Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 26
26 F MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ óh . LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sími 533 1111 Fax 5331115 Opið virka daga frá kl. 9-18 jf Þjónustuíbúð * Lækkað verð - frábær kaup! SLÉTTUVEGUR V. 7,95 M. 2Ja herbergja, 70 fm falleg og vönd- uð íbúð, sérhönnuð með þarfir aldr- aðra í huga. Yfirbyggð verönd. Áhví- landi 3,6 m. í húsbréfum. Auk þessara eigna höfum við fjölda annarra á söluskrá okkar. Hringið og fáið upplýsingar. NY ÞJONUSTA Laufás ávallt í fararbroddi Er til eignaskiptayfirlýsing um þitt hús? Frá 1. júní 1996 þarf lög- gildingu til að gera eignaskiptayfirlýsingar, en þeim þarf að þing- lýsa fyrir næstu áramót. Við á Laufási höfum slík réttindi og tök- um að okkur gerð eignaskiptayfirlýsinga. SAMTENGD SÖLUSKRÁ 0.0 . LAIJFAS ^533'illl i« 533 1115 ÁSBYRGI 2ja herbergja * ENGIHJALLI V. 5,2 M. 54ra fm tbúð á jarðhæð með sér lóð mót suðri. Smekkleg íbúð, m.a. með parketi og flísum. Áhvílandi 2,5 m. GRETTISGATA NÝTT 2ja herbergja 59 fm mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð I þribýlishúsi. Parket og flísar á gólfum. Nýleg eldhúsinnrétting. Óinnréttað ris yfir allri íbúðinni. Áhvi- landi 2,5 m. REYKÁS NÝTT Ca 75 fm íbúð á 1. hæð. Parket og flísar á gólfum. Sérþvottahús. Stórar svalir með útsýni til fjalla. Áhvílandi ca 3,5 m. Verð 5,9 m. SKIPASUND V. 4,5 M. 60 fm íbúð á 1. hæð I þríbýlishúsi. Nýtt parket á stofu. Falleg íbúð. Bílskúr. Stór ræktaður garður. Áhvilandi húsbréf 2,7 m. SKÓGARÁS V. 5,6 M. 65 fm ibúð með verönd framan við stofu. íbúðin er sérstaklega rúmgóð og öll ný- máluð. Sérhiti, Laus strax. Áhvílandi 2,7 m. I hagstæðum lánum. SKÚLAGATA V. 4,1 M. Ca 60 fm íbúð I nýviðgerðu fjölbýlishúsi. Parket og flísar á gólfum. Nýtt rafmagn. Hagstæð lán ca 2,4 m. Skipti á stærri eign á Akureyri. NJÁLSGATA V. 5,7 M. SKEIÐARVOGUR V. 5,0 M. Okkur vantar 2ja herbergja íbúðir á skrá. 3ja herbergja * ÁLFTAMÝRI V. 6,4 M. ( einkasölu er rúmgóð 75 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Suðursvalir. Þetta er snyrtileg íbúð og sama er að segja um sameignina I húsinu. Húsið nýviðgert að utan. Laus strax. LAUGARNESVEGUR NÝTT Ca 80 fm íbúð á 1. hæð. Parket. Mjög stórt eldhús. Nýtt hitakerfi. I íbúðinni eru 2 svefnherbergi, eldhús, stofa, baðher- bergi og hol. ÁSGARÐUR m. bílsk. V. 6,6 M. BALDURSGATA V. 5,7 M. HAMRABORG V. 6,4 M. HRÍSRIMI V. 7,2 M. VINDÁS V. 7,2 M. 4ra herbergja og stærri * DUNHAGI V. 7,9 M. 4ra herbergja íbúð á 3. hæð. Ný teppi. Nýtt eldhús og bað. Svalir. Bílskúr. Það bjóðast ekki margar í vesturbænum og þessi er góð á sanngjörnu verði. Áhvilandi 5,0 m. HRAUNBÆR NÝTT 4ra herbergja 100 fm einkar snyrtileg og vel með farin íbúð á 2. hæð. Þvottahús og geymsla inn af eldhúsi. Húsið er I mjög góðu ástandi og sameignin er til fyrirmyndar. HRÍSRIMI 9,8 M. Höfum í einkasölu 4ra herbergja, mjög fallega og