Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 8
faám FIMLEIKAR íslenskar stúlk- uríöðrusæti í Luxemborg Fimm íslenskar fimleikastúlkur tóku þátt í fjögurra landa móti í Lúxemborg um síðustu helgi, þar sem þær höfnuðu í öðru sæti. Mótið var undirbúningsmót fyr- ir Smáþjóðaleikana sem varða á Islandi á næsta ári. Kýpur sigraði * í mótinu með 101,450 stig, ísland fékk 100,300 stig, Lúxemborg Napoli kvartar yf- ir Vlaovic ÍTALSKA knattspyrnufélagið Napoli kvartaði til FIFA vegna Króatans Coran Vla- ovic en forsvarsmenn félags- ins segja hann hafa skrifað undir samning við sig og skömmu síðar spænska fé- lagsUðið Valencia. Forsvars- menn Napoli staðhæfa að Vla- ovic hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið 4. mars sl. en síðan hafí hann gert annan samning við Va- lencia 6. júní, skðmmu áður en Evrópubikarkeppnin hófst £ Englandi. Þess má geta að Vlaovic lék með Padova í ít- ðlsku 1. deildinni i síðustu leiktíð. f bréfi sem forráðamenn Napoli hafa ritað til FIFA er þess farið á leit að það viður- kenni samning Vlaovic og Napoli þannig að komið verði i veg fyrir að hann geti upp- fyllt samninginn sem hann gerði við Valencia. Neiti hann ac viðurkenna undirritaðan samning sinn við Napoli verði honum meinuð þátttaka í knattspyrnu á alþjóðavett- vangi fram í júní árið 1999. Um leið verði Napoli heimilt að lögsækja Króatann fyrir að ganga á bak undirritaðs samnings. Amor skaust heim GUILLERMO Amor hetja Spánverja í leiknum gegn Rúmenum í fyrradag fór í gær í stutta heimsókn til Qölskyldu sinnar á Spáni til þess að lita augum nýfæddan son sinn. Hann fæddist á mánudag og var strax skirður Daniel. Fyrir áttu þau hjón einn son. Amor mun ekki staldra lengi við heima því seinni partinn í dag snýr hann til baka til liðs við félaga sina sem nú búa sig undir að mæta Englendingum á Wembley á laugardaginn. 100,100 stig og Mónakó 97,000 stig. Elín Gunnlaugsdóttir varð sigurvegari í stökki og Lilja Jóns- dóttir var önnur. Elín varð í þriðja sæti í keppni á tvíslá og Elva Rut Jónsdóttir varð sjöunda. Elva Rut varð fjórða í keppni á slá og Sask- ia Schalk áttunda. Elva Rut varð íjórða í gólfæfingum og Elín átt- unda. ISLENSKA keppnisliðið, aftari röð f.w.: Lilja Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttlr, Elva Ruth Jónsdóttir. Fremrl röð: Saskla Schalk, Bergllnd Pétursdóttlr, landsllðsþjálfarl og Helena Kristlnsdóttir. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN KR-ingar hefja vömina á Grenhnk íslandsmeistarar ÍA leika á Egilsstöðum og Dalvíkingartaka á móti Leiftri Bikarmeistarar KR tvö sl. ár hefja bikarvörn sína með því að mæta 4. deildarliði Magna á Grenivík í kvöld_ í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Mörg 1. deildarl- ið verða á faraldsfæti, íslands- meistararnir frá Akranesi leika gegn 3. deildarliði Hattar á Egils- stöðum og Leiftursmenn fara stutta leið, skreppa á Dalvík. Ellefu leikir verða leiknir í bikarkeppninni í kvöld. Bræðra- barátta verður í Keflavík og að Hlíðarenda í Reykjavík, þar sem 1. deildarlið Keflavíkur leikur gegn ungmennaliði Keflvíkur og Valsmenn leika gegn ungmenna- liði Vals. 1. deildarlið Fylkis leikur gegn 4. deildarliði Víkingi á Ólafs- vík og Stjarnan fer til Hornafjarð- ar, leikur gegn 4. deildarliði Sindra. Ungmennalið Fram mætir 1. deildarliði Breiðabliks, 2. deild- arliðin Leiknir Reykjavík og Þór Akureyri mætast og Víkingur og Skallagrímur. 