Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 F 15 GARÐUR 1ZM 562-1211 Skipholti 5 2ja herb. Engjasel. 2ja til 3ja herb. íb. á efstu hæð. Mikiö útsýni, suð- ursv. bílast. í bílgeymslu Áhv. í byggsj. 2,3 m. V. 5,5 m. Aðalstræti. 2ja herb. falleg ný íb. á 3. hæð í nýju húsi. Suð- uríb. með fallegu útsýni. Keílugrandi. 2ja herb. 51,4fm íb. á jarðhæð með sérgarði. Bilastæði t bílhýsi. Verð 5,5 millj. Sléttahraun. 2ja herb. rúmg. íb. á 3. hæð. Þvottaherb. innaf eldh. Laus. Verð 5,2 millj. Blikahólar. 2ja herb. 80 fm falleg íb. á 1. hæð i þriggja hæða blokk. Laus. Hagst. lán. Verð 5,7 millj. Hringbraut. 2ja herb. falteg 53 fm ib. á 4. hæð. Suðursv. Stæði í bilg. Nýl. vel umgengin íb. Verð 4,9 millj. Hraunbær. 2ja herb. 54 fm íb. á 3. hæð. Suðursv. Góð íb. í viðg. húsi. V. 5,1 millj. Áhv. 2,4 m. byggsj. Seljavegur. 2ja herb. 61,1 fm gullfalieg íb. á 2. hæð. M.a. nýl. eldh. Parket. Verð 5,5 millj. Smárabarð. 2ja herb. 53.4 fm íb. á 1. hæð. Nýl. falleg íb. Verð 6,4 millj. Austurströnd. 2ja herb. 51,5 fm íb. Góð fb. .Fallegt útsýni. Bílastæði ( bílgeymslu. Nýmáluð, ný teppi. Verð 5,7 millj. 3ja herb. Hraunbær. 3ja herb. 86,5 fm íb. á efstu hæð, neðst í Hraunb. Áhv. húsbr. 4.150 þús. V. 6,5 m. Rauðás. 3ja herb. fb. á 3. hæð 80,4 fm. Falteg fb. Bílskúrsplata. Verð 6,9 millj. Vindás. 3ja herb. 85 fm mjög falleg og vel umgengin ib. Húsið klætt, sér- garður. Ein fallegasta ib. i Selásnum. Bilgeymsla Hagst. lán. Kjarrhólmi. 3ja herb. 7S,1 fm mjög góð íb. á 3. hæð, þvherb. i íb. Stórar suðursv. Fallegt útsýni. Verð 5,9 millj. Þinghólsbraut - Kóp. Vorum að tá t sölu stórglæsll. 3ja herb. 95 fm íb. a neðri hæð f þríbýli. Ib. er ný og ónotuð með mjög fallegum innr. Þvottaherb. i íb. Sérinng. og hitl. Verð 8,2 millj. Furugrund. 3ja herb. 85.1 fm ib. á 1. hæð i 3ja hæða blokk. V. 6,7 m. Grettisgata. 3ja herb. 69,8 fm ib. Nýuppg. é vandaðan hátt m.a. nýtt hitakerfi, innr. og gólfefni. Laus. Sór- hiti og inngangur. Verð 5,6 millj. GarðhÚS. 3ja-4ra herb. endaíb. á 2. hæð í lítilli blokk. Laus. Góð ib. með stóru bygg- sjóðsláni. Verð 8,5 millj. Eyjabakki 3ja herb. 79,6 fm, enda- ib. á 1. hæð i blokk. Parket, góð ib. Áhv. húsbr. 3,2 m. V. 6,5 m. Hringbraut 3ja herb. 69,6 fm ib. á 2. hæð i blckk. V. 4,9 m. Suðurgata - Hf. 3ja-4ja herb. risib. Bilsk. Áhv. byggsj. 3 m. V. 5,9 m. Rauðarárstl'gur. 3ja herb. rúmg. falleg nýl. íb. á 2. hæð. Laus. Stæði i bílg. Verð 8,5 millj. Álfhólsvegur. 3ja herb. íb. á 1. hæð. Bílskúr fylgir. Verð 6,3 millj. 4ra herb. Goðheimar. 3ja-4ra herb. góð ib. á efstu hæð (inndregið) i fjórb.húsi. Mjög stórar svalir, góður staður. Verð 7,6 mlllj. Flétturimi. 4ra herb. 103,9 fm stórglæsileg íb. á 3. hæð efstu ( nýrri blokk. Mjög vönduð og sératök íb. Bilg. fylgir. Áhv. 6 m. V. 9,4 m. Hraunbær. 4ra herb. 108,6 fm ib. á 1. hæð ásamt einu herb. f kj. Falleg íb. m.a. ný innr., tvennar svalir. Verð 7,6 millj. Ljósheimar. 3ja-4ra herb. góð íb. i lyftuhúsi. Gott aðgengi f. fatlaða. Barmahlíð. 4ra herb. 94,2 fm kjíb. f mjög góðu ástandi. Verð 6,9 millj. Skúlagata. Endaíb. á 2. hæð 130 fm. Ib. er tilb. tii innr. Glæsii. íb. Stæði í bflageymslu. Til afh. strax. Vesturhús. 