Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Framleiðsla hefst að nýju hjá Vatnsfélagi Suðurnesja hf. Stefnt að reglubundnum útflutningi eftir 3 mánuði Tilraunaútflutningur til Bandaríkjanna ÍSLENSKT Marfang hf. hefur tekið öll tæki og tól Vatnsfélags Suðurnesja hf. á leigu til nokkurra mánaða. Meðan á leigutímanum stendur mun leigutakinn standa að markaðs- setningu og sölu á vatninu í Bandaríkjunum í samstarfí við þarlenda aðila. Samstarfsaðilar Islensks Marfangs í Banda- ríkjunum eru Cooking Exellence, og Red Apple Group. Cooking Exellence er bandarískt inn- flutnings- og dreifingarfyrirtæki, en starfrækt af íslenskum aðilum. Red Apple Group er keðja matvöruverslana í New York. Leigutakinn hyggst hefja átöppun á vatni í verksmiðjunni á næstu vikum. Arni Ragnar Árnason, alþingismaður og stjórnarformaður Vatnsfélagsins, segir að þá hefjist reynslu- tímabil en á því taki leigutakinn að sér á eig- in ábyrgð að markaðssetja vatnið i Bandaríkj- unum. Takist sú markaðssetning verður sam- ið um reglubundna vatnssölu vestur um haf og mun þá Vatnsfélagið taka aftur við rekstri verksmiðjunnar. Árni vonast til að af þeim samningum geti orðið eftir tvo til þrjá mán- uði. Vatnsfélag Suðurnesja hf. var stofnað haust- ið 1993 og eiga Hitaveita Suðurnesja, Eignar- haldsfélag Suðurnesja og Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hf. meirihluta í fyrirtækinu. Það byrjaði fljótiega að selja vatn til dreifingarað- ila í Ohio í Bandaríkjunum. Dreifingaraðilinn náði þó ekki þeim árangri við vatnssöluna sem að var stefnt í upphafi og lögðust því við- skipti við hann niður. Átöppun í verksmiðjunni var hætt um áramótin 1994-95 og hefur starf- semi hennar verið í lágmarki síðan. Stöðugt hefur þó verið unnið að markaðssetningu og segir Árni að samningurinn nú sé árangur þeirrar vinnu. „í markaðssetningu á vatninu höfum við lagt áherslu á að fá reynda aðila til liðs við okkur en hætta sem minnstu fé. Með þessum samningi tekst okkur að lágmarka fjárframlag til markaðsstarfsemi og eins fjárfestingu í verksmiðjunni. íslenskt marfang þekkir vel til framleiðslu og með samstarfi við Red Apple er tryggt að vatnið á greiða leið í fjölmargar verslanir. Cooking Exellence hefur töluverða reynslu af markaðssetningu vestra og mun taka að sér frekari markaðssetningu. Ég er því bjartsýnn á að þetta samstarf leiði til reglu- bundins útflutnings á íslensku vatni.“ Að sögn Árna Ragnars verða nokkrir starfs- menn ráðnir til verksmiðju Vatnsfélagsins á næstu vikum. „Gangi tilraunin að óskum eru allar líkur á að auka þurfi afköst verksmiðjunn- ar og þá þarf að sjálfsögðu að fjölga starfs- fólki enn frekar," segir Árni Ragnar. Sæmilegt útlit hjá stærstu hótelunum í sumar Svipuð eða betri nýting en ífyrra Áfram- haldandi eftirspurn eftir ríkis- víxlum TALSVERÐ spurn var eftir ríkisvíxlum í útboði Lána- sýslu ríkisins í gær. Alls bár- ust tilboð að fjárhæð 2.570 milljónir króna en af því var tekið tilboðum að fjárhæð 2.090 milljónir. Um þriðj- ungur tekinna tilboða var frá Seðlabanka íslands á meðal- verði samþykktra tiiboða. Ávöxtunarkrafa ríkisvíxla breyttist þó lítið i útboðinu. Ávöxtunarkrafa ríkisvíxla til þriggja mánaða hækkaði um 2 punkta í 6,54% og ávöxtun- arkrafa sex mánaða ríkisvíxla hækkaði um 3 punkta í 6,68%. Engum tilboðum var hins vegar tekið í 12 mánaða ríkis- víxla að þessu sinni, en síðast var tekið tilboði í þennan flokk ríkisvíxla í útboði Lána- sýslunnar