Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kamsky lék si g illa í mát Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson UMRÆÐAN um sameiningu snýst mikið um það hvort hinn almenni hestamaður fái nægjanlega athygli og hagsmunamálum hans verði betur varið í einum sameinuðum samtökum eða með óbreyttu fyrirkomulagi. Sameining LH o g HIS í brennidepli Siindur eða saman? DAGUR Benónýsson er dæmigerður áhugamaður í hesta- mennsku, stundar útreiðar af miklu kappi en tekur einnig þátt í keppni þegar hann og hestur hans Galsi frá Bæ eru í góðu stuði. SKAK Hcimsmcistaracin- v í g i FI D E ELISTA, RÚSSLANDI, HÖFUÐBORG SJÁLF- STJÓRNARLÝÐVELD- ISINS KALMYKÍU. 6. JÚNÍ - 14. JÚLÍ Anatólí Karpov, FIDE-heimsmeist- ari, er kominn vel á veg með að veija titil sinn. Hann vann sjöttu ein- vígisskákina með svörtu á sunnudag- inn eftir mjög grófan afleik Kamsk- ys. Staðan: Karpov fjórir vinningar, Kamsky tveir vúmingar. ALLS verða tefldar 20 skákir í einvíginu. Teflt er annan hvern dag og engin veikindaforföll eru leyfð. Fari 10-10 verður framlengt, þann- ig að keppendur standa jafnt að vígi hvað það snertir. Karpov heldur titlinum ekki á jöfnu. Aðstoðarmenn Karpovs eru Rússamir Episín og Podgaets og bandaríski stórmeistarinn Ron Henley. Með Kamsky eru Predrag Nikolic, Bosníu, Loek Van Wely, Hollandi, og John Fedorowicz, Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu er faðir Gata, Rustam Kamsky, einnig með í för, en hann sparar sjaldnast stóm orðin. Tímamörkin eru tvær klukku- stundir á 40 leiki, síðan klukku- stund fyrir næstu 16 leiki, en þá fer skákin í bið. Sjötta einvígisskákin: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Anatólí Karpov Rússnesk vörn 1. e4 - e5 2. Rf3- Rf6 3. d4 - Rxe4 4. Bd3 - d5 5. Rxe5 - Rd7 6. Rxd7 Bxd7 7. 0-0 - Bd6 8. Rc3 - Dh4!? Hér hefur venjulega verið leikið 8. - Rxc3 9. Bxc3 - 0-0. Karpov teflir óvenju hvasst. 9. g3 - Rxc3 10. Bxc3 - Dg4 11. Hel+ - Kd8 í mjög nýlegri skák fremstu skákmanna Spánveija í Pamplona í vor vék svartur kóngnum undan til f8: 11. - Kf8 12. Be2 - Df5 13. c4 - dxc4 14. Bxc4 - h5 15. h4 - He8 16. Hxe8+ Bxe8 17. Be3 - b5 18. Dd3 - Dxd3 19. Bxd3 með ívið betri stöðu á hvítt, Magem Badals-Illescas, Pamplona 1996. 12. Be2 - Df5 13. Hbl - b6 14. c4 - dxc4 15. Bxc4 He8 16. Be3 - Bc6 17. d5 - Bd7 18. Bfl - h6 19. c4 Möguleikar Kamskys eru nú eilít- ið betri, þar sem Karpov þarf að eyða talsverðum tíma í að laga kónginn og tengja hrókana. 19. - He7 20. Bd3 - Df6 21. Kg2?! Þessi leikur er ónauðsynlegur. Betra var 21. Bc2 strax. 21. - Ke8 22. Bc2 - Dc3! 23. Bb3 - Kf8 24. Hcl - Df6 25. Bc2 Nú er 25. - Bf5 eðlilegur leikur til að jafna taflið, en Karpov egnir snjalla gildru fyrir Kamsky sem hann fellur í. 25. - Hae8! 26. Dd3?! - Bg4! Svartur stendur nú síst lakar að vígi. Það kemur í ljós að „hótun“ Kamskys 27. Dh7 stendur alls ekki undir nafni. Þeim leik myndi Karpov svara með 27. - g5! og það er svart- ur sem hefur sóknarfærin. Kamsky átti nú u.þ.b. 15 mínútur eftir og virðist hafa ætlað að stýra skákinni inn í jafnteflishöfn með því að stofna til uppskipta. En það tekst ekki betur til en svo að hann færir Karpov vinninginn upp í hendurnar. Skást var 27. Kgl. 27. Bd2?? - He2! Hvítur er nú varnarlaus. Rétt er að geta þess að 27. - Bc5 var einn- ig sigurvænlegur leikur svo vekur furðu hvernig Kamsky gat leikið jafnlélegum leik og 27. Bd2. 