Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÁ er nú bara að festa á þig samningahornin góða... Góðbyrjuní Grímsá og Víðidalsá í ÓLAFUR Þ. Harðarson með 19 punda hænginn af Breiðunni í Langá. VEIÐI hófst af krafti í Grímsá á mánudaginn og Víðidalsá á þriðju- dagsmorgun. Nokkrir laxar veidd- ust einnig er Stóra-Laxá í Hreppum var opnuð á föstudaginn fyrir helgi og eitthvað urðu menn varir í Sog- inu þegar það var opnað á sunnu- dag. Talsverður lax 18 laxar veiddust fyrsta heila veiðidaginn í Grímsá í Borgarfirði að sögn Kristjáns Ólafssonar eins veiðimanna við ána. Laxarnir sem veiddust voru af tveimur þyngdar- flokkum, annars vegar 4-5 punda nýrenningar og síðan 10 til 15 punda en nokkrir slíkir voru í aflan- um, þeir stærstu 13 og 15 punda. Laxinn veiddist nær eingöngu á maðk og mest frá Laxfossi og nið- ur í Þingnesstrengi. Eitthvað var þó auðsjáanlega gengið ofar, því nokkrir fískar veiddust í hyljum fyrir neðan Hörgsbrú og einnig í Oddsstaðafljóti. „Þetta var eitthvað annað en í AFRÆKTA kópnum í Húsdýragarð- inum heilsast betur, en á föstudag tókst að koma ofan í hann fæðu sem hann hélt niðri. Margrét Dögg Hall- dórsdóttir dýrahirðir kvaðst í gær telja hann hafa um helmings lífslíkur. „Við vonum það besta, og að minnsta kosti er ég ákveðin í að halda í honum lífinu. Við gerum allt sem við getum, erum með honum hálfan sólarhringinn, höldum á hon- um og ruggum honum, því að kópur- inn þarf félagsskap eins og lítið barn,“ segir Margrét Dögg. fyrra, en þá veiddist ekkert. í morg- un, er menn opnuðu ána, komu hins vegar 11 laxar á land, allt 10 til 15 punda fiskar, gullfallegir lax- ar,“ sagði Gunnar Bollason kokkur í veiðihúsinu við Víðidalsá í sam- tali við Morgunblaðið á þriðjudag. Gunnar sagði laxana veidda ýmist á flugu og maðk og víða um ána. Mest þó í Kerinu í Fitjá. Nokkrir úr Stóru-Laxá Þrír laxar veiddust í Stóru-Laxá Kópurinn er vistaður í sjúkraskýli garðsins, en móðir kópsins var sett út í selatjörnina í fyrradag og virðist hún hafa jafnað sig, að minnsta kosti sækir hún ekki lengur í hinn kópinn eins og hún gerði. Margar tillögur um nafn Ekki er búið að finna nafn á kóp- inn og segir Margrét Dögg margar tillögur hafa komið fram, en engar fengið náð fyrir augum manna. Ekki er vitað um kyn kópsins, sem auð- veldar ekki að nefna hann. í Hreppum á svæðum 1 og 2 er þau voru opnuð á föstudag. Er leið á daginn. varð áin nær óveiðandi vegna flóðs og gruggs. Laxarnir voru 12 til 14 pund og veiddust allir á maðk, svo og nokkrar 2 til 4 punda bleikjur. Ekki fréttist af efri svæðum Laxár utan að eitthvað mun hafa veiðst á efsta svæðinu. í Soginu urðu menn varir við nokkra laxa, en þar var opnað á sunnudaginn. Góðar horfur í Vopnafirði Laxveiðiár Vopnafjarðar hafa löngum tekið seinna við sér en aðrar hérlendar ár. Nú bregður svo við að lax er genginn bæði í Selá og Vesturdalsá og má þá búast við að það sama gildi um Hofsá. Helgi Þorsteinsson á Ytri-Nýp- um, formaður veiðifélags Selár, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði kíkt í ána á mánu- daginn og séð talsvert af laxi á hefðbundnum stöðum fyrir neðan Selárfoss. Það væri sannarlega óvenjulegt svo snemma sumars, en veiði hefst ekki í ánni fyrr en 27. júní. Lífslíkur kópsins betri i\lýr forseti SVFI Almenningnr kemur fyrstur á vettvang Guðmundur Tómasson AÞINGI Slysa- varnafélagsins var fjallað um þátt almennings í björgunar- störfum og slysavörnum, og samstarf björgunar- fólks við almenning á vettvangi slysa. „Eftir snjóflóðin og þær náttúruhamfarir sem urðu á Súðavík og Flat- eyri þá lærðu menn að þeir sem fyrstir koma á vettvang er almenningur. Það er að segja, nágrann- ar, ættingjar og vinir, og það eru þeir