Morgunblaðið - 19.06.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.1996, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1996 BLAD m i- Fréttaskýring 3 Fækkun króka- báta virðist fyrirsjáanleg Aflabrögð Markaðsmál Menntun SÍLDIN RANNSÖKUÐ • RANNSÓKNASKIPIÐ Ámi Friðriksson er nýkomið úr síldar- leiðangri og er verið að vinna úr gögnum sem með því var aflað. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, leiðangursstjðra, varð vart við stóra síld um 90 mílur suðaustur af Jan Mayen en hún hafi legið Morgunblaðið/Muggur djúpt og verið stygg þegar hún kom upp á næturnar og því erfítt fyrir skip að ná henni. Mikil áta er í sildinni og á myndinni má sjá þær stöllur Önnu Rósu Böðvars- dóttur og Hildi Pétursdóttur taka átu- og magasýni um borð í Árna Friðrikssyni í leiðangrinum. 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna 0 Laxinn er kominn í harða sam- keppni við annan fisk 7 Skólaslit Stýri- mannaskólans í Reykjavík Fiskafli orðinn 200.000 tonnuni meiri en í fyrra Þorskafli nærri 12.000 tonnum meiri en á sama tíma á síðasta ári FISKAFLINN þetta fisk- veiðiár er meira en 200.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, sé miðað við tímabilið frá upphafi fiskveiðiársins til maíloka. Nú hafa veiðzt 1.359.089 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu, en á sama tíma í fyrra var aflinn 1.117.659 tonn. Athygli vekur að botnfiskafli er nú 3.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, eða um 367.000 tonn, en því ræður mestu mikill úthafskarfaafli. Þorskafli er reyndar einnig meiri nú en á sama tíma í fyrra. Mörg undanfarin ár hefur botnfiskaflinn dregizt saman vegna niðurskurðar á þorskveiðiheimild- um. Afli af úthafskarfa og þorski úr Smugunni bætt þann niðurskurð upp að nokkru leyti. Þorskaflinn það sem af er fiskveiði- árinu er 139.410 tonn á móti 127.713 í fyrra og hefur því aukizt um nærri 12.000 tonn eða nálægt 10%, þrátt fyrir minnkandi veiðiheimildir. Það er því ljóst að mikið er gengið á þorsk- kvótann. Það er fyrst og fremst báta- flotinn, sem stendur að baki auknum þorskafla. Þessi floti er nú með um 74.000 tonn af þorski á móti 56.530 tonnum í fyrra. Hluti skýringarinnar er sú að bátarnir leigja í nokkrum mæli til sín aflaheimildir frá togurum, sem stunda veiðar utan landhelgi mik- inn hluta ársins. Togaraflotinn er nú með um 38.200 tonn af þorski, en var í fyrra með 42.950. Þorskafli smábáta er hins vegar nánast sá sami og í fyrra, um 27.180 tonn, rúmlega þúsund tonn- um minni. Af öðrum tegundum má nefna að ýsuafli er nú mun minni en í fyrra og sömu sögu er að segja af ufsa og karfa. Meira hefur hins vegar veiðzt af stein- bít og úthafskarfaaflinn jókst verulega og var um síðustu mánaðamót um 29.250 tonn en hefur nú náð 45.000 tonnum. Þá var afli af úthafsrækju nú orðinn 52.930 tonn á móti 47.580 tonn- um í fyrra. 