28. Hxe2 - Hxe2 29. Hfl - Hxd2! og Kamsky gafst upp, því eftir 30. Dxd2 - Df3+ 31. Kgl - Bh3 er hann óveijandi mát. Afskaplega niðurlægjandi ósigur fyrir Kamsky, en hann er öllu vanur í þeim efnum og lætur ekki auðveldlega bugast. Hann gæti vel átt eftir að eiga góðan kafla í einvíginu þrátt fyrir þetta áfall. Hraðskákkeppni taflfélaga Taflfélög á Suðvesturlandi heyja nú sína aðra hraðskákkeppni. í fyrra sigraði Taflfélag Reykjavíkur, en var nú slegið út í fyrstu umferð af hinu Reykjavíkurfélaginu, Helli í Breiðholti. Aðalfundur TR í vor, þegar Ólafur H. Ólafsson var endur- kjörinn formaður, hefur ekki fallið í kramið hjá sterkari skákmönnum TR. Jón L. Árnason, stórmeistari, og Karl Þorsteins, alþjóðlegur meistari, hafa þegar sagt sig úr félaginu og skákþátturinn hefur öruggar heimildir fyrir Jiví að Frið- rik Olafsson og Helgi Áss Grétars- son, elsti og yngsti stórmeistari landsins, hyggi einnig á úrsögn. Þá verður enginn stórmeistari eftir í TR, en fyrir tíu árum voru allir ís- lensku stórmeistararnir í félaginu og það komst í undanúrslit í Evr- ópukeppni taflfélaga. Það er Hellir sem stendur fyrir hraðskákmóti taflfélaga, en yfir- dómari er Ríkharður Sveinsson, al- þjóðlegur skákdómari. Teílt er með útsláttarfyrirkomulagi. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: Taflfélag Garðabæjar-Skákfé- lag Hafnarfjarðar 36-36 TG sigraði 3 'A-2 'A í bráðabana, svo jafnara gat þetta ekki orðið. Fyrir TG tefldu: Jóhann Hjartarson 10'A v. af 12, Sævar Bjarnason 9 v., Ásgeir Þór Árnason 8‘A v., Jó- hann H. Ragnarsson 3 'A v. Kristján Guðmundsson 3 v. og þeir Leifur Vilmundarson og Baldvin Gíslason hlutu samtals 1 'A v. úr 12 skákum. Fyrir SH tefldu: Ásgeir Páll Ás- bjömsson 9 'A v. af 12, Ágúst Sindri Karlsson 7 v., Bjöm Freyr Bjöms- son 6 v. og Heimir Ásgeirsson 5 v., Guðmundur Halldórsson 4‘A v. og Einar Kristinn Einarsson 4 v. Skákfélag Selfoss og nágrennis 36 ‘A-Skákfélag Keflavíkur 35'A Fyrir Selfoss tefldu: Ingimundur Sigmundsson 9 'A v., Magnús Gunn- arsson 8 v., Vilhjálmur Pálsson 7’A v., Jón Gunnar Ottósson 4‘A v., Úlfhéðinn Sigmundsson 4 v. og Tómas Rasmus 3 v. Fyrir Kefiavík tefldu: Patrekur Svansson 9 v. af 12, Ólafur Ingason 7'A v., Haukur Bergmann 5'A v., Pálmar Breiðijörð 5 v., Pétur Sæv- arsson 5 v. og Þórir Hrafnkelsson 3 ‘A v. Taflfélagið Hellir 37-Taflfélag Reykjavíkur 35 Fyrir Helli tefldu: Hannes H. Stefánsson 9 v. af 12, Davíð Ólafs- son 8 v., Andri Áss Grétarsson 7 v., Ingvar Ásmundsson 4 'A v., Snor- ri Bergsson 4 v. og Bragi Halldórs- son 4 v. Fyrir TR tefldu: Þröstur Þórhalls- son 10 v. af 12, Kristján Eðvarðs- son 6 v., Amar Gunnarsson 6 v., Magnús Örn Úlfarsson 6 v., Berg- steinn Einarsson 4 v. og Jón Viktor Gunnarsson 3 v. Síðasta viðureignin í fyrstu um- ferð á milli Taflfélags Kópavogs og Taflfélags Akraness er fyrir- huguð í Kópavogi á fimmtudags- kvöldið. HESTAR S a m e i n i n g a r m á 1 LHogHÍS í eina sæng Sameingamefnd LH og HÍS hefur lokið störfum og mun tillaga nefnd- arinnar koma fyrir almenningssjónir innan tíðar. Bíða sjálfsagt margir eftir að sjá afraksturinn. TÍMI breytinga á sér stað í hesta- mennskunni um þessar mundir. Hestamannafélög reyna nýtt fyrir- komulag í gæðingakeppni, áhuga- mannaflokkar eru að ryðja sér til rúms og kynbótadómarar dæma hrossin aðskildir hvor frá öðrum svo eitthvað sé nefnt. En vera kann að nú verði stigið eitt afdrifaríkt skref í mestu breytingum sem gerðar hafa verið á félagsuppbyggingu samtaka hestamanna til þessa. „Landsamband hestaíþrótta“ Dreift verður á næstu dögum til- lögu að lögum fyrir sameinuð sam- tök hestamanna „Landsamband hestaíþrótta", skammstafað LHÍ, sem er afrakstur af vinnu samein- ingarnefndar Landsambands hesta- mannafélaga og Hestaíþróttasam- bands íslands sem tók til starfa í vetur sem leið og hefur nú skilað af sér. Ætlun er að tillagan verði til kynningar í aðildarfélögum beggja samtaka fram á haust en þá mun ársþing LH taka a/stöðu til sameiningar og ársþing HÍS nokkru síðar. í bréfi nefndarinnar til stjórna beggja samtaka kemur fram að nefndarmenn líti svo á að með sam- þykkt um