Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 C 5 VIÐSKIPTI Útflutningsaukning og hagvöxtur 20%------------------- 1968-72 inn og það aðhald að rekstri fyrir- tækja sem í honum felst hafi leitt til betri árangurs en ella. Ávöxtun eigin fