Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Þjóðveijar áfram, Rússar úr leik? ■ DANIR gengu niðurlútir af velli eftir tapið gegn Króötum á sunnudag en möguleikar Evrópu- meistaranna á að ná að veija titil sinn eru nú afskaplega litlir. „Við verðum auðvitað að reyna en þetta verður ansi erfitt,“ sagði Kim Vil- fort, sá hinn sami og skoraði seinna mark Dana í úrslitaleiknum gegn Þjóðveijum í keppninni 1992, eftir tapið, en Danir verða að sigra Tyrki stórt í dag til að eygja mögu- leika á áframhaldandi þátttöku og vona að á sama tíma leggi Króatar Portúgali með nokkrum mun. ■ EFTIR sigur Þjóðverja á Rússum í „dauðariðlinum" svo- kallaða á sunnudag telja veðbank- ar nú auknar líkur á því að það verði Þjóðverjar, sem hampi Evr- ópumeistaratitlinum 30. júní nk. Líkurnar í dag eru 2:1 en fyrir leikinn voru þær 5:2. Króatar bættu einnig hlutfall með sigrinum á Dönum úr 14:1 í 8:1 en í öðru til þriðja sæti hjá veðbönkunum yfír væntanlega Evrópumeistara sátu Englendingar og Hollend- ingar jafnir með hlutfallið 5:1 fyr- ir leik liðanna í gær. Þá telja veð- bankar mestar líkur á því að fyrir- liði Þjóðveija, Jiirgen Klins- mann, verði markakóngur keppn- innar en þeir Davor Suker, Króa- tíu, og Alan Shearer, Englandi, eru í öðru og þriðja sæti. ■ HOLLENDINGAR hafa fund- ið upp skemmtilega aðferð til að halda hinum margfrægu knatt- spyrnubullum frá slagsmálum og skemmdarverkum meðan á keppn- inni á Englandi stendur. Tíu manna lúðrasveit fylgir hollenska liðinu hvert sem það fer og blæs hátt og snjallt í lúðrana í þeim leikjum, sem Hollendingarnir spila, en meðlimir lúðrasveitarinnar segja að það sé ómögulegt fyrir bullurnar að syngja og slást á sama tíma þannig að unnt sé að koma í veg fyrir ólæti með lúðrablæstrin- um. Lögregla á Englandi er ánægð með framtak þeirra hol- lensku en lúðrasveitin, sem hlotið hefur styrki frá hollenska knatt- spyrnusambandinu og dagblöðum í Hollandi, hefur lýst því yfir að ef stuðningsmenn Hollending- anna geri sig líklega til að hafa í frammi dólgslega framkomu þá fari hún heim. ■ FYRIRLIÐI ítalska landsliðs- ins, Paolo Maldini. iýsti því yfir á mánudag að leikur ítala og Þjóð- veija í dag yrði eins og hreinn úrslitaleikur. „Spennan er gríðar- leg í herbúðum okkar því við bók- staflega verðum að vinna. Það vill enginn fara heim,“ _sagði Maldini og bætti því við að ítalirnir hefðu alla burði til að hampa Evrópubik- arnum. ítalska liðið fékk slæma útreið í fjölmiðlum heima fyrir eft- ir tapið gegn Tékkum á föstudag- inn en þeir koma þó ákveðnir til leiks í dag þrátt fyrir að varnar- maðurinn sterki, Luigi Appolloni, taki út leikbann eftir að hafa feng- ið að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Tékkum. ■ ÞJÁLFARI ítala, Arrigo Sacchi, tilkynnti í gær að Roberto Di Matteo, leikmaður Lazio, tæki sæti Dino Baggios í byrjunarliðinu í leiknum gegn Þjóðveijum í dag. Baggio þótti ekki sýna góðan leik gegn Tékkum og var honum skipt út af fyrir Amedeo Carboni í lok fyrri hálfleiks. Byijunarlið Itala í dag er annars skipað sömu leik- mönnum og luku leiknum gegn Tékkum á föstudag. að þarf eitthvað mikið að fara úrskeiðis hjá Þjóðveijum til að þeir tryggi sér ekki annað af tveimur efstu sætunum í C-riðli og þar með farseðilinn í áttaliða úrslit- in, en íjóðveijarnir sigruðu Rússa 3:0 í fjörugum og skemmtilegum leik á Old Trafford í Manchester á sunnudag. Rússar virtust til alls líklegir í fyrri hálfleik og náðu oft að koma Þjóðveijum í opna skjöldu með snörpum og hnitmiðuðum sóknar- aðgerðum, en lukkudísirnar