skipan nefndarinnar lægi ljóst fyrir að vilji málsaðila væri sá að mynda ein samtök. Innan nefnd- arinnar ríkir einnig fullkominn ein- hugur um að sameina beri þessi samtök. Forysta LH stjórnar á móti Vissulega er fullsnemmt að spá um hvort af sameiningu verði, þótt flest bendi til þess. Meiri áhugi virð- ist fyrir sameiningu innan HÍS en LH, í það minnsta ef tekið er mið af skoðunum stjórnarmanna. Það er ekkert launungarmál að bæði for- maður LH, Guðmundur Jónsson, og varaformaðurinn, Guðbrandur Kjartansson, eru á móti sameiningu enda þótt ársþing LH hefði einróma samþykkt tillögu stjórnar samtak- anna um skipun nefndarinnar. Guð- mundur sagðist vera þessu andvígur en hins vegar réði meirihluti þing- heims því hvað yrði ofan á. Guð- brandur kvaðst ekki hrópa húrra fyrir þessari tillögu því þegar hún væri lesin yfir og borin saman við lög LH og HÍS mætti glögglega sjá að verið væri að renna Landsam- bandinu inn í HÍS. Benti Guðbrand- ur á að í greininni þar sem fjallað er um tilgang og markmið væru málefni LH eins og taglhnýtingur þar við. Gert væri ráð fyrir að nánar yrði kveðið á um markmiðin í reglu- gerðum og vildi hann sjá þær áður en til afgreiðslu kæmi. Guðbrandur sagði að vissulega liti sameining vel út á pappírnum, þetta væri vel ger- legt en hann væri örlítið hræddur. Máli sínu til stuðnings nefndi hann að meginhluti af starfsemi HÍS í dag snerist um að senda landslið á heims- meistaramót annað hvert ár. Sagðist hann óttast að allt púðrið i starfí sameinaðra samtaka færi í erlend samskipti og það yrði möndullinn í starfínu. Þá gagnrýndi Guðbrandur þá túlkun nefndarmanna að líta svo á að fyrir lægi vilji beggja samtaka til sameiningar og segir að í það minnsta sumir nefndarmanna hafi misskilið hlutverk sitt, þeir hefðu aðeins átt að kanna hvort þetta væri gerlegt og gera tillögu að lögum sem hjálpaði mönnum í ákvarðana- töku. Aðspurður hvort hann sæi sjálfan sig sem fyrsta formann sam- einaðra samtaka kvað hann nei við. Vissulega hafi hann leitt hugann að slíku en niðurstaðan hafi orðið sú að hann muni ekki gefa kost á sér í það starf. Tillagan gott vinnuplagg Jón Albert Sigurbjörnsson, for- maður HÍS, kvaðst eindregið fylgj- andi því að sameinað yrði. Ljóst væri að það sé vel gerlegt tæknilega séð og tillaga nefndarinnar sé að hans mati mjög gott vinnuplagg til að vinna úr. Hann telur að það sé orðið mjög aðkallandi að taka af skarið, búið sé að ijalla um þetta mál í allnokkurn tíma. Hann lagði á það áherslu að hér væri um samein- ingu að ræða en ekki að verið væri að leggja önnur hvor samtökin nið- ur. Einnig kvaðst hann ósammála þeirri skoðun að hætt væri við að hinn almenni hestamaður yrði út- undan. Jón Albert benti einnig á að margvíslegt hagræði hlytist af sam- einingu og draga mætti úr rekstrar- kostnaði. Málþing í brekkunum Ýmsir sem séð hafa tillöguna hafa haft orð á því að lagadrögin beri meiri keim af Iögum HÍS en LH en það þykir ekki óeðlilegt þar sem ný heildarsamtök hestamanna myndu starfa innan vébanda íþróttahreyf- ingarinnar en lög HÍS voru á sínum tíma sniðin eftir lögum íþróttahreyf- ingarinnar. Hins vegar er ýmislegt í þessum drögum sem sýnir skyld- leikann við LH. Ekki eru miklar líkur á að hægt verði að kalla hestamenn saman á stóra fundi um sameiningarmálin yfir hásumarið þegar þeir eru upp- teknir af annaðhvort ferðalögum eða keppni vítt og breytt um landið. Gera má hins 'vegar ráð fyrir að þetta stóra mál verði í umræðunni þegar menn hittast á fjórðungsmót- inu á Gaddstaðaflötum í byijun júlí og íslandsmótinu að Varmárbökkum í Mosfellsbæ í byijun ágúst. Gætu afdrif tillögunnar ráðist í brekkunum á þessum og öðrum mótum sumars- ins. Margeir Pétursson Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.