Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA EM í knattspyrnu C-RIÐILL: Þýskaland - Ítalía 0:0 Old Trafford, Manchester: Gult spjald: Þjóðveijinn Thomas Strunz (11.) og ítalinn Pierluigi Casiraghi (7.). Rautt spjald: Thomas Strunz (60.). Dómari: Guy Goethals frá Belgíu. Áhorfendur: 53.740. Þýskaland: 1-Andreas Koepke (8), 6-Matt- hias Sammer (7), 4-Steffen Freund (7), 19- Thomas Strunz (5), 21-Dieter Eilts (6), 5-Thomas Helmer (6), 17-Christian Ziege (7), 10-Thomas Hássler (7), 7-Andy Möller (7) (3-Marco Bode 89.), 18-Jiirgen Klins- mann (6), 9-Fredi Bobic (6). Ítalía: 1-Angelo Peruzzi (7), 8-Roberto Mussi (7), 5-Alessandro Costacurta (7), 3-Paolo Maldini (7), 4-Amedeo Carboni (7) (9-Moreno Torricelíi 78.), 17-Diego Fuser (8) , 10-Demetrio Albertini (7), 16-Roberto Di Matteo (7) (19-Enrico Chiesa 68.), 7- Roberto Donadoni (8), 21-Gianfranco Zola (7), 18-Pierluigi Casiraghi j7). Samtals: Þýskaland 72 - Italía 79. Tékkland - Rússland 3:3 Anfield Road, Liverpool: Mörk Tékkland: Jan Suchoparek (6.), Pa- vel Kuka (19.), Vladimir Smicer (88.). Mörk Rússa: Alexander Mostovoi (49.), Omar Tetradze (54.), Vladimir Beschast- nykh (85.). Gult spjald: Tékkarnir Pavel Nedved (60.), Jiri Nemec (76.) og Rússarnir Yuri Niki- forov (4.), Vladislav Radimov (26.), Ilya Tsymbalar (28.), Igor Yanovsky (62.). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Anders Frisk frá Svíþjóð. Tékkland: 1-Petr Kouba(6), 15-Michal Hornak(5), 12-Lubos Kubik(6), 3-Jan Suc- hoparek(8), 2-Radek Latal(7), 13-Radek Bejbl(5), 14-Patrik Berger(8), 4-Pavel Nedved(7), 7-Jiri Nemec(7), 8-Karel Pobor- sky(8), 9-Pavel Kuka(7) (17-Vladimir Smic- er 68.). Rússland: 12-Stanislav Cherchesov(6), 3- Yuri Nikiforov(8), 2-Omar Tetradze(7), 20- Sergei Gorlukovich(5), 18-Igor Yanov- sky(6), 16-Igor Simutenkov(5) (17-Vladimir Beschastnykh 46.), 21-Dmitry Khokhlov(7), 19-Vladislav Radimov(5), 4-Ilya Tsymbal- ar(6) (15-Igor Shalimov 67.), 6-Valery Karpin(6), 9-Igor Kolyvanov(5) (10-Alex- ander Mostovoi 46.). Samtals: Tékkland 74 - Rússland 66. Lokastaðan: Þýskaland................3 2 1 0 5:0 7 Tékkland.................3 1 1 1 5:6 4 Ítalía...................3 1 1 1 3:3 4 Rússland.................3 0 1 2 4:8 1 ■ Þýskaland og Tékkland komast áfram. D-RIÐILL: Krótaía - Portúgal 0:3 City Ground, Nottingham: Mörk Portúgals: Luis Figo (4.), Joao Pinto (33.), Domingos Oliveira (83.). Gult spjald: Króatarnir Igor Pamic (10.), Robert Jarni (29.), Dubravko Pavlicic (36.). Krótaía: 12-Marijan Mrmic(5), 3-Robert Jarni(8), 6-Slaven Bilic(6), 14-Zvonimir Soldo(4), 15-Dubravko Pavlicic(3), 8-Robert Prosinecki(5) (7-Aljosa Asanovic 46.), 16- Mladen Mladenovic(6) (10-Zvonimir Boban 46.), 20-Dario Simic(4), 17-Igor Pamic(4) (9-Davor Suker 46.), 19-Goran Vlaovic(6), 2-Nikola Jurcevic(4). Portúgal: 1-Vitor Baia(8), 2-Carlos Secret- ario(8), 5-Fernando Couto(7), 16-Helder Cristovao(7), 13-Dimas Teixeira(7), 4-Oce- ano Cruz(6), 19-Paulo Sousa(8) (6-Jose Tavares 70.), 10-Rui Costa(8) (14-Pedro Barbosa 61.), 20-Luis Figo(9), 9-Sa Pinto(7) (15-Domingos Oliveira 46.), 8-Joao Pinto(8). Samtals: Krótatía 55 - Portúgal 83. Danmörk-Tyrkland 3:0 Hillsborough, Sheffield: Mörk Danmerkur: Brian Laudrup 2 (49.,84.), Allan Nielsen (69.). Gult spjald: Danirnir Thomas Helveg (56.), Henrik Larsen (80.) og Tyrkirnir Tugay Kerimoglu (44.), Tayfun Korkut (60.), Rustu Recber (89.). Dómari: Nikolai Levnikov frá Rússlandi. Danmörk: 1-Peter Schmeichel(8), 8-Claus Thomsen(7), 5-Jens Högh(6), 3-Marc Rie- per(7), 6-Michael Schönberg(6) (13-Henrik Larsen 46), 2-Thomas Helveg(6), 15-Erik Bo Andersen(6), 7-Brian Steen-Nielsen(6), 17-Allan Nielsen(7), 10-Michael Laudr- up(8), 11-Brian Laudrup(8). Tyrkland: 22-Rustu Recber(4), 2-Recep Cetin(5) (20-Bulent Korkmaz 68), 3-Alpay Ozala(6), 4-Vedat Inceefe(6), 17-Abdullah Ercan(7); 15-Tayfun Korkut(6), 5-Tugay Kerimoglu(6), 7-Hami Mandirali(6), 8-Ogun Temizkanlioglu(6), 11-Orhan Cikirikci(6) (14-Saffet Sancakli 68), 9-Hakan Sukur(5) (18-Arif Erdem 46). Samtals: Danmörk 75 - TyFkland 63. Lokastaðan: Portúgal................3 2 1 0 5:1 7 Króatía.................3 2 0 1 4:3 6 Danmörk.................3 1 1 1 4:4 4 Tyrkland............... 3 0 0 3 0:5 0 ■ Portúgal og Krótaía komast áfram. A-RIÐILL Lokastaðan: England.................3 2 1 0 7:2 7 Holland.................3 1 1 1 3:4 4 Skotland................3 1 1 1 1:2 4 Sviss...................3 0 1 2 1:3 1 B-RIÐILL: Lokastaðan: Frakkland...............3 2 1 0 5:2 7 Spánn...................3 1 2 0 4:3 5. Búlgaría................3 1 1 1 3:4 4 Rúmenía.................3 0 0 3 1:4 0 Svíþjóð Djurgárden Örebro..................2:1 Degerfors - Örebro...............:.. 1:0 Trelleborg - Örgryte..............3:2 Umea - Malmö FF....................0:1 Öster - Djurgárden................2:0 Gautaborg- Halmstad...............4:0 AIK - Norrköping..................1:0 Oddevold - Helsingborg.............0:1 Staðan: Gautaborg...........11 7 3 1 21: 4 24 Helsingborg.........10 7 2 1 19: 6 23 Halmstad............10 5 3 2 12:12 18 MalmöFF............. 9 4 4 1 10: 4 16 Öster...............10 4 3 3 14:12 15 Norrköping..........10 3 5 2 13: 8 14 AIK.................11 4 2 5 10:13 14 Djurgárden.........11 4 16 9:13 13 Örgryte.............10 3 3 4 9: 9 12 Trelleborg..........10 3 1 6 12:17 10 Oddevold............10 3 1 6 8:14 10 Umea................10 2 3 5 9:16 9 Degerfors........... 9 2 3 4 10:20 9 Örebro..............11 2 2 7 7:15 8 Golf OPIÐ mót eldri kylfinga hjá Keili. Mótið fór fram 19. júní. Helstu úrslit: 70 ára og eldri með forgjöf: Magnús Guðmundsson, NK, högg nettó 65 Markús Guðmundsson, GK 70 50 til 69 ára án forgjafar: Sigurjón Sverrisson, GK, högg 7 6 Jóhann Reynisson, NK 76 Gunnar Hjartarson, GK 79 Með forgjöf: Guðbjartur Þormóðsson, GK, högg nettó 68 Siguijón Sverrisson, GK 68 Inga Magnúsdóttir, GK 69 GunnarHjartarson, GK 69 49 ára og yngri án forgjafar: Ólafur Már Sigurðsson, GK, högg 73 Pálmi Sveinbjörnsson, GK 79 Gunnar Páll Þórisso'n, GR 79 Með forgjöf: Ólafur Már Sigurðsson, GK, högg nettó 66 Pálmi Sveinbjörnsson, GK 67 Emil Sigurðsson, GK 68 Ikvöld Knattspyrna 32-iiða úrslit í Bikarkeppni KSÍ: Keflavík: Keflavík U23 - Keflavík Valbjarnarv.: Fram U23 - Breiðabliki Leiknisvöllur: Leiknir R. - Þór Ak. Dalvík: Dalvík - Leiftur Ólafsvík: Víkingur Ó. - Fylkir Sindravellir: Sindri - Stjarnan Grenivík: Magni - KR Víkingsv.: Víkingur - Skallagrimur Egilsstaðir: Höttur - ÍA Þorlákshöfn: Ægir - Grindavík Valsvöllur: Valur U23 - Valur ■ Allir leikirnir hefjast kl. 20. Líkast leikriti á Anfield að ríkti mikil spenna á lokamín- útum leiks Tékka og Rússa á Anfield Road í gær. Tékkar höfðu náð þægilegri stöðu er flautað var til hálfleiks, voru tveimur mörkum yfir og sú staða hefði tryggt þeim sæti í átta liða úrslitum. En í síð- ari hálfleik fór rússneski björninn að bíta frá sér og þegar fimm mín- útur voru eftir var hann kominn marki yfir 3:2 og allt útlit fyrir að Tékkar væru á leið heim, en ítalir fylgdu Þjóðvetjum eftir í átta liða úrslit. En þá gerðist kraftaverkið. Vladimir Smicer varamaður sem hafði ekki ven'ð inn á leikvellinum í nema rúmlega stundarfjórðung skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gaf félögum sínum um leið von um að komast áfram, er tvær mínútur lifðu af leiknum. En Tékkar vissu af fenginni reynslu að ekkert er öruggt í hendi fyrr en flautað hefur verið af. Og loks var flautað til leiksloka og jafntefli staðreynd og Tékkar komnir áfram. Sigurreifir leikmenn Tékka ærðust af gleði og hlupu um leikvanginn á Anfield og köstuðu treyjum sínum upp til áhorfenda og stuðningsmanna sem gleði- og þakklætisvott fyrir veittan stuðning á ögurstundu. „Þetta er mikilvægasta mark sem ég hef skorað á knattspyrnu- ferlinum. Ég er ánægður þó ég fái ekki að leika nema tuttugu mínútur á móti Portúgal eins og í þessum leik ef það verður til þess að við komust í undanúrslit,“ sagði Smicer að leikslokum. Markið getur haft aðra þýðingu fyrir Smicer því hann og unnusta hans höfðu ákveðið brúðkaupsdaginn 28. júní. Það gæti því farið svo að hann verði að fresta brúðkaupinu. „Ég tek hatt minn ofan í virðing- arskyni við frammistöðu Þjóðvetja í kvöld. Þeir vörðust hetjulega ein- um leikmanni færri síðasta hálftím- ann gegn þungri sókn ítala og náðu að halda hreinu og þar af leiðir að við komust áfram,“ sagði Dusan Uhrin, þjálfari Tékka. Rússneski þjálfarinn Oleg Ro- matsev hafði lýst því yfir fyrir keppnina að hann hefði hug á að segja starfi sínu lausu yrði árangur liðsins slakur. í gær dró hann í land og sagði afsögn engum tilgangi þjóna. Nú yrðu menn að setjast niður og fara yfir það sem betur mætti fara og koma sterkari til leiks á næsta stórmóti. Auk þess hefði hann hug á að byggja iiðið enn meira upp á leikmönnum sem léku að staðaldri í heimalandinu. „Special Olympics" á Akureyri UM næstu helgi verða haldnir á Akureyri Islandsleikar Special Olympics, en þetta er í annað skipti sem slíkir leikar eru haldnir á íslandi. Fyrstu íslandsleikar SO voru haldnir i Mosfellsbæ árið 1994. íslandsleik- ar Special Olympics á Akureyri 1996 eru á vegum íþróttasambands fatlaðra en í um- sjón íþróttafélaganna Eikar og Akurs í sam- vinnu við ÍBA, Sundfélagið Óðin og UMSE. Keppt verður i sundi og fijálsum íþróttum. ísland gerðist aðili að samtökunum árið 1989. Special Olympics á Islandi er innan íþróttasambands fatlaðra og hefur verið lögð áhersla á að samræma störf ÍF og Special Olympics án þess að gera Special Olympics á íslandi að aðskildum samtökum við IF. Meginsérstaða leika á vegum Special Olympics er