Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristín Frið- riksdóttir fædd- ist í Neðri-Hvestu í Arnarfirði 12. ágúst 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 13. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Frið- rik Jónson frá Hvestu, lengst af bóndi en einnig starfsmaður Aburð- "■ arverksmiðju rík- isins og Sigríður Þórðardóttir kenn- ari. Friðrik fæddist 27. mars 1906 og lést 21. maí 1992, en Sigríður fæddist 11. júní 1901 og lést 30. október 1975. Systkini Kristínar eru Þórður, sem fæddist 22. desem- ber 1937 og er kvæntur" Sól- borgu Pétursdóttur, og tvíbu- rasysturnar Guðrún og Ses- selja, sem fæddust 18. mars 1939. Guðrún er í sambúð með Auðni Jónssyni og Sesselja er gift Siguijóni Antonssyni. Eft- irlifandi eiginmaður Kristínar er Valdimar Hergeirsson, yfir- kennari Verslunarskóla Is- lands. Hann fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1930. Faðir hans var Hergeir Elíasson, sem fæddist 7. janúar 1901 og lést 23. jan- úar 1959 og móðir hans var Við kveðjum nú kæra vinkonu okkar Kristínu Friðriksdóttur, sem látin er langt um aldur fram aðeins 59 ára gömul eftir langvinna bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Við höf- um öll þekkst frá því á 6. áratugn- um og sum lengur, og fyrir okkur sem komum af landsbyggðinni ung að árum til Reykjavíkur, þótt þá væri borgin ekki meira en stórt bæjarfélag, var félagsskapurinn dýnnætur. Strax þá mynduðust sterk bönd tryggðar og vináttu, sem haldist hafa í rúma fjóra áratugi. Á þessum árum efndum við oft til afmælisveislna án tilefnis, en á seinni tímum höfum við haldið myndarlega upp á stóru afmælin, sem hefðu átt að vera miklu fleiri með Kristínu. Einnig minnumst við skemmti- legra og reynsluríkra ára í Kaup- mannahöfn, á Norden og í Rumeni- ensgade, þar sem vinir og kunningj- ar voru velkomnir, og var þar oft glatt á hjalla. Eftir heimkomuna stofnuðum við okkar heimili, en komum saman reglulega og voru þær samkomur kallaðar sauma- klúbbar þótt lítið væri um hannyrð- ir. Kristín og Valdimar hófu sinn búskap á Kaplaskjólsvegi 5, en fluttu síðar á Grenimel 10, þar sem þau hafa búið ásamt börnum sínum þremur til þessa. Þeirra fallega heimili ber vott um hlýleika og myndarskap húsmóðurinnar, en gestrisni og glaðværð voru henni ríkulega í blóð borin. ■'** Við vottum Valdimar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð, og þökkum Kristínu fyrir langa og góða sam- fylgd. Hvíli hún í friði. Pétur og Birgitte, Jóna og Njáll, Auðbjörg og Guðmundur, Eygló og Árni, Ásdís og Jón. Á bjartasta tíma ársins færðist sorgarský yfir fjölskylduna á Greni- mel 10. Hetjuieg barátta Stínu vin- úonu okkar við erfiðan sjúkdóm var á enda og hafin ferðin hennar mikla til betri heims. Minningamar streyma fram á slíkri stundu. Fyrstu kynni okkar Vestfirðinganna í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Stína úr Amarfirði en ég frá Dýrafirði. Að lokinni skóla- göngunni réðum við okkur tvítugar ^að aldri til að reka mötuneyti fyrir Ragnheiður Þórð- ardóttir, sem fædd- ist 10. nóvember 1901 og lést 21. maí 1969. Dóttir Kristin- ar og fósturdóttir Valdimars er Brynja Tomer, en saman eignuðust Kristín og Valdimar tvö börn, Ragnar Þór og Oldu Björk. Brynja fæddist 1. janúar 1963. Hún er blaðamaður á Morg- unblaðinu og er í sambúð með Ragn- ari Sigurðssyni, nuddara. Dóttir Brynju og fósturdóttir Ragnars er Anna Kristín, f. 1986, en sam- an eiga þau dótturina Sóleyju Rögnu, f. 1996. Ragnar Þór fæddist 11. febrúar 1969. Hann er tölvunarfræðingur og kvænt- ur Brynju Baldursdóttur hús- móður. Böm þeirra eru Silja Rós, f. 1993 og Valdimar, f. 1995. Alda Björk fæddist 2. febrúar 1973 og er nemi í bók- menntafræði í Háskóla Islands. Kristín vann á skrifstofu Áburðarverksmiðju ríkisins um árabil, en síðastliðin 18 ár vann hún hjá Sjómannasambandi ís- lands. Kristín verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin Id. 15.00. hafnargerðamenn í