voru ekki hliðhollar Rússum og náðu þeir ekki að koma knettinum fram- hjá Andreas Köpke í þýska mark- inu. Bestu marktækifæri hálfleiksins fengu Rússarnir Ilya Tsymbalar, sem átti þrumuskot í stöngina snemma leiks, og Alexander Mostovoi, en eftir að hafa sloppið einn inn fyrir þýsku vörnina missti hann knöttinn of langt frá sér þeg- ar hann ætlaði að leika á Köpke og þar með rann færið út í sandinn. Rússar hófu síðari hálfleikinn af sama krafti og þeir luku þeim fyrri og það varð þeim því nokkuð áfall þegar tjóðveijar náðu að komast yfir á 56. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins. Andreas Möller átti glæsilega sendingu inn á vítateig Rússanna og þar var kominn aft- asti maður í vöm Þjóðveija, Matth- Danir riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Króata á sunnudag, en þeir síðarnefndu gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Evrópumeistarana 3:0 og tryggðu sér þar með fyrsta farseðilinn í áttaliða úrslitin á Englandi. Markaskorarinn mikli, Davor Suk- er, kom Króötunum yfir með marki úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Peter Schmeichel fyrir að bijóta á Mario Stanic innan vítateigs. Dan- ir virtust slegnir út af laginu eftir markið og Króatar tóku öll völd á miðjunni, létu boltann ganga létti- lega sín á milli en náðu þó varla ias Sammer, sem tók boltann við- stöðulaust á lofti og þrumaði í átt að rússneska markinu. Dmitry Kharin, markvörður Rússa, varði skot Sammers en hélt ekki knettin- um og Sammer fylgdi sjálfur vel á eftir og náði að pota boltanum yfir marklínuna. Eftir markið færðu Þjóðveijar sig örlítið aftar á völlinn og gáfu Rúss- um eftir svæði á miðjunni og Rúss- ar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Sóknaraðgerðir Rúss- anna voru þó hvergi nærri nógu beittar og þýska vörnin var firna- sterk með Köpke fyrir aftan sig, sem varði allt er á markið kom. Tuttugu mínútum fyrir leikslok sýndi svo dómari leiksins, Kim Milt- on Nielsen frá Danmörku, Juri Kovtun rauða spjaldið fyrir brot á Dieter Eilts, en Rússar voru allt annað en ánægðir með þessa ákvörðun dómarans. Rússar reyndu þó áfram af miklu kappi að finna glufur í þýsku vörn- inni en kapp er best með forsjá og það fengu Rússar að reyna þegar Þjóðveijar bættu við öðru marki sínu á 77. mínútu eftir glæsilega skyndisókn og var þar að verki hinn baneitraði Júrgen Klinsmann, sem kom að nýju inn í lið Þjóðveija eft- ir að hafa tekið út leikbann í fyrsta leiknum gegn Tékkum. Klinsmann fékk fallega sendingu frá Oliver að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri fyrr en 11 mínútum fyrir leikslok, þegar Zvonimir Bo- ban, leikmaður AC Milan, kom þeim í 2:0 eftir sendingu frá Da- vor Suker. Suker gulltryggði svo sigur Kró- atanna með öðru marki sínu og þriðja marki Króata þegar aðeins ein mínúta lifði af leiknum og má skrifa það mark alfarið á danska markvörðinn, Peter Schmeichel, sem átti allt annað en góðan dag í markinu. Schmeichel hafði brugðið sér í sóknina til að reyna að rétta hlut Dana en ekki vildi Bierhoff á hægri kantinum, sneri af sér Juri Nikiforov, einn sterkasta varnarmann Rússanna, og þrumaði knettinum utanfótar með hægri fæti beint upp í hornið vinstra meg- in, óveijandi fyrir Kharin í markinu og án efa eitt glæsilegasta mark keppninnar hingað til. Baráttan var nú orðin vonlítil fyrir Rússa og það var svo Júrgen Klinsmann, sem greiddi þeim end- anlega rothöggið þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leik- tíma með því að skora annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Þjóð- veija. Stefan Kuntz, sem var ný- kominn inn á sem varamaður, átti heiðurinn að því marki, en hann sneri af sér tvo rússneska varnar- menn í vítateignum, sendi svo yfir á Klinsmann, sem var á auðum sjó og lagði knöttinn af öryggi í netið framhjá Kharin. Með sigrinum á sunnudag gerðu Þjóðveijar að öllum líkindum vonir Rússa um áframhaldandi þátttöku í keppninni að engu en tryggðu sér jafnframt sæti í áttaliða úrslitunum, sem hefjast á laugardag. Baráttan um hitt sætið stendur því á milli Tékka, sem mæta Rússum á Anfi- eld Road í Liverpool í dag, og ít- ala, sem mæta Þjóðveijum á Old Trafford í Manchester á sama tíma, en möguleikat' Rússanna eru nú nánast aðeins tölfræðilegir. betur til en að Danirnir misstu knöttinn klaufalega með þeim af- leiðingum að Suker fékk góða sendingu fram völlinn frá Aljosa Asanovic og eftirleikurinn var auð- veldur, Suker vippaði glæsilega yfir Schmeichel, sem ekki var al- mennilega kominn í markið og átti aldrei möguleika á að ná til knattarins. Danir eru hins vegar í slæmum málum en þó er ekki öll nótt úti enn: „Þetta var mjög svekkjandi en við megum ekki hengja haus og gefast upp, við eigum enn mögu- leika,“ sagði Peter Schmeichel. Sergej Kirjakov rekinn heim EFTIR slakt gengi Rússa í Evrópukeppninni á Englandi urðu þeir fyrir enn frekara áfalli þegar hinn sókndjarfi framheiji þeirra Sergej Kiijakov var rek- inn heim með skömm fyrir að skapa leiðinlegt andrúmsloft í rússneska hópnum. Kiijakov hefur skorað fleiri mörk með rússneska landsliðinu en nokk- ur annar leikmaður þess en það hafði engin áhrif á ákvörðun þjálfarans, Oleg Romantsevs, sem lýsti því yfir að Kiijakov myndi aldrei leika undir sinni stjórn framar. Fréttimar komu sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir aðra leik- menn liðsins og talið er ólíklegt að brottrekstur Kirjakovs eigi eftir að bæta andrúmsloftið í herbúðum Rússanna fyrir leik- inn gegn Tékkum í dag, sem þeir fyrmefndu verða bókstaf- lega að sigra með miklum mun ætli þeir sér áframhaldandi þátttöku í keppninni. „Ég frétti bara af þessu í morgun og get ekki sagt hvort ég styðji þessa ákvörðun þjálfarans því ég hef enn ekki haft tíma til að velta henni fyrir mér,“ sagði fyrirliði Rússa, Viktor Onopko, ? gær. Kiijakov er annar leikmaður- inn, sem rekinn er heim frá Englandi en í síðustu viku fékk Hollendingurinn Edgar Davids reisupassann eftir rifrildi við Guus Hiddink, þjálfara Hol- lendinga. Frábær byrjun dugði Frökkum ekki gegn Spáni Frakkar yfirspiluðu Spánveija í fyrri hálfleik í leik liðanna í B-riðli Evrópukeppninnar á Iaugar- daginn og komust yfir í upphafi þess síðari með marki Djorkaeffs. Spánveijar gerðu þá breytingar á liði sínu sem gjörbreyttu leiknum og fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Jose Luis Caminero fyrir Spánveija og við það sat. „Leikur okkar breyttist mikið þegar Kiko kom inná og það var eins gott að okkur tókst að skora því annars hefðum við verið úr leik og ég tel okkur með allt of gott lið til að komast ekki áfram,“ sagði Julio Salinas sóknarmaður Spán- veija eftir leikinn. Caminero sagði að markið hefði komið vegna þess að allir leikmenn liðsins voru tilbún- ir að beijast allan tímann, alveg þar til flautað var til leiksloka. Þjálfari Spánveija, Javier Clem- ente, sagði eftir leikinn að Frakkar væru með besta lið keppninnar og hafði einnig orð á því að það yrði mjög svekkjandi að falla úr keppni án þess að tapa leik, en Spánveijar gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikj- um