Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Arvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HINN MANNLEGI ÞÁTTUR VIÐ íslendingar stærum okkur gjarnan af mjög góðu og háþróuðu heilbrigðiskerfi, enda eigum við afar vel menntaðar heilbrigðisstéttir og ágætlega búin sjúkra- hús og heilsugæslustöðvar. Þegar við berum heilbrigðis- þjónustu hér á landi saman við það sem gerist annars staðar í heiminum, er samanburðurinn einatt okkur í hag. Sigrún Ásta Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur sagði í athygli verðu samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að sér fyndist umfang skrifræðis hjúkrunarstarfsins hafa vaxið óeðlilega á kostnað aðhlynningarstarfa við sjúkl- inga. Sigrún Ásta hefur víðtæka reynslu af hjúkrunarstörf- um, þar með talið reynslu af hjúkrun við dauðvona sjúkl- inga. Auk þess greinir Sigrún Ásta frá því í áðurnefndu viðtali að hún sjálf sé dauðvona krabbameinssjúklingur. „Mér finnst að hjúkrun eigi að miðast að því að gefa sjúklingnum allan þann tíma sem mögulegt er, hann þarf hins vegar ekki á allri þessari skriffinnsku að halda frammi á vakt sem nú tíðkast, það hef ég lært á flakki mínu milli hinna ýmsu sjúkradeilda," segir Sigrún Ásta. í máli hennar kemur jafnframt fram sú skoðun, að sama hjúkrunarfólkið ætti að sinna sömu sjúklingum sem mest. „Það er hræðilegt að vera sjúklingur og fá nýtt hjúkrunarfólk til sín á hveijum degi, þá myndast engin tengsl. Þá fer sjúklingurinn á mis við hinn andlega og félagslega þátt hjúkrunarinnar, sem er svo mikils virði,“ segir hún. Þessi orð Sigrúnar Ástu eru einmitt mergurinn máls- ins. Eðli hjúkrunar er að líkna sjúkum. Líknin er ekki síst fólgin í þeim tengslum sem hjúkrunarfólk nær að mynda við sjúklinga sína og skapa þannig gagnkvæmt traust, virðingu og væntumþykju. Skrifræði má aldrei ryðja hinum mannlega þætti hjúkrunar til hliðar. ALDUR, ÁFENGI, ÁBYRGÐ SKÓLAMEISTARI Menntaskólans á Akureyri, Tryggvi Gíslason, gerði áfengislögin að umtalsefni í ræðu sem hann hélt við hefðbundin skólasiit á þjóðhátíðardaginn. í ræðunni benti Tryggvi á það ósamræmi sem er að finna í landslögum varðandi réttindi ungs fólks. Ung- menni hljóta lögræði við átján ára aldur og geta gengið í hjónaband. Átján ára fá menn kosningarétt og verða jafnframt kjörgengir við kosningar til þings og sveita- stjórna. Hins vegar er ekki heimilt að selja ungmennum áfengi fyrr en við tuttugu ára aldur. „Undarlegt ósamræmi kemur fram í lögum sem snúa að réttindum og skyldum ungs fólks, þetta eru undarleg lög, enda eru þau þverbrotin eins og dæmin sanna. Lög- in ýta undir virðingarleysi fyrir lögunum sjálfum - og það mega lög ekki gera,“ sagði Tryggvi. Þetta er flókið og viðkvæmt mál sem skólameistari MA gerir að umtalsefni. Þær þversagnir sem hann bendir á eru augljósar. Það er ávallt álitaefni hvar setja eigi ákveðin aldursmörk. Áfengisneysla ungmenna er verulegt vandamál í okkar samfélagi og óvíst hvaða afleiðingar það hefði, ef aldursmörk yrðu færð neðar. Það ber hins vegar jafnframt að hafa hugfast, að áfeng- isneysla ungmenna mun yngri en tuttugu ára er stað- reynd og hefur verið um áratuga skeið. í því sambandi má velta fyrir sér, hvort núverandi aldursmörk ýti undir þá umfangsmiklu ólöglegu verslun með áfengi sem á sér stað hér á landi. Hvað sem öðru líður mælir margt með samræmi í þess- um efnum, hvort sem aldurmörk vegna áfengiskaupa verða lækkuð eða önnur aldursmörk hækkuð. Að umgang- ast áfengi á siðaðan hátt krefst ábyrgðarkenndar. Það felst hins vegar engu minni ábyrgð í því að ákveða að efna til hjúskapar og axla önnur borgaraleg réttindi. Eðlilegast væri að samræma þessi mörk en reyna jafn- framt að tryggja að umhverfi það, sem yngri kynslóðir alast upp í og mótast af, veiti þeim nauðsynlegt aðhald og byggi upp heilbrigða