um miðjan maí. Viðskipti áfram lífleg á eftirmarkaði Þrátt fyrir útboð Lánasýsl- unnar í gær voru viðskipti með ríkisvíxla áfram lífleg á Verðbréfaþingi. Alls skiptu ríkisvíxlar að fjárhæð 1,1 milljarðar króna um hendur og er það heldur meiri eftir- spurn en í gær, þegar við- skipti með þessi bréf voru einnig með líflegra móti. Þorsteinn Ólafs, fram- kvæmdastjóri Handsals, segir að miðað við núverandi verð- lagshorfur megi reikna með að áfram verði mikil eftir- spurn eftir ríkisvíxlum, enda hafi bankastofnanir verið að sækja mikið í þá. Hann segir hins vegar skilyrði fyrir vaxtalækkunum á ríkisvíxl- um ekki fyrir hendi. Raun- hæfara sé að reikna með því að ávöxtun þeirra muni sveiflast til um 10-15 punkta. NÝTING hjá flestum stærstu hótel- unum í sumar virðist ætla að vera svipuð eða jafnvel meiri en í fyrra sem þó var mjög gott ár. Bókanir eru ívið fleiri en í fyrra og bjart- sýni ríkir vegna ráðstefna og sýn- inga, m.a. alþjóðlegrar sjávarút- vegssýningar, á haustmánuðum. Starfsmenn þeirra hótela sem Morgunblaðið ræddi við sögðust margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með maí og fyrri hluta júní en sögðu að mjög vel horfði með júlí, ágúst og september. Einar Olgeirsson, hótelstjóri Scandic hótelanna Loftleiða og Esju segir að flest stefni í að sumar- ið nú verði svipað og í fyrra. Gangi það eftir séu hótelin í góðum málum enda hafi sumarið í fyrra verið mjög gott. „Nýtingin allt árið í fyrra var um 70% á Loftleiðum en 65% á Esju og var það mjög góður árangur. í júní stefnir í 90% nýt- ingu og enn meira í júlí. Þá eru bókanir í ágúst og september vel viðunandi. Þá er meira um pantan- ir vegna ráðstefna í júní og ágúst en oft áður,“ segir Einar. Nýliðinn maímánuður olli þó nokkrum vonbrigðum að sögn Ein- ars. Maí sé orðinn mjög góður mánuður en nú hafí herbergjanýt- ing verið minni en undanfarin ár eða 77%. Ástæðan sé ef til vill sú að í fyrra voru öll hótel tekin frá fyrir HM ’95 og það hafi haft áhrif á eftirspurnina nú. Allt stefnir í að herbergjanýting verði ágæt á Hóteli Sögu í sumar en þó ekki eins góð og í fyrra að sögn Grétars Erlingssonar, yfír- manns herbergjabókana. „Bókanir voru síðar á ferðinni nú en í fyrra og við náum ekki alveg eins góðri nýtingu og í fyrra. Óvenju vel lítur þó út með haustið og er þar jafn vel eða betur bókað en í fyrra. Ágúst, september og október líta einnig vel út.“ Mikil aukning hefur orðið á her- bergjanýtingu á Grand hóteli Reykjavík og Hóteli Reykjavík að sögn Bjarna Ásgeirssonar hótel- stjóra þeirra. Segir hann að stefni í metnýtingu í júní, júlí og ágúst, ekki síst á Hóteli Reykjavík en þar gildir lægra verð en á Grand Hót- eli Reykjavík. Hann er ekki viss um að þýskum ferðamönnum hafi fækkað en býst við að þeir leiti í ódýrari gistingu. „Aukið sætafram- boð frá Þýskalandi með ódýrari fargjöldum hefur leitt sparsamari ferðamenn hingað.“ Fleiri bókanir Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ís- lands, segir útlitið í ferðaþjónustu vera svipað og síðasta sumar. „Bókanir hjá Eddu-hótelunum eru aðeins fleiri en í fyrra en þó er of snemmt að fullyrða að aðsókn að þeim aukist. Við gerum okkur þó vonir um að íslendingar eigi eftir að ferðast meira um landið en í fyrra enda eru ýmsar ytri aðstæður góðar. Vorið var óvenju fljótt á ferðinni og blíðviðri hefur verið það sem af er sumri. Vegir hafa komið vel undan vetri og það hefur skap- að aukna möguleika." Sumarið lítur