Þorlákshöfn. Skorti hvorki kapp né áræði til að takast verkefnið á hendur, en síðan eru liðin rúm 40 ár. Þarna hófust nánari kynni okkar Stínu og vinátta sem staðið hefur alla tíð. Seinna leigðum við saman íbúð í Reykja- vík. Með fjölskyldur okkar víðs fjarri treystust vináttuböndin á ann- an hátt en gerist í dag. Vinátta okkar og samvinna hélst áfram þegar við stofnuðum báðar heimili og hafa fjölskyldur okkar verið tengdar vináttuböndum frá fyrstu tíð. Skipar jólahátíðin sérstakan sess í hugum okkar og barnanna þegar litið er til baka til samveru- stundanna. Þegar börnin uxu úr grasi feng- um við tækifæri til ferðalaga. Eig- um við margar ógleymanlegar minningar úr ferðalögum um meg- inlandið og einnig hér innanlands með vinum okkar og ferðafélögum þeim Kristínu og Valdimar. Síðasta ferðin okkar saman var í fyrrasum- ar um Vestfirðina í yndislegu veðri þar sem við komum meðal annars á heimaslóðir Stínu í Arnarfirði. Þá þegar var ljóst að Stína gekk ekki heil til skógar þó að hún léti lítið á veikindum sínum bera. Enginn má sköpum renna. Sorg fjölskyldunnar er mikil og barna- börnin fá ekki að njóta umhyggju ömmu Kristínar lengur. Anna Krist- ín mun sakna ömmu sinnar sem hún tengdist svo sterkum böndum. Margs er að minnast nú að leiðar- lokum en eftir stendur tryggð og vinátta sem lifa mun í minningunni um góðan vin. Við hjónin vottum Valdimar, Brynju, Ragnari, Öldu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Hanna og Sverrir. blóm vors skammvinna lífs það rís upp á sléttri grund með lit og blöð og einn dag er það horfið... (Jóhannes úr Kötlum) Margar svipmyndir koma upp í hugann þegar maður minnist Krist- ínar. Allar þessar myndir undir- strika mannkosti hennar. Það var einstaklega ánægjulegt að koma í heimsókn til Kristínar og Valdi- mars. Móttökurnar voru hlýjar og höfðinglegar, og gesturinn skipti svo miklu máli. Við hittum Kristínu síðast á Sjúkrahúsi Reykjavíkur stuttu fyrir andlát hennar. Hjúkrun- arkona kom inn í herbergið og spurði Kristínu hvort hana vanhag- aði um eitthvað, og hún svaraði að bragði: Það vantar kaffi handa gestunum. Fyrstu kynni okkar af Kristínu og síðasti fundur voru því með sama yfirbragði þótt aðstæður væru ólíkar; gestrisni og umhyggja fyrir öðrum. Það var skemmtilegt að ferðast með þeim hjónum, bæði utan- og innanlands. Þau voru samhent um að gera samverustundirnar með ferðafélögum sínum ánægjulegar, sem meðal annars kom vel í ljós í mörgum ferðalögum þeirra með nemendum sem voru að brautskrást frá Verzlunarskóla íslands. Kristín var heimsborgari. Hún fylgdist vel með, var jákvæð fyrir nýjungum og hafði áhuga á flestu sem vinir hennar og ættingjar voru að fást við. Þessi áhugi var sannur og hefur áreiðanlega verið hvatning fyrir börnin hennar að takast á við ögrandi verkefni, því þau áttu vísan stuðning móður sinnar. Kristín var trú vinum sínum og ósérhlífin, og hún tók þátt í gleði og raunum samferðafólks síns af heilum hug; yfirborðsmennska var ekki til í hennar fari. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja, og börnin og fjöl- skyldur þeirra skipuðu stóran sess í lífi hennar. Við hjónin biðjum góð- an guð að styrkja Valdimar, börn hennar, tengdabörn og bamabörn í þeirra miklu sorg. Auður og Oli. Það er lán manna að fá að njóta návista við gott fólk, sem styrkir, bætir og kætir. Mín kæra Kristín var mér mjög náin alveg frá því við kynntumst í stúdentsferð minni með VÍ 1978. Þá var Valdimar eins og svo oft áður fararstjóri okkar sem vorum að reyna að hlaupa af okkur hornin eftir stúdentspróf. Hinn agaði yfirkennari breyttist þá í hinn mesta gleðigjafa. Kristín kom með Öldu og Ragnar. Frá þeim tíma hófst okkar vinátta og í raun nýtt líf. Því frá þeim tíma hafa Valdimar, Kristín og þeirra fjölskylda verið hluti af mínu dag- lega lífi. Það var mér mikið happ að vera búinn að kynnast Kristínu þegar móðir mín féll skyndilega frá í ágúst 1978. Frá þeim tíma hefur Kristín verið