Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ SINDRIVE í flotkvínni í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Asdís Flotkvíin í Hafnarfírði fullbókuð allt sumarið Unnið nær sleitulaust allan sólarhringinn FLOTKVIIN í Hafnarfjarð- arhöfn hefur ugglaust vak- ið athygli margra sem leið hafa átt í gegnum Hafnar- fjörð á síðustu mánuðum. Kviin er í eigu Vélsmiðju Orms og Víglundar hf. í Hafnarfirði og segir Guðmundur Víglundsson framkvæmdastjóri að unnið hafi verið í kvínni nær sleitulaust allan sólarhringinn frá því að hún var tekin í rekstur í janúar síðstliðnum. Nóg sé af verkefnum framundan og kvíin uppbókuð út sumarið. Mikið brætt á Eskifirði • TEKIÐ hefur verið á móti um 100.000 tonnum af sild og loðnu á þessu ári hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Af því hafa verið brædd rúm 30.000 tonn af síld, en síldveiðum fer senn að ljúka hjá islenskum skipum. Unnið hefur verið nær sleitulaust i mjölbræðslunni á Eskifirði frá þvi að veiði hófst úr norsk-íslenska sild- arstofninum í vor, að sögn Hauks Jónssonar, vaktstjóra í mjölbræðsluni. Hann segir að í fyrra hafi verið brædd um 33.000 tonn af síld og átti hann von á því að magn- ið yrði svipað í ár. Hinsvegar væri búið að bræða um 100.000 tonn frá áramótum. „ Við erum þó ekki að fá mikla síld núna, þvi allir bátar héðan eru hættir veið- um. íslensku skipin hætta JíkJega veiðum um helgina, en það hafa verið að ianda hjá okkur Færeyingar og vonandi halda þeir áfram veiðum. Svo tekur loðnan við eftir ljúlí," segir Haukur. Verðámjöli sæmilegt Haukur segir verð á mjöli hafa verið sæmiiegt í vetur, sérstaklega á hágæðamjöli, en þeir hafi einkum framleítt það. Verð á standardnjjöli hafi einn- ig verið þokkalegt. Helstu markaðimir fyrir hágæðamjol væru England og Danmörk en standardmjölið færi einna helst til Noregs. Að sögn Guðmundar eru flotkvíar hentugri en hefðbundnir slippar að mörgu leyti. Hann segir hættuna af því að lyfta skipum í flotkví mun minni en þegar þau eru dregin upp brautir í slipp. Guðmundur segir að í kvínni hafi verið byggð upp gæða- kerfi í allri vinnu og þar sé nú boð- ið upp á mjög sérhæfða skrúfu- og öxulviðgerðir auk þess sem þar sé nýr og fullkominn hreinsunarbún- aður. „Við getum háþrýstiþvegið botna á skipum með 2.500 bara þrýstingi sem gefur jafnmikil gæði í þvotti og sandblástur. Mörgum útgerðar- mönnum er illa við sandinn sem fylgir sandblæstri en hér er aðeins notað vatn. Við getum því séð um allar gerðir botnvinnu og alla staðla í botnþvotti, allt frá hreinsun á ryð- blettum upp í það að hreinsa alla málningu af botninum og byggja upp ný málningarkerfi. Vinnubrögð í málningarvinnu hafa verið vanda- mál í skipavinnunni hingað til og þeim verður að breyta. Menn hafa verið að mála yfir gamla málningu og jafnvel óhreinindi," segir Guð- mundur. Betri vinnuaðstaða Auk málningarvinnunar. segir Guðmundur að í kvínni taki þeir að sér plötuskipti og alla almenna skipavinnu. Vinnuaðstaðan í kvínni sé mun betri en gengur og gerist á þurru landi. Þar sé slétt gólf sem auðveldi alla notkun á lyfturum, um borð sé einnig öflugur krani og því sé ekkert umstang í kringum bílakrana eins og oft vilji verða í slippum. Um