Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 11 FORSETAKJÖR ’96 Sveiflur í fylgi eftir stétt og búsetu SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 14.-17. júní hefur fylgi Ólafs Ragn- ars Grímssonar minnkað á Reykja- nesi í 40,6% úr 50,4% samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var 30. maí til 5. júní, eða um 9,8 prósentustig. Fylgi Péturs Kr. Hafstein á Reykjanesi hefur hins vegar vaxið úr 27,4% í 36,7%, eða um 9,3 prósentustig. Þegar litið er til fylgis einstakra frambjóðenda, skipt eftir stéttum, kemur í Ijós að fylgi Ólafs Ragnars meðal sérfræðinga hefur vaxið úr 22% í 36%, en meðal tækni- og skrif- stofufólks hefur fylgið minnkað úr 39,4% í 24,6% og meðal sjómanna og bænda úr 63% í 55,9%. Fylgi Péturs Kr. Hafstein meðal stjórnenda og embættismanna hefur minnkað úr 34,9% í 27,9% og meðal sérfræðinga hefur fylgið minnkað úr 34,1% í 25,8%. Hins vegar hefur fylgi hans meðal tækni- og skrif- stofufólks vaxið úr 31,8% í 44,9% og meðal sjómanna og bænda hefur fylgið vaxið úr 15,1% í 25,4% Fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur meðal stjórnenda og embættismanna hefur vaxið úr 14% í 18%, en meðal sérfræðinga hefur fylgi hennar minnkað úr 29,7% í 23,6%. Meðal tækni- og skrifstofufólks hefur fylgið hins vegar vaxið úr 15,9% í 21,7% og meðal þeirra sem starfa við ýmsa þjónustu og afgreiðslu hefur fylgi Guðrúnar vaxið úr 12,3% í 15,4%. Fylgi einstakra frambjóðenda skipt eftir menntun Óiafur R. Grímsson Pétur Kr. Guðrún Hafstein Agnarsdóttir Guðrún Ástþór Péturs- Magnús- dóttir son Nám á háskólastigi [ 26,8% [25,2 11,8 11,7% Bóki. á framk. sk. | 35,4% 133,9% 120,5% O 5,5% 14,7% Iðnnám Starfsnám Grunnsk/landspr. ■ 5,7% «17,4% Fjölgun á kjörskrá KJÓSENDUR á kjörskrá vegna kjörs forseta íslands 29. júní 1996, eru 194.784 og er ijöldi karla og kvenna svo til jafn. Konur eru 97.444 og kariar 97.340. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu íslands, en sveitar- stjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Hagstofa ís- lands lætur þeim í té. Við alþingis- kosningar 8. apríl 1995 voru kjós- endur á kjörskrá 191.973 en er talan nú 2.811 eða 1,5% fleiri. Breyttar reglur Er Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti íslands 29. júní 1980, voru kjósendur á kjörskrá 143.196. Kjósendur eru nú 36% fleiri. Forsetakjör fór fram 1988 og voru kjósendur á kjörskrá þá 173.829 og hefur þeim fjölgað um 12% frá þeim tíma. Kjósendur á kjörskrárstofni nú, sem höfðu ekki kosningarrétt vegna aldurs 1980, eru 76.781 eða 39% kjósenda og þeir sem hafa náð kosningaaldri eftir forsetakjörið 1988 eru 33.456 eða 17% kjósenda. Kosningaréttarreglur voru aðrar við forsetakjör 1980 og 1988. Ald- ursmark kjósenda var 20 ár 1980, en 18 ár 1988 eins og nú. Auk þess hafa ýmsar aðrar breytingar til rýmkunar verið gerðar varðandi kosningarétt og það hvar maður skal tekinn á kjörskrá. Pétur Hafstein heimsækir vinnustaði Morgunblaðið/Árni Sæberg PÉTUR Hafstein heimsótti vinnustaði í Reykjavík og nágrenni í gær. Hér spjallar hann við starfsfólk aðalbanka Búnaðarbankans. Tvennar kosningar æskilegar til að for- seti sé þjóðkjörinn PÉTUR Hafstein forsetaframbjóð- andi og eiginkona hans, Inga Asta Hafstein, heimsóttu vinnustaði í Reykjavík, í Hveragerði og Selfossi í gær. Pétur kynnti málefni sín og skoðanir á forsetaembættinu og svaraði spurningum starfsmanna. Pétur hélt stutta ræðu um málefni sín m.a. í Búnaðarbankanum um miðjan dag í gær og sagði að hlut- verk forseta væri aðallega bundið stjórnkerfi landsins, en jafnframt væri hann sameiningartákn þjóðar- innar. Þótt forsetinn sé valdalaus hefði hann áhrif og mikilvægt sé að forseti standist