einn af sterku hlekkj- unum í lífi mínu. Það er erfitt að trúa því að Krist- ín sé dáin. Hún sem alltaf var svo sterk, varð nær aldrei misdægurt. En fyrir fjórum árum fannst mein- ið. Lífið hélt samt áfram sinn vana- gang, allir voru bjartsýnir og flest- ir trúðu að læknavísindi nútímans myndu ráða við sjúkdóminn. Kristín er af þeirri kynslóð sem fylgdist með og tók þátt í þeim gífurlegu breytingum sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi á síðustu 50 árum. Að hafa fengið að lifa með Krist- ínu eru forréttindi. Hún ætlaðist til meira af sjálfri sér en öðrum. Hún gerði alla hluti af trú- mennsku, reyndi alltaf að gera eins vel og hún gat, hvort sem það var í vinnu eða heima. Kristín var hin sterka stoð heimilisins. Þar var allt með mesta myndarbrag. Það hefur verið einn af föstu punktunum í tilverunni hjá okkur Valdimar að fara í sund saman um helgar. Ég komið við á Grenimeln- um. Fyrir eða eftir sundsprettina og heita pottinn naut ég stunda með Kristínu þegar því varð við komið. Allar þær veitingar sem hún hefur lagt fyrir mig, hafa í raun verið veislur. Alltaf var lagður metnaður og „sálin“ í það sem borið var fram. Stórveislurnar hennar Kristínar gleymast þeim ekki sem þeirra nutu. Ógleyman- legar eru skíðaferðir til Sviss og Austurríkis, þá var oft hlegið dátt. Við töluðum um lífið og tilveruna, þegar kom að þjóðmálum eða því sem snerti hið mannlega, kom fram hennar sterka réttlætiskennd. Kristín vildi að menn nytu ávaxta síns erfiðis, en sóun og græðgi voru henni ekki að skapi. Kristín vann lengur en kraftar hennar í raun leyfðu. Nú á sjúkra- húsinu, þegar dró að lokum, vildi hún sjá til þess að þau verk sem hún vann væru unnin á réttum tíma. Hennar trúmennska var ein- stök og væntumþykja fyrir fjöl- skyldunni. Sorgin er mikil og söknuðurinn. Við sem eftir stöndum og vitum að við eigum ekki eftir að lífa nýj- ar stundir með Kristínu verðum að njóta hinna mörgu góðu minninga. Sá sem á þann sjóð er ríkur og getur haft þær að leiðarljósi í lífinu í framtíðinni. Ég þakka þér af öllu hjarta fyr- ir allt sem þú gerðir fyrir mig frá því við kynntumst. Hvernig þú tókst mér, studdir mig, leiðbeindir mér, hafðir trú á því sem ég var að gera og hvernig þú hefur verið minn sanni vinur og félagi. Þú ert lögð af stað í langa ferðalagið, en ég fæ send kort minninganna frá þér í framtíðinni. Við vottum öllum þeim sem syrgja Kristínu okkar dýpstu sam- úð. Valdimar, minn góði vinur, og öll fjölskyldan, megi góðar minn- ingar styrkja ykkur í sorginni stóru. Góður Guð, tak sálu Kristínar og gef henni eilíft líf. Þorvaldur Ingi og fjölskylda. Lýs, milda Ijós, í gepum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin min, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (M. Joch.) Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Kristínu Friðriksdóttur sem við kveðjum í dag kynntist ég fyrir 13 árum. Við fyrstu kynni fann ég að þar fór merk og mikilhæf kona, sem spannaði allt það besta sem einni konu er gefið. Hún var glaðlynd, gjafmild og mátti ekkert aumt sjá að hún reyndi ekki að bæta úr því, hún var afar vinsæl og átti stóran hóp vina og var oft mannmargt á heimili hennar á Grenimel 10 og eiginmanns hennar Valdimars Her- geirssonar. Enginn mátti þar fara hjá garði án þess að þiggja veiting- ar því myndarleg húsmóðir var hún. í þess orðs fyllstu merkingu, hún átti fallegt heimili og ástríka fjölskyldu. Hún var búin að beijast eins og hetja í langan tíma við þenn- an sjúkdóm sem lagði hana að lok- um að velli. Það er sárt til þess að vita að þegar fólk er búið að koma sér vel fyrir og hægt er að horfa til betri daga þá er klippt á lífs- strenginn, en svona er lífið stundum miskunnarlaust og kalt. Að leiðarlokum vil ég votta eigin- manni og fjölskyldu hennar dýpstu samúð. Það er mannbætandi að hafa kynnst slíkri persónu sem Kristín Friðriksdóttir var, megi al- máttugur góður Guð fylgja henni á nýjum lífsleiðum. Lyfti mér