Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 27 LISTIR AÐSEIMDAR GREIINIAR • FORSETAKJÖR Morgunblaðið/Júlíus ÖNNUR mynda Tolla, sem fer á Ólympiuleika listarinnar í Atlanta. _ Tolli sýnir á Olympíuleikum listarinnar ÓLYMPÍULEIKAR listarinnar verða haldnir í Atlanta á sama tíma og Ólympíuleikarnir í sumar. Einn listamaður frá hveiju þátttökulanda sýnir verk sín þar, alls 140. Tolli sýnir tvö verk á sýningunni, sem opnar 26. júlí næstkomandi. Lista- maðurinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að sýningin tengdist ekki Ólympíuleikunum nema óbeint. Aðilarnir sem standa að sýningunni hafa skipulagt sýningar með sömu listamönnum í Japan 1998 og Sidn- ey í Ástralíu árið 2000. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að fá að viðra spjöldin á öðru markaðstorgi en hér heima á eyjunni. Þetta eru sterkir aðilar með alþjóðleg umsvif þannig að þetta gæti gefið ýmsa möguleika," sagði Tolli en hann sýndi einnig í Seul þegar Ólympíu- leikarnir voru haldnir þar, þá á eig- in vegum. íslendingar í Essen Tolli opnar sýningu í Essen í Þýska- landi 2. nóvember næstkomandi og á opnunardag munu Bubbi Morth- ens, Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson koma fram. „Þetta er svona lítil listahátíð í samvinnu við þarlenda aðila og íslenska sendi- ráðið í Bonn.“ FRÁ kynningarfundi vegna útgáfu bókarinnar Iceland - the Republic. Frá vinstri: Sigurður Snævarr, Birgir Isleifur Gunnars- son, Valdimar Kristinsson, Jóhannes Nordal, Eysteinn Þorvalds- son og Sigurður H. Richter * Nýtt rit um Island KYNNINGARRIT á ensku um ísland er komið út á vegum Seðlabanka íslands. Hér er um að ræða frumsamda útgáfu bók- ar sem kom fyrst út árið 1926 í tilefni af 40 ára afmæli Lands- banka íslands til kynningar á landi og þjóð. Heiti bókarinnar er Iceland - the Republic og fjallar hún um náttúru Islands, sögu menningu og efnahag islensku þjóðarinnar. AIls hafa fjörutíu höfundar lagt útgáfunni lið með sérfræðiþekk- ingu sinni en ritsjórar eru Jó- hannes Nordal og Valdimar Kristinsson. Siðan bókin kom fyrst út hefur hún verið endurút- gefin á tíu ára fresti, en að þessu sinni er meiri áhersla lögð á timabilið frá upphafi lýðveldis til vorra daga. Þá eru fleiri myndir en áður auk taflna. Bókinni er ætluð þeim sem vilja kynna sér land og þjóð og segja aðstandendur bókarinnar að mælikvarði á gæði bókarinnar séu viðtökur þær sem hún hefur fengið af t.a.m. utanríkisþjón- ustunni sem notað hefur fyrri útgáfur til að svara þeim fjöl- mörgu fyrirspurnum sem berast frá erlendum aðiluin. Þá hafa skólar og stofnanir erlendis víða um heim nýtt sér bókina. Miðað við sambærilegar bækur sem gefnar eru út í öðrum evrópu- löndum stenst þessi fyllilega samanburð að sögn ritstjóra nema að því er varðar endurnýj- un útgáfna sem er árleg í t.d. Bretlandi. Styrkur bókarinnar liggur, að mati ritstjóra einkum í því að hún nær yfir alla þætti þjóðlífsins og kemur öllum að notum. Bókin er prentuð í 6 þúsund eintökum að þessu sinni og er dreift af Seðlabanka Islands og Iceland Review. Maður án fortíðar STUÐNINGSMENN Ólafs Ragnars Grímssonar forsetafram- bjóðanda virðast engan áhuga hafa á að riija upp afrek hans af vett- vangi stjórnmálanna, telja slíkt raunar jafngilda rógburði. Hins vegar tíunda þeir mjög vísinda- og kennslustörf hans á árum áður og rekja afrek hans mörg og glæst í fjarlægum heimsálfum og marg- háttaðar viðurkenningar sem hon- um hafa hlotnast á alþjóðavett- vangi. Kjósendur hljóta að meta frambjóðendur af því hvernig þeir hafa kynnt sig í verkum sínum og fráleitt að ætlast til þess að þögnin og gleymskan fái að geyma það sem þeim kemur illa. Fortíðin hlýtur að fylgja þeim í heilu lagi, ekki aðeins valdir úrvalskaflar. Ásókn Ólafur Ragnar hefur nú mjög á orði að þjóðin sæki sér forseta en láti ekki skipa sér fyrir verkum. Má af þeim orðum hans skilja að þjóðin hafi sótt að honum með bænakvaki og fengið hann, ófúsan, til að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur illa heim og saman við þá mynd sem þjóðin hefur af stjórnmálamanninum Ólafi Ragn- ari, sem sótti af kappgirni og ærn- um metnaði eftir völdum og frama í Framsóknarflokki, Möðruvallar- hreyfingu, Samtökum fijálslyndra og vinstrimanna og loks í Alþýðu- bandalaginu. Munu margir enn sárir og meiddir eftir þá hörðu ásókn sem Ólafur Ragnar veitti þeim þegar hann var að brjótast til áhrifa. Ólafi Ragnari auðnaðist aldrei að sameina jafnaðarmenn þótt hann teldi það helsta erindi sitt í stjórnmálum. Honum reyndist bet- ur gefið að ala á tortryggni, sundr- ungu og óánægju en að efla og hvetja til samstöðu um hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Hann sparað- ist ekki við að gera andstæðingum sínum upp hvatir og hugsanir þeg- ar honum þótti henta. Með því að spyrða saman óskylda aðila með óljósum dylgjum tókst honum oft að prjóna kostulegar samsæris- kenningar. Þannig eru helstu auð- menn landsins Kolkrabbinn, og Engeyjarætt eitt og hið sama. All- ir þeir sem eru af þessari ætt eða venslaðir henni eru jafnframt hluti af Kolkrabbanum og því óvinir vinnandi stéttar en Ólafur Ragnar hins vegar hinn mesti alþýðuvinur og styrktarmaður þeirra sem bágt eiga. Með svonefndri þjóðarsátt, sem Ólafur Ragnar beitti sér fyrir öðrum fremur, urðu gríðarlegar eignartil- færslur í íslensku samfélagi. Ýms- um sköttum og skyldum var aflétt af fyrirtækjum og launafólki gert að axla enn þyngri byrðar en fyrr. Skuldir heimila í landinu hafa á fáum árum stóraukist meðan bank- ar hafa afskrifað milljarðatugi og fyrirtæki skila eigendum sínum ríf- legum hagnaði og eru þá Kolkröbb- ungar ekki undanskildir. Hillingar Mikið hefur verið látið með kynni Ólafs Ragnars af ónefndum frammámönnum og þjóðmæringj- um í fjarlægum heimshornum. Gefa stuðningsmenn hans í skyn að það geti orðið íslenskri þjóð gróðavegur að hagnýta sér þá þessi persónulegu tengsl Ölafs Ragnars þegar hann verður orðinn forseti. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þessir vildarvinir forsetaframbjóðandans eru hálfgerðar skuggaverur, í þeirra hópi virðist að minnsta kosti ekki vera neinir málsmetandi þjóðarleið- togar né nafntogaðir viðskiptajöfr- ar. En fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla og ef til vill ekki svo illa til fundið hjá Ólafí Ragnari að leika á strengi íslenskrar minni- máttarkenndar gagnvart öllu því sem útlent er og einfeldni þeirra sem stöðugt treysta á skjótfenginn gróða. En okkur er hollt að muna það að upphefðin kemur ekki að utan og auður íslendinga liggur ekki í annarra garði heldur hjá okkur sjálfum. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars eru ólatir við að telja fram allar þær viðurkenningar sem honum hafa hlotnast fyrir störf sín á alþjóða- vettvangi. Hann hefur sjálfur gefið í skyn að viðurkenningar af þessu tagi séu margvíslegar og ekki allar jafnmerkilegar. Engin ástæða er þó til að ætla annað en Ólafur Ragnar verðskuldi allar þessar við- urkenningar en óneitanlega merki- legt hve sú þjóð sem þekkir hann best hefur haft á honum litlar mætur. Púkablístran Ólafur Ragnar hefur flestum öðr- um meiri þekkingu á innviðum hins íslenska flokkakerfis og samspili íjölmiðla og stjórnmála. Meðan hann gegndi starfi fjármálaráð- herra átti hann greiðan aðgang að Ijölmiðlum og var þá óspar á að básúna fagnaðarboðskap sinn í tíma og ótíma. Nú, síðustu misserin, hefur Ólafur Ragnar kosið að þegja og fjölmiðlarnir þegja með. Þetta á sér ef til vill þá skýringu að marg- ir blaða- og fréttamenn voru nem- endur Ólafs Ragnars á árum áður og veigra sér við að sýna ástsælum kennara sínum óþarfa aðgangs- hörku. Það er altént með eindæm- um hve einfalt honum reynist að leika á púkablístru íjölmiðlanna og fá alla til að dansa með. Og þó, það er ef til vill ekki einkennilegt því auk þess sem nefnt var hér að fram- an má benda á að trúnaðarmaður Ólafs Ragnars í þessum kosningum, víðkunnur lögmaður og umsvifa- mikill athafnamaður, er einnig stjórnarmaður í Stöð 2. í okkar litla samfélagi liggja víða leyndir þræðir og fáum betur kunnugt um þá en Ólafi Ragnari og betur lagið að notfæra