að þar keppa aðeins þroskaheft- ir einstaklingar og uppbygging allra leika SO tekur mið af því að hver og eínn eigi sömu möguleika á verðlaunum. Þessi upp- bygging er því gjörólík hefðbundnu móta- fyrirkomulagi þar sem aðeins þeir bestu eru sigurvegarar. FELAGSLIF Gulir og glaðir STUÐNINGSMANNAFÉLAG ÍA, Skaga- menn - gulir og glaðir, verður með baráttu- fund félagsmanna sinna í Hótel Valaskjálfi á Egilsstöðum í dag, fimmtudag, kl. 18 til 19.30, eða fyrir bikarleik Hattar og ÍA sem fram fer á Egilsstöðum kl. 20 í kvöld. Á fundinum verður félagið kynnt áhugasöm- um Austfirðingum. Sigur en sorg hjá Dönum Evrópumeistararnir frá Dan- mörku eru úr leik í Evrópu- keppninni á Englandi þrátt fyrir að hafa sigrað Tyrki 3:0 á Hillborough í Sheffield í gær, því á sama tíma lögðu Portúgalir Króata með sömu markatölu á City Ground í Notting- ham og gerðu þar með þá veiku von Dana um að komast áfram að engu. Fyrri hálfleikur í Sheffield var lítið fyrir augað og ekki var að sjá á leik þeirra dönsku að þeir þyrftu nauðsynlega að sigra stórt í leikn- um til að eiga einhveija möguleika á áframhaldandi þátttöku og voru þeir heppnir að Tyrkirnir náðu ekki að komast yfir um miðjan hálfleik- inn þegar miðvallarspilarinn, Orhan Cikirikci, átti fallegt skot að marki en Peter Schmeichel, markvörður Dana, varði glæsilega. í síðari hálfleiknum var allt ann- að að sjá til danska liðsins og náðu þeir að koma knettinum þrisvar sinnum í mark Tyrkja áður en yfir lauk, en lítið fór fyrir þeirri miklu baráttu og leikgleði, sem Tyrkirnir sýndu í leikjum sínum gegn Króatíu og Portúgal. Mennirnir á bak við öll mörk Dananna voru þeir Laudr- up-bræður Brian og Michael, Brian gerði fyrsta markið á 49. mínútu og það síðasta sex mínútum fyrir leikslok en í millitiðinni átti Michael glæsilega stungusendingu inn á Allan Nielsen, sem þurfti lítið annað að gera en að renna knettinum framhjá Rústú í marki Tyrkja. Sigurinn dugði þó skammt en þrátt fyrir að draumur Dana um að ná að veija Evrópumeistaratitil- inn sé nú fokinn út í veður og vind eiga þeir hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp í leiknum í gær. Tyrkir, sem sýndu mikla baráttu í fyrstu leikjum sínum í riðlinum og komu þá mjög á óvart, virtust hins vegar lítinn hug hafa á því að bjarga andlitinu. Þeir þóttu máttlitlir og metnaðarlaustir og snúa því heim með ekkert stig, ekkert mark skor- að og engán farseðil í áttaliða úrslit- in. DANINN Brian Steen Nlelsen stekkur hér yfir Kerimoglu Tugay, varnar- mann Tyrkja, í leik liðanna í gær. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 B 5 KIUATTSPYRIMA Reuter Hetja Tékka VLADIMIR Smicer tryggði Tékkum sæti í 8-liða úrslitum er hann skoraði jöfnunarmarkið, 3:3, á móti Rússum þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Hér fagnar hann marki sínu og um leið áframhaldandi veru í keppnínni. Afall Italir reyndu allt hvað þeir gátu til að komast áfram í Evrópu- keppninni er þeir mættu Þjóðveijum á Old Trafford í gær. Þeir vissu að það eina sem dygði var að treysta á sjálfa sig og leggja hið sterka þýska lið. Og leikmennirnir. hans Arrigo Sacchi reyndu sitt ítrasta til að ná fram sigri. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og sóttu ákaft en gekk illa að komast alla leið að marki andstæðinganna. En loks kom að því að þýska vörnin gaf sig og ítalir fengu vítaspyrnu, en þá varð fyrir þeim þýski markvörður- inn Andreas Koepke. Hann varði vítaspyrnu Gianfranco Zola sem hafði á ný endurheimt sæti sitt í byrjunarliði ítala. Italir létu ekki hugfallast þrátt fyri mótlætið, sóttu áfram og gáfu Þjóðveijum fá tækifæri til sóknar en það besta var á 28. mínútu er Jtirgen Klinsmann skallaði rétt framhjá eftir sendingu frá Andy Möller á hægri kanti. I síðari hálfleik héldu ítalir áfram uppteknum hætti og sóttu en Þjóð- veijar vörðust fimlega með Koepke markvörð sinn fremstan meðal jafn- ingja. Ýmsir Italir vonuðust til þess að eitthvað myndi hlaupa á snærið eftir að Þjóðveijar misstu Thomas Strunz út af með rautt spjald á 60. minútu en það varð ekki. Sacchi þjálfari sem var orðinn mjög óróleg- ur við hliðarlínuna reyndi að hressa upp á lið sitt með þremur skipting- Itala um er líða tók á en allt kom fyrir ekki. Jafnteflið var ekki umflúið og leið snubbóttari endir á þátttöku en vonir höfðu staðið til. „Eins lengi og ég fæ einhveiju ráðið verður Sacchi áfram. Hann er einn besti þjálfari heimsins og ég ætla ekki að varpa honum fyrir borð nú,“ sagði Antonio Mattarese, forseti ítalska knattspyrnusam- bandsins, um leið og úrslit lágu fyrir. ítalskir fjölmiðlar höfðu fast- lega gert ráð fyrir að eftir tapið yrði Sacchi að taka pokann sinn en samkvæmt þessu verður ekki svo. Hann er með samning fram yfir HM árið 1998. Leikurinn í gær var sá fimmtug- asti sem ítalska landsliðið leikur undir stjórn hans. „Við erum silfur- hafar frá síðasta heimsmeistara- móti og það þýðir ekkert að hengja haus þrátt fyrir að við höfum feng- ið á okkur brotsjó. Nú verðum við að leggjast á árarnar og taka stefn- una á úrslitakeppni HM í Frakk- landi eftir tvö ár,“ sagði Sacchi að leikslokum. Hann bar lof á leikmenn sína fyrir hetjulega baráttu í leikn- um gegn Þjóðveijum. „Ég er með frábæra leikmenn og með það í huga svo og að við leikum góða knattspyrnu finnst mér ósanngjarnt að vera úr leik.“ Berti Vogts þjálfari Þjóðveija sagði að honum sem þjálfara og einlægum knattspyrnuunnanda þætti sárt að sjá á bak ítalska liðinu. Reuter ÞJÓÐVERJINN Andy Möller og ítalinn Roberto Di Matteor kljást hér um knöttinn í leiknum í gær. „Þjóðvegur ’66“ FJÖLMIÐLAR á Englandi hafa heldur betur breytt hugarfari sínu gagnvart enska landslið- inu eftir stórsigur þess á þvi hollenska 4:1 áþriðjudaginn. Fyrir aðeins örfáum dögum fékk enska liðið og þjálfari þess, Terry Venables, eintómt skítkast frá blöðum á Englandi eftir æfingaferð liðsins til Asíu, þar sem leikmenn voru sakaðir um drykkjuiæti, skemmdarverk og agaleysi. Ekki bætti jafnteflið við Sviss- lendinga í opnunarleik Evr- ópukeppninnar úr skák og enn jókst hið illa umtal um ensku leikmennina. í dag eru þessir sömu leik- menn ásamt Terry Venables þjálfara hins vegar álitnir þjóð- hetjur og í ensku blöðunum I gær mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „England að eilífu,“ og „Þjóðvegur ’66,“ sem minna átti á hið frækna afrek enska landsliðsins er það sigraði HM á Englandi árið 