Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 GOLF MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF María Jónsdóttir og Birgir Leifur Haf þórsson. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Birgir Leifur og Olöf María holumeistarar BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni á Akranesi og Ólöf Mari'a Jónsdóttir úr Keiii í Hafnarfirði urðu um heigina íslandsmeist- arar í holukeppni, en keppt var í Leirunni. Birgir Leifur sigraði Sigurpál Geir Sveinsson á 36. hoiu í úrslita- leiknum og var að vonum kátur með sigurinn. „Þetta var barátta allan tímann. Ég tapaði fyrstu þremur holunum í fyrri hringnum. Ég var samt ekki að spila illa, en Sigurpáll spilaði betur þama. Síðan var þetta jafnt en ég náði aðeins að saxa á forystuna og eftir fyrri hringinn var ég tvær holur undir og þannig var staðan þar til við komum á 13. holu. Ég vann hana og þá fjórtándu einnig og þrjár næstu féllu. Ég fékk síðan par á síðustu holunni en Sigurpáll þrípúttaði og fékk skolla," sagði Birgir Leifur eftir sigurinn. „Ég hefði átt að fá fugl á síðustu holunni og það hefði verið betra því það var leiðinlegt fyrir Sigurpál að þrípútta,“ sagði Birgir Leifur. Hann sigraði Guðmund R. Hall- grímsson 2-1 í átta manna úrslitum og í undanúrslitunum vann hann meistarann frá því í fyrra, Örn Arn- arson úr Leyni, á síðustu holunni. „Það var jafnt þegar við komum á 18. teig. Ég átti fínt upphafshögg undan vindinum og boltinn var við hliðina á tjörninni. Ég tók járn núm- er fjögur og sló vel. Boltinn fór beint á stöngina, lenti á neðri pallinum á flötinni, rúllaði upp brekkuna upp á efri pallinn og beint ofan í. Ég vann sem sagt með því að fá örn á hol- una,“ sagði Birgir Leifur. Sigurpáll var ánægður með margt í sínum leik, en að sjálfsögðu ekki að tapa. „Ég er bijálaður út í sjálfan mig, en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Ég tapaði þessu sjálfur. Ég spilaði mjög vel en lenti siðan í því að missa fjögur eins og hálfs metra pútt á síðustu níu holunum og maður vinnur ekki holukeppni með því,“ sagði Sigurpál! eftir leikinn við Birgi Leif. Siguipáll vann Davíð Steingrímsson á síðustu holu í und- anúrslitunum og Kristin G. Bjarna- son í átta manna úrslitum. Ólöf María vann aftur Ólöf María Jónsdóttir úr Keili í Hafnarfirði varð holumeistari annað árið í röð með því að sigra Karen Sævarsdóttur 3-1 á sunnudaginn, en stúlkurnar léku 36 holur líkt og strákarnir. „Þetta var erfitt því ég var fjóra niður eftir fyrri hringinn, vann síðan á 1. og 2. braut með því að fá fugla á þeim. Karen vann síðan 7. og 8. holurnar þannig að hún var aftur komin fjórar holur yfir,“ sagði Ólöf í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn. í fyrra sigraði Ólöf einnig og líka með því að sigra Karen. í fyrstu umferðinni vann Ólöf Ragnhildi Sigurðardóttur 3-2 og mætti því Karen í úrslitum. „Ég er þokkalega ánægð með daginn. Fyrri hringurinn var samt ekki nógu góð- ur, púttin voru hræðilega léleg. Mér leist satt besta að segja ekkert á blikuna þegar hún náði að vinna sjö- undu og áttundu holuna. Þá reif ég bara upp kók og prins póló og ég fór að spila