Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 2
2 F MIÐVIKUDAGUR 19. JLINÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ er í landi Fagraness við Elliðavatn. Það er til sölu hjá fasteignasölunni Hóli og á að kosta 9,2 millj. kr. fokhelt að innan en fullbúið að utan. Hús í byggingu við Elliðavatn BÆJARGIL 126 er til sölu hjá fasteignasölunni Hátúni og ásett verð er 15,5 millj. kr. Gott hús í Garðabæ LÍTIÐ er um, að ný íbúðarhús við Elliðavatn komi í sölu. Hjá fast- eignasölunni Hóli er nú til sölu 170 ferm. einbýlishús í byggingu við Elliðavatn í landi Fagraness. Að sögn Frans Jezorski hjá Hóli er þetta hús steinsteypt, byggt úr Argisol-byggingakerfi, en það þýðir að húsið er einangrað að utan sem innan. „Húsið er í byggingu en verður afhent fokhelt að innan en fullbúið að utan með ísettum gluggum, gleri og útihurðum og með frágengnum þakkanti," sagði Frans. „Gólfplata er vélslípuð og sökklar undir sólstofu fylgja, en einnig fylg- ir byggingarréttur fyrir bílskúr. Húsið stendur á 1.600 ferm. lóð sem er staðsett á tanga sem gengur út í Elliðavatn. Umhverfíð þarna er einstakt í sinni röð og hentar vel fólki sem hefur áhuga á útivist og gönguferð- um. Einnig er þarna góð aðstaða fyrir ræktunarfólk. Nálægðin við vatnið gerir þessa eign mjög eftir- sóknarverðan valkost. Ásett verð er 9,2 millj. kr., en áhvílandi eru 5,2 millj. kr. í húsbréfum." HJÁ fasteignasölunni Hátúni er nú til sölu einbýlishús að Bæjargili 126 í Garðabæ. Að sögn Lárusar Hávarssonar hjá Hátúni er þetta steinsteypt hús, byggt 1986 og er það um 160 ferm. en bílskúr í tengi- byggingu er 28 ferm. að stærð. Að sögn Lárusar er innra skipu- lag hússins mjög skemmilegt. „Stofan er falleg og björt, með út- gangi í sólstofu í garði. í henni er arinn og parket á gólfí,“ sagði Lár- us. „Eldhúsið er með stórum borð- króki og fallegri, ljósri innréttingu. Á efri hæð hússins eru fjögur góð svefnherbergi með parketi á gólfum. Þar er einnig glæsilegt baðherbergi með hornbaðkari og góðum innréttingum. Mannhæðar- hátt háaloft er yfír efri hæðinni og það má innrétta ef vill. Garðurinn er vel gróinn og í honum er heitur pottur. Þetta hús er sérlega vel staðsett í götunni og Bæjargilið er á þægileg- um stað og fremur stutt í þjónustu. Ásett verð er 15,5 millj. kr. og skipti á minni eign koma til gi-eina.“ Stórt hús á Dalvík ÞAÐ er ekki mikið um, að myndar- legar fasteignir á Dalvík komi í sölu. Hjá Helga Jóhannessyni hrl. í Reykjavík er nú til sölu fasteignin Árgerði í Dalvík. Hér er um að ræða tveggja hæða íbúðarhús á fögrum stað í mynni Svarfaðardals. Húsið er um 300 ferm. að stærð og byggt á árunum 1945-1949. Ásett verð er 15 millj. kr. Töluverð hreyfing hefur verið á fasteignum í Dalvík á þessu ári. Framboð er talsvert en þó nokkur eftirspurn líka og algengt að eignir seljist fljótt. Ástandið er því betra nú en oft áður, en verðlag er samt lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Ibúar eru nú um 1500 á Dalvík. í suðurhluta bæjarins er verið að byggja nýjar íbúðir. Þar er bæði um raðhús og einbýlishús að ræða og gengur sala á nýsmíðinni vel. Töluvert hefur verið um opinberar framkvæmdir í bænum á undan- förnum árum. Ný sundlaug var byggð fyrir um tveimur árum og hefur hún breytt miklu. Atvinnuástand hefur verið mjög þokkalegt í bænum. Þar eru stór iðnfyrirtæki eins og Sæplast og fyrir skömmu flutti sápuverksmiðj- an Hreinn starfsemi sína til bæjar- ins. Að öðru leyti byggist atvinnulíf í bænum að mestu leyti á útgerð og fiskkvinnslu auk þjónustustarfa. Hér er um að ræða tveggja hæða íbúðarhús á fögrum stað í mynni Svarfaðardals. Ásett verð er 15 millj. kr. Hagsæld og hús næðismál Markaðurinn Hér þarf fólk að treysta á yfirvinnu yfir- borganirtil íbúðarkaupa og lítið má þá út af bera, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstarstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. í Danmörku þekkist yfirvinna varla og allar áætlanir um íbúðarkaup því öruggari. í NÝLEGRI skýrslu Þjóðhags- stofnunar um samanburð á lífskjör- um hér á landi og í Danmörku koma fram ýmsar athyglisverðar upplýs- ingar. Fæst kemur þar þó á óvart. Það hefur t.d. verið vitað að íbúðar- húsnæði er að jafnaði stærra hér á landi en í Danmörku og að hér eru fleiri sjónvarpstæki og bifreiðar og annað þess háttar á fbúa en þar. Það eru heldur ekki ný tíðindi að tímakaup í Danmörku sé verulega hærra en á íslandi, en að munurinn milli landanna minnki þegar litið er á ráðstöfunartekjur. Skýringin á því er að launamenn hér á landi vinna mun lengri vinnutíma en launþegar í Danmörku, eins og fram kemur í skýrslunni. Það hefur sínar afleið- ingar. Eðlilegar skýringar Mikið hefur verið Qallað um þessa skýrslu að undanfömu eins og eðli- legt er og e.t.v. að bera í bakkafull- an lækinn að nefna hana. Hins veg- ar er ástæða til þess. Menn hafa vitnað í skýrsluna, hver út frá sínu sjónarhomi. Sumir tala um að skýrslan staðfesti að hagsæld sé þrátt fyrir allt góð hér á landi, eða næstum því eins góð og í Dan- mörku, á meðan aðrir benda á að skýrslan staðfesti að laun séu tölu- vert lægri hér og að fólk þurfí að vinna allt of mikið, til að halda þeirri hagsæld sem náðst hefur. Hvort tveggja er eflaust rétt. Ef litið er á niðurstöður skýrslunnar með húsnæðismál í huga, þá má halda því fram, að þar komi fram ein skýring, líklega sú stærsta, á því hvað greiðsluerfíðleikar íbúðar- eigenda hafa verið áberandi í allri umræði um húsnæðismál hér á landi undanfarið. Yfírvinna forsenda áætlana Fólk þarf að vinna langan vinnu- dag hér á landi til að eignast þak yfir höfuðið. Það þarf að treysta á yfirvinnu eða yfírborganir ýmiss konar til að ná þeirri greiðslugetu sem nauðsynleg er til að festa kaup á því húsnæði sem óskað er eftir. Lítið má þá útaf bera ef erfiðleikar eiga ekki að koma upp. Þessu er öðmvísi farið í Danmörku. Þar þekk- ist yfirvinna varla og allar áætlanir fólks um íbúðakaup geta því verið öruggari. Forsendumar fyrir kaup- unum eru þá traustari. Margir hafa einmitt lent í því á undanfömum árum, að þær forsendur sem þeir gengu út frá við íbúðakaup hér á landi brugðust, oft vegna minnkandi yfírvinnu eða minni yfírborgana. í október 1993 byrjaði Húsnæðis- stofnunin að skuldbreyta vanskilum og/eða fresta greiðslum af lánum íbúðareigenda hjá stofnuninni, í samvinnu við aðrar lánastofnanir. Að jafnaði hafa um 100 manns sótt um slíka aðstoð hjá stofnuninni á mánuði hveijum síðan þá. Þetta er mikill íjöldi. Um tveir af hveijum þremur þessara íbúðareigenda vom í erfiðleikum vegna lækkunar á tekj- um, sem rekja má til veikinda, minnkandi vinnu eða atvinnuleysis. Forsendur íbúðarkaupa þeirra bmstu þannig vegna ófyrirséðra at- vika. Að geta treyst forsendum Ein leið út úr þessum vanda er að sjálfsögðu sú, að gera enn betur ráð fyrir því að forsendur geti breyst, þegar ákvörðun um íbúðarkaup er tekin. Þá myndu margir ekki geta fest kaup á eins dýmm íbúðum og þeir em taldir geta nú, og jafnframt myndi íbúðakaupendum þá fækka. Mögulegt íbúðarverð samkvæmt greiðslumati yrði þá lægra en verið hefur. Eftirspum á leigumarkaði myndi þá aukast og ásókn í félags- lega íbúðakerfíð sömuleiðis. Heppi- legri leið væri hins vegar án efa sú, að tryggt verði betur, að fólk geti treyst því að þær forsendur sem gengið er út frá haldist, eins og virð- ist betur hugsað um í Danmörku en hér á landi. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 7 Almenna fasteignas. bls. 22 As bls. 19 Ásbyrgi bls. 30 Berg bls. 25 Bifröst bls. 3 Brynj. Jónsson bls. 11 Borgir bls. 6 Borgareign bls. 24 Eignamiðlun ws. 29,11 og 22-23 Eignasalan bls. 9 Fasteignamarkaður bls. 21 Fasteignamiðstöðin bls. 27 Fasteignamiðlun bls. 29 Fasteignasala Reykjav. bls. 24 Fjárfesting bls. 31 Fold WSBBBSUB bis. 20 Framtíðin 'h bls. 12 Frón bls. 16 Garður -SSSSSSB bls. 15 Gimli bls. 10 H-Gæði bls. 12 BSSSSSS bls. 15 hóii 'BSSBSB bls. 8-9 Hraunhamar bls. 4 Húsakaup bls. 114 Húsvangur bls. R 32 Kjörbýli bls. 18 Kjöreign bls. 113 Laufás bte. 26 Óðal bls. 7 Séreign bls. 22 Skeifan bls. 5 Valhús bis. 22 0« 25 Valhöll bls. 17 Þingholt bls. | 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.