vel út hjá Hóteli KEA á Akureyri. Elías Bjami Gísla- son, hótelstjóri, segir að hótelið hafi verið þokkalega nýtt í maí en júní hafi ekki verið nógu góður. „Júlí og ágúst líta þó mjög vel út og er ljóst að þetta sumar mun koma betur út en síðasta sumar." Ráðstefnuárið 1997 Á undanförnum árum hefur í auknum mæli verið reynt að kynna ísland sem ráðstefnuland og er ljóst að ráðstefnur skipta verulegu máli í hótelrekstri. Hótelstjórarnir í Reykjavík og Akureyri vænta allir góðs af nokkrum ráðstefnum, sem haldnar verða hér á landi í haust og ber þar hæst alþjóðlega sjáv- arútvegssýningu, sem haldin verð- ur í Reykjavík um miðjan septem- ber. Hótelstjórarnir eru sammála um að óvenju vel líti út með ráð- stefnuhald á næsta ári ogtalajafn- vel um ráðstefnuárið 1997. Stokkað upp í stjórn Fords í Evrópu Köln. Reuter. ALEX TROTMAN, yfirmaður Ford Motor Co, hefur skýrt frá víðtækum breytingum á yfir- stjórn fyrirtækisins í Evrópu og kveðst telja að þær muni auð- velda Ford að auka markaðs- hlutdeild sína í álfunni. Albert Caspers lætur af störfum yfirmanns þýzku deild- arinnar Ford-Werke AG og Ford of Europe og tveir arftak- ar taka við störfum hans 30. júlí. William Boddie, fram- kvæmdastjóri miðstöðvar Fords fyrir litla og meðalstóra bíla í Köln, verður stjórnarformaður Ford-Werke. Ed Hagenlocker, forstjóri bif- véladeildar Forda, verður stjórnarformaður Ford of Europe og aðalfulltrúi Fords hjá Evrópusambandinu. Trotman sagði að Caspers ætti heiðurinn af mikilli sölu Fords í Evrópu að undanförnu, meðal annars mestu mánaðar- sölu í Þýzkalandi í fimm ár í maí. Caspers hefur hlotið lof fyrir að tryggja jákvæða afkomu Ford-Werke með kröfum um aukin gæði og fyrir að auka fyrirtækið í áliti í Þýzkalandi, meðal annars með kostun íþróttaviðburða. Trotman gerir sér vonir um að markaðshlutdeild Fords í Evrópu aukist í 15%, en vill ekkert um það segja hvenær hann vilji að því marki verði náð. Hann hyggst auka hlutdeild- ina með auknu úrvali, meðal annars bíla sem höfða til sér- stakra markaðshópa. Ford kann einnig að auka innflutning til Evrópu. í Þýzkalandi, stærsta bíla- markaði Evrópu, hefur Ford aukið markaðshlutdeild sína í 11,3% úr 9,3% 1993. B A ætlar að selja farseðla um alnetið FLUGFÉLAGIÐ British Air- ways tekur upp sölu farseðla um alnetið fyrir næstu áramót að sögn Davids Scowsill for- stjóra í danska viðskiptablaðinu Börsen. Sala um alnetið mun veita umboðsmönnum og ferðaskrif- stofum harða samkeppni, en þeir aðilar annast 80 af hund- raði farmiðasölunnar. „Spurn- ingin er, hve lengi verða þessir aðilar að taka við sér?“ sagði Scowsill. Scowsill telur að sala um al- netið muni þrýsta upp verði, en er ekki trúaður á að umboðs- menn og ferðaskrifstofur muni hverfa. „Eftir tíu ár munu sum- ir viðskiptavinir heldur vilja per- sónulega þjónustu," sagði hann. Samkvæmt bandarískum spám mun markaðshlutdeild umboðsaðila minnka í 40-45% á nokkrum árum. Scowsill segir að BA vilji ekki aðeins draga úr kostnaði með þjónustunni á alnetinu - félagið vilji einnig mæta óskum og þörfum neytenda, sem kunni að telja þægilegra að panta farmiða heima í stofu. Alaska-flugfélagið varð fyrst til að bjóða upp á beinar pantan- ir á alnetinu. Southwest flugfé- lagið fylgdi fast á eftir. SAS og fleiri flugfélög veita upplýsingar um flugáætlanir og þess háttar á heimasíðum sínum á alnetinu, en ekki er hægt að kaupa farseðla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.