Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR19. JÚNÍ 1996 D 5 KNATTSPYRNA inn á bragðið Morgunblaðið/Kristinn Keflvíkingurinn Jóhann Magnússon hefur hér snúið af sér Valsmanninn ívar Ingimarsson. Man. Utd. byrjar gegn Wimbledon MANCHESTER United byrjar vörn sína á Eng- landsmeistaratitlinum á Selhurst Park 17. ág- úst, þar sem liðið mætir Wimbledon. United hefur oftast gengið illa gegn Wimbledon, en sl. keppnistímabil hrósaði liðið sigri á Selhurst Park með tveimur mörkum Eric Cantona, 2:4. United leikur síðan heima gegn Everton og þá úti gegn Blackburn. Gianluca Vialli leikur sinn fyrsta leik með Chelsea á The Dell í Southampton, síðan sinn fyrsta heimaleik á Stamford Bridge gegn Midd- lesbrough 21. ágúst. Gassi og Incetil Arsenal? BRUCE Rioch, knattspyrnustjóri Arsenal, hef- ur hug á að næla sér í liðsstyrk fyrir næsta keppnistímabil. Hann hefur augastað á Paul Ince, miðvallarspilara hjá Inter Mílanó og Paul Gascoigne, sóknarleikmanni hjá Glasgow Ran- gers, sem hefur einnig verið orðaður við Chelsea. • Ruud Gullit skrifaði um helgina undir samn- ing við Chelsea til ársins 2000. Gullit verður knattspyrnustjóri og leikmaður liðsins. Valsmenn lyftu sér af hættusvæðinu Lögðu Keflvíkinga að velli að Hlíðarenda, 2:1 að voru Valsmenn, sem fögn- uðu þremur dýrmætum stig- um í baráttunni í neðri hluta 1. deildar karla þegar „ þeir sigruðu Kefl- Guðlaugsson vikinga 2:1 a skrifar Hlíðarenda á sunnudagskvöld. Heimamenn komu ákveðnir til leiks og greinilegt var að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum, en ósigur hefði þýtt fallsæti í deildinni Valsmönnum tii handa. Fyrir leikinn voru það gestirnir sem vermdu næstneðsta sætið og stigin þrjú, sem í boði voru því ekki síður mikilvæg fyrir þá, en þeir virtust hins vegar ekki nærri eins hungraðir í sigur í leikn- um og Valsmenn. Keflvíkingar náðu þó að komast yfir strax á 10. mínútu þegar Eysteinn Hauksson skoraði úr vítaspyrnu, sem dæmd hafði verið á Bjarka Stefánsson fyrir að bijóta á Ragnari Margeirssyni, fyrirliða Keflvíkinga, innan vítateigs. En Adam var ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Jón Grétar Jónsson með föstum skalla eftir sendingu frá Sigþóri Júlíussyni, óveijandi fyrir Ólaf Gottskálksson í marki Kefl- víkinganna. Og hlutirnir gerðust hratt í upphafi fyrri hálfleiks á Hlíðarenda því aðeins örfáum mín- útum eftir jöfnunarmark Jóns Grétars kom Salih Heimir Porca Valsmönnum í 2:1 er hann laum- aði knettinum framhjá Ólafi í markinu eftir skemmtilega stungusendingu frá Arnljóti Dav- íðssyni inn á teiginn. Eftir mörkin þijú dofnaði heldur yfir leiknum en það voru heima- menn sem héldu boltanum betur og náðu að skapa sér nokkur ágæt marktækifæri án þess þó að ná að auka forystuna, en varnarmúr gestanna virtist hvergi nærri nógu traustur í fyrri hálfleik. í leikhléinu gerði Kjartan Más- son, þjálfari Keflvíkinga, svo breytingu á liði sínu, fækkaði um einn mann í vörninni og setti inná ungan leikmann, Hauk Inga Guðnason, til að hjálpa Ragnari Margeirssyni í baráttunni í framl- ínunni. Breyting þessi virtist hafa góð áhrif á Keflavíkurliðið, sem sótti meira í upphafi síðari hálf- leiks, en þó var eins og neistann vantaði í framlínuna og erfiðlega gekk hjá gestunum að binda enda- hnútinn á sóknaraðgerðir sínar. Valsmenn voru hins vegar eng- an veginn á þeim buxunum að láta forystuna af hendi og þegar líða tók á hálfieikinn áttu þeir nokkur mjög góð marktækifæri en heppnin var ekki með þeim og þrátt fyrir ágætar tilraunir náðu þeir ekki að bæta við mörkum. Með sigrinum náðu Valsmenn að lyfta sér af hættusvæði deildar- innar en Keflvíkingar, sem leika fyrsta leik sinn í Toto-keppninni á laugardag, verða að taka sig sam- an í andlitinu ætli þeir sér að losna við erfiða og taugatrekkjandi fall- baráttu í sumar. ■ Staðan / D10 íkvöld Bikarkeppni karla kl. 20 Keflavík: Keflavík U-23 - Keflavík 4. deild A kl. 20 Vestm’eyjar: Framheijar - UMFA Meistarar ÍA í eru komnir á kunnuglegar slóðir á stiga- töflunni eftir að hafa lagt leik- menn Stjörnunnar að velli 2:0 í Garðabæ á sunnu- lvgr dagskvöldið í leik Benediktsson sem flýtt var úr 10. skrifar umferð. Þeir eru nú í efsta sæti en hafa reyndar leikið einum leik fleira en KR. Það var Mihaljo Bibercic sem tryggði vinninginn með tveimur mörkum og hlýtur það að vera