vandaða 120 fm ibúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi ásamt stæði í bíl- geymslu. Falleg sameign. Áhvílandi 3,5 millj. húsbréf. Skipti möguleg á minni eign. MIÐTÚN V. 7,6 M. Mjög góð ibúð á aðalhæð I þríbýlishúsi. Nýtt baðherbergi, nýtt parket og nýjar hurðir. Bflskúr. Áhvílandi 3,6 m. í hag- stæðum lánum. Lækkað verð SÓLHEIMAR V. 7,9 M. Það er komin íbúð í lyftuhúsi i Sól- heimunum á sölul 4ra herbergja, vel umgengin, og rúmgóð ca 100 fm íbúð á 8. hæð. Frábært útsýni. Suð- ursvalir. Húsvörður i húsinu. ALFHEIMAR V. 6,8 M. BARMAHLÍÐ V. 6,8 M. BREIÐVANGUR V. 9,4 M. FÍFUSEL V. 7,2 M. HÁALEITISBRAUT V. 7,5 M. HJALLABRAUT V. 9,4 M. LINDASMÁRI V. 8,4 M. STÓRAGERÐI V. 7,3 M. Sérhæðir * ALFHOLSVEGUR NYTT 143 fm sérhæð í tvíbýlishúsi, 4 svefnher- bergi. Björt og rúmgóð íbúð. Nýir ofnar og nýjar hitalagnir. Innbyggður bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. KAMBSVEGUR V. 8,4 M. Ca 100 fm 4ra herbergja neðri sérhæð í þribýlishúsi ásamt ca 30 fm bilskúr á ró- legum stað. Vönduð innrétting í eldhúsi. Flisalagt baðherbergi. Gipslistar í loftum I stofu. Nýtt gier. KAMBSVEGUR NÝTT Efri hæð í tvíbýlishúsi. Rúmgóð ibúð sem hentar vel fyrir laghentan kaupanda. Bil- skúrsréttur. Verð aðeins 7,7 m. Áhvilandi rúmlega 6,0 m. MÁVAHLÍÐ V. 7,4 M. 4ra herbergja 95 fm ibúð á 2. hæð í fjór- býlishúsi. Samliggjandi stofur, rúmgóð svefnherbergi. Nýleg eldhúsinnrétting. Áhvílandi 3,5 m. hagstæð lán. SELJABRAUT V. 9,0 M. Ca 170 fm íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði I bílskýli. Stofa og fimm svefnher- bergi. Suðursvalir á hvorri hæð. Mjög stórt aukarými yfir ibúðinni. Áhvílandi ca 4,2 m. í hagstæðum lánum. AUSTURBRÚN V. 10,2 M. GRÆNAHLÍÐ V. 10,5 M. MÁVAHLÍÐ V. 8,45 M. NÝBÝLAVEGUR V. 10,5 M. Raðhús - Einbýli * KLYFJASEL NÝTT 220 fm gott einbýiishús úr timbri sem stendur á steyptum grunni og kjallara. Yfir aðalhæð er hlýlegt baðstofuloft. Möguleiki á að útbúa sér íbúð í kjallara. Skipti koma til greina á 4ra-5 herbergja íbúð innan Elliðaáa. REYKJAMELUR V. 11,9 M. Steypt hús ca 190 fm á tveimur hæðum ásamt ca 50 fm bílskúr. 2.100 fm raéktuð eignarlóð sem gefur mikla möguleika, eigninni fylgja 5 mínútulítrar af heitu vatni. SELTJARNARNES V.14,9 M. Ca 170 fm óvenju vinalegt og vandað einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Skipti möguleg á minni eign í Vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. ÁLFHÓLSVEGUR V. 15,0 M. DALHÚS V. 14,8 M. FLJÓTASEL V. 13,9 M. GRENIBYGGÐ V. 13,2 M. HJALLASEL V. 14,0 M. LANGAMÝRI V. 17,8 M. LEIÐHAMRAR V. 13,5 M. RAUFARSEL V. 14,0 M. SOGAVEGUR V. 13,9 M. SOGAVEGUR V. 13,8 M. TUNGUVEGUR V. 7,9 M. Nýbyggingar * BERJARIMI NÝTT Eftirtektarvert 168 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. 