Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó http : //vortex.is/pamela Nýtt í kvikmyndahúsunum Á síðustu stundu í Laugarásbíói LAUGARÁSBIÓ hefur hafið sýning- ar á spennumyndinni Á síðustu stundu eða „Nick of Time“ í leik- stjórn John Badham. Með aðalhlut- verkin fara Johnny Depp, Christoph- er Walken, Marsha Mason og Peter Strauss. Depp leikur bókarann Gene Wat- son sem dag einn er staddur á lest- arstöðinni í Los Angeles ásamt sex ára dóttur sinni þegar tveir glæpa- menn vinda sér að honum og taka dóttur hans í gíslingu. Watson er gert ljóst að eftir 90 mínútur verður dóttir hans tekin af lífi fari hann ekki að vilja mannræningjanna. Hon- um er afhent öflug byssa, sex skot og mynd af þingkonunni Elenor Grant sem halda á ræðu á hóteli skammt frá innan hálfs annars tíma. Hann á að myrða hana. ÞegarÁVat- son neitar að verða við þessu er hon- um gert Ijóst að hann á í höggi við gjörsamlega samviskulaust fólk sem mun ekki hika við að senda kúlu í höfuð dóttur hans fremji hann ekki morðið innan tímamarkanna. Þar með hefst hrikaleg og æsispennandi kapphlaup við tímann því Watson á ekki um neitt annað að velja en fara að vilja glæpamannanna. Hann getur ekki kallað á lögregluna eða Iátið öryggisverði vita því mannrænin- gjamir fylgjast með hveiju hans fót- máli og munu lífláta dóttur hans reyni hann að leita aðstoðar. JOHNNY Depp í hlutverki sínu í myndinni Á síðustu stundu. Bjdrkeyjarkvistur. Aður kr. 590 Tilboð kr. 340 Hansarós kr. 620 plöntusalan í Fossvogi Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-17. Sími 564 1777 Plöntur og ráðgjöf e Úrval af trjám, runnum og sumar- blómum Reynslan kemur til góða LÖGFRÆÐINGURINN Robert Shapiro sem þekktastur er fyrir að hafa átt hlutdeild í því að O.J. Simp- son var sýknaður ætlar nú að ljá Hollywood krafta sína. Hann hefur ákveðið að gerast framleiðandi myndarinnar „Evil Empire“ sem Joe Eszterhas er að skrifa um uppgang mafíunnar í Rússlandi eftir hrun kommúnismans. Eszterhas hyggst hitta rússneska glæpasnúða til að persónur mynd- arinnar verði trúverðugar og segir að reynsla Shapiros úr O.J. Simpson réttarhöldunum muni nýtast vel við skrifin. „Eg treysti á sköpunargáfu Shapiros og samningahæfileika í viðskiptum mínum við rússneska skrifræðið og glæpalýðinn," segir Eszterhas. Gárungarnir segja að ekki sé loku fyrir það skotið að Shapiro fái nýja kúnna eftir við- skiptin við Rússana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.