pólitískan þrýsting. Framganga forseta erlendis hafi mikla þýðingu fyrir hagsmuni þjóðar- innar og hann myndi halda áfram að gegna mikilvægu starfi sem frú Vigdís Finnbogadóttir forseti hefur hingað til rækt. Aríðandi sé að koma fram fyrir hönd heildarinnar, þjóðarinnar og at- vinnugreina á erlendri grund, en gæta skuli jafnræðis milli atvinnu- greina. Forseta beri að gæta aðhalds, ráðdeildar og sparnaðar og fara ekki fram úr fjárlögum Alþingis. Þannig gefi forseti gott fordæmi bæði í ríkis- rekstri og þjóðfélaginu almennt. Starfsmaður aðalbanka Búnað- arbankans spurði Pétur Hafstein um skoðun hans á því fyrirkomulagi að nægjanlegt sé að forseti sé kjörinn með minnihluta atkvæða. Pétur svar- aði að slík kosning væri óæskileg. Þjóðkjör forseta skipti miklu máli og vanda beri að slíku kjöri. Minni- hluti atkvæða sé ekki nægilegt til að forseti hafi óskorað umboð þjóðar- innar. Tvennar kosningar til forseta séu æskilegar til að tryggja að meiri- hluti þjóðarinnar standi að baki kjöri forseta. „I Rússlandi er verið að kjósa forseta um þessar mundir og þar eru tvær umferðir forsetakosn- inga þar sem enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða í fyrri um- ferð. Þannig eru Rússar komnir lengra en við á lýðræðisbraut," segir Pétur Hafstein. Pétur var spurður álits á skoðana- könnun félagsvisindadeildar Háskól- ans sem birtist í gær. „Það sem kemur fram í skoðanakönnunum eru oftast vísbendingar um fylgi fram- bjóðenda og verða þær marktækari eftir því sem nær dregur kosningum. Nýju skoðanakannanirnar eru í sam- ræmi við það sem ég hef skynjað og mikil hreyfing er í pottinum. At- hyglisvert er að sjá í könnuninni hve dregið hefur saman milli frambjóð- enda og má áætla að veruleg breyt- ing verði enn,“ sagði Pétur Hafstein. e e KRABBAMEINSFELAGSINS €, i£ e e ÁÁ % e e e €, e ‘(jltdváttUY 17. jwií 1996 n. VINNINGAR T M Subaru Impreza. Verðmæti 1.750.000 krónur: 140313 -v Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.250.000 krónur: 47531 Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu. Verðmæti 100.000 krónur: f@. 2323 26932 44450 64094 81801 93096 111545 124601 v 2451 27120 44781 64960 82251 94758 111793 126523 2650 27783 45385 65323 82847 96797 113177 128728 a. 3336 28848 46843 69220 84672 97972 113893 129259 4786 29983 48954 69864 84843 100798 114378 129413 5588 32616 49222 71262 85026 104118 115510 132827 m 10585 34418 49417 73512 85591 104186 116040 135274 12442 34981 51153 76718 86078 104238 116391 136336 13586 35174 51986 78603 88790 104581 117885 143326 14572 35582 52412 78759 88907 104727 117914 144750 o 15691 37875 52797 79701 90782 105029 121012 145111 ÁÁ 15706 39601 53027 81249 91119 107488 122070 145465 17584 41048 54213 81469 91181 107923 122307 149254 17612 41782 58032 81497 91842 110695 123239 151770 hL 26672 44441 60619 81558 92429 110761 124559 151787 GSM-farsími (Motorola Flare) xt? eða annar símabúnaður frá Pósti og síma. Verðmæti 47.000 krónur: 5057 12424 42555 55740 74375 90122 102407 137840 8104 12884 48900 56094 75467 91801 106618 139953 8349 15014 49540 58685 77751 96148 107943 148706 8371 25277 49690 59381 78430 96551 108211 151697 9010 30449 52161 61706 79205 97533 118334 9653 33848 53239 67822 79805 98999 123123 i£ 9765 34136 54166 73855 84247 99943 123596 &, 11826 41209 54218 74311 87118 102193 125319 i£ Handhafar vinningsmiða cl) rfQ abhan miiMfélíujiá þakkar land&mönnum imttan átnðnimi framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsféiagsins að " Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, sími 562 1414 1 e^<®íx(3>{í(©<í(8><x(©«£x(©^í(8><íx(©<Cx<3><j<s> e e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.