6 m háir útsýnisgluggar. Suður svalir á efri hæð. Afhendist strax tilbúið að utan, fok- helt að innan (eða lengra komið). Áhvil- andi húsbréf ca 5,9 m. FJALLALIND NÝTT Endaraðhús á einni hæð ásamt inn- byggðum bílskúr. Samtals ca 173 fm. Óvenjulegur byggingarstíll. Húsið af- hendist fullbúið og einangrað að utan, múrhúðað og með varanlegu steinuðu yf- irborðslagi úr skeljamulningi. Byggingarlóð * FELLSÁS NÝTT Eignarlóð á fallegum útsýnisstað við Fellsás I Mosfellsbæ. SKÓGARÁS NÝTT 760 fm byggingarlóð undir einbýlishús. V. 1,5 m. Atvinnuhúsnæðí. * LAUGARNES NÝTT Mjög arðsamt sjoppuhúsnæði til sölu. Attu sérhæð - viltu minnka! Okkur vantar 120 - 130 fm sérhæð m. bílsk. í Laugarnesi, Hliðum eða Holtum. Skipti á 4ra herbergja Ibúð i Bökkum og staðgreiðsla (peningar og húsbréfi) i boði fyrir rétfa eign. Gott skáparými Danska blaðið Bo bedre birti þessa teikningu á síðum símum sem sérlega góða lausn fyrir þá sem vilja skapa sér gott skáparými í þröngu svefnherbergi. Borð með bognum fótum Þetta borð er mjög sérstakt til fótanna og raunar er borðplatan svo látlaus að athygli vekur. Morgunblaðið/Helgi Bjamason BYGGÐIN mun rísa á Húsatúni, við afleggjarann heim að Holti. Kirkja og prestsetur fyrir miðri mynd. Deiliskipulag fyrir byggð í Holti í Önundarfirði Nýr byggðarkjarni á öruggu svæði Auglýst hefur veríð deili- skipulag fyrir nýjan byggðarkjarna í Holti í Önundarfírði, á öruggu svæði miðsvæðis í hinum nýjaísafjarðarbæ. Hugs- anlegt er að þar rísi 200 manna byggð í framtíð- inni. Helgi Bjarnason kynnti sér skipulagið. EITT síðasta verk hreppsnefndar Mosvallahrepps, áður en hreppurinn sameinaðist fimm öðrum sveitarfé- lögum í ísafjarðarbæ nú um mán- aðamótin, var að auglýsa deiliskipu- lag fyrir byggðarkjarna í Holti. Bjöm Björnsson á Þórustöðum, sem var oddviti Mosvallahrepps, neitar því að hreppsnefndin hafi verið að keppast við að auglýsa skipulagið áður en hún færi frá. Deiliskipulag- ið hafí einfaldlega verið tilbúið á þessum tíma og eðlilegt að auglýsa það. Bjöm segir að skipulag byggðar- kjamans eigi sér langan aðdraganda og menn haft áhuga á þessu vegna fólksfækkunar í hreppnum. „Það var síðan í fyrra að við ákváðum að hefja vinnu við gerð aðalskipulags og fengum Gest Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðing til að vinna verkið. í skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúanna kom fram áhugi á skipulagningu byggðarkjarna, að- allega í Holti vegna tengingar við kirkju og skóla,“ segir Björn. Fyrirhugað var að ljúka skipu- lagsvinnunni í vor en það tókst ekki. Hins vegar var tillaga að deiliskipu- lagi fyrir byggðarkjarnann tilbúin og var hún auglýst, eins og fyrr segir. Fjölbreytt byggð í deiliskipulaginu er gert ráð fyr- ir 15 íbúðarhúsum á Húsatúni, við afleggjarann heim að Holti, ellefu einnar hæðar húsum og fjórum tveggja hæða. Lóðimar eru stórar, 1200 fermetrar að stærð. Markmið- ið er að þarna rísi fjölbreytt byggð þar sem fólk á kost á að velja á milli mismunandi húsagerða og reisa húsnæði við sitt hæfí. Skipulagið gerir ráð fyrir að hlut- ar