Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 137. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 20. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Handtökur „ögrun" til að spilla kosningum Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA sjónvarpsstöðin NTV greindi frá því í gærkvöldi að tveir af helstu starfsmönnum kosninga- baráttu Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands hefðu verið handteknir í gær. Var haft eftir heimildum á skrifstofu Jeltsíns að mennirnir hefðu verið handteknir að fyrirskip- an þeirra Míkhaíls Barsukovs, yfir- manns rússnesku öryggisþjón- ustunnar og Alexanders Korz- hakovs, yfirmanns lífvarðasveita forsetans. Sagði sjónvarpsstöðin handtök- urnar vera „ögrun" og að yfirmenn valdamikilla ráðuneyta vildu eyði- leggja lýðræðið og spilla forseta- kosningunum. Engin ástæða var gefín fyrir handtökunum né heldur hvort að mennirnir væru enn í haldi. Seint í gærkvöldi hafði NTV eftir Alexander Lebed, nýskipuðum yfir- manni rússneska öryggisráðsins, að hann væri að kanna málið og myndi ekki líða að reynt yrði að hafa af- skipti af kosningunum. Tveir aðstoðarmenn Jeltsíns handteknir í Moskvu Kosið3.júlí Gennadí Zjúganov, leiðtogi rúss- neskra kommúnista, og Jeltsín féllust í gær á að önnur umferð forsetakosn- inganna yrði haldin miðvikudaginn 3. júlí. Þar mun slagurinn standa milli Zjúganovs, sem fékk 31,96 af hundraði atkvæða, og Jeltsíns, sem fékk 35,06 af hundraði atkvæða. Zjúganov kvaðst í samtali við út- varpsstöðina Ekkó Moskví vænta þess að rússneska þingið, þar sem kommúnistar hafa flest sæti, sam- þykkti tillögu Jeltsíns um að gera 3. júlí að frídegi, en það er forsendan fyrir því að halda megi kosningarnar í miðri viku. Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra undirritaði í gær tilskipun þess efnis að 3. júlí yrði frídagur. Talið er að það muni hjálpa Jeltsín að halda kosningarnar í miðri viku því að þá sé líklegra að þeir stuðn- ingsmenn Jeltsíns, sem verja helgum í sumarbústaðnum, neyti atkvæðis- réttar síns. Jeltsín virðist vera að tryggja sér stuðning þeirra frambjóðenda, sem lutu í lægra haldi í fyrri umferð rúss- nesku forsetakosninganna. Augn- læknirinn Svjatoslav Fjodorov, sem fékk 0,93 af hundraði atkvæða í kosningunum, lýsti í gær yfir stuðn- ingi við Jeltsín og Georgí Satarov, aðstoðarmaður forsetans, sagði að ekki mætti útiloka að samkomulag næðist við umbótasinnann Grígorí Javlínskí, sem var í fjórða sæti með 7,41 af hundraði atkvæða. Jeltsín hefur þegar fengið stuðning Alexanders Lebeds, sem varð í þriðja sæti í kosningunum með 14,7 af hundraði atkvæða. Lebed hélt í gær óvæntan fund með rússneska herráðinu til að ræða breytingar í röðum helstu yfirmanna hersins. FVéttastofan RIA sagði að hópur herforingja, sem settust í helg- an stein í valdatíð Pavels Gratsjevs, sem var á þriðjudag vikið úr emb- ætti varnarmálaráðherra, hefði setið fundinn. Rússneskir fjölmiðlar leiddu í gær getum að því að einn þeirra myndi taka sæti Gratsjevs. Lebed hélt því fram á þriðjudag að fímm herforingjar, sem hann nafn- greindi, hefðu þrýst á Gratsjov um að setja herinn í viðbragðsstöðu til að varnarmálaráðherrann yrði ekki rekinn. Lebed kvaðst sjálfur hafa komið í veg fyrir að þetta gerðist, en vildi síðar ekki ganga svo langt að segja að valdarán hefði verið í uppsigl- ingu. Varnarmálaráðuneytið neitaði í gær að herinn hefði ætlað að beita brögðum til að hnekkja ákvörðun Jeltsíns. ¦ Rekur Lebed sig/22 Sækist eftir end- urkjöri Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali hefur ákveðið að sækjast eft- ir öðru fimm ára timabili sem framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, að sögn tals- manns SÞ. „Framkvæmdastjórinn er búinn að taka ákvörðun. Hann mun sækjast eftir öðru fimm ára tímabili," sagði talsmaðurinn Ahmad Fawsi. „Hann hefur verið eindregið hvattur til þess á ferðalögum sínum." Fawsi sagði stuðninginn m.a. koma frá ríkjum er ættu fastafulltrúa í Öryggisráðinu en tilgreindi ekki um hvaða ríki væri að ræða. Boutros-Ghali verður 74 ára í nóvember. Hann lýsti því yfir er hann var kjörinn framkvæmdastjóri á sínum tíma