Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins II8S Miðvikudagur 19. júní 1996 Blað F Holt í Önundarfirði HELGI Bjarnason fjallar um deiliskipulag fyrir nýjan byggð- arkjarna í Holti í Onundarfirði. Markmiðið er að þar rísi fjöl- breytt byggð þar sem fólk á kost á að velja á milli mismun- andi húsagerða og reisa hús- næði við sitt hæfi. / 9 ► T 0 » vajRnT' m v mmKr -xx ■■ Reglugerða- skógur REGLUGERÐIR hitaveitna í landinu eru yfir þijátíu og allar eiga þær það sammerkt að vera úreltar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Það þarf að grisja reglugerðaskóginn, svo að um munar. / 29 ► Einangr- unarmót TÍÐAR steypuskemmdir í húsum hér hafa leitt til þess að byggingamenn hafa í vaxandi mæli tekið upp þá aðferð að færa einangrun- ina út fyrir burðarvirki hús- anna til þess að veija steypuna að utan. Tvö íslenzk fyrirtæki, Vík- ing hf. í Reykjavík og Varma- mót hf. í Keflavík, hafa nú um skeið framleitt einangrunar- mót úr frauðplastri, sem ætlað er að sjá við þessum vanda, en bæði ytra og innra byrði mót- anna eru úr einangrunarplasti. Betri einangrun á að hafa í för með sér lægri upphitunar- kostnað. Hætta á kuldabrúm verður minni og það er ekki bara að viðhald verður minna, heldur má spara steypu og járn. Byggingartíminn verður líka mjög stuttur með þessari aðferð. — Ég tel, að þessi mót hafi reynzt afar vel, enda hefur eft- irspurnin eftir þeim farið ört vaxandi ár frá ári, segir Páll Krisljánsson, framleiðslustjóri Víking hf. Fyrirtæki hans hóf starfsemi sína fyrir þremur árum og hefur tvöfaldað fram- leiðslu sína á hveiju ári. — Ég tel, að mótin henti afar vel íslenzkum aðstæðum, segir Guðmundur Guðbjörns- son, tæknifræðingur og eig- andi Varmamóta hf. — Þau er bæði ætluð til ný- bygginga og til breytinga á eldra íbúðarhúsnæði. Þau henta einnig mjög vel í önnur mannvirki eins og iðnaðarhús- næði, barnaheimili, hús til sveita og margt fleira./ 18 ► Sumarhús í Gríms- nesi orðin yfir 1400 SUMARHÚSUM hefur farið ört fjölgandi hér á landi á síðustu ára- tugum. A sumum stöðum hafa risið heil sumarhúsahverfi eins og í Grímsnesi, en þar er stærsta sumar- húsabyggðin í einu sveitarfélagi á landinu. Teikningin hér til hliðar sýnir fjölda árlegra umsókna frá 1983 um sumarhús í Grímsnes- hreppi og uppsveitum Arnessýslu en þær ná yfir átta sveitarfélög. Sumarhús eru nú mun betur úr garði gerð en áður var, þannig að unnt er að nýta þau miklu lengur á ári hverju en áður tíðkaðist. I flest- um hinna nýrri eru rafmagn og heitt vatn sjálfsagðir hlutir. Þegar svo er komið, er hægt að vera í þessum hús- um allt áríð og varla réttnefni leng- ur að kalla þau sumarhús. Þýðing sumarhúsa og orlofshúsa fyrir sum sveitarfélög er mikil. Þannig fær Grímsneshreppur um 17 millj. kr. árlega í gjöld af þeim 1440 bústöðum á ári, sem þar eru. Ibúar hreppsins eru 275, svo að tekjurnar eru um 62.000 á hvern íbúa. Fyrir utan það koma tekjur af sölu bústaðalanda, sem er gjarnan 300.000-500.000 kr. á lóð og allt upp í 800.000 kr. á lóð, ef um kjarri vaxið land er að ræða. Til viðbótar kemur gjald eftir leigulóðir, sem er gjarnan 20.000-30.000 kr. á ári. Þegar þetta er skoðað, verður samt að gæta þess, að Grímsnes- hreppur fengi tekjujöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, ef þessi gjöld af sumarhúsum kæmu ekki til og myndi framlagið nema verulegum hluta þeirra. Við sölu og leigu sumarhúsalóða verður líka að hafa í huga, að mikið af löndum og lóðum í hreppnum er í eigu utan- sveitaraðila t. d. fagfélaga. Lagning vega, hitaveitu og vatns- veitu skapar samt mikla atvinnu og þegar húsin eru risin og fólk farið að búa í þeim, þá kaupir það ýmsa aðra þjónustu í sveitinni. Smíði sumarhúsa er líka mikil at- vinnugrein og á sumum stöðum eins og Selfossi, sem liggur mjög vel við sumarhúsabyggðinni í Árnessýslu, er þessi smíði snar þáttur í starfsemi sumra byggingarfyrirtækja. Laugan/atn Hveragerði Umsökntr iim sumarhús í uppsveitum Árnessýsli 1983-1995 í öðrum hreppum íuppsveitum Árnessýslu 150 Grimsneshreppi Fjöldi um- sókna FASTEIGNALAN K A IM Skandia býður þér sveigjaitleg lánskjör ef þú þarft að skuldbreyta eða stækka við þig rnýtt simanúmer 540 50 50 i fáið nánarí upplýsingar Fyrir liverja eru Fasteignatán Þá sem eiga lítið veðsettar, Skattdia? auðseljanlegar eignir, en vilja lán Fasteignalán Skandia eru fyrir alla á til annarra fjárfestinga. stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Kostir Fasteignalána Skandia Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki Lánstími allt að 25 ár. nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Hagstæð vaxtakjör. Þá sem vilja breyta óhagstaAum eldri Minni greiðslubyrði. eða styttri lánum. Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðartegar afborganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* Vfextir (%) 10 ár 15 ór 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta Skandia FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ S K A N DIA HF • LAUGAVEGI 1 70 • SlMI 5-4 0 50 BO • FAX 5-40 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.