sínum. Aime Jacquet, þjálfari Frakka, sagði að sínir menn hefðu ekki náð að nýta þau færi sem þeir fengu til að skora. „Við erum dálítið von- sviknir því ég held að við höfum verið betri aðilinn í leiknum. Fyrri hálfleikurinn er trúlega sá besti sem ég hef séð hjá einu liði síðan ég byijaði að þjálfa. Reuter JÍÍRGEN Klinsmann átti mjög góðan leik og skoraði tvö mörk. Hér er hann búinn að leika á Vladislav Radimov og Viktor Onopka á Old Trafford. Danir í vondum málum MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGÚR 19. JÚNÍ 1996 D 7 Reuter PAUL Gascoigne er búinn að leika á Skotann Colin Hendry, með því að vippa knettinum yfir hann - hann lætur skotið ríða af, knötturinn hafnaði í netinu. Reuter TONY Adams, fyrirliðf enska lands- liðsins og Arsenal, fagnar félaga sín- um, David Seaman, eftlr að hann varði vítaspyrnuna. Fækkar í herbúð- um Þjóðverja ÞÝSKI miðjumaðurínn Marío Basler hélt heimleiðis á laugardaginn og verður ekki meira með í EM. Hann ienti í samstuði við Christian Ziega á æfingu og meiddist á ökla, en hann gekkst undir aðgerð á sama ökla fyrir réttum tveimur vikum. Glæsimark Gascoigne Seaman varði vítaspyrnu skömmu áður en Gassi tryggði sigurinn EIMGLENDINGAR sigruðu Skota 2:0 í A-riðlinum á laugar- daginn er landslið þjóðanna mættust á Wembley og var þetta fyrsti landsleikur þjóð- anna síðan 1989. Paul Gasc- oigne tryggði sigurinn með glæsilegu marki á 80. mínútu en skömmu áður hafði David Seaman varið vítaspyrnu frá fyrirliða Skota, Gary McAllist- er. Sannarlega dramatík á Wembley. Fyrri hálfleikur var hræðilega slakur hjá báðum liðum. Leik- menn voru staðir og virtust reyna að komast hjá því eins og mögulegt var að fá boltann. Síðari hálfleikur var jafn skemmtilegur og sá fyrri var leiðinlegur. Englendingar léku þá vel, voru á hreyfingu og allir vildu fá boltann og greinilegt að þeir geta vel leikið vel, en það höfðu þeir ekki gert í keppninni til þessa. Eftir aðeins átta mínútur í síðari hálfleik komust Englendingar yfir með marki frá Alan Shearer og var sérlega glæsilega staðið af því. Steve McManaman fékk boltann á miðjunni, lék aðeins fram hægri vænginn og gaf uppí hornið á Gary Neville, hinn sókndjarfa hægri bak- vörð. Hann kom boltanum fyrir markið og á markteignum á móts við stöngina fjær stakk Shearer sér fram og skallaði í netið. Skotar sóttu mjög í sig veðrið og sóttu nokkuð stíft en allt kom fyrir ekki, færin létu á sér standa. Þegar 12 mínútur voru eftir felldi Tony Adams varnarmanninn Colin Hendry og vítaspyrna var dæmd. Fyrirliðinn Gary McAllister tók spyrnuna, spyrnti fast aðeins vinstra megin í markið en Seaman náði að veija, kastaði sér í rétt horn og slæmdi olnboga vinstri handar í knöttinn, sem fór yfir. Valdi rétt hom á réttum degi „Ég valdi rétt horn á réttum degi,“ sagði Seaman af mikilli ró eins og honum er lagið eftir leik- inn. „Þetta tekur öllu út sem ég hef áður lent í. Ég var búinn að ákveða í hvort hornið ég ætlaði að fara áður en hann spyrnti,“ sagði Seaman og bætti því við að boltinn hefði hreyfst aðeins rétt áður en Mc'Allister spyrnti og það hefði trú- lega truflað hann eitthvað. Daginn eftir leikinn sagði McAll- ister að nóttin eftir leikinn hefði verið ein sú erfiðasta sem hann hefði átt. „Mér kom ekki dúr á auga en ég mun halda áfram að taka vítaspyrnur, það þýðir ekkert annað. Venjulega skýt ég ekki í mitt markið, en vegna þess hversu mikilvægt það var að skora ákvað ég að skjóta á mitt markið, hátt og fast og vona að markmaðurinn færi í annað hvort hornið eins og