1. deildarlið Grinda- víkur leikur gegn 3. deildarliði Ægis á Þorlákshafnarvelli. A morgun fara fram fjórir leik- ir: Bolungarvík - FH, Völsungur - KA, ÍR - Þróttur R. og ung- mennalið Breiðabliks - ÍBV. Þúsund miðum stolið EITT þúsund aðgöngumiðum á leiki í fjórðungsúrslitum Evrópubikarkeppninnar var stolið úr bifreið í Birmingham á þriðjudaginn. Eftirlitsmenn og lögregla vita hvaða miðar þetta eru og hafa sagt að reyni einhver að nota þá verði þeim hinum sama umsvifalsut vísað frá og meigi hugsanlega eiga von á handtöku. U E FA eiiro ■ TÉKKAR gerðu eina breytingu á byrjunarliði sínu í gær frá því í leiknum á móti ítölum, sem þeir unnu 2:1. Varnarmaðurinn Lubos Kubik kom inn í liðið fyrir fyrirlið- ann Miroslav Kadlec, sem tók út leikbann. ■ LÖGREGLA á Englandi hand- tók 65 manns eftir leik heimamanna og Hollendinga á þriðjudag. Flestir voru handteknir fyrir ölvun en að öðru leyti fór fögnuðurinn að mestu vel fram. ■ GUUS Hiddink, þjálfari Hol- lendinga, hefur gefíð leikmönnum sínum frí frá knattspyrnu í einn sól- arhring til að jafna sig eftir áfallið gegn Englendingum á þriðjudag. Hollendigar mæta Frökkum í átta- liða úrslitum á Anfíeld Road í Liv- erpool á laugardag. ■ FRANSKI þjálfarinn, Aime Jacquet, viðurkenndi fyrir blaða- mönnum eftir leikinn gegn Búlgör- um á þriðjudag að lið hans skorti reynslu og væri enn í mótun og leik- menn þyrftu því að halda sig 'niðri á jörðinni til að ná lengra í keppninni. ■ JACQUET viðurkenndi einnig við sama tækifæri að hann hefði gert sig fyllilega ánægðan með annað sætið í riðlinum, því æðsta takmark Frakkanna hefði verið að komast i áttaliða úrslitin. ■ SKOTAR voru ekki langt frá því að komast í áttaliða úrslitin á kostn- að Hollendinga og fréttirnar um að Patrick Kluivert hefði skorað mark- ið á Wembley, sem kom Hollend- ingum áfram í keppninni komu því líkt og kjaftshögg fyrir skosku stuðn- ingsmennina á Villa Park. ■ ÞJÁLFARI þeirra skosku, Craig Brown, var þó alls ekki óánægður í leikslok, sagði að vísu að auðvitað væri svekkjandi að falla úr keppninni með þessum hætti en áhorfendur hefðu séð skoskt landslið reyna að leika góða knattspymu, spila boltan- um og skapa sér færi og það væri hlutur sem ekki hefði sést á hveijum degi hér áður fyrr. ■ ENGLENDINGAR kunnu sér varla læti eftir stórsigurinn á Hol- lendingum á þriðjudag. Jafnvel John Major, forsætisráðherra, var himinlifandi með frammistöðu sinna manna. „Frammistaða enska liðsins gegn Hollendingum var hreint frá- bær. Allir aðdáendur enska liðsins óska liðinu velfarnaðar í 8-liða úrslit- um,“ sagði Major. ■ LÖGREGLAN í London handtók 65 knattspyrnuáhugamenn eftir leik Englands og Hollands á þriðjudag. Flestir þeirra voru handteknir fyrir ölvun. Ensku stuðningsmennimir voru að fagna stórsigri Englendinga langt fram eftir nótu í miðborg London. Lögreglan sagði að flestir hafi verið til friðs, en sumir hafi verið að kasta flöskum að lögregl- Álitnir þjóðhetjur Reuter ENGLENDINGAR eru himlnllfandl yfir stórsigrinum á Hollend- Ingum á þriðjudag. Þelr eru nú álltnlr þjóðhetjur og í ensku blöðunum í gær máttl lesa fyrirsagnlr á borð vlð: „England að eilífu“ og „Þjóðvegur ’66“, sem mlnna átti á hið frækna afrek enska landsllðsins er það slgraði í HM á Englandl árið 1966. Hér eru þelr Alan Shearer og Teddy Sherringham, sem gerðu tvö mörk hvor í leiknum gegn Hollendingum. Limpar til Marseille ANDERS Limpar, sænski knattspyrnumaðurinn sem leikið hefur með enska félaginu Everton upp á síðkastið, hefur ákveðið að ganga til liðs við franska félagið Marseille. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Everton sendi frá sér í gær og lét þess jafnframt getið að franska félagið greiddi sem nemur 150 miljjónum króna fyrir kappann. „Limpar átti eitt ár eftir af samningi sínum við okkur og hafði leitað eftir hagstæðari samningi til lengri tima. Við vorum ekki tilbúnir til að ganga að þvi. Þess vegna leyfðum við honum að fara er honum bauðst að fara til Frakklands," sagði Joe Royle, knattspyrnustjóri Everton. VIKINGALOTTO: 18 25 26 29 31 40 + 34 44 47 ' '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.