Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Togararnir á síldveiðar Ónýttar veiði- heimildir togara til nótaskipanna SÍLDARKVÓTI íslenskra togara sem ekki verður nýttur færist yfir á nótaskipaflotann til að fullnýta veiðiheimildir úr síldarstofninum. Óánægja er á meðal útgerðamanna togaranna vegna þessa því þeir telja togarana hæfari til að vinna verð- mætari afurðir úr síldinni. Togarar sem hafa leyfi til síld- veiða eiga að vera lagðir af stað til veiða í síðasta lagi fyrir miðnætti í kvöld. Upphaflega var kveðið á um í reglugerð að togaranir skyldu halda til veiðanna fyrir 20. maí en því var frestað um mánuð vegna þrýstings frá útgerðamönnum. Nú eru um 25.000 tonn eftir af heildarkvóta íslendinga úr norsk- íslenska síldarstofninum og þar af var togurum úthlutað 6.782 tonn- um. Tólf togarar sóttu um síidveiði- heimildir en nú er útlit fyrir að þeir muni ekki allir nýta heimildir sínar. Hver þessara togara hefur fengið úthlutað ákveðnum kvóta og er viðmiðunin tveir fullfermistúrar og er þá miðað við stærstu landanir þessara skipa á síðustu sex árum. Nótaskipin bíða aukaúthlutunar Kvóti sem togaramir nýta ekki verður hins vegar ekki fluttur yfir á togara sem nýta sínar eigin heim- ildir, heldur verður það sem hrýtur af borðum togaranna líklega flutt yfír á nótaskipin. Þarna skarast því greinilega hagsmunir en talin er hætta á að annars yrðu þessar heim- ildir ekki nýttar. Nótaskipin eru langflest búinn með síldarkvóta sinn og hafa verið að bíða eftir aukaút- hlutun því að nú styttist í að loðnu- veiðar hefjist. Norðmenn með verðmætari afurðir Engin síld hefur verið unnin til manneldis á þessu ári vegna átu sem í henni er. Norsk skip á síldarmiðun- um hafa mörg geymt síldina í nót- inni þar til hún hefur hreinsað sig af átunni, sett hana í kælitanka, flakað og fryst á miðunum og aukið þannig verðmæti hennar til muna. Engin íslensk skip eru með flökun- arbúnað um borð en ljóst þykir að frystitogararnir hafa betri útbúnað og meiri möguleika á að vinna síld- ina til manneldis en nótaskipin og skapa því verðmætari afurð með því að heilfrysta hana. Útgerðamenn þeirra togara sem Morgunblaðið ræddi við voru flestir ósáttir við að brottför skyldi ekki frestað enn frek- ar, þangað til að síldin verði orðin hæfari til manneldisvinnslu. Flökunarbúnaður kostar tíu milljónir Grandatogarinn Þemey RE er með stærsta síldarkvótann af ís- lensku togurunum eða 1.022 tonn. Þemey hélt til síldveiðanna í gær- kvöld þrátt fyrir léleg aflabrögð á miðunum undanfarna daga en tveir togarar, Hoffell SU og Venus HF, eru þegar komnir á síldarmiðin og hefur veiði verið heldur dræm sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sigurbjörn Svavarsson, útgerða- stjóri hjá Granda hf., segir að síldin verði heilfryst um borð í Þerney og ekki hafi verið talið hyggilegt að fjárfesta í flökunarbúnaði en kostn- aður við slíkt gæti orðið um 10 milljónir króna á skip. Sigurbjöm segir að þessi kostur verði líklega skoðaður betur á næstu árum þegar meiri reynsla verði komin á þessar veiðar. Spumingin í augnablikinu væri hinsvegar hvort að síldin sé orðin nógu feit og laus við átu og hæf til heilfrystingar. Töluverður tilkostnaður Hoffell SU frá Fáskrúðsfírði er þegar komið á síldarmiðin en skipið fékk 444 tonna síldarkvóta í sinn hlut. Síldin verður ísuð um borð og flutt til manneldisvinnslu í landi ef ástand hennar leyflr að sögn Eiríks Ólafssonar, útgerðastjóra Hrað- frystihúss Fáskrúðsfjarðar. Hann segir að aukakostnaður við síldveiðar sé töluverður ef fjárfest sé í „asdiki“ eða öðmm nausynlegum búnaði en þeir muni hinsvegar nota sama flott- roll og þeir hafa verið með hingað til, þó nokkrar breytingar þurfi að gera á belg og poka. Eiríkur segir að þeir hefðu gjaman viljað bíða með að fara á síldina en það hafí reglugerðin hinsvegar ekki leyft. Átan