Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ TORFÆRA FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 B 3 Tilþrifa- miklir taktar Harður slagur um meistaratitilinn og margarvelturá Egilsstöðum Meistarinn í vanda Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLANDSMEISTARINN Haraldur Pétursson útskýrlr fyrlr dómara hvernig hann velti í lokaþraut- innl, í síðustu beygju og var hepplnn að tapa ekki dýrmætum stigum eftir að hafa misst stjórn á jeppanum. Gfsli G. Jónsson og Haraldur Pétursson eru efstir og jafnir að stigum eftir aðra torfæru- keppni ársins, sem gildir til meistaratitils. Gísli vann keppni á Egilsstöðum á laugar- daginn eftir mikil tilþrif öku- manna, þar sem allir toppöku- mennirnir veltu. í flokki sér- útbúinna götujeppa vann Gunnar Pálmi Pétursson með yfirburðum, en Sigurður Jóns- son náði forystu til meistara, með því að ná öðru sæti. Sig- urður Axlesson hlaut sérstök tilþrifaverðlaun fyrir ævintýra- lega hátt flug i' einni þraut. Sigur er alltaf mikilvægur og ég er kominn á rétta slóð, eftir að hafa unnið mikið í jeppanum í vetur. Eg tók mér góðan tíma í að Gunnlaugur skoða þrautirnar og sknfaf Það réð kannski úr- slitum í mjög jafnri keppni", sagði Gísli G. Jónsson í samtali við Morgunblaðið. Hann vann mótið á Egilsstöðum, þrátt fyrir að tapa mörgum stigum eftir veltu í annarri þraut, enda veltu allir toppökumenn mótsins. At- gangurinn var mikill og þrautirnar mjög skemmtilegar, lagðar af tann- lækninum Þóri Schiöth, alvönum tofærukappa. Þrír ökumenn veittu Gísla hvað mesta keppni. Ekki síst Gunnar Egilsson, sem leiddi keppn- ina eftir tvær þrautir. „Ég velti í fyrstu þraut og það tók mesta hroll- inn úr mér, ég varð grimmari fyrir vikið. Ég minnkaði afl vélarinnar frá síðustu keppni og réð betur við jeppann. í fyrstu keppninni var ég eins og tímasprengja út um alla braut, en hef nú fundið bensínfjö- lina aftur“, sagði Gunnar, „Ég klúðraði svo forystunni í þriðju þraut, sópaði niður dekkjum sem afmarka brautina og var ekki nógu grimmur að klifra upp einn stall. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hædarmet? SIGURÐUR Axelsson svelf hátt yfir keppnissvæðinu á Egils- stöðum og mörgum var spurn hvort hann hefðl bætt hæðar- met Haraldar Péturssonar frá stökkkeppni á Akranesi. En flugið er vafalaust það hæsta í torfærukeppni hérlendis. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SIGURÐUR Jónsson kíkir útur jeppa sínum, þegar afturöxull er í þann mund að yfirgefa drifbúnaðinn. Þrátt fyrlr þetta óhapp er hann í forystu í flokki sérútbúinna götujeppa. En ég náði að hanga á öðru sætinu og þeir sem eru nú í forystu fá ekki titilinn ókeypis, ef ég fæ ein- hveiju um ráðið“, sagði Gunnar. Einar Gunnlaugsson sigldi milli skers og báru alla keppnina, yfir- vegað, og náði þriðja sæti en velti engu að síður í fimmtu þraut. „Það var hreinn klaufaskapur, ég fór á rangan stað í brekkunni, var alltaf að athuga hvort ég yrði flaggaður út og gleymdi mér eitt augnablik. Áður en ég vissi af var ég kominn á hvolf. En eftir keppnina er ég aðeins einu stigi á eftir Gísla og Haraldi. Sá munur verður ekki þeim í hag eftir næstu keppni. Ég er rétt að komast í gang“, sagði Ein- ar. íslandsmeistarinn Haraldur Pét- ufsson varð að gera sér fjórða sæt- ið að góðu, var heppinn að tapa ekki dýrmætum stigum í lokaþraut- inni, þegar hann velti í síðustu beygju tímaþrautar. Hann rétt snerti dekk sem var í endahlið, að öðrum kosti hefði hann tapað mörg- um stigum og þá um leið foryst- unni í meistarakeppninni. „Jeppinn srierist á lokasprettinum og ég ætlaði að leiðrétta það, án þess að