4ra herb. neðri hæð í tvibýlish. Bílsk. Góð lán. Verð 8,5 millj. Hraunbær - 4 svefnherb. Vorum að fá i einkasölu endalb. á 1. hæð í góðri blokk. Suðursv. Búið að alklæða blokkina. Góö lán. V. 7,4 m. Kriuhólar. 4ra herb. 101,3 fm ib. á efstu hæð { héhýsi. Laus. Mjög mik- ið útsýni. Rauðarárstígur. 4ra herb. 95,6 fm falleg ib. á 1. hæð. Þvottaherb. f íb. Tvenn8r svalir. Bílgeymsla. Mjög gott byggsjlán 4,6 millj, Verð 8,9 millj. Hólabraut - Hf. 4ra herb. ib. á 1. hæð ( 5 íb. húsi. Ný eidhinnr. og tæki. Nýtt á öllum gólfum. Laus. Verð 7,6 millj. Áhv. byggsj. 2,6 mlllj. Lyngmóar - Gb. 4ra herb. 104,9 fm ib. á 1. hæð i biokk. innb. bflsk. Áhv. langtl. ca 5,6 millj. 5 herb. og stærra Stelkshólar. 5 herb. 104,2 fm íb. á 3. hæð (efstu) í blokk. 4 svefnh. Gott útsýni. Suðursv. Bílskúr fylgir. Verð 8,2 millj. Hjallabraut - Hf. Endaíb. 139,6 fm á 1. hæð. Góð íb. Þvherb. i fb. 4 svefnherb. Verð 8,9 millj. Álfheimar - sérh. 6 herb. 152,8 fm sérh. (efsta) f mjög góðu þribh. 5 svefnh. Þvherb. f ib. Baðherb. og gesta- sn. Mjög góð ib. 29,7 fm bílsk. Skipti á 3ja-4ra herb. ib. mögul, Ásbraut. 4ra herb. 94,2 fm endaíb. á 3. hæð efstu. Góð íb. Áhv. 3,1 millj. Verð 6,4 millj. Bæjarholt Hf. 4ra herb. 96.5 fm ný fullgerð endaib. til afh. strax. Álfheimar. 4ra herb. í á 2. hæð. Nýi. eldh. og parket. 2 fb. á hæð. Verð 6,7 millj. Suðurbraut Hf. 4ra herb. 112,3 fm endaib. á efstu hæð í blokk. Mjög góð lán ca 2.350 þús. Biokkin nýl viðg. Verð 7,6 millj. Raðhús - einbýlishús Tunguvegur Hf. Einbhús, steinhús 91,4 fm á fallegum stað. V. 8,5 m. — Viðarrimi, Einbhús, ein hæð, 156,8 fm ásamt 27 fm innb. biisk. Húsið selst, og er tii afh. nú þegar, futlfráb. að utan og einangrað. Mjög góð teikn. m.a. 4 svefnherb. Vandað hús. Verð 10,5 millj. Barðaströnd. Raðhús 221,2 fm með innb. bílsk. Gott hús á einstökum útsýnisstað. Skipti á góðri 4ra herb. ib. V. 14,9 m. Raðhús - tvær íbúðir. Höfum til sölu tveggja hæða raðh. á mjög frið- sælum stað i Kópavogi. Á efri hæð eru stofur, 3-4 svefnherb., eldh. og bað. Á neðri hæð er m.a. 2ja herb. falleg íb. tilvafin fyrir tengdó. Stór innb. bilsk. Verð 12,8 millj. Líndasmári - Kóp. Raðh. hæð og ris 175,5 fm m. innb. bílsk. Selst tilb. til innr. Tll afh. strax. V. 10,8 m. Grafarvogur - útsýni. Vorum að fá í einkasölu 218 fm einbhús á glæsil. útsýnisst. í Foldahverfi. Innb. bílsk. Ekki fullg. hús. Allt vandað sem kom- ið er. Einst. staður. Æskil. skipti á minna par- eða raðhúsi gjarnan í hverfinu. Verð 14,9 millj. Bakkasmári - Kóp. Parh. tvær hæðir með innb. bílsk. Fal- leg ákafl. vel staðsett hús. Selj. tilb. til innr. Verð 10,8 milij. Kiukkuberg. Parh. tvær hæðir, innb. bílsk. 4 góð svefnherb. Nýl. mjög failegt hús á miklurn útsýnisstað. Verð 15 millj. Kári Fanndal Guðbrandsson. Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali Axel Krlstjánsson hrl. Mikil sala - vantar allar stærðir eigna á skrá FRAMHALDSSKÓLINN á Laugum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Framkvæmdir að Laugum Hraðakstur Smiðjan Laxamýri - Miklar endurbætur hafa staðið yfir í gamla skólahúsinu á Laugum í Reykjadal í vetur. Um er að ræða breytingar á efstu hæð hússins og stendur til að flytja þangað bókasafnið auk þess sem mjög góð aðstaða verður fyrir nem- endur til heimanáms og annarra verkefna. Þarna verður einnig gert ráð fyrir tölvuveri í þágu náinsins svo og setustofu o.fl. Á síðasta ári voru umtalverðar framkvæmdir á miðhæðinni en starfsfólk og skóla- nefnd hafa lagt mikla áherslu á aðgerðir þessar þar sem þær voru löngu tímabærar. Sé litið til framtíðar er talið að sérstaða stofnunarinnar sem heima- vistarskóla í sveit sé mikilvæg innan framhaldsskólakerfísins, áhersla verði lögð á persónuleg tengsl og virka þátttöku hvers einstaklings bæði til náms og félagslífs. Á næstu árum stendur til að laga heimavistir betur að þörfum nemenda sem og sumarhótelsins sem hefur fært skól- anum umtalsverðar tekjur til við- halds og framkvæmda. Þannig er verið að fullnýta það húsnæði bæði sumar og vetur. Við Suðurgötu leynast margar hættur og slysagildrur, segir Bjarni Ólafsson. Að henni liggja margar þvergötur, þar sem gæta verður fyllstu varúðar. MIKIÐ fagnaðarefni væri það ef hægt væri að fækka árekstrum og slysum i umferðinni. Eigum við ekki öll að taka höndun saman og stuðla að fækkun slysa? Margvíslegar aðstæður hafa áhrif í sambandi við slysahættu og getur það skipt í tvö horn eftir því hvort við erum að hugsa um umferð utan þéttbýlla svæða eða inni í bæjum og kaupstöðum. Þegar óhapp ber að höndum er langoftast litið til ökuhraðans. Ökumanni viðkomandi bifreiðar finnst að hann hafi ekki ekið of hratt. Hann ók bara á ósköp venjulegum hraða er óhappið gerð- ist. Ökuhraðinn skiptir þó oftast höfuðmáli. Við verðum að ráða við að bregðast rétt við, að meta hvað gera skal. Hraði bílsins er mismikill eftir því hvort við ökum niður eftir halla eða uppímóti. Suðurgata Nokkrar götur í Reykjavík eru þannig að þær gefa ökumönnum að nokkru falska öryggiskennd, þar sem hraðinn verður oft langt yfir viðráðanlegum mörkum. Ein þeirra gatna er Suðurgatan en þar er oft ekið á hraða langt yfir 50 km. hraða, sem er leyfður hámarkshraði miðað við bestu skilyrði. Suðurgatan er mikil umferðar- gata, einkum á starfstímum Háskól- ans. Þá er þar oft hægfara örtröð. Umferð um Suðurgötu hefur einnig aukist mikið við fjölgun íbúa á Sel- tjarnarnesi og í Granda og Skjóla- hverfum. Margir aka til og frá þess- um svæðum eftir Ægissíðu, Star- haga og Lynghaga til þess að aka einnig Suðurgötuna. Þegar ekið er suður eftir Suður- götunni í björtu blasir við augum hið fegursta útsýni. Framundan er gatan bein og breið og fyrir enda hennar fjallið Keilir, sannkallað augnayndi, reglulegt og formfagurt. Hægan hér! Það er hörmulegt að valda öðrum örkumlun eða dauða með of hröðum akstri. Við Suðurgötu leynast marg- ar hættur og slysagildrur. Að henni liggja margar þvergötur þar sem gæta verður fyllstu varúðar. Auk þess er allmikil umferð gangandi og hjólandi fólks þvert yfir götuna. Mörg slys hafa orðið þar með þeim hætti að ekið hefur verið á gang- andi fólk, þar sem hemlun tók lang- an tíma og tókst ekki að stöðva bif- reiðir fyrr en skaði var skeður. Syðri helmingur götunnar hallar töluvert með brekku niður að flug- brautinni. Þessi brekka veldur því að aksturshraði eykst