að minnka Ólafur Jónsson GK hélt til síld- veiða í gær og segir Ólafur Baldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Mið- ness hf., að þar verði sfldin fryst um borð. Hann segir að skipið hafi farið á síld fyrir þremur ámm og því sé allur tilkostnaður núna í lág- marki. „Mér sýnist þetta stefna í að verða allt í lagi. Síldin er orðin nógu feit og okkur skilst að átan í henni sé að minnka,“ segir Ólafur. Venus tap- aði trolli TOGARINN Venus HF frá Hafn- arflrði varð fyrir því óláni á dögunum að tapa flottrolli þegar að skipið var við karfaveiðar á Reykjaneshrygg á dögunum. Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., segir að togvír hafi slitnað þegar togað var á um 600 faðma dýpi og í kjölfarið hefðu grandarar slitnað og trollið farið niður. Kristján sagði að ekki væri Ijóst hvað hefði valdið þessu en ver- ið væri að kanna hvort að um galla í togvírunum væri að ræða en þeir vora nýlegir. Hann sagði að nær ómögulegt væri að slæða upp veiðar- færin á slíku dýpi og því ljóst að fjárhagslegt tjón væri nokkuð en veiðarfæri em ekki tryggð ef þau tapast í sjó. (XTW Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fijótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensinstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. Nýtt áfall fyrir maf- íuna CALOGERO Ganci, sonur eins af guðfeðram mafíunnar á Sik- iley, hefur ákveðið að taka upp samstarf við yfirvöld á Ítalíu og vitna gegn sínum fyrri fé- lögum og sjálfur hefur hann játað aðild að meira en 100 morðum. Situr hann nú í fang- elsi fyrir morðið á dómaranum Giovanni Falcone árið 1992 ásamt föður sínum, Raffaele, og bróður, Domenico, og búist er við, að hann segir frá glæpa- verkum þeirra. Karpov vann biðskákina ANATOLÍ Karpov vann sjö- undu skákina gegn Gata Kamskí í heimsmeistaraeinvígi FIDE, Alþjóðaskáksambands- ins, í Elista, höfuðstað rússneska sjálfstjóm- arlýðveldis- ins Kalmúk- íu, í gær. Var um að ræða bið- skák frá því á þriðjudag og gafst Kamskí upp í 71. leik. Staðan er nú 5-2 fyrir Karpov í 20 skáka einvígi. Unabomber ákærður THEODORE Kaczynski, fyrr- verandi stærðfræðiprófessor, var formlega ákærður í gær fyrir fjögur sprengjutilræði í Bandaríkjunum í gær. Ollu þau dauða tveggja manna. Er Kacz- ynski grunaður um að vera hinn svokallaði Unabomber og talið er, að hann hafí valdið dauða þriggja manna og slasað 23 í mörgum sprengjutilræðum um 23 ára skeið. Mikil flóð í Jemen AÐ minnsta kosti 123 mann- eskjur hafa farist og meira en 100 er saknað í mestu flóðum, sem orðið hafa í Jemen. Hefur rignt þar meira en dæmi era um og hafa stjórnvöld beðið erlend ríki um aðstoð. Aftökur í Kína TÓLF menn hafa verið teknir í lífi í Kína fyrir margvíslega glæpi að sögn ríkisfjölmiðlanna í gær. Voru mennirnir dæmdir fyrir að neyða konur til vændis- lifnaðar, fyrir rán og fyrir að Ijóstra upp um ríkisleyndarmál. Atti það síðastnefnda við um lögregluforingja, sem varaði glæpaflokk við yfírvofandi handtöku. Fundu tonn af heróíni ÍRANSKIR þjóðvarðliðar lögðu hald á eitt tonn af heróíni skammt frá höfuðborginni, Te- heran, fyrir nokkrum dögum. Er um að ræða óvenjulega mik- ið magn, jafnvel á íranskan mælikvarða. Talið er, að um ein milljón eiturlyfjaneytenda sé í íran og um Iandið er flutt mikið af eiturlyfjum frá Afg- anistan og Pakistan til Evrópu. Karpov Leiðtogafundur arabaríkjanna í Kairó Friður eða aft- urför í efna- hag’smálunum Beirut. Reuter. LEIÐTOGAFUNDUR arabaríkj- anna, sem hefst í Kairó á laugardag, mun ekki aðeins fjalla um stjórn- málaástandið og friðarhorfur í Mið- austurlöndum með tilkomu Benjam- ins Netanyahus og Likudflokksins í ísrael, heldur einnig um efnahags- ástandið í ríkjunum, sem er almennt erfítt. Víða hafði verið vonast til, að friðarsamningar ísraela og Palest- ínumanna myndu leiða til aukinna viðskipta og fjárfestinga en nú