vel og hún illa,“ sagði holumeistari kvenna. Ólöf María hefur gert harða hríð að Karen á síðustu íslandsmótum, en raunar bara fyrstu hringina. Nú er íslandsmótið framundan og segir Ólöf María að ekkert verði gefið eft- ir þar. „Það verður mikið kapp lagt á Islandsmótið og mikið æft þar til það hefst,“ segir Ólöf María. KNATTSPYRNU- VEISLAN E I ÁSTÖÐ3 | Stöö 3 gerír knattspymuveisluna í Englandi enn glæsilegri meö tveimur beinum útsendingum í dag. Þú missir ekki af neinu ef þú ert líka með Stöð 3 því RÚV veröur meö beinar útsendingar frá öörum leikjum á sama tíma. MIÐVIKIÍDAGUR19. JÚNÍ KL 15:30 IMffiViKUDAGUR 19. JÚHÍ KL 1830 RÚSSLAND - TÉKKLANÐ________ Hringdu strax og viö sendum þér ioftnet aö láni. STÖÐ Askriftarsími 533 5633 ] KNATTSPYRNA Ótrúlega auðveK hjá Eyjamönnum EYJAMÖNMUM tókst það ætl- unarverk sitt að sækja þrjú stig til Ólafsfjarðar er þeir sóttu liðsmenn Leifturs heim á sunnudaginn í 1. deildinni. Þeir komu með réttu hugar- fari til ieiks og sigruðu 4:1; voru grimmir og greinilegt til hvers þeir voru mættir á stað- inn. Skapti Hallgrímsson skrífar Sigur Eyjamanna var sannfær- andi og sanngjarn. Þessi við- ureign er úr 10. umferð, en var færð frarn vegna þátttöku ÍBV í Evr- ópukeppni síðar í sumar. Liðin mætt- ust í 1. umferð og þá sigruðu Leiftursmenn í Eyjum en gestirnir ætluðu bersýnilega ekki að láta það gerast að tapa aftur fyrir Ólafsfjarðarliðinu og þegar á hólminn var komið reynd- ist ekki erfitt að koma í veg fyrir það gegn afar daufum gestgjöfum. Leiftursmenn höfðu ekki roð við ákveðnu Eyjaliði, sem lék sterka vörn og beitti stórhættulegum skyndisóknum. Leikmenn Ólafs- fjarðarliðsins náðu sér engan veg- inn á strik, virtust mæta með hálf- um huga og auðvitað kann ekki góðri lukku að stýra að gefa and- stæðingnum eitt mark í forgjöf strax í byijun, þótt það hafi ekki komið að sök gegn ÍA á dögunum. Eftir óskabyijun - mark strax á 3. mínútu - gátu Eyjamenn beitt þeirri leikaðferð sem þeim líkar best. Að spila sterka vörn og sækja hratt. Við því átti Leiftur aldrei svar. Yrði tekin saman prósentu- tafla yfir það hve mikið liðin voru með boltann, eins og nú tíðkast í sjónvarpi frá Evrópukeppninni, hefði Leiftur vinninginn en það segir auðvitað ekki nema hálfa söguna. Það sem liðið gerir á með- an það hefur boltann skiptir máli. Leiftursliðið - sem undirritaður hrósaði mikið eftir sigurinn á ÍA á dögunum — þarf greinilega að taka sér taki. I liðinu er margir góðir einstaklingar en liðsheildin er ekki í lagi. Hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér, en sá misskilningur virðist ríkj- andi í herbúðum liðsins. Liðið getur leikið vel, það hefur sést, en allir Campos setti heimsmet JORGE Campos, hinn skrautlegi markvörður Mexíkó, var heldur betur í sviðsljósinu á sunnudaginn, er hann lék tvo leiki á stuttum tíma - fyrst landsleik með Mexíkó og klukkustund síðar með félagsliðinu Los Angeles Galaxy á Rose Bowl, þar sem 92 þús. áhorfendur voru samankomnir. Þetta er heimsmet. Campos þurfti að horfa tvisvar á eftir knettinum í netið í landsleik gegn Bandaríkjunum, 2:2. Eftir leikinn hvíldi hann sig í hálftíma áður hann