790.000 tonn af loftnu á land Síldarafli um mánaðamótin var orð- inn 125.230 tonn, sem er nokkru minna en í fyrra og af loðnu höfðu veiðzt 790.036 tonn á móti 554.356 í fyrra. Loðnuveiðar mega hefjast á ný um mánaðamótin og gangi þær vel er fyrir- sjáanlegt að fiskaflinn þetta fiskveiðiár verður með allra mesta móti. Fiskaflinn hefur verið yfir eina millj- ón tonna frá árinu 1984 og hefur mest farið í 1.752.256 tonn árið 1988, en þá veiddust 911.000 tonn af loðnu, en miðað er við almanaksárið. Fréttir Flotkvíin fullbókuð • FLOTKVÍIN í Hafnar- fjarðarhöfn hefur ugglaust vakið athygli margra sem leið hafa átt í gegnum Hafnarfjörð á síðustu mán- uðum. Kvíin er í eigu Vél- smiðju Orms og Víglundar hf. í Hafnarfirði og segir Guðmundur Víglundsson framkvæmdastjóri að unnið hafi verið í kvínni nær sleitulaust allan sólarhring- inn frá því að hún var tekin í rekstur í janúar síðstliðn- um. Nóg sé af verkefnum framundan og kvíin upp- bókuð út sumarið./2 Vilja stöðva rányrkjuna • FRAMKVÆMDA- STJÓRN Evrópusambands- ins, ESB, hefur hvatt til, að flotinn verði skorinn niður um 40% á sex árum hvað varðar veiðar á sumum teg- undum. Kom það fram hjá Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórninni, að við- varandi rányrlqa á sumum fiskstofnum væri ekki að- eins að eyðileggja þá, held- ur einnig afkomu þeirra, sem veiðarnar stunduðu./2 Veiða langt umfram kvóta • NORÐMENN hafa farið um 50.000 tonn fram úr kolmunnakvóta sínum og voru veiðar stöðvaðar í byijun maí en þá höfðu veiðst um 332.000 tonn af kolmunna. Norski kol- munnakvótinn hefur aldrei klárast jafn snemma og hefur hann veiðst í Fær- eysku lögsögunni sem og á hafsvæðum ESB./B Lélegt á grásleppunni • GRÁSLEPPUVERTÍÐ- INNI er að ljúka víðast hvar og hefur veiði verið með lélegra móti. Aflinn nú er um 4.000 tunnum minni miðað við sama tíma í fyrra. Grásleppukarlar á norður- og austurlandi og á Reykja- nesi mega vera með net sín í sjó til 20. júní en flestir hafa þegar tekið netin í land enda veiði verið með afbrigðum léleg í þessum landshlutum./8 Markaðir Meira ferskt til Bretlands • INNFLUTNINGUR Breta á ferskum fiski í janúar síð- astliðnum var með minnsta móti. Alls fluttu þeir inn rúmlega 4.400 tonn á móti 5.360 tonnum í janúar í fyrra. Um helmingur inn- flutningsins nú kemur frá tveimur löndum, Færeyjum og Islandi. Færeyingar eru nú með um 1.340 tonn, sem er 300 tonna aukning frá árinu áður. Við Islendingar komun næst með 1.066 tonn, sem er langleiðina í tvöföld- un frá árinu áður. Þetta er þvert á þá þróun, sem átt hefur sér stað undanfarin misseri, en þá hefur útflutn- ingur okkar á ferskum fiski til Bretlands minnkað mikið. Innflutningur á fiskafurðum til Bretlands-janúar1996 Ferskar tonn Fæmy'mr 1.338 íslana k 1.066 Danmörk fN* % 815 Holland r U \ 457 Frakkland v / m 273 Ipýskaland /y ' | 119 Irland (/1 U 99 Portúgal / 66 Bandarikin ÆJit f/ 60 Noregur / Jj M V 50 SriLanka/ °)l/ 4 Spánn Ld/ 0 Sviþjóð 0 Annað 71 Samtals 4.418 Bretar kaupa meiri freðfisk Innflutningur á fiskafurðum til Bretlands - janúar 1996 Frosnar tonn Noregur 5.147 Rússland i 4.325 l Island . J 2.641 Þýskaland 1.418 Færeyjar yk/ 928 Danmörk («. Nf\ 650 Kina VJr'Y 445 Hollands . 29 6 Bandarikin mVbé; h, 143 Chile o_\ 121 Frakkland V; 4Á 85 Portúgal o Annað 1.042 Samtals 17.241 • INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski jókst hins vegar og nam nú 17.240 tonnum á móti 13.800 tonn- uin í fyrra. Norðmenn fluttu mest inn til Bretlands, 5.150 tonn á móti 3.220 í fyrra, héðan fóru 2.640 tonn, sem er lítils háttar samdráttur. Rússar eru nú með 4.325 tonn, en voru með 2.770 ton í fyrra. Aðrar þjóðir eru með mun minna, en athyglis- vert er að Þjóðverjar eru með 1.420 tonn nú á móti I 990 í fyrra./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.