að hann myndi einungis gegna starfinu í fimm ár. Netanyahu tekur við í Israel Hebronfyrsti prófsteinninn Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu tók til starfa sem forsætisráðherra ísraels í gær og hét því að vinna að friði við ná- granna ísraela. Ráðamenn meðal araba segja hins vegar, að hugmynd- ir hans um iausn deilumálanna gefi ekki góðar vonir um framhaldið. Netanyahu, sem er 46 ára gamall og yngsti leiðtogi ísraelsríkis frá upphafi, ávarpaði Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra, við embættistökuna og sagði, að þótt þá greindi á, jafnvel verulega, ælu þeir báðir þá von í brjósti, að ísrael- Ciller ræðir við Erbakan TANSU Ciller, fyrrum forsætisráð- herra Tyrklands og leiðtogi Sann- leiksstígsins, mun í dag eiga fund með Necmettin Erbakan, leiðtoga Velferðarflokksins, flokks heittrú- armanna, þar sem möguleikar á myndun stjórnar flokkanna verða rei- faðir. Velferðarflokkurinn kom í gær í veg fyrir að sett yrði á laggirnar sér- stök þingnefnd til að rannsaka ásak- anir á hendur Ciller um spillingu. Greidd voru atkvæði um tillögu þess efnis í leynilegri atkvæðagreiðslu og greiddu 264 þingmenn atkvæði gegn tillögunni en 246 studdu hana. Skiptar skoðanir eru um samstarf við Velferðarflokkinn innan Sann- leiksstígsins og hafa tveir þingmenn flokksins sagt af sér ímótmælaskyni í þessari viku. ar gætu heilsað 21. öldinni í friði og sátt við nágranna sína. Peres svaraði og óskaði Netanyahu góðs gengis í starfi. Sagði hann, að sigrar hans yrðu sigrar allrar þjóðarinnar en „mistökin mætti hann eiga einn". Vöktu þessi ummæli nokkra kátínu og Netanyahu, sem þykir ekki mjög brosmildur, hló hjartanlega. Akall Arafats Ráðamenn í arabarikjunum hafa áhyggjur af, að Netanyahu og Likud- flokkurinn muni eklri standa við samninga fyrrverandi stjórnar og hefj'a aftur nýbyggðir gyðinga á hernumdu svæðunum. Yasser Ara- fat, forseti palestínsku sjélfstjórn- arsvæðanna, hvatti til þess í Kína í gær, að þjóðir heims knýðu á um, að ísraelar stæðu við gerða samninga en fyrsti prófsteinninn á það verður ákvörðun stjórnarinnar um borgina Hebron á Vesturbakkanum. Samkvæmt samningum er komið að því að flytja ísraelska herliðið frá borginni en þar búa 100.000 Palest- ínumenn og 400 gyðingar. Gagnrýndi leiðtogafund David Levy, utanríkisráðherra nýju stjórnarinnar, sagði í gær, að taka yrði af skarið í þessu mali á næstu dögum en Netanyahu er vænt- anlegur í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna 8. júlí nk. Levy sagði einnig, að væntanlegur leiðtogafundur arabaríkjanna í Kaíró á laugardag hefði nú þegar orðið til að auka á spennuna í Miðausturlönd- um og skoraði á arabaríkin að vinna að friði með ísrael. jfctt i pfe^k p»& '^jpWi m-> k *&&..... 1 'MB i >SB " ?¦ B BÍfi aV s -' %f |.f-5 m.-:-- If f |P\l 4 i • h • ••^ ! á * '• 1 1 , : Tékkar áfram á * ¦ kostnað Itala TÉKKAR hofðu ríka ástæðu til að fagna í gær eftir jafntefli við Rússa, 3:3, í lokaumferð riðla- keppninnar á Evrópumóti lands- liða í Englandi og komust þar með áfram í 8-liða úrslit keppn- innar, en ítalir eru úr leik eftir markalaust jafntefli við Þjóð- verja. I átta Hða úrslitum leika Frakkland og Holland, Þýskaland og Króatía, Spánn og England og Tékkland og Portúgal. ¦ Nánar/B4 Lausn á kúariðu- deilu í sjónmáli FASTANEFND dýralækna Evrópu- sambandsins samþykkti í gær sam- hljóða tillögur bresku stjórnarinnar um hvernig útrýma eigi kúariðu. Nefndin sat á fundi í allan gær- dag og sagði franskur embættismað- ur að samkomulag hefði náðst í kjöl- far þess að Bretar samþykktu mála- miðlun varðandi slátrun nautgripa. Samþykkt dýralæknanna eykur líkurnar á að hægt verði að finna lausn á kúariðudeilunni á leiðtoga- fundi Evrópusambandsríkjanna í Flórens um helgina. Kynnti fram- kvæmdastjórn ESB í gær tillögur að því hvemig megi afnema útflutn- ingsbannið á breskar nautgripaaf- urðir í áföngum og verða þær rædd- ar á fundinum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gærkvöldi, í samtali við þýska sjónvarpsstöð, vera vongóður um að deilan myndi leysast um helgina. ¦ Annar fundur/2l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.