Skagamönnum ánægjuefni að þessi markahrókur skuli hafa end- urheimt þefskynið á ný, eftir dauft vor. Stjörnumenn voru mun mark- vissari í leik sínum framan af í blíðunni á Stjörnuvellinum á sunnudagskvöldið og léku oft á tíðum vel saman úti á vellinum, en áttu í vanda er nær dró ákveðn- um varnarmönnum gestanna. Þeir reyndu ákaft að sækja upp vinstri kantinn en sendingar þeirra fyrir markið voru nær undantekningar- laust hirtar af Þórði Þórðarsyni markverði ÍA áður en hætta skap- aðist. Meistararnir voru seinir í gang, leikur þeirra var fremur þungur og talsvert var um langar spyrnur frá miðjunni út í loftið. Meira vantaði af því að miðju- mennirnir léku með knöttinn. Það var ekki fyrr en á 38. mín- útu sem fyrsta verulega marktæki- færið sást og það voru leikmenn Stjömunnar sem áttu það er Valdi- mar Kristófersson skallaði rétt framhjá stönginni vinstra megin frá markteig eftir góða sendingu frá Baldri Bjamasyni. Skömmu síð- ar skoraði Bibercic fyrra mark ÍA eftir mistök Bjama Sigurðssonar í marki Stjörnunnar og þar með höfðu gestirnir yfir í leikhléi. Stjömumenn voru ekki nærri því eins ákveðnir í leik sínum í síðari hálfleik og í þeim fyrri. Eft- ir að Sigursteinn Gíslason hafði bjargað skoti frá Kristni Lárussyni á marklínu á 56. mínútu fengu þeir vart hættuleg marktækifæri. Skagamenn áttu mun meira í leiknum og leikur þeirra var mun betri en í fyrri hálfleik. Vinnslan á miðjunni var meiri og ekki var eins mikið boðið upp á langar há- loftaspyrnur og áður. Ólafur Adolfsson fór af leikvelli meiddur á 67. mínútu og tók Alex- ander Högnason stöðu hans í vörn- inni og Kári Steinn kom inn á miðjuna í stað Alexanders. Skaga- menn vora mun hættulegri án þess að eiga mörg hættuleg færi, enda er þarna var komið sögu sig- urinn næsta öruggur. Þórður Lár- usson þjálfari Stjörnunnar reyndi að hressa upp á sína sveit með því að skipta þremur leikmönnum inn á á 73. mínútu, en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn náðu sér aldrei á strik og sigur ÍA var verð- skuldaður. „Við gáfum þeim tvö góð færi og það má alls ekki gera gegn liði eins og ÍA, þeir nýta það um leið. Við verðum bara að rífa okkur upp og laga það sem miður hefur farið hjá okkur. í undanförnum leikjum höfum við verið skapa okkur fullt af færum til að skora, en ekki tekist að nýta þau. Að þessu sinni vantaði það, við lékum ágætlega frammi á vellinum, en er nær dró markinu vantaði okkur meira bit,“ sagði Þórður Stjörnuþjálfari. Oa Æ Á 43. mínútu tók ■ I Haraldur Ingóifsson aukaspymu frá hægri kanti um 30 metmm frá marki eftir brot á Ólafi Þórðarsyni. Haraldur spyrnti rakleitt inn á fjærstöng þar sem Bjarni Sigurðsson markvörður Stjörnunnar varði knöttinn en missti hann svo slysalega frá sér og fyrir fætur Mihaljo Bibercic sem stóð óvaldaður á markteig og skaut umsvifalaust I hægra markhorn- ið. Oa Aftur tók Haratdur ■ ■Siaukspyrnu frá hægri af um 25 metra færi á 68. mín- útu. í þetta sinn sendi hann sendingu með jörðinni inn í miðj- an vítateiginn þar sem Mihaljo Bibercic tók á móti knettinum. heldur snéri sér hálfhring til hægri með knöttinn og skaut rakleitt í hægra markhomið með hægri fæti. 0B Eftir góðan undirbúning Sverris Þórs Sverrissonar á vinstri ■ I kantinum kom sending frá honum inn á vítateiginn þar sem Ragnar Margeirsson tók við knettinum, en var togaður niður af Bjarka Stefánssyni og Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, dæmdi umsvifa- laust vítaspyrnu. Þetta gerðist á 10. mínútu og það var Eysteinn Hauksson, sem skoraði úr spymunni, sendi knöttinn í hægra hornið neðarlega og Lárus Sigurðsson í marki Vals náði ekki að vetja. 1B Æ Á 12. mínútu kom falleg sending frá Valsmanninum Sig- ■ I þóri Júlíussyni á vinstri kantinum fyrir mark Keflvíkinga. Þar var mættur Jón Grétar Jónsson, sem stökk manna hæst í teign- um, skallaði knöttinn fírnafast í markið hægra megin og jafnaði met- in fyrir heimamenn. 2b Á 21. mínútu fékk Arnljótur Davíðsson knöttinn á miðjum a I vallarhelmingi Keflvíkinga og ekki virtist mikil hætta á ferðum. En Arnljótur sendi góða sendingu inn á Salih Heimi Porca, sem sneri af sér einn varnarmann Keflvíkinganna til móts við vítateig- inn, læddi boltanum framhjá Ólafi Gottskálkssyni, markverði gest- anna, og kom heimamönnum yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.