sem veita fyrstu hjálp og kalla til aðstoð. Það þarf því að veita þessu fólki fræðslu og þjálfun í að bregðast við,“ segir Gunnar. Hann bætir því við, að hið sama megi segja um forvarnir. Almenningur sé það afl sem best geti dregið úr hættu á slysum. - Nú kom fram á þingi Slysa- varnafélagsins að ekki þurfi ein- ungis að fræða almenning, held- ur þurfi björgunarfólk einnig að læra að umgangast almenning eftir að hamfarir hafa orðið. „Það sem helst er átt við, er að það eru, eins og ég nefndi, oft vinir og vandamenn sem eru nærri, og eins og sagt er, aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er fyrst og fremst það sem björgunarmaðurinn þarf að hafa í huga,“ segir Gunnar. „Hann þarf að fara vel að þessu fólki, hann þarf að kunna að fara að því.“ Gunnar nefnir að þar sem slys og hamfarir hafa orðið er al- menningur oft boðinn og búinn að veita alla aðstoð sem hann getur. „En það er ekki sama hvernig hún er veitt. Björgunar- menn þurfa að læra að nýta sér hjálp almennings, hvernig al- menningur getur best komið sérþjálfuðum björgunarmönnum til aðstoðar." -Hvert leitar Slysavarnarfé- lagið eftir fræðsluefni og upp- lýsingum um hvernig best megi stahda að þessum málum? „Það er helst til sálfræðinga og björgunarfólks sem hefur reynslu, bæði hér heima og er- lendis. Þetta eru allstaðar þekkt fræði. Hér á landi hefur Slysa- varnafélagið, og önnur samtök sem að björgunarstörfum vinna, á sínum snærum hópa fagfólks, sálfræðinga og annarra sem veita þessa fræðslu og aðstoð þegar áföll verða.“ - Hvað er það sem björgunar- fólk þarf að læra í þessum efn- um? „Þeir einstaklingar sem verða vitni að slysum eru mjög misjafnlega á sig komnir og misjafnlega tilbúnir til að veita aðstoð. Björgunar- menn þurfa að geta metið hvernig ástand þessa fólks er og hvernig best má nýta sér þá aðstoð, sem það getur veitt.“ Slysavarnafélag íslands hefur beitt sér fyrir því að komið verði ► Guðmundur Tómasson tók við starfi forseta Slysavarna- félags íslands á landsþingi félagsins sem haldið var á Laugavatni 6. og 7. júní. Guð- mundur er fæddur og uppal- inn í Grindavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla Islands og prófi frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Hann er fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Guðmundur er giftur Rut Óskarsdóttur og eiga þau fjóra syni. og opinbera starfsmenn sveitar- félaga, sem bera ábyrgð á og þurfa að sinna almannavörnum þegar hamfarir verða. „Það þarf að veita þessu fólki þjálfun í þessum fræðum og stilla saman krafta þess,“ segir Gunnar. „Þetta er það fólk sem helst þarf að geta unnið saman. Til þess viljum við fá skóla þar sem hægt yrði að sinna þessari nauðsynlegu fræðslu. Sjálf- boðaliðasamtökin, sem eru Slysavarnafélagið, Landsbjörg og Rauði krossinn, hafa nú þeg- ar ákveðnu hlutverki að gegna í almannavörnum. Þau sjá um að fræða sitt fólk og aðra um tiltekin svið almannavarna. Þetta viljum við útvíkka frekar með því að koma þessum skóla á laggirnar." - Sérðu hilla undir stofnun skólans? „Já, ég er vongóður. Það er áhugi fyrir þessu hjá Almanna- vörnum ríkisins og í stjórnsýsl- unni hérna heima. Við höfum vísi að þessu, þar sem er starf- semin í Saltvík. En við þurfum að gera betur." I Saltvík sér Slysavarnafélag- ið um kennslu í að bjarga fólki úr rústum húsa. Er þetta gert á vegum Almannavarna ríkis- ins. Gunnar segir að ekki sé áætl- að að almannavarnaskólinn yrði allur á einum stað. „Hluti af honum yrði að vera staðbund- inn, en einnigyrði starfinu sinnt á fót samræmdum almanna- með námskeiðahaldi úti um varnaskóla fyrir björgunarfólk landið. “ Aðgát skal höfð...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.