veit enginn hvað við tekur. Bitnar það ekki síst á Líbanon. Efnahagsástandið í mörgum ara- baríkjanna einkennist af litlum hag- vexti, miklum fjárlagahalla, lækk- andi olíutekjum og vaxandi skuld- um. Líbanski hagfræðingurinn Kamal Hamdan segist vera mjög svartsýnn á framtíðina komi einhver afturkippur í friðarferlið og hann telur, að búast megi við þjóðfélags- legri og stjórnmálalegri ólgu í ríkj- um eins og Líbanon, Jórdaníu, Egyptalandi og Sýrlandi eftir þijú eða fímm ár haldi efnahagsástandið áfram að versna. Fjármagnsflótti Fjármálamenn í arabalöndum segjast óttast, að í stað „friðarávinn- ings“ muni fjárstreymi til heimshlut- ans minnka og óvissan, sem nú rík- ir, virðist þegar vera farin að hafa þau áhrif í Líbanon. Aukist spennan enn, svo ekki sé talað um beina árekstra, munu ekki aðeins fjárfestar halda að sér höndum, heldur mun verða um að ræða beinan fjármagns- flótta frá Miðausturlöndum. Líbanir era enn að reyna að ná áttum eftir 17 daga loftárásir ísra- ela í apríl, sem munu líklega kosta ríkið eina 33 milljarða ísl. kr., en þeir hafa jafnan orðið harðast úti þegar upp úr hefur soðið í Miðaust- urlöndum. Ríkisstjórnin virðist engu fá ráðið þegar Hizbollah-hreyfingin er annars vegar og hefji hún aftur árásir á Israel tekur sami darraðar- dansinn við á nýjan leik. Reutcr Kosið á ný KONUR bíða þess að röðin komi að þeim að greiða atkvæði í Bangladesh í gær. Þingkosningar fóru fram í landinu 12. júní, en yfirkjörstjórn ákvað að kosið skyldi á ný í 27 kjördæmum, þar sem átök urðu og kjörfundur gat ekki gengið snurðulaust. Kjör- sókn var góð í gær, og öryggis- gæsla ströng. Þegar búið var að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema einu í gær hafði Awami- fylkingin, undir forystu Sheik Hasina, alls fengið 146 þingsæti af 300. Þjóðernisflokkur fyrrum forsætisráðherra, Beghum Khaleda Zia, hafði hlotið 116 sæti. Jatiya-flokkur fyrrum forseta, Hossain Mohammad Ershad, sem situr í fangelsi, hafði fengið 31 sæti. Aðrir flokkar fengu samtals sex sæti. Hasina hefur þegar tryggt sér nægan stuðning á þingi til þess að geta myndað sljórn þegar þingið kemur saman á næstu dögum. Di Pietro lætur enn til sín taka Fylgst með ríkis- starfsmönnum Róm. Rcuter. ANTONIO di Pietro, ítalski rannsókn- ardómarinn fyrrverandi, sem átti hvað stærstan þátt í að lögum og reglu var komið yfír gamla, spillta stjóm- málaaðalinn á Italíu, hefur valdið nokkra uppþoti, með því að fullyrða að spilling grafi enn um sig í stjóm- málalífínu. Segir hann, að opinbera starfsmenn sem lifl hátt eigi að reka. „Di Pietro vill rannsaka alla opin- bera starfsmenn," segir í fyrirsögn blaðsins II Giornale í gær. Di Pietro er nú ráðherra opinberra framkvæmda í ríkisstjóm Romanos Prodis. Di Pietro tjáði nefnd þing- manna á þriðjudaginn að það væri enn ekki heiglum hent að reka opin- bera starfsmenn sem uppvísir hefðu orðið að spillingu. Di Pietro var í fararbroddi hóps rannsóknardómara sem nefndu sig „hreinar hendur" og beittu sér gegn spillingu í stjómmálum Italíu. Sagði Di Pietro í gær það vera staðreynd að spilling græfí enn um sig meðal opinberra starfsmanna. Stöðugt þyrfti að fylgjast með lífs- stíl þeirrar hálfu fjórðu milljónar fólks sem vinni hjá hinu opinbera, og meta ætti eignir þessa fólks með reglulegu millibili, til þess að athuga hvort það bærist á umfram það, sem eðlilegt gæti talist. Þá ríkisstarfsmenn, sem ekki gætu gert grein fyrir hvemig þeim hefðu áskotnast fjármunir, ætti að reka umsvifalaust. Sem ráðherra opinberra fram- kvæmda hefur Di Pietro umsjón með öllum verksamningum sem hið opin- bera gerir, en einmitt þar varð spilling hvað djúptækust í byrjun áratugar- ins. Stjórnmálaflokkar kröfðust þá mútugreiðslna frá verktakafyrirtækj- um íyrir að veita tilboðum þeirra brautargengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.