þeir gera oft. Því miður var spyrnan ekki nægilega há,“ sagði McAllist- er. Craig Brown þjálfari Skota sagði um McAllister: „Hann er búinn að vera frábær í allri forkeppninni og þeim leikjum sem búnir eru. Þetta eru trúlega einu mistökin sem hann hefur gert í allri keppninni og því miður fyrir hann og okkur voru það mikilvæg mistök,“ sagði Brown. „Þeir skoruðu þegar þeir höfðu undirtökin, en við náðum því ekki þegar við vorum með yfirhöndina, þar liggur munurinn. England lék mjög vel í síðari hálfleiknum og ég held að þetta hafi verið mikilvægur sigur fyrir England," sagði skoski þjálfarinn. Glæsilegt mark hjá Gazza Aðeins tveimur mínútum eftir að Seaman varði vítaspyrnuna gerði Gascoigne fallegasta mark sem sést hafði í keppninni til þessa. Hann fékk háa sendingu inn að vítateign- um og sneri baki í markið. Hann vippaði stórglæsilega með vinstri fæti yfir Colin Hendry, hljóp fram- hjá honum, náði knettinum áður en hann lenti í vellinum og þrumaði honum viðstöðulaust með hægri fæti í netið. Terry Venables var ánægður. „Við sigruðum með tveimur mjög góðum mörkum, mark Gazza var frábært og við lékum mjög vel í síðari hálfleiknum," sagði Venables. Það var ekki leiðinlegt fyrir Gasc- oigne að skora svo gíæsilegt mark gegn Skotum því hann leikur í Skot- landi og var valinn besti leikmaður deildarinnar í vetur. ■ Úrslit / D10 ■ Staðan / D10 Arrigo Sacchi ekki lengur hetja ARRIGO Sacchi, þjálfari ítal- íu, var lofaður mikið eftir sigur ítala á Rússum í fyrstu umferðinni, en eftir tapið gegn Tékklandi á föstudag- inn vai- komið annað hljóð í strokkinn. Italskir blaða- menn kepptust við að kenna honum um ófarirnar og sögðu meðal annars að með þeim fimm breytingum sem hann gerði á liðinu á milli leikja hefði hann tekið allt jafnvægi, frumkvæði og eðli- legt framhald frá leikmönn- um. „Þú varst að leita að þessu“, sagði í fyrirsögn Corriere dello Sport og Gazz- etta dello Sport, að það jaðr- aði við kraftaverk að vera með eins gott lið og það ít- alska, en Sacchi hafi komið róti á ítölsku þjóðina með tilraunastarfsemi sinni. Mafíuforing- inn mjög óhress SALVATORE Riina, er einn þeirra sem hefur tjáð sig vegna tapsins gegn Tékk- landi. Riina er í fangelsi þar sem hann afplánar lífstíðar- dóm vegna ýmissa atburða á liðnum árum. Lögfræðingur hans bar skiiaboð hans út fyrir fangelsismúrana um helgina og skilaboðin sem Riina vildi senda þjálfaran- um Sacchi voru: „Aðferð Sacchis er eins og hjá þeim sem er að fremja sjáifsmorð, og hann valdi þessa aðferð sjálfur.“ Tékkar fengu frí hjá Uhrin TÉKKNESKU leikmennirnir fengu frí á æfingu á laugar- dagsmorguninn og þurftu ekki að mæta hjá Dusan Uhrin þjálfai-a sínum fyrr en skömmu fyrir miðnætti á laugardag. Leikmenn héldu uppá sigurinn á Itölum með því að smakka á tékkneskum bjór sem var sérstaklega fluttur til Englands vegna komu þeirra þangað. Uhrin sagðist alls ekki hræddur um að leikmenn misstu einbeit- inguna fyrir leikinn gegn Rússum á morgun, það væri alltof mikilvægnr leikur til að leikmenn hans yrðu kæru- lausir. Skotar frið- samir þrátt fyrir tap LÖGREGLAN í Lundúnum var við öllu búin á laugardag- inn þegar Skotar komu á Wembley til að leika við Eng- lendinga í fyrsta sinn í átta ár, en hún hefði lítið að gera, aðeins 64 voru liandteknir vegna óláta. Þjóðimar léku árlega í mörg ár, en hættu því árið 1989 eftir að óeirða- seggir höfðu verið uppi- vöðslusamir í nokkur ár á leikjum þjóðanna og rifu meðal annars niður mörkin á Wembley árið 1977.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.