borð í kvínni er einnig verkstæði sem að sögn Guðmundar getur tekið að sér allar minnháttar reddingar. „Útgerðamenn sem hafa verið með skip hjá okkur hafa líka talað um að þrifin á skipunum séu allt önnur. Til dæmis var Akraborgin hér um daginn og eigendur höfðu orð á því að munurinn væri meðal annars sá að í slipp er verið að bera sand og óhreinindi á skónum út um allt skip en því er ekki að skipta hér. Mengunar- og umhverf- ismál hafa verið í brennidepli og í kvínni er mjög auðvelt að halda vel utan um þau mál. Málning og ann- að sem spillist niður er þrifið strax og sent í förgun,“ segir Guðmundur. Efasemdarraddlr þagnaðar Guðmundur segir að í upphafi hafi verið uppi margar efasemdar- raddir og margir talið að hávaði og ónæði myndi hljótast af kvínni. Þær raddir væru nú að mestu þagnaðar. „Höfnin hefur alla tíð verið notuð til skipavinnu og skipakvíin er að- eins þróun á þeirri vinnu. Skipaeig- endur og útgerðarmenn hafa tekið okkur mjög vel, það eru næg verk- efni og við erum mjög bjartsýnir á að svo verði áfrarn," segir Guð- mundur. Meiri mðurskurður til bjargar fískiniim Bretland og Holland hafa staðið sig verst ESB-ríkja FRAMKVÆMDA- STJÓRN Evrópu- sambandsins, ESB, hefur hvatt til, að flotinn verði skor- inn niður um 40% á sex árum hvað varðar veiðar á sumum tegundum. Kom það fram hjá Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórninni, að viðvarandi rányrkja á sumum fiskstofnum væri ekki aðeins að eyðileggja þá, heldur einnig afkomu þeirra, sem veiðarn- ar stunduðu. Forsvarsmenn sjómanna í sum- um ESB-ríkjum hafa gagnrýnt til- lögurnar harðlega og segja, að ekki sé hægt að leggja meiri byrð- ar á sjómenn, en Bonino segir aft- ur á móti, að sjómenn geri sér fulla grein fyrir, að stofnarnir muni hrynja verði ekki farið eftir þeim. Ráðherraráðið verður að leggja blessun sína yfir tillögurnar og mun taka þær til umfjöllunar í haust en síðan verður reynt að ná samningum um niðurskurð í ein- stökum ríkjum. Á því að vera lokið fyrir áramót. Eru tillögurnar byggðar á áliti Lassen-hópsins, sem var skipaður óháðum fiski- fræðingum, og vísindanefndar ESB. Mismikill niðurskurður Gert er ráð fyrir, að niðurskurð- urinn verði mestur eða um 40% hjá togveiðiskipum, sem eru á þorski, ýsu og lýsingi, og hjá sum- um nótaskipum. I rækju, sólflúru, sandhverfu og skarkola er lagt til, að niðurskurðurinn verði á bilinu 20-30% en um 12% í þeim tegund- um, sem taldar eru vera í nokkru jafnvægi. Er stefnt að því, að niðurskurðurinn verði mestur á fyrstu þremur árum tímabilsins, sem er frá 1997 til 2002. Bonino sagði, að framkvæmda- stjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til að draga úr áhrifum niðurskurðarins og meiningin væri að láta strandveiðina eða minnstu bátana sem mest í friði. Af henni hefðu í raun flestir atvinnu. Auk þess yrði greitt fyrir því, að sjó- menn gætu farið á eftirlaun fyrr en elia og tekin yrði upp ein- greiðsla til þeirra, sem vildu hætta fiskveiðum. Bonino sagði, að fyrri áætlanir um að draga úr sókninni hefðu valdið vonbrigðum. Sú fyrsta, á árinu 1983, hefði mistekist að mestu leyti og einnig sú, sem við af henni tók, en sú þriðja, frá 1991 til ’96, hefði gengið