Morgunblaðið - 20.06.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.06.1996, Qupperneq 1
w m. aá M' SSHSL [ Á’ | f&K .Sir 1996 fltottgaiiilifafcifr ■ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ BLAÐ Sigurjón á tveimur högg- um undir pari SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, lék á tveimur höggum undir pari og hafnaði í 13. sæti af 60 keppendum í atvinnumanna- móti á Tommy Armour-mótaröðinni banda- risku um helgina. Mótið fór fram á Heath- row-golfvellinum í Flórída. Völlurinn er par 72 og SSS 74. Sigurjón lék á 70 höggum, en sigurvegarinn lék á 67 höggum. Arnór skoraði en Örebro tapaði ÖREBRO tapaði fyrir Djurgárden, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Arnór Guðjohnsen skoraði mark Örebro á 30. mínútu leiksins og kom liði sínu yfir. Djurgárden gerði tvö mörk í síðari hálfleik °g sigraði. Örebro vermir nú neðsta sæti deildarinnar, með að- eins 8 stig eftir 11 ieiki. Hlynur Birgis og Arnór. Örebro mætir Keflviking- um í UEFA Intertoto-keppninni á sunnudag- inn og fer leikur liðanna fram á heimavelli Örebro, Eyravallen. Þetta er fyrsti leikur liðanna í keppninni. „Hlegið að Hollendingum" HOLLENSKU fjölmiðlarnir fóru ekki fögr- um orðum um sína menn eftir háðulegan ósigur hollenska landsliðsins gegn því enska á þriðjudag. „Aðhlátursefni Evrópukeppn- innar,“ var fyrirsögn eins virtasta dagbiaðs- ins í Hollandi og önnur blöð bættu við: „Hleg- ið að Hollendingum,“ „Hollendingar haltra í áttaliða úrslitin,“ og „Kluivert hetjan í alls- heijar slátrun." Mörg blaðanna skelltu skuld- inni á þjálfara Hollendinganna, Guus Hidd- ink, og sögðu að vendipunkturinn í leiknum hefði verið þegar Hiddink tók miðvallarspil- arann Richard Witschge út af í leikhléi og setti inn á miðvörðinn Johan de Kock í stað- inn, en þetta hafi algjörlega ruglað leik Hol- lendinga og Englendingar verið fljótir að komast á bragðið. 21 ár eru síðan Hollending- ar hafa tapað með jafn miklum mun og á þriðjudaginn en 1975 biðu þeir 0:3 ósigur fyrir Pólveijum. ítalir úr leik á EM ÍTÖLSK knattspyrna varð fyrir áfalli í gærkvöldi er ljóst varð að landslið þeirra kemst ekki í 8-Iiða úrslit Evrópukeppinnar á Englandi. Italir gerðu marka- laust jafntefli við Þjóðveija í gær á sama tíma og Tékkar og Rússar skildu jafnir 3:3. Þessi úrslit þýddu að Tékkar fylgja Þjóðveijum. Vangaveltur voru byrjaðar á Ítalíu á föstudaginn eftir tap fyrir Tékkum að nú yrði Arrigo Sacchi þjálfari rek- inn. En forseti ítalska knatt- spyrnusambandsins, Antonio Mattarese, sagði að svo yrði ekki. „Svo lengi sem ég ræð verður Sacchi áfram.“ Myndin hér að ofan er tákn- ræn fyrir gærkvöldið, fyrirliði Þjóðveija, Jiirgen Klinsmann, styður hér ítalann Enrico Chiesa sorgbitinn af leikvelli. Reuter KORFUKNATTLEIKUR Tettur gerði tveggja ára samning við Laríssa TEITUR Örlygsson, landsliðs- maður í körfubolta úr Njarðvík, hefur gert tveggja ára samning við gríska 1. deildarliðið Lar- issa, sem er frá samnefndri borg 300 km frá Aþenu. Hann heldur til Grikklands í næstu viku til að gangast undir læknis- skoðun, áður en endalega verð- ur gengið frá samningi hans við félagið, en hann skrifaði undir með fyrirvara um að hann stæð- ist læknisskoðun. Larissa er í efstu deild í Grikklandi og endaði í neðri hluta deildarinnar á síðustu Ieiktíð og hefur í hyggju að bæta það með því að fá til sín nýja leikmenn fyrir næsta vet- ur. Teitur er einn þeirra og auk þess hefur félagið keypt annan grískan landsliðsmann. Grískur körfuknattleikur er með því besta sem gerist í Evrópu og varð griska liðið Panathinaikos Evrópumeistari meistaraliða með því að vinna Barcelona í úrslitum í vor, en með gríska liðinu leikur fyrrum NBA- stjarnan Dominique Wilkins. TEITUR Örlygsson leikur í Grikklandi næsta vetur. Frammistaða Teits í riðla- keppni Evrópumóts landsliða sem fram fór hér á landi fyrir skömmu vakti athygli margra evrópskra liða, og m.a hafði spænska stórliðið Joventud Badalona frá Spáni samband við hann fyrir nokkrum vikum. ís- lendingar leika sem innfæddir í evrópskum liðum, en ekki sem erlendir leikmenn. Það er því ekki ólíklegt að evrópsk lið skoði fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni. AKSTURSÍÞRÓTTIR: TILÞRIFAMIKLIR TAKTAR / B3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.