Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1996 5 7 _______BRÉF TIL BLAÐSINS__ Um vísindi, Darwin og villukenningar Svar til Sóleyjar Jónsdóttur Frá Friðriki Skúlasyni: í MORGUNBLAÐINU 30. maí sl. birtist bréf frá Sóleyju Jónsdótt- ur. Nú er það ekki vani minn að standa í ritdeilum, en þar sem enginn annar hefur orðið til að leiðrétta það sem kom fram í fyrr- nefndu bréfi, finnst mér nauðsyn- legt að einhver taki upp hanskann fyrir hönd vísindanna. Sóley segir: „Sönn vísindi sanna, að Guðs Orð segir sann- leikann, en Darwin fór villur veg- ar.“ Nú er mér ekki ljóst hvað átt er við með orðunum „sönn vísindi" - en sé Sólveig þar að vísa til trúarsannfæringar sinnar, er henni það frjálst, en svo mikið er víst að ekki er sú sannfæring vísindaleg. Sönn vísindi gefa sér ekki niðurstöðu fyrirfram og neita að horfast í augu við staðreyndir sem stangast á við þá niðurstöðu. Sönn vísindi Ieita að sannleikan- um og þeir sem vilja kalla sig vísindamenn verða að gera ráð fyrir að geta þurft að skipta um skoðun eftir því sem nýjar stað- reyndir koma fram. Slíkt er eðli sannra vísinda - ekki að trúa í blindni á einhverjar gamlar þjóð- sögur sem ekkert hafa sér til stuðnings. Sóley segir það helber ósannindi að mannsfóstur líkist dýrafóstrum fyrstu vikurnar, og ber helst að skilja orð hennar svo að hún áliti að mannsfóstur séu með manns- mynd nánast frá upphafi. Þetta var nokkuð útbreidd skoðun á miðöldum og skömmu eftir að fyrstu smásjárnar voru fundnar upp, en smásjár- og ljósmynda- tækni nútímans hefur afsannað hana. Þess voru jafnvel dæmi áður fyrr að þeir sem horfðu á sæðis- frumur í gegnum fyrstu smá- sjárnar þættust sjá þar saman- hnipraða mannveru. Það er í raun ekki skrýtið að þeir teldu sér trú um þetta, því það var í samræmi við hugmyndafræði þess tíma, en með betri smásjám og batnandi skilningi á eðli æxlunar var þessi kenning aflögð og í dag þykjast engir sjá mannsmynd í sæðis- frumum. Hvað það varðar að mannsfóst- ur líkist ekki dýrafóstrum fyrstu vikurnar, þá er það einfaldlega að öllu leyti rangt. Við getnað eru öll fóstur eins, aðeins ein kúlulaga fruma, sem síðar skiptir sér og myndar fljótlega lítinn frumu- köggul, sem stækkar, greinist sundur í höfuð og búk, myndar útlimi og tekur smám saman á sig endanlega mynd. Allar þær myndir sem teknar eru af fóstrum hinna ýmsu tegunda sýna sama ferlið og fóstrin, sem öll eru nán ast eins í upphafi, líkjast hver öðru í vissan tíma, en þó mislang an. Þannig hættir mannsfóstui að líkjast eðlufóstri löngu áður en það hættir að líkjast kattar- fóstri og enn lengra líður uns verulegur útlitsmunur verður á mannsfóstrum og apafóstrum. Nú er helst að sjá að Sóley telji þess- ar myndir allar falsaðar og að í kennslubókum komi fram eitt allsheijar samsæri um að innræta fólki einhveijar ranghugmyndir um fósturþroska. Það er stór fullyrðing og stórar fullyrðingar krefjast stórra sann- ana, en án þeirra er þetta varla svaravert. Sóley vitnar í Mæðrabókina og þykist lesa út úr því sem þar stend- ur að mannsfóstur hafi aldrei útlit eða eignleika dýrafósturs, en hvernig hún kemst að þeirri niður- stöðu er mér hulið. Það sem stend- ur í þeirri tilvitnun er í fullu sam- ræmi við viðurkenndar, vísindaleg- ar staðreyndir um fósturþroska og þær myndir sem Sóley segir falsaðar. Það er nú svo að hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá segja vísindin að enginn eðlis- munur sé á mönnum og öðrum dýrum, aðeins stigsmunur. FRIÐRIK SKÚLASON, Stigahlíð 65, Reykjavík. ly.\e9a'pægi'egirinni-0gúf/S( Cantiliver hæll - Stærðir 36 1/2 - 48 Verð aðeins kr. VERSIANIR Skeifunni 19 S. 568-1717* Laugavegi 51 S. 551-7717 £ODift i SVimAft! í Kópavogs Apóteki miðvikudaginn 19. júní kl. 10—18. Komið og fræðist um frjóofnæmi og ofnæmislyf. tópavogs Apótek HAMRABORG 1 1 S í M I 5 5 4 01 01 Rafiðnaðarsamband W Islands rafiðnaðarmanna í RSÍ verður haldið á Svarfhólsvelli (Selfoss) föstudaginn 28. júní 1996. Farið verður í rútu frá Háaleitisbraut 68 (RSÍ) stundvíslega kl. 12.00. Þátttökugjald er kr. 2.000,- Innifalið: Rútuferð, vallargjald o.fl. Skráning í síma 568 5010 Skráningu lýkur þriðjudaginn 25. júní. Skráið ykkur tímanlega og endurtökum fjörið frá því í fyrra. Kvöldstund með /y\/////'/' R;n);i Sönsuir l)llO: Loslur eigin \vrk;i: Guðrúnu Katrínu Unnur Steinsson Guðrún Katrín þorbergsdóttir Hjálmfríður Þftll Friðriksdóttir við undirleik Edwards Kaaber Signý Sæinundsdótlir við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur Bryndís Ilalla Gylfadóttir selló Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó Linda Villijálnisdótlir les frumsamin Ijóð Inga lluld Ilákonardótlir les úr nýju sagnfræðiriti Flölinenmun! Stuðningsfólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.