byggðarinnar og einstök hús séu útfærð á mismunandi hátt. Lögð er áhersla á að hönnuðir geti nýtt sér þá möguleika á fjölbreytni sem skipulagið býður upp á. Þó skal gæta ákveðins samræmis, til dæmis í þakformi bygginga. Húsbyggjend- um verður heimilt að skipta húsun- um í tvær íbúðir ef þeir kjósa svo. Frá væntanlegum byggðarkjarna er fögur fjallasýn með sólarlag inn Önundarfjörð. Fram kemur í bygg- ingaskilmálum að æskilegt sé að einstakar byggingar séu hannaðar þannig að sem flestir íbúar geti notið útsýnisins. BJÖRN Björnsson fyrrver- andi oddviti með teikningu af nýja byggðarkjarnanum. Nýr valkostur Björn segir að byggðarkjarninn sé nýr valkostur fyrir fólk á svæð- inu. Hann sé úti í sveit en þó stutt til allra staðanna. Með jarðgöngun- um sé byggingarstaðurinn miðsvæðis í sveitarfélaginu, stutt sé að sækja atvinnu og þjónustu til allra hinna þéttbýlistaðanna. Þaðan sé einungis um stundarfjórðungs akstur til Flat- eyrar, Suðureyrar og Ísaíjarðar og lítið eitt lengra til Þingeyrar. Þá er byggingasvæðið talið öruggt fyrir snjóflóðum og hefur það ekki svo lítið að segja á Vestfjörðum. Ríkið er eigandi jarðarinnar og fer Prestsetrasjóður með eignina. Bjöm segir að sjóðurinn hafi fallist á að byggð væri skipulögð í landi Holts, gegn því að eignarhald yrði óbreytt. Ekki er búið að ákveða hvemig stað- ið verður að leigunni. Björn lýsir þeirri skoðun sinni að eðlilegast sé að sveitarfélagið taki landið á ieigu af ríkinu og úthluti lóðum til hús- byggjenda. I tengslum við skipulagsvinnuna var gerð fornleifakönnun á svæðinu og hefur Fornleifanefnd fallist á skipulagið, að sögn Björns. Hugs- anlegt er að ekki verði hægt að byggja á einni eða tveimur lóðum ef þar koma fomleifar í ljós við upp- gröft. Björn segir að möguleikar séu á stækkun byggingarsvæðisins í fram- tíðinni og að bæta við íbúðum fyrir aldraða og lóðum fyrir þjónustu við íbúa sveitarinnar og ferðafólk. Gæti þarna orðið 200 manna byggð. Á staðnum er skóli, prestsetur, kirkja, flugvöllur og bryggja sem verið er að endurbyggja. Umsókn liggur fyrir Hreppsnefndin fékk alls staðar góðar undirtektir þegar hún var að undirbúa skipulagningu byggðar- kjarnans, ekki síst eftir snjóflóðin á Flateyri í haust. Jákvætt viðhorf var til dæmis ríkjandi í bæjarstjórn Isa- fjarðar og telur Björn allar líkur á að sami áhugi sé í nýkjörinni bæjar- stjóm Isafjarðarbæjar og hún muni fylgja málinu eftir. Segist hann hafa fengið eina skriflega umsókn um lóð og annar sýnt málinu áhuga. Hann segir einnig mikla þörf á að fá íbúð fyrir skólastjórann til að hafa rýmra um bömin í skólanum í Holti og telur eðlilegt að byggja skólastjóra- hús í nýja byggðarkjarnanum. Skipulagstillagan er til sýnis í Grunnskólanum í Holti, í stjórn- sýsluhúsinu á ísafírði og hjá Skipu- lagi ríkisins í Reykjavík. Athuga- semdum skal skila í stjórnsýsluhúsið á ísafirði fyrir 1. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.