tapa ferðinni. Tímdi ekki að slá af og jeppinn tók af mér völdin og lagðist á hliðina. Þetta var tæpt en mér tókst að sleikja dekkið. Ég ók niður alltof mikið af dekkjum í þessari keppni og verð að bæta mig hvað það varðar“, sagði Haraldur. Sigurður Axelsson kom næstur Haraldi að stigum og tók eitt ævintýrlegasta flug, sem sést hefur í torfærukeppni, ætlaði aldrei að lenda. „Ég var lengi í loft- inu, lét vaða í þrautina og sveif ógurlega. Jeppinn slapp án skaða, en ég hef styrkt hann mikið og þar sem yfirbyggingin er úr plasti er hann léttari og þolir meiri átök. Þetta var kannski fullmikið af því góða“, sagði Sigurður. Gunnar Pálmi Pétursson vann flokk sérútbúinna götujeppa af öryggi. Islandsmeistarinn Gunnar Guð- mundsson var flaggaður útúr tíma- braut, eftir að hafa reynt við hana nokkra stund á framdrifinu einu. Hann var ekki sáttur við þá ákvörð- un dómaranna. „Ég var mjög ósátt- ur við þessa ákvörðun, það segir hvergi í reglum að stöðva eigi öku- mann við þessar aðstæður, ég komst alveg úr sporunum og hafði minn tíma“, sagði Gunnar, „ég nenni samt ekki að kæra þetta at- vik, þetta er svipað og henti Gísla á Hellu í fyrra, en það var af örygg- isástæðum, hann var með bilað stýri og stjórnlaus. Núna voru aðstæður Morgunblaðið/Gunnlaugur R. ÍSLANDSMEISTARINN í flokki götujeppa, Gunnar Guðmundsson var ósáttur við að vera dæmdur út úr tímabraut í lokin og gerir hér athugasemd við Davíð Sig- urðsson, einn af dómurum keppninnar. aðrar, en skýringinn var sögð sú að ég skemmdi brautina, sem var fjarstæða", sagði Gunnar. Eftir mótið á Egilsstöðum er Sigurður Jónsson með 37 stig til meistara í flokknum, Gunnar Pálmi 33, Gunn- ar 30 og Rafn A. Guðjónsson 28, en hann velti harkalega í byijun keppni og varð að hætta. ÍÞRÚmR FOLK ■ VIGGÓB Viggósson vann moto kross-keppni, sem fram fór á nýju keppnissvæði á Akureyri um helgina. Brautin var geysilega erfið vegna mikillar rigningar og líkti Viggó akstrinum við það að aka á svelli. Hann kvað brautar- mál sunnan heiða í ólestri, en norð- lenska brautin væri mjög skemmti- leg, án bleytunnar. ÞORSTEINNB Marel vann þol- keppni fyrir torfæru og ferðamótor- hjól á laugardaginn. Hún var haldin í Garðsárdal í Eyjafirði og var akstursleiðin 17 km. Var keppnin mjög jöfn, en Heimir Barðason varð fjórum sekúndum á eftir Þor- steini. Keppendur þurftu að kljást við erfiða vegarslöða, mýri, skurði og börð. Þorsteinn lagði 29 kepp- endur að velli og kvað marga hafa verið örþreytta á lokasprettinum. GUNNAR HákonarsonB frá Akureyri var fljótastur í fyrsta Islandsmótinu í kart-kappakstri, sem var á Akureyri á sunnudag- inn. Kristinn Gunnarsson varð annar, en Auðunn Jónsson þriðji, en hann leiddi úrslitariðilinn lengst af, en var ekið útúr brautinni. Næsta mót verður í Reykjavík á bílaplaninu við Kringluna í lok þessa mánaðar. FINNUR AÐALBJÖRNSSONB varð sigui-vegari í brekkuklifri á mótorhjólum í Eyjafirði. Keppend- ur óku um 500 metra leið upp bratta og illfæra brekku. Margir féllu í brautinni, en fjöldi keppenda tók þátt. Finnur nýtti reynslu sína af alskyns farartækjum vel, en hann hefur m.a. orðið meistari í vélsleða- akstri. Keppa átti í vatnaakstri á vélsleðum um helgina, en því var frestað fram að næstu helgi. FORD MUSTANGB keppnistæki Smára Helgasonar var kjörið fal- legasta ökutækið á bílasýningu Bilaklúbbs Akureyrar 17. júní sl. Hann keppti síðan í fjölmenn'ri götu- mílu um kvöldið, en á annað þúsund áhorfendur fylgdust með keppn- inni, sem fór fram innanbæjar, á Glerárgötu. Keppnin var jöfn en tafir gerðu áhorfendum lífið leitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.