mikið á þeim kafla. Þá er það einnig athyglisvert að hraðinn norður eftir frá flugvellinum og upp brekkuna er oft æði mikill, líklega af því að ökumenn vilja þá ná upp góðuin hraða norður eftir brekkunni. Þetta er ekki gott því að bíllinn nálgast óðfluga hættu- svæði, bæði á móts við Fálkagötu og hjá gönguljósunum við biðskýli strætisvagnanna á móts við Hjarð- arhaga. Umferð gangandi fólks er síðan mikil norður eftir allri Suður- götunni. Þar ganga margir þvert yfir götuna á móts við Árnastofnun, Iþróttahús HÍ, Bændahöllina og Háskólabíó, Þjóðarbókhlöðuna, Há- skólann og Þjóðminjasafnið. Mörg slys Það er óheppilegt að flýta sér þegar maður ekur bíl og aldrei veit maður hvar óvænt hætta leynist. Sögð hefur verið gömul saga af Henry Ford að á fyrstu árum bíl- anna hafi einhver spurt hann hvað þyrfti einkum að hafa í huga þegar aka skyldi þessu vélknúna tæki og Henry Ford hafi þá sagt: „Það er svipað eins og að aka reiðhjóli, mað- ur verður að halda um stýrið og horfa stöðugt fram á veginn.“ (Til- vitnun í gamla barnabók um Henry Ford.) Ég hygg að öruggustu ökumenn- irnir séu hinir samviskusömu öku- menn sem miða við leyfilegan öku- hraða á hverjum stað og líta fram á veginn. Það er skylda okkar gagnvart öðrum vegfarendum að virða allar umferðarreglur og fara eftir þaim. Ég hefi tekið mið af einni götu í Reykjavík. Suðurgatan er líklega tæpir þrír kílómetrar að lengd. Hún er breið og nokkuð falleg, hefur fal- legt útsýni og íbúðarhús standa ekki þétt að henni nema á stuttum kafla en þar verða oft slys og dauðaslys I 50 HÁMARKSHRAÐASKILTI við flugvallarendann. SKILTI við Suðurgötu á áhættustað, á móti Fálkagötu. hafa hlotist af því að ekið hefur verið á gangandi vegfarendur. Árekstrar bíla og aftanákeyrslur eru tíðar, þegar fremri bíll stöðvar við gangbraut en sá aftari er á of mikl- um hraða til þess að geta stöðvað í tæka tíð. Gangbrautarljós Oft má sjá að árekstur hefur orð- ið við gangbrautir og trúað gæti ég því að einna algengasti aftanárekstr- arstaður í Reykjavík sé á Hringbraut við gangbrautarljósin ofan við Um- ferðarmiðstöðina. Sjálfsagt er til skrá yfir verstu staði í Reykjavík, þar sem oftast verða slys. Ef við veitum athygli því sem gerist í kring um okkur, þá er merki- legt hve misjafnlega vel bifreiðar- stjórar virða stöðvunarskyldu við gangbrautir. Ég held að tvær gangbrautir þvert yfir götur séu virtar betur en aðrar brautir í Reykjavík. Það eru gang- brautirnar yfir Hringbraut við Gamla Garð og gangbrautin yfir Hafnarstráeti við Tollstöðina.. Mér sýnist að við þessa tvo staði séu næstum allir ökumenn viðbúnir að stöðva bíl sinn fyrir gangandi veg- farendur, sem eiga leið yfir götuna. Mismunurinn kann að liggja að nokkru í stillingu ljósanna. Við Gamla Garð eru Ijósin full fljót að skipta yfir í gönguljós og verða bíl- stjórar að stöðva strax. Ofan við Umferðarmiðstöðina bíða gangandi vegfarendur oft lengi áður en Ijósin gefa grænt á göngu svo að fólkið sem ýtti á takkann er löngu búið að skjótast yfir á rauðu. Þess vegna eru bílstjórar oft óviðbúnir að stöðva bfla sína þegar rautt ljós kviknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.