langt I hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjömur og sól, hljómi samt harpa mín: :,:Hærra, minn Guð, til þín,:,: hærra til þín. (M. Joch.) Auðunn H. Jónsson. Fimmtudaginn 13. júní síðastlið- inn barst okkur sú fregn að sam- starfskona okkar Kristin Friðriks- dóttir væri látin. Kristín hafði að undanförnu átt við erfið veikindi að stríða. Þó svo að ljóst hafi verið fyrir nokkru að hveiju stefndi er engu að síður erfitt að trúa þegar manneskja á besta aldri er kölluð burt úr þessum heimi. Kristín var hörð af sér og vildi lítið ræða um veikindi sín. Vegna samviskusemi sinnar reyndi hún að koma málum þannig fyrir að veik- KRISTÍN FRIÐRIKSDÓTTIR indin bitnuðu sem minnst á vinn- unni. Því má segja að við samstarfs- menn hennar höfum ekki gert okk- ur fyllilega grein fyrir því fyrr en undir lokin hversu veik hún var í raun og veru. Kristín starfaði hjá Sjómanna- sambandi íslands síðastliðin 18 ár og leysti starf sitt afburða vel af hendi. Hún var samviskusöm og fylgdist vel með öllu því sem var að gerast í tengslum við starfið. Kristín var glögg kona og átti gott með að skilja aðalatriðin frá auka- atriðunum. Hún hafði mjög ákveðn- ar skoðanir á flestum málum og sagði þær hispurslaust. Það fer ekki á milli mála að það verður erfitt að fylla það skarð sem hún skilur eftir sig hér á skrifstofunni. Kristín var ekki aðeins afburða starfskraftur heldur var hún einnig góður vinur. Það er gott að vinna með fólki eins og Kristínu sem stendur sig ekki aðeins vel í starfi sínu, heldur á einnig alltaf auka- orku til að laga það sem betur má fara í vinnuumhverfinu. Fyrir okkar hönd og Sjómanna- sambands Islands vottum við eigin- manni hennar, börnum og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Hólmgeir Jónsson, Sævar Gunnarsson. Horfin er af þessum heimi kær vinur og samstarfsmaður Kristín Friðriksdóttir. í löngu og farsælu starfi ávann Kristín sér traust og virðingu þeirra ótalmörgu sem til hennar leituðu, fyrir okkur sem störfuðum daglega með Kristínu á annan áratug minnumst við góðs félaga og afburða starfsmanns. Ekki verðum með þessum fáu línum lýst lífshlaupi Kristínar að öðru leyti en því er viðkemur starfi hennar sem skrifstofustóra Sjó- mannasambands Islands. Kristín réð,sig til starfa hjá sambandinu árið 1980 og gegndi því starfi allt til dauðadags. Ég sem rita þessar línur á marg- ar og ljúfar minningar úr samstarfi okkar. Kristín var mörgum góðum kostum búin, kostum sem nýttust henni vel í starfi hennar. Það sem ég dáði mest í fari Kristínar var hreinskilni hennar og var þá sama hveijir áttu þar hlut að máli, hún kom ávallt til dyra eins og hún var klædd en þrátt fyrir hreinskilni hennar var hún gædd þeim persónu- töfrum sem gerðu henni kleift að laða að sér fólk. Nú er hún Kristín mín horfin yfir móðuna miklu, blessuð sé minn- ing hennar. Valdimar og börnum, tengda- börnum og barnabörnum og öðru venslaflóki sendum við hjónin inni- legar samúðarkveðjur. Óskar Vigfússon. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kær vinkona okkar, Kristín Frið- riksdóttir, er látin. Ekki er hægt að segja að lát hennar hafi komið okkur á óvart sem höfum fylgst með veikindum hennar í vetur, _en Kristín var sterk kona og því var alltaf sú von í bijósti og hún mundi sigrast á sjúkdómi sínum. Kristínar er sárt saknað af vinnufélögum á 3. hæð í Borgartúni 18, en þar hafði Kristín unnið næstlengst okk- ar allra. Fyrir nokkrum árum stofn- uðum við kvenfólkið á hæðinni með okkur óformlegan félagsskap sem við kölluðum Löfðufélagið og eini tilgangur þess félags var að fara út að borða og skemmta sér. Eitt árið brugðu Löfðurnar betri fætin- um undir sig og skruppu í nokkurra daga ferð til London. Kristín tók virkan þátt í starfsemi félagsins okkar eins lengi og hún gat og sökn- um við nú góðrar vinkonu. Fjölskyldu Kristínar sendum við okkur innilegustu samúðarkveðjur. Löfðurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.