1966. Úrslit leiksins gegn Hollendingum voru álitin ein þau bestu í sögu enskrar knattspyrnu og nú þegar er farið að tala um að það verði Tony Adams, fyrir- liði Englendinga, sem lyfti Evrópubikarnum á Wembley- leikvanginum í London þann 30. júní næstkomandi. Knatt- spyrnu- laust í stað reyklaust ÞÓTT knattspyrnuæði hafi geysað á Bretlandseyjum síð- ustu daga og vikur í kjölfar Evrópukeppniunar er einn staður á Englandi aigjörlega ósnortinn af þessu æði. Þetta er „Barley Mow“ kráin í Leic- ester en þar hefur verið bann- að að nefna knattspyrnu á nafn fynr enn að Evrópukeppninni lokinni og hefur kráin verið lýst „knattspymulaust svæði.“ Gestum kráarinnar er bannað að minnast á knattspyrnu svo ekki sé minnst á að ræða gang mála og ef starfsfóHdð svo mikið sem tautar „K“-orðið verður þjórfé þess tekið og lagt í rekstur staðarins. Eig- andi staðarins hefur séð svo um að ekkert sjónvarp sé á staðnum og sett hefur verið upp skilti fyrir utan kránna, sem segir eitthvað á þessa leið: „Þessi krá er knattspymulaust svæði og ef starfsfólkið svo mikið sem minnist á knatt- spyrnu, segið því þá bara að þegja." Portúgalir ósigraðir PORTÚGALIR fóru í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. í gær sýndu þeir ágæt tilþrif með því að sigra Króata sannfærandi 3:0 og tryggja sér efsta sæti D-riðils. Króat- ar komust einnig áfram þrátt fyrir tapið, en Evrópumeistar- ar Dana og Tyrkir eru úr leik. Portúgalir sýndu oft skemmti- lega knattspyrnu þar sem sóknarleikurinn var hafður í fyrir- rúmi. Leikmenn liðsins eru snögg- ir og búa yfir mikilli knatttækni og yfirspiluðu Króata sem voru eins og skugginn af því sem þeir sýndu í 3:0 sigrinum gegn Dönum. Enda gerði Miroslav Blazevic, þjálfari, sjö breytingar á liðinu frá því sem byrjaði á móti Dönum. Leikurinn hafði reyndar ekki mikla þýðingu því bæði liðin höfðu fyrir leikinn tryggt sér þátttökurétt í 8-liða úrslitum. Hann var aðeins spurning um hvort liðið næði efsta sætinu. Portúgalir læddu inn tveimur nettum mörkum í fyrri hálfleik, fyrst Luis Figo í upphafi leiks og síðan Joao Pinto á 33. mínútu. Það var síðan varamaðurinn Domingos Oliveira, sem var markahæsti leik- maður portúgölsku deildarinnar í vetur, sem innsiglaði öruggan sig- ur sinna manna með marki sjö mínútum fyrir leikslok. „Við sönn- uðum að við erum með besta liðið í riðlinum. Við áttum skilið að komast áfram,“ sagði Domingos Olivera. Portúgalir mæta Tékkum í 8- liða úrslitum á Villa Park á sunnu- dag en Króatar fá að glíma við hið öfluga lið Þjóðverja á Old Traf- ford sama dag. Miroslav Blazevic, þjálfari Króata, sagðist vera ánægður með að mæta Þjóðvetj- um. „Ég hef alltaf sagt að það hentaði leikstíl okkar vel að spila gegn Þjóðveijum.“ Rui Costa, fyrirliði Portúgala, var undrandi á slakri frammistöðu Króata í leiknum. „Ég bjóst við að þeir myndu gefa allt í leikinn til að ná efsta sætinu í riðlinum.“ Reuter PORTÚGALIR hafa sýnt skemmtilega knattspyrnu í keppn- inni. Hér fagna þeir öðru markinu á móti Króötum í gær. Ricardo Sa Pinto stekkur hér upp á Joao Pinto og Fernando Couto, en Dimas Texeira kemur hlaupandi aö til að fagna » með félögum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.