um náttúru- vernd gegna mikilvægu hlutverki og njóta stuðnings stjórnvalda. Amerísku Fléttumotturnar komnar aftur VIRKA Mörkin 3. Sími 568 7477 Lokað á laugdaginn frá 1. júní -1. september. TANAKA 422 vélorf fyrir bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö kr. 45.790 stgr. TANAKA 355 vélorf fyrir sumarbústaði 2,0 hö. kr 43.605 stgr. TANAKA 4000 vélorf fyrir heimili og sumar- bústaði 0,8 hö. kr.1 9.760 stgr. TANAKA 2800 heimilisvélorf 0,9 hö. kr17.670 stg, VFTRARSOL Hamraborg 1-3, norðanmegin Kópavogi. 564 18 64 Akstur utan vega heimilaður! í stað þess að styrkja laga- ákvæði til að koma í veg fyrir akst- ur utan vega og vegslóða er niður- staðan samkvæmt frumvarpinu öll önnur. Þar er akstur utan vega heimilaður sem meginregla! „Að fenginni tillögu Náttúruverndar rík- isins setur umhverfisráðherra reglugerð um akstur utan vega.... Þar sem hætta er á nátt- úruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill,“ segir í 16. grein þessara laga. Minnihluti um- hverfisnefndar lagði áherslu á að þessu yrði snúið við, akstur utan vega væri óheimill nema í skýrt afmörkuðum undantekningartilvik- um. Aðgangseyrir að náttúruverndarsvæðum í fyrsta sinn er lögleitt hér á landi að „rekstraraðili náttúruverndar- svæðis getur enn fremur [til viðbót- ar við þjónustugjöld] ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum." (35. gr.) Minni hluti umhverfis- nefndar lagðist gegn slíkri gjald- töku og taldi fráleitt að rekstrarað- ili geti ákveðið slíkt upp á sitt ein- dæmi. Ólíklegt er að slíkur að- gangseyrir að náttúru landsins nái þeim tilgangi að auðveldara sé að stjórna aðgangi að svæðum, hvað þá að þar verði um teljandi tekju- lind að ræða. Tvísýnar breytingar á friðlýsingu Ýmsar breytingar eru gerðar á ákvæðum laga um friðlýsingu land- svæða og tegunda. Frumkvæði að friðlýsingum er flutt til ráðherra, og getur það ýtt undir óvönduð vinnubrögð." Ákveði umhverfisráð- herra friðlýsingu og liggi ekki þeg- ar fyrir samþykki eigenda eða ann- arra rétthafa eða sveitarfélags þess er hlut á að máli skal Náttúruvernd ríkisins semja tillögu að friðlýsing- unni.“ (33. gr.) Oæskilegt er að ráðherra taki slíkar ákvarðanir nema að undangengnum vönduðum undirbúningi og kynningu á hug- myndinni. Þá er nú lögfest ákvæði þess efnis að unnt sé að lýsa svæði í einkaeign þjóðgarð ef sérstakar ástæður mæla með slíku. Enginn rökstuðningur kom fram við með- ferð málsins á þingi, hvers vegna eigi að hverfa frá þeirri reglu sem hingað til hefur gilt að landsvæði þjóðgarða séu í ríkiseign. Unnt er að ná hliðstæðum markmiðum um vernd á einkalendum með ákvæðum um friðlönd skv. 28. grein laganna. Sums staðar erlendis þar sem und* antekning hefur verið gerð frá skil- yrðinu um ríkiseign á landi hefur það ekki gefist vel, t.d. á Hardan- gervidda í Noregi. Lokaorð Margt hefur því miður illa til tekist við þessa endurskoðun laga um náttúruvernd. Ábyrgðin hvílir bæði á umhverfisráðherra og ríkis- stjórn en einnig á meiri hluta um- hverfísnefndar sem ekki hirti um að vanda vinnu að frumvarpinu. Áberandi er m.a. hversu lítið tillit var tekið til margra gagnrýninna umsagna um frumvarpið. Náttúruvernd og góð umgengni.. við landið er hjartans mál þorra íslendinga. Því ber að vanda til lög- gjafar á þessu sviði þannig að hún taki í senn tillit til fenginnar reynslu hérlendis og nýrra viðhorfa á al- þjóðavettvangi. Erfítt verður í bráð að bæta úr þeim mistökum sem hér hafa orðið. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalags fyrir A usturlandskjördæmi. VW Golf GL 2000i '96, 5 dyra, óekinn, 5 g., vínrauður. V. 1.385 þús. Suzuki Vitara V-6 5 dyra ‘96, 5 g., ek. 10 þ. km., upphækkaður, lækkuö hlutföll, rafm. í rúðum o.fl. Jeppi í sérflokki. V. 2.680 þús. (Skipti mögul. á stærri jeppa). M. Benz 190E '84, ek. 200 þ. km, hvítur, álfel- gur, sóllúga o.fl. Fallegur bíll. V. 790 þús. Renault 21 Nevada 4x4 station '90, rauð ur, ek. 110 þ. km, 5 g., rafm. I öllu. V. 870 þús. Sk. ód. Toyota Corolla GLi Sedan 1600 '93, grá sans., rafm. í rúðum o.fl., ek. 70 þ. km. V. 990 þús. Toyota Corolla Liftback GTi '88, ek. 136 þ. km. Toppeintak, álfelgur, rafd. rúður o.fl. V. 630 þús. Saab 900 Turbo 16v '86, 5 dyra, sjálfsk., ný vél, allur nýyfirfarinn. Einn m/öllu. V. 690 þús. Range Rover Vouge '88, blár, sjálfsk., ek. 90 þ. km, toppeintak. V. 1.480 þús. Toyota Corolla DX 3ja dyra '87, rauður, sjálf- sk., ek. 115 þ. km. Óvenju gott ein tak. V. 340 þús. Volvo 460 GLE '90, 5 g., ek. 93 þ. km, rafm. í rúöum, hiti í sætum, ABS o.fl. V. 830 þús. (Skipti á dýrari station bíl mögul.) Range Rover breyttur fjallabíll" '72. V. 570 þús. Porsche 944 '87, álfelgur, þjófavörn, topplúga, sjálfsk., leöurklæddur. V. 1.450 þús. M. Benz 230 E '91, sjálfsk., ek. 130 þ. km, m/öllu. Gott eintak. V. 2,2 millj. Toyota 4Runner ek. 66 þ. km. V. 1.890 Nissan Sunny SLX Sedan '95, græn- sans., 5 g., ek. 12 þ. km, rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.250 þús. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasala Grand Cherokee Laredo 4.0L '93, graenn, sjálfsk., m/öllu, ek. 59 þ. km. V. 2.850 þús. Toyota 4Runner diesel Turbo '94, 5 g„ ek. 26 þ. km. V. 2.750 þús. Nissan Sunny SR 1.6 '93, 3ja dyra, rauð ur, 5 g„ ek. 82 þ. km, rafm. i rúðum, spoil er o.fl. V. 870 þús. Subaru Legacy 2.2 Sedan 4x4 '91, 5 g„ ek. 75 þ. km, rafm. í öllu, spoiler o.fl. V. 1.150 þús. Höfum kaupendur að góðum bílum árg. '90-'96. GMC Safari 4x4 XT '94, 4,3, rafm. í öllu, extra langur, ek. 52 þ. km, 7 manna. V. 2.400 þús. Dodge Caravan LE 4x4 '91, 7 manna, rafm. i öllu. V. 1.890 þús. Toyota Hilux Ex Cap V-6 '93, sjálfsk., ek. 120 þ. km, 31 “ dekk, brettakantar o.fl. V. 1.480 þús. Suzuki Swift TWin Cam GXi 87, 5 g„ ek. 120 þ. km, 5 dyra. Gott eintak. V. 340 þús. Subaru Legacy 2.0 station '92, grár, 5 g„ ek. aðeins 49 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Carina E '93, 5 dyra, rauður, 5 g„ ek. 55 þ. km. V. 1.450 þús. Nissan Patrol diesel turbo Hi Roof (lang ur) '86, 5 g„ ek. 220 þ. km, 36" dekk, spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús. Hyundai Accent GS Sedan '95, ek. aðeins 4 þ. km. V. 960 þús. Toyota Landcruiser GX diesel flirbo '93. 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km, 33“ dekk, bret- takantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj. Sk. ód. Nissan Primera 2.0 SLX '93, 5 g„ ek. 38 þ. km, spoiler, álfelgur, rafm. i öllu, 2 dekkjagan- gar. V. 1.300 þús. Mazda 323 GLX 1600 '92, 3ja dyra, 5 g„ ek. 52 þ. km, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 890 þús. Toyota Corolla 4x4 GLi Touring '91, grár, 5 g„ ek. 91 þ.km rafm. í rúöum, álfelgur o.fl. V. 1.130 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '90, rauður, sjálfsk., ek. 89 þ. km, nýskoðaður. V. 670 þús. Suzuki Fox 413 '87, 33" dekk, heillegur bíll, grásans., ek. 140 þ. km. V. 450 þús. Tilboðsv. 380 þús. Toyota Corolla Touring XL station 4x4 '91, 5 g„ ek. 88 þ. km. V. 970 þús. Grand Cherokee 4.0L Limited '94, rauð ur, sjálfsk., ek. aöeins 27 þ. km, leður innr., rafm. í öllu, ABS, þjófavöm o.fl. V. 3.790 þús. Toyota Landcruiser stuttur '86, stein- grár, 5 g„ ek. 15 þ. km á vél. Gott eintak. V. 850 þús. Nissan Patrol GR langur '94, diesel, turbo, steingrár, 31" dekk, rafd. rúður o.fl. Ek. 98 þ. km. V. 3.280 þús. MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g„ ek. 90 þ. km„ rafm. í rúðum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.430 þús. Útvegum bílalánFord Ranger V-6 4x4 PUP '91, blár, 5 g„ ek. 85 þ. km, álfelgur o.fl. Tilboðsverð 870 þús. Grand Cherokee V-8 Limited '93, græn sans., sjálfsk., ek. aðeins 42 þ. km„ rafm. Töllu, leðurinnr. o.fl. V. 3.3 millj. Tilboðsv. 3 millj. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan '92, sjálfsk., ek. aðeins 54 þ. km, rafm. í rúöum, spoil er, 2 dekkjagangar o.fl. V. 930 þús. Fjörug bílaviðskipti! Vantar nýlega bíla á sýningarsvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.