betur. Svörtu sauðirnir þar væru þó Bret- ar og Hollendingar en Danir, Spánverjar og Portúgalir hefðu jafnvel skorið meira niður en að var stefnt. Þessar þrjár síðast- nefndu þjóðir myndu njóta þess nú en Bonino sagði, að búast mætti við, að þau ríki, sem ekki hefðu staðið við yfirstandandi áætlun fyrir lok þessa árs, yrðu kærð fyrir Evrópudómstólnum. Bretar relðir Þessi yfirlýsing Boninos fór mjög fyrir btjóstið á Tony Baldry, sjávarútvegsráðherra Bretlands, sem sagði, að breskir sjómenn sættu sig ekki við að vera lýst sem skálkum á sama tíma og Spánveij- um væri hrósað. Þá gleymdist að geta þess, að fjöldi spánskra skipa væri skráður í Bretlandi og veiddi úr breska kvótanum. Sagði Baldry, að Bretar væru ekki til viðræðu um niðurskurð meðan ekki væri tekið á „kvótahoppinu“. Barrie Deas hjá samtökum breskra sjómanna sagði, að í nýju áætluninni væri ekkert tillit tekið til tæknilegra breytinga á flotan- um, heldur aðeins horft á tonna- töluna. Sagði hann, að fioti lítiila en nýtískulegra skipa væri miklu afkastameiri en gömlu skipin. Brýnast að koma í veg fyrir rányrkju ■i^■ FISKVINNSLAN í Fiskvinnslan í Bretlandi K’^nrtrváfuí vill samræmdar aðgerðir “Sf aaS tý* sjávarútveginn í landinu í því skyni að tryggja hráefni og gæði. Kemur þessi áskorun fram í kjölfar mikillar úttektar á fiskvinnslunni. Fram kemur í skýrslu um út- tektina, að efnahagslegt mikilvægi fiskiðnaðarins í Bretlandi hafi auk- ist um 7% á milli áranna 1986 og ’95 en á þessum tíma hafa átt sér stað verulega breytingar innan hans. Fiskvinnslufyrirtækjum hefur fækkað um næstum 30% en þau er yfirleitt stærri en áður og starfs- mannafjöldi er sá sami eða um 20.000. Fiskvinnslan er ekki lengur jafn bundin „gömlu“ svæðunum og áður var þótt hún sé að vísu enn mest á Humrubökkum og í Austur-Skot- landi eða um 55% hvað varðar íjölda starfsmanna. Unnið er úr fleiri fisktegundum en áður. Þorskur og ýsa halda enn forystunni en einnig má nefna Al- askaufsa og annan ufsa og dýrar tegundir eins og skötusel. Þá hefur skelfiskvinnslan aukist um 50% frá 1985. Bein sala til stórverslana hefur aukist verulega og er nú þriðjungur heildarsölunnar. Eru kaupendur eða viðskiptavinir fiskvinnslunnar stærri en áður en líka miklu færri. Þeir, sem að úttektinni unnu, segja, að mesta vandamálið í sjávarútveginum, veiðum og vinnslu, sé óstöðugleikinn hvað varðar framboð á hráefni og verð. Hefur þeim vinnslum vegnað best, sem geta orðið við óskum stórversl- ana um stöðugt framboð og lágt verð, en yfirleitt á vinnslan erfitt með að tryggja jafnt framboð vegna mikilla sveiflna í veiðinni. Þær valda því aftur, að oft kaupir vinnslan fiskinn á of háu verði án þess geta velt því út I verðið til sinna kaupenda. Arðsemin í fisk- vinnslunni hefur því farið minnk- andi. Segja má, að tillögur fiskvinnsl- unnar séu í hnotskurn þær, að fisk- veiðistjórnunin verði hert og komið í veg fyrir rányrkju. Aðeins þannig megi byggja upp stofnana og tryggja jafnt og öruggt framboð. Einnig er lagt til, að komið verði í veg fyrir löndun framhjá vigt og hvatt er til, að verndartollar á inn- flutningi fisks til Evrópusambands- ins verði afnumdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.