Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 1
fjArmál Hagvöxtur, vextir, hlutabréfaverð/4 RÁDGfÖF Hlúó að vaxtar- broddunum /6 kvikmynpir Jonni og félagar á nýjum slóðum /8 VmSEOPn/AIVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. JUNI 1996 BLAÐ c Prentun Miðlun hf. hefur samið við Odda um prentun á AtilÖ þjónustuskrá Gulu línunnar næsta haust, en bókin verður prentuð í 70 þúsund eintaka upplagi. Reiknað er með því að dreifingu hennar Ijúk i í Iok september. I bókinni verða skráð nöfn, heimilisföng og síma- númer allra fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu. Bakkavör Bakkavör hf., sem sérhæfir sig í hrognavinnslu, hefur falið Yerðbréfamarkaði íslandsbanka hf. að annast útboð skuldabréfa. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið vel og eru frekari fjár- festingar framundan. Skulda- bréfunum mun fylgja kaupréttur á hlutabréfum. Fyrirtækið er í eigu bræðranna Agústs og Lýðs Guðmundssona ásamt Granda hf. Hlutabréf Heldur hefur hægt á hækkunum á hlutabréfaverði síðustu daga og í gær lækkaði þingvísitalan lítillega eða um 0,22%. Mest bar á viðskiptum með hlutabréf í hlutabréfasjóðum, en einnig urðu lítilsháttar viðskipti með bréf í Flugleiðum og Eimskip. SÓLUGENGI DOLLARS Breytingar á vöi áhrif þess á tekj INNFLUTNINGUR ' Kaffi.teofl. milljónirkróna^ ugjö uroc iætl. tekjur ríkissj. 74 _ ._ — . Idum og ) verðlag Tekju- Áætl. verð-breyting breyting 1 r 'n 13 ; 1,5% Aðrar drykkjarvörur og efni til þeirra 129 -41 i -4,3% Sykur og kandís 375 187 | ! \ 26,6% \ Sælgæti 126 2 j 0,3% | Kökur, kex og nasl 69 ; -4 ; | -0,9% \ Niðursoðnir ávextir, súpur ofl. Málningarvörur 28 5 1,5% | -7,7% | 0 -31 Byggíngarvörur ofl. Raflagnaefni, lampar, perur ofl. 96 -10 -1,1% | 261 -4 -0,2% i Hreinlætistæki, vaskar ofl. 23 2 1,1% \ Gólfefni, veggfóður ofl. 192 12 0,8% -3,3% | Bílavörur, rafgeymar, járn, gler 46 -15 Dekk og slðngur 57 -1 -0,1% j 0,0%\ Vélar og hlutar í ökutæki 303 0 Heimilistæki 483 -98 -3,9% i Snyrtivörur 108 -5 -0,6% j Filmurúllur ofl. i6; -5 -4,2% \ Byssur 13 -1 -1,0% Ritföng 20 -5 -4,0% Pípur og kveikjarar 0 -3 -20,0% Samtals innflutningur 2.416 i -2 i 0,0% i Endurgreidd aðföng, áætlað -468 i -88 { I j Cjhm4aiO inHvfifM nAT^A 1 QAS) .0/) i í) ROL oanmais inniiun, neno INNLEND FRAMLEIÐSLA Kaffi f.94o 23 j -av | ! i Í 10 j -UfO/O 4,3% Öl og gosdrykkir 421 | i -152 ; \ -4,0% Sælgæti og ís 164 -46 í | -2,8% Kex og nasl 15 -2 i \ -1,7% Sultur og grautar 5 2 4,0% Málning, sápurofl. 0 -81 -6,0% \ i \ 1 Samtals innlent 628 i ! -269 í i -3,7% i ; jj Samtals innflutt og innlent Virðisaukaskattur 2.576 i -359 | i -107 i -í,6%; 1 i 1 Samtals tekjubreyting LS£s*J -466 1 Vörugjaldsbreytingar þann 1. júlí taldar geta leitt til 1,6% verðlækkunar að meðaltali Innlendar yör- ur lækka meira en innfluttar BREYTINGAR á vörugjöldum á innfluttum vörum og innlendum framleiðsluvörum, sem taka gildi um næstu mánaðamót, ættu að haf a í för með sér nokkrar breyting- ar á smásöluverði ýmissa vara. Að meðaltali er gert ráð fyrir 1,6% verðlækkun á þeim vörum sem hingað til hafa borið vörugjald. Lækkun á verðlagi innfluttra vara yrði þó minni eða 0,6%, en um 3,7% á innlendri framleiðslu, ef vöru- gjaldsbreytingin skilar sér til fulls. í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingar á vörugjöldum sem alþingi samþykkti í vor var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs vegna breytinganna lækkuðu um 350 milljónir. Þar til viðbótar kæmi um 110 milljóna lækkun á virðis- aukaskatti. Tekjutapið í heild yrði því um 460 milljónir. Saumavélar lækka en eldavélar hækka Að sögn Kristmanns Magnússon- ar, stjórnarformanns pfaff, mun verð á saumavélum og straujárnum lækka um 10% hjá fyrirtækinu strax um mánaðamótin þegar breytingin tekur gildi. Hins vegar hækkar verð af eldunartækjum um nálægt 10%, þar sem vörugjöld af þeim hækka úr 13% í 25%. Ekki eru lögð vörugjöld á innflutnings- verð fjölda smærri raftækja þannig að verð þeirra breytist ekki. Þá verður engin breyting á vörugjöld- um á þvottavélar og þurrkara, svo dæmi séu tekin. Aftur á móti hækk- ar vörugjald verulega á sykri þann- ig að verð hækkar um rösklega fjórðung. Af innlendum framleiðsluvörum má nefna að kaffí hækkar í verði um 4,3% en öl og gosdrykkir lækka um 4%, ef áhrif breytinganna koma að fullu fram. Þá má búast við að málning innlendu framleiðendanna lækki um nálægt 6% um næstu mánaðamót. Neysluverðsvísitala lækkar í greinargerð sem Hagstofan vann fyrir Samtök iðnaðarins í apríl er bent á að áhrif vörugjaldsbreyt- inganna á vísitölu neysluverðs séu vandmetin, sérstaklega hvað snertir innlendar vörur. Samkvæmt laus- legu mati geti breytingar á vöru- gjöldum lækkað vísitöluna um 0,1%. Lækkun á endurgreiðslu virðis- aukaskatts af vinnu á byggingar- stað í 60% hefur hins vegar áhrif til hækkunar á viðhaldi húsnæðis í húsnæðislið vísitölunnar. Þetta er talið geta valdið um 0,03% hækkun neysluverðsvísitölunnar, þannig að heildaráhrifin af breytingu vöru- gjaldanna verði um 0,06-0,07% lækkun vísitölunnar. Þá má nefna að lækkun á endur- greiðslu virðisaukaskatts og breyt- ingar á vörugjöldum er talin leiða til 3,1% hækkunar byggingarvísi- tölunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.