hljóp aftur inn á völlinn til að veija mark Galaxy gegn Tampa Bay Mutiny. Campos lék í marki Galaxy til að byija með, en fór síðan í stöðu miðheija. Hann náði ekki að skora, en lið hans fagn- aði sigri eftir vítaspyrnukeppni. COBI Jones, félagi Campos hjá Galaxy, sem lék með bandaríska landsliðinu, treysti sér ekki til að leika með Galaxy, eins og Campos, aðeins klukkustund eftir landsleik- inn. verða að vera tilbúnir að hafa fyrir hlutunum. Að leggja það á sig sem þarf. Alltaf. Það gengur ekki að leika alltaf í fyrsta eða öðrum gír. Norðanmenn geta lært það af gest- um sínum á sunnudag að stundum er gott að vera á þeim hraða en líka er nauðsynlegt að skipta upp í þriðja og fjórða. Jafnvel fimmta, ef hann er til staðar eins og hjá Eyjamönnum. Vert er að geta þess að Slobodan Milisic hóf á sunnudag þriggja leikja bann og greinilegt að Leift- ursliðið saknaði hans. Vörnin var í molum gegn ÍBV. Þá er einkenni- legt að sjá Þorvald Jónsson í mark- inu, greinilega eitthvað meiddan, þegar unglingalandsliðsmarkvörð- ur situr á varamannabekknum hjá Leiftursliðinu. Lið ÍBV hefur oft leikið betur, miðjumennirnir voru til dæmis á allt of löngum köflum ekki í nægi- lega góðum takt við leikinn en vörnin var firnasterk og það skipti sköpum. Lazorik var í strangri gæslu og fékk sig vart hrært og Leiftur náði sárasjaldan að ógna markinu. Lið ÍBV er gott og styrk- ur þess felst einmitt í mjög sterkri vörn, snjöllum miðjumönnum - þó svo Hlynur og Leifur Geir hafi ekki sýnt sitt rétta andlit nú - og eldfljótum framheijum. Andi Atla þjálfara sveif greinilega yfir vellin- um að þessu sinni. Það var atvinnu- mannabragur á leik liðsins; hvernig það brást við eftir að hafa skorað og hvernig það stjórnaði leiknum út frá varnarlínunni. Hjá Leiftri var Páll Guðmunds- son hins vegar sá eini sem var með á nótunum. OB 4 Hlynur Stefánsson ■ I lék á tvo Leifturs- menn og upp að endamörkum hægra megin strax á 3. mín., gaf á Kristin Hafliðason sem sendi út á markteiginn þar sem Tryggvi Guðmundsson var á undan varnarmanni í knöttinn og þrumaði í netið. Oa M agnús Sigurðsson ■ Cafékk knöttinn rétt aftan við miðlínu vinstra megin og sendi hárnákvæma þversend- ingu upp hægri kantinn þar sem bróðir hans, Ingl Sigurðsson, stakk Daða Ðervie af, lék inn í teig og skoraði af öryggi í fjær- homið. Þetta var á 14. mín. IB^^Páll Guðmundsson ■ aaisendi knöttinn af hægri kanti inn á vítateig á 31. mín. þar sem Daði Dervic skall- aði til baka inn á markteiginn á Baldur Bragason sem skor- aði með lausu en hnitmiðuðu skoti. 1m O Eyj amenn fengu ■ hornspyrnu frá vinstri á 86. mfn., knötturinn sveif í fallegum boga að fjær- stönginni, framhjá markverði og vamarmanni sem virtust eiga að ná honum án erfiðleika en Tryggvi Guðmundsson, sem hafði einmitt fengið homspyrn- una, skallaði í netið við stöngina. 1U /1 Steingrimur Jó- ■•whannesson skoraði svo á 89. mín. Vann knöttinn af Gunnari Má nálægt iniðju- hringnum, lék nokkra metra og skaut rétt utan teigs, knötturinn kom lítillega við Júlíus Tryggva- son vamamiann og skaust inn með nærstönginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.