sér þá. Þögnin og gleymskan Það er einkennilegt hvað Ólafur Ragnar, sem ævinlega var áfjáður í að ná eyrum og augum alþjóðar, er skyndilega orðinn þegjandalegur og ekki síður hitt hve mikilsvert honum virðist að stjórnmálaferill hans sé með öllu gleymdur. Vel má vera að honum þyki hentara um sinn að þögnin og gleymskan geymi þau verk sem hann hefur unnið. Það er hins vegar full ástæða fyrir kjósendur að minnast verka Ölafs Ragnars er þeir greiða at- kvæði sitt 29. júlí. ÁRSÆLL FRIÐRIKSSON Höfundur er kennari. í SEXTÁN ár hafa Islendingar baðað sig í frægðarljóma forseta síns heima og heiman. Landinn hefur notið þess, meðvitað eða ómeðvitað, að þjóðin væri álitin fordómalaus og jafnréttissinnuð - jafnvel ekki fráhverf kvenfrelsi á góðum stundum. „Forsetinn ykkar er kona,“ segja útlendingar við okkur með hreim viðurkenn- ingar í röddinni. Og til að kóróna allt hefur þessi kona, sem hvar- vetna hefur áunnið sér aðdáun og virðingu, verið óstudd af maka í starfi sínu. Flestir munu taka undir það, að öllum embættis- skyldum hafi eigi að síður verið vel sinnt, enda hvergi kveðið sérstak- lega á um verksvið forsetamaka í okkar stjórnskipan. Nú er hins vegar eins og þjóðin hafi allt í einu fengið nóg af þessum orðstír hleypidómaleysis og trausti í garð kvenna. Þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta eftir nokkra daga, og nú stendur það upp úr öðrum hveijum manni, að tími sé kominn til að fá gamla hefðbundna fjöl- skyldumynstrið á Bessastaði. Þar skuli sitja forystusinnaður karl með eiginkonu sér við hlið, sem kunni sitt hlutverk o g styðji eiginmann sinn til verka. Þá tekur hver eftir öðrum, að nú eigi ekki að kjósa konu af því að kona sé búin að sitja svo lengi í emb- ættinu og það megi ekki verða kvenna- starf. Einnig heyrast þær raddir, að engin kona geti fetað í fót- spor Vigdísar forseta, og skilja má jafnvel, að kona hafi fyrir ein- staka náð þjóðarinnar fengið að gegna starfi forseta. Þessi viðhorf koma óþægilega á óvart. Aldrei heyrist sá máiflutn- ingur, að karl geti ekki leyst annan karl af hólmi af því að hann sé karl. Er þetta þáttur í því bak- slagi, sem við höfuin skynjað í jafn- stöðu kynjanna að undanförnu? Er verið að segja konum, hvar þeirra staður sé í tilverunni? Er markmið- ið að koma öllu í gamla horfið aft- ur? Konur hafa sótt fram á mörgum sviðum þjóðfélagsins á liðnum árum, og efalaust hefur Vigdís Finnbogadóttir verið mörgum hvatning í sókn þeirra til áhrifa. Sú þróun verður að halda áfram. Þjóðfélagið hefur ekki ráð á að nýta ekki þá hæfileika, sem helm- ingur þjóðarinnar býr yfir. Lands- mönnum yrði það styrkur, ef þeir gætu áfram horft til Bessastaða um fordæmi. Árið 1980 þótti framboð konu til embættis forseta íslands ótrúlegt áræði, ef ekki fífldirfska. í dag vekur það ekki sömu hughrif, að konur bjóði sig fram til þessa starfs. Eigi að síður er róðurinn þyngri fyrir konu, sem vill sækja fram á þessum vettvangi sem öðrum. Fimm einstaklingar gefa nú kost á sér í þetta embætti. Með tilliti til þess hve hlutur kvenna er ennþá rýr í helstu áhrifastöðum þjóðfé- lagsins er það gleðileg staðreynd, að í þeirra hópi eru tvær áræðnar og hæfileikaríkar konur. Því verður tæpast trúað, að landsmenn láti úrelt sjónarmið um hlutverk karla og kvenna ráða atkvæði sínu. Ég vel Guðrúnu Agnarsdóttur. Ekki aðeins vegna þess að hún er kona, sem þó skiptir máli eins og að framan segir, lieldur ekki síður vegna ótvíræðra hæfileika hennar til að gegna starfi forseta með reisn. Hún er fjölmenntuð, mál- efnaleg, fáguð í framkomu, mann- blendin og trúverðug í sínum mál- flutningi. Frá fyrri störfum flytur hún með sér verðmæta og fjöl- breytta reynslu, sem reynast mun gott veganesti á vegferð þjóðhöfð- ingja. Hún yrði verðugur fulltrúi þjóðarheildarinnar og sú fyrir- mynd, sem þjóðin þarf og vill eiga í forseta sínum. SVANHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR, Reykjavík Höfundur er skrifstofustjóri. Sú fyrirmynd sem þjóðin þarf Svanhildur Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.