Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIVIAR mmmmimm LEIKURINN STENDURTIL20. ÁCÚST. Arangur eða upphróp? FRÓÐLEGT er að rifja upp stöðu efnahags- og atvinnumál þjóðarinn- ar eins og þau blöstu við fyrir rúmu einu ári. Útlitið var sannarlega dökkt og lítil bjartsýni ríkjandi. Umskiptin eru ótrúleg. Allar efna- hagstölur segja að við séum á réttri leið. Kaupmáttur fer ört vaxandi, atvinnuleysi er hérlendis með því lægsta í ríkjum OECD, hagvöxtur langt yfir meðaltali, í fyrsta sinn fara skuldir okkar við útlönd lækk- andi, sem og halli ríkissjóðs, vextir fara lækkandi og gífurlegur vöxtur er hlaupinn i atvinnulífið. Sannar- lega eru þetta mikil umskipti á skömmum tíma. Allt tal um „kyrr- stöðustjórn“ Framsóknarflokks og sjálfstæðismanna hljómar ankanna- lega því staðreyndir segja annað. Það er bjartara yfir nú en við lok síðasta kjörtímabils. Einn vinnumarkaður Skipta má markmiðum efna- hagsaðgerðanna í ijóra samtengda þætti. I fyrsta lagi er markmiðið að auka kaupmátt og verðmæta- sköpun þannig að landsmenn allir megi njóta. Einn meginvandi ís- lensks atvinnulífs er sú staðreynd að framleiðni er hérlendis með því Ein helzta meinsemd stjórnmála okkar er, segir Hjálmar Arna- son, ábyrgðarleysi sem einkennir stjórnarand- stöðu á hverri tíð. lægsta sem þekkist. Því er rökrétt að nefna sem annan þátt markmið- anna að auka framleiðni íslensks atvinnulífs. Við höfum of lengi verið njörvuð niður af úreltum leik- reglum með vondum afleiðingum fyrir laun- þega og fyrirtæki. Gildir þar einu hvort við er átt einkageirann eða hinn opinbera. Löngu er orðið tíma- bært að líta á vinnu- markaðinn sem eina heild í stað þess að skipta honum með þeim hætti sem tíðkast hefur. Launþegi og vinnuveitandi eiga að lúta sömu leikreglum Hjálmar Árnason hvort heldur þeir vinna fyrir hið opinbera eða einkaaðila - þjóðfé- lagið er eitt. Tið viðbótar þessu má svo minna á þá hugmynd er rædd var í vetur um upp- stokkun á frídögum þjóðarinnar. Bæði launþegar og fyrir- tæki nytu góðs af því að færa hina hefð- bundnu og stöku frí- daga til þannig að þeir rynnu saman við helg- ar eða að launþegar gætu safnað þeim saman og tekið í sam- fellu, t.d. sem vetrar- orlof. Langar helgar nýtast fólki mun betur en stakir dagar, auk þess sem samfella í rekstri eykur framleiðni. Ríkissjóður gjaldþrota? Þriðja markmiðið er tvímælalaust fólgið í því að ná niður halla ríkis- sjóðs. Austantjaldsríkin virtust telja það geta gengið að reka ríkiskass- ann sem botnlausa hít. Þegar járn- tjaldið féll kom í ljós að sú stefna leiddi gjaldþrot yfir heilu þjóðimar og ríkir þar meiri fátækt og neyð en annars staðar í Evrópu. Síðustu árin höfum við verið að feta okkur inn á sömu brautir. Á síðasta kjör- tímabili hækkuðu skuldir ríkissjóðs um 40 milljarða króna og vaxta- greiðslur eru þriðji stærsti útgjalda- liður ríkisins. Þessu vill Framsókn- arflokkurinn breyta því við getum ekki skilið velferðarkerfíð eftir sem ijúkandi rúst handa börnum okkar. Ög í raun hygg ég að allir pólitíkus- ar geri sér grein fyrir vandanum. Á honum þarf að taka. Það reyndu bæði kratar og allaballar á ríkis- stjórnartíma sínum við litlar vin- sældir. Því er umhugsunarefni hvernig tónninn breytist við að lifa sig inn í notalegt ábyrgðarleysi stjómarandstöðu. Þetta á líklega við alla flokka og er ein hejsta meinsemd íslenskra stjórnmála. Ég tek því ofan fyrir Kristni H. Gunnarssyni fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og gagnrýna þennan ósið stjórnarand- stæðinga (allra tíma). Hin ábyrga afstaða Kristins er örugglega tengd reynslu hans af þingi og starfi í fjár- laganefnd. Tími upphrópana og slagorða i störfum Alþingi þarf að hverfa fyrir þjóðarheill. PÚ5LAPU OC ÞEYTTU 5VIFPI5KI í ALLT5UMAR SAFNAOU SVALAFERNU-FLIPUM OC SVALA- ráS FROSTPINNABRÉFUM OC ÞÁ GETUR ÞÚ PÚSLAÐ 06 ÞEYTT SVIFDISKI í ALLT SUMAR. FYRIR HVERN MYNDFLIPA AF SVALAFERNU FÆRDU 1 STI6. FYRIR HVERT BRÉF UTAN AF SVALA-FROSTPINNA FÆRDU 2 STI6. ÞE6AR ÞÚ HEFUR SAFNAÐ RÉTTUM STI6AFJÖLDA 6ETUR ÞÚ NÁL6AST PÚSL 06 SVIFPISKA Á NÆSTU SHELLSTÖÐ - FRÁ 06 MEÐ 4. JÚLÍ. 0 Höfundur cr alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi. Skattsvik óleyst í fjórða lagi nefni ég svo það mikilvæga hlutverk að vetja velferð- arkerfi okkar. Um allan heim eiga sér stað átök um rekstur þess. Þjóð- ir heims glíma við hinar samfélags- legu skyldur sínar sem gengur stöð- ugt verr að íjármagna. Island er þar engin undantekning. Að óbreyttu er hætta á aigjöru hruni. Þess vegna verður að bæta framleiðni því af henni hlýst aukinn kaupmáttur og auknar tekjur í ríkissjóð. Réttlætið er fólgið í því að allir einstaklingar geti notið öryggis í samfélaginu. Angi þessi réttlætis er skilvirk skatt- heimta. Af nýafstöðnu þingi harma ég mest að ekki skyldi afgreidd til- laga tíu þingmanna úr öllum flokk- um um bætta skattheimtu. Við gæt- um nefnilega notað þá 12 milljarða sem sviknir eru undan skatti til að styrkja velferðarkerfið. Við gætum líka notað þá til að bæta menntun og nýsköpun vegna þess að sú íjár- festing skilar þjóðfélaginu margföld- um verðmætum. Aðeins einu ári stjórnarsam- starfsins er lokið. Margt hefur gerst og sumt hefur kostað átök. Ég trúi að í vændum séu góð skilyrði til að ná áðurgreindum markmiðum. En mörg verkefni eru líka óleyst og bíða næsta þings. Stórhöfða 17, við Gullinbrú. sími 567 4844
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.