ábyrgðarkennd. Það er líklega þegar upp er staðið skilvirkari leið til að draga úr þeim vanda er fylgir áfengi. Alltaf að plástra Ofremdarástand ríkir í málefnum einhverfra barna og mikil óvíssa um framtíð þeirra. Svanhildur Svavarsdóttir, sem hefur starfað með þessum börnum og sérmenntað sig til þess, segir í samtali við Grétu Ingþórsdóttur að fötlun þeirra sé sérstök og að sú þjónusta sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum sé engan veginn nægjanleg. SVANHILDUR Svavarsdóttir byijaði að vinna markvisst með ein- hverf börn árið 1986 og þá vegna þess að Sigríður Einvarðsdótt- ir, móðir Jóns Gunnarssonar sem er einhverfur, leitaði til hennar og bað hana að vinna með hann. Hér er Svanhildur með Jóni tíu árum seinna, þar sem hann kom til að kveðja hana áður en hún hélt utan. EINHVERFA orsakast af truflun á öllum sviðum heila- starfsemi sem kemur m.a. þannig fram að skilningur á boðskiptum og féiagslegum samskipt- um er takmarkaður, áhugi á hlutum og athöfnum er einhæfur og skynúr- vinnsla er einhæf. Að meðaltali fæðast fjögur einhverf böm á ári hér á landi og er fötlun þeirra yfirleitt greind á þriðja aldursári. Svanhildur telur að greina eigi einhverfu mun fyrr því það geti skipt miklu máli við meðhöndlun og aukið iíkur á að framfarir verði. Hún segist vilja auka þekkingu foreldra á því hvað sé eðlilegt að böm geti á ákveðnum aldri og að þeir sem hafi ungbamaeftirlit með höndum, ljósmæð- ur og læknar, fái fræðslu um einkenni einhverfu til að bömin greinist sem yngst. Foreldrar þurfa að fá fræðslu Svanhildur þekkir vel til meðferðar einhverfu í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndum. Við menntun í talmeinafræði bætti hún masters-gráðu í greiningu og meðferð einhverfra frá ríkisháskólanum í Norður-Karólínu sem er í fararbroddi á þessu sviði. Þar er lögð áhersla á að foreldrar einhverfra bama fái fræðslu um leið og greining hefur farið fram til að þeir viti hvernig bregðast eigi við og öðlist það öryggi sem nauðsyniegt er. Svanhildur segir mjög á þetta skorta hér á landi. Foreldrar fái enga mark- vissa fræðslu og nú sé málum raunar háttað svo að eftir að bam hefur verið greint einhverft ríki alger óvissa um hvað við taki. Þar til í mars á þessu ári hafi Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR), sem annast greiningar, vísað börnum áfram á Barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans (BUGL) en hún hafí þá hætt að taka við þeim vegna íjár- og starfsmannaskorts. GRR geti ekki sinnt meðferð þar, hún fái ekki til þess fjárveitingu. Greining og meðferð verður að vera á sama stað Þetta fyrirkomulag telur Svanhildur meingallað, þ.e. að greining og meðferð fari fram sitt á hvorum staðnum. Hún tekur meira að segja svo djúpt í árinni að segja það vonlaust til árangurs. Alls staðar, þar sem hún þekki til, sé greining og meðferð á sama stað vegna þess að reynslan hafi sýnt að það sé vænlegast til árangurs. Hún segir að hér ætti að hafa sama háttinn á og nýta reynslu sem fengist hefur annars staðar. Svanhildur átti sæti í nefnd sem Rannveig Guðmundsdóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, skipaði í febrúar á síðasta ári til að móta framtíðarskipu- lag þjónustu fyrir einhverfa. Nefndin skilaði af sér niðurstöðum í janúar sl. og voru þær gerðar opinberar í apríl. Svanhildur segir fulltrúa Umsjón- arfélags einhverfra í nefndinni, sem voru hún og Jarþrúður Þórhallsdóttir, hafa þurft að beijast mjög fyrir því að fá sérstöðu einhverfra viðurkennda. Það hafí verið nauðsynlegt vegna þess að þjónustukerfi fatlaðra, sem einhverf- ir eigi rétt á samkvæmt lögum, full- nægi ekki þörfum einhverfra og fjöl- skyldna þeirra. Fötlun þessi sé víðtæk- ari og flóknari en flestar aðrar. Fagteymi verði komið á Nefndin lagði til að stofnað yrði fag- teymi með sérþekkingu á einhverfu, sem hefði víðtækar skyldur um grein- ingu og meðferð einhverfra einstakl- inga, auk þekkingarleitar og fræðslu til annars fagfólks og foreldra um eðli og meðferð einhverfu. Fagteymið verði starfandi á GRR eða BUGL. Svanhildur segir að svona fagteymi eða þjónustu- og þekkingarmiðstöð sé grundvallaratriði. Hún segist vilja sjá húsnæði og fimm til sex stöðugildi. Fyrir utan að veita ráðgjöf og fræðslu ætti fagteymið að sjá til þess að lög- bundin þjónusta sé veitt þeim sem rétt eiga til hennar. Æskilegast væri að þau ráðuneyti sem nú veita fjármunum til þjónustu einhverfra legðu til fjárveit- ingar sem hægt væri að ráðstafa eftir þörfum. Núverandi fyrirkomulag bitni á bömunum og fjölskyldum þeirra þar sem ráðuneytin séu alltaf að bítast um hver eigi að borga brúsann. Svanhildur nefnir máli sínu til stuðn- ings að Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins heyri undir félagsmálaráðu- neytið. Það sem við taki eftir greiningu er meðferð, sem hingað til hefur farið fram á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, sem heyri undir heil- brigðisráðuneytið. Þegar böm fara á leikskóla er menntamálaráðuneytið far- ið að borga og sú liðveisla sem börnin og fjölskyldur þeirra fá að loknum skóladegi sé aftur skipulögð af svæðis- skrifstofu fatlaðra sem heyri undir fé- lagsmálaráðuneyti. Þetta telur Svan- hildur ótækt og ósamfellan sem þetta orsaki komi niður á bömunum. Hún segir okkur íslendinga iangt á eftir nágrannalöndum okkar sem bjóði heild- stæða þjónustu og markviss þjónustu- kerfi. Umsjónarfélag einhverfra taki málin í sínar hendur Hún segir að sá árangur sem náðst hafí í þjónustu við fatlaða almennt sé fyrst og fremst að þakka þrotlausri vinnu foreldra. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafi til dæmis bytjað sem foreldrafélag sem hafi í upphafi sett á laggimar æfíngastöð fyrir fötluð böm til að koma á fót einhverri þjónustu og síðan fengið til þess fjárveitingar. „Þessi vinna foreldranna hefur líka gert það að verkum að ekki hefur kom- ið jafnberlega í ljós hvað þjónustuþörf- in var mikil vegna þess að foreldrar og ýmsir fagaðilar voru sífellt að fórna sér í sjálfboðavinnu í stað þess að draga mörkin og segja hingað og ekki lengra. ► Streitist á móti venjulegum kennsluaðferðum ► Óviðeigandi hlátur og fliss. ► Bergmálstal. Virðist heyrnar- laus. ► Snýr hlutum áráttukennt. ► Virðist ekki skynja sársauka. ► Skynjar ekki raunverulegar hættur. Stundum þarf maður að vera vondur til að vera góður. Þetta á við um allan fötlunargeirann," segir Svanhildur. Hún segist telja að Umsjónarfélag einhverfra verði að setja á laggimar þjónustumiðstöð þar sem fagteymið væri staðsett. Það sé einfaidlega þann- ig að þeir sem vilji fá þjónustuna verði að byija að búa hana til í þeirri von að fjárveiting komi í kjölfarið. „Það er eins og alitaf þurfi að beijast fyrir öllu, meira að segja sjálfsögðum hlut eins og skóla,“ segir Svanhildur. „Nú er til að mynda ekkert vitað hvað tekur við hjá þeim einhverfu bömum sem ljúka námi í sérdeild Digranesskóla.“ Hún er önnur tveggja sérdeilda í grunnskólum fyrir einhverfa. Hin hefur starfað undir stjóm Svanhildar við Langholtsskóla frá því síðasta haust og næsta haust verður sú þriðja sett á laggimar við Hamraskóla. Svanhiidur segir engan framhaldsskóla í stakk búinn til að taka við þeim bömum sem komi úr Digranesskóla, ekki sé boðið upp á neitt starfsnám og eini vemdaði vinnustaður einhverfra taki ekki við fleirum, þannig að framtíðin sé ekki björt. ► Grátköst og mikill kvíði án sjáan- legrar ástæðu. ► Streitist á móti breytingum. ► Erfiðleikar í samspili við önnur börn. ► Langvarandi og skringilegur leikur. ► Er ekki kelinn. Einslaklingar með einhverí'ti sýna yfirleitt að minnsta kosli h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.