Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR19. JÚNÍ 1996 C 5 Mikil söluaukning hjá SH í Þýzkalandi undanfarin ár SALA IFPG, dótturfyrirtækis SH í Hamborg í Þýzkalandi, hefur nærri því fimmfaldazt á þeim 15 árum, sem sölu- skrifstofan hefur starfað. Hún var opn- uð formlega 19. júní 1981 með 2 starfs- menn. Gylfi Þór Magnússon var í upphafi framkvæmdastjóri skrifstof- unnar. Sala fyrsta árið var 4.600 tonn að verðmæti um DM 13 m. Árið 1995 voru starfandi 9 starfsmenn og nam salan 21.800 tonnum að verðmæti DM 122 m eða u.þ.b. 5,5 milljörðum ísl. króna. Fram- kvæmdastjóri IFPG er Kristján Hjaltason. Ef litið er til magns er IFPG önnur stærsta söluskrifstofa SH með rúm 20% af heildarmagni. Ef miðað er við verðmæti skipar skrifstofan þriðja sætið með tæp 20% á eftir SH-Tokyo og Coldwater í Bandaríkjunum. IFPG með 20°/ heilarsölu SH Sölusvæði IFPG nær til 15 landa með 250 milljónum íbúa. Um 70% af verðmæti fara til Þýskalands. Einnig er talsvert selt til Danmörku, Ítalíu og Svíþjóðar. Mikil breyting er að verða á vægi neytendavöru og hinsvegar iðnaðarvöru á sölusvæði SH í Hamborg. Fyrirtækið er nú komið dýpra inn á markaðinn með afurð- irnar og um leið hefur tekist að auka sölu á vörum sem eru full- unnar á íslandi. Dregið hefur verið úr sölu á iðnaðarvöru þ.e. á blokk, heilfryst- um fiski og síld til frekari vinnslu, en sala á þessum afurðum varð 26 milljónir marka árið 1995 í samanburði við 34 milljónir marka árið áður. Sala á blokk hefur þann- ig aldrei verið minni, var 8.200 tonn 1990 en 3.400 tonn 1995. Sala á neytenda vöru hefur aukizt mikið Sala á neytendavöru hefur hins vegar aldrei verið meiri en á síð- asta ári og var um 20% af sölu IFPG. Sala á afurðum sem pakkað er í smásölueiningar var rúmlega 3.800 tonn að verðmæti 25 milljónir marka, en 1994 var salan á þessum afurðum 2.200 tonn að verðmæti 16 milljónir marka um 12% af heildarsölunni. Stærsta einstaka afurðin er karfaflök í pokum, en í kjölfarið koma flök í öskju, pilluð og soðin rækja, auk soðinnar skelrækju og kavíars. Mest selt af karfa Af einstökum fisktegundum í sölu IFPG er karfi stærstur í magni með 10.500 tonn. SH hefur yfir þriðjungs markaðshlutdeild í Þýskalandi og er fyrirtækið stærsti einstaki dreifandi karfa í Evrópu. Verðmætasta afurðin er hins vegar skelfiskur og þá sér- staklega rækja. Árið 1995 voru seld 3.200 tonn af rækju að verð- mæti 36 milljónir marka. Mark- visst hefur verið -unnið sé því að koma þessari vöru í smásölukeðjur í Danmörku, Svíþjóð, Italíu og Sviss. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og til dæmis er SH nú orðið leiðandi í Svíþjóð í sölu á soðinni skelrækju. Aukin áherzla á ferskan fisk Af nýjungum í starfseminni má nefna aukna áherslu í sölu á ferskum fiski, en þar er IFPG að byggja upp sitt eigið dreifikerfi. í ferska fiskinum hefur IFPG tek- ist að ná mjög góðu verði fyrir afurðirnar enda hefur tekist að tryggja það að kaupendur fá fyrsta flokks vöru. Salan hefur aukist verulega á síðustu þremur árum. Árið 1993 var salan 180 tonn að verðmæti 1,7 milljónir marka, á síðasta ári var hún 350 tonn að verðmæti 3,6 milljónir marka og áætlað er að salan verði um 600 tonn í ár. Fyrirtækið er þannig orðið leiðandi í sölu á ferskum flökum frá Islandi. Ný vörulína Fyrir þremur árum setti SH á markaðinn nýja vörulínu sem nefnist „Portion control fish“ m.a. er um að ræða lausfryst stærðar- flokkuð flakastykki, tilbúnar vörur og samsettar vörur eins og fyllt laxastykki frá HB á Akranesi og afurðir íslensks-fransks hf. Á síð- asta ári nam sala á þessum afurð- um yfir 500 tonnum að verðmæti 3 milljónir marka en til saman- burðar má geta þess að árið 1994 voru seld 150 tonn að verðmæti 800 þúsund mörk. Gert er ráð fyrir að sala á þessum afurðum aukist enn á þessu ári. Magn og verðmæti Norðmenn hafa farið langt framúr kolmunnakvótanum ÚTHAFSKARFIFLOKKAÐUR • BIRGIR Erlendsson, starfs- maður Sölumlðstöðvar hrað- frystihúsanna, fór með í túr Engeyjar á úthafskarfaveið- ar á Reykjaneshrygg. Hann sést hér flokka karfa, en karfinn hefur verið sérlega góður þetta vorið. Fyrir vikið Morgunblaðið/Ómar Ösaurarson hefur mun hærra meðalverð fengizt fyrir henn en í fyrra, þrátt fyrir mun meiri fram- leiðslu. Veiðum okkar íslend- inga á úthafskarfanum er nú lokið, þar sem við liöfuni náð leyfilegum kvóta, 45.000 tonnum. Morgunblaðið/ÓB SERA Egill Hallgrímsson blessar nýja skipið NORÐMENN hafa farið um 50.000 tonn fram úr kolmunnakvóta sínum og voru veiðar stöðvaðar í byijun maí en þá höfðu veiðst um 332.000 tonn af kolmunna. Norski kolmun- akvótinn hefur aldrei klárast jafn snemma og hefur hann veiðst í Færeysku lögsögunni sem og á hafsvæðum ESB. Aflinn orðinn 330 þúsund tonn Norðmenn hafa á þessu ári haft 249.000 tonna kolmunna- kvóta hjá ESB og 27.00 tonna kvóta í Færeysku lögsögunni. Þar fyrir utan hefur norski flot- inn heimild til að veiða kolmunna á alþjóðlegum hafsvæðum. Kolmunnaveiðin hefur verið mjög góð það sem af er þessu ári. Fiskifræðingar telja stofninn sterkan og einnig voru veðurskil- yrði góð vestur af Bretlandseyjum á fyrstu mánuðum þessa árs. Veiðigeta norska kolmunnaflotans hefur farið vaxandi ár frá ári og æ fleiri hringnótaskip farið á kol- munnaveiðar. HUMARBATAR Nafn Staorð Afli Fiskur sjóf Löndunarmt. BJÖRG ve B 123 1 17 2 VestmannoQyjar j DRÁNGAVÍK VE 80 162 1 20 2 Vestmannaeyjar ! ARONPH 105 7$ 3 4 2 Porlékshöfn EYRÚN ÁR 66 24 2 6 3 Þorlákshöfn ! HAFÖRN ÁR 116 72 2 3 2 Þorlék9höfn HASfrÍNN ÁR a 113 2 5 2 Þorlókshöfn JÓHANNA ÁR 206 105 2 6 2 Þorlókshöfn JÓN GUNNLAUGS GK 444 105 1 5 1 Þorlákshöfn i SNÆTINOUR ÁR 68 88 2 6 2 Þorlókshöfn SVERRIR BJARNFINNS ÁR 11 58 2 6 2 Þorlókshöfn SÆBERG ÁR 20 102 2 4 2 Þorlókshöfn SÆFARÍÁRÍi 7 86 2 11 2 Þorlók8höfn ÁEABORG ÁR 26 93 3 7 2 Þorlókshöfn FREYJA GK 364 68 1 2 1 Grindavík GAUKUR GK 660 181 1 9 2 Grindavík REYNIRGK47 71 1 8 2 Grindavík VÖRÐUR PH 4 215 1 11 2 Grindovík ÁGUST GUOMIJNDSSON GK 95 186 1 11 2 Grindavík PORSTEINN GiSLASON GK 2 76 1 4 2 Grindovík SILDARBA TAR Nafn Stamrö Afll SJÖfarðlr Löndunarst. i BERGUR VIGFÚS GK 53 280 473 •' 1 Vestm.eyjar I SIGHVATUR BJARNAS. VE 81 666 1441 1 Vestm.eyjar HÖFRUNGUR AK 91 445 889 1 Akranes j VlKINGUR AK 100 950 1142 1 Akranes ARNARNÚPUR PH 272 404 789 1 Raufarhöfn j JÚLU DAN GK 197 243 379 i Þórshöfn BEITIR NK 123 756 2058 2 Neskaupst. BÖRKUR NK 122 711 1220 1 Neskaupst. FLOSI IS 15 195 74 1 Neskaupst. GLÓFAXI II VE 301 108 63 1 Neskaupst. GÍGJA VE 340 366 766 1 Nuskaupst. HRUNGNIR GK 50 216 257 1 Neskaupst. SIGHVATUR GK 57 233 »67 2 Noakaupst. j SÆBORG GK 457 233 60 1 Neskaupst. HÓLMABORG SU 11 937 1657 1 EskHjörÓur ! DAGFARI GK 70 299 269 1 Fóskrúðsfj. JÓN KJARTANSSON SU 111 775 1034 1 Fáskrúftsfj. SIGLA Sl 50 273 477 1 Hornafjörður Togarinn Arnar HU til heimahafnar Skag’aströnd ARNAR HU 1 kom í heimahöfn á Skagaströnd I fyrsta sinn skömmu fyrir sjómannadag. Eftir móttöku- athöfn var skipið sýnt almenningi og boðið upp á veitingar. Séra Egitl Hallgrímsson blessaði skipið og bað fyrir áhöfn þess. Arnar HU er fjórða skipið með þessu nafni í eigu Skagstrendings hf. Nýji Arnar er smíðaður í Noregi 1986 en allmiklar breytingar hafa verið gerðar á skipinu og er vinnslu- dekkið um borð með því fullkomn- asta sem að þekkist í dag. Hann er 60 metra langur, 13 metra breiður og með 4080 hestafla aðalvél. í ræðu sem Lárus Ægir Guð- mundsson, stjórnarformaður Skag- strendings, hélt við móttökuna sagði hann að stundum þyrfti að hopa um eitt skref til að geta sótt tvö áfram. Átti hann þar við ákvörðun stjórn- enda fyrirtækisins að selja á síðasta ári stóran og nýlegan togara, með sama nafni, til Grænlands. Það hafí verið gert til að öðlast svigrúm til nýrrar sóknar hjá fyrirtækinu en skipið hafi reynst of dýrt miðað við afkastagetu þess. Skagstrendingur gerir nú út þrjá frystitogara og er nú lokið í bili miklum breytingum á skipaeign fyrirtækisins. Arnar HU heldur nú á karfaveiðar á Reykjaneshrygg og skipstjóri verður Árni Sigurðsson. Rangt nefndur • ÞAU LEIÐU mistök áttu sér stað í síðasta blaði Úr verinu að Einar Grétar Bjönisson, sem heiðraður var á sjómannadaginn, var, i umfjÖHun um ævistörf hans, í tvígang nefndur Bolli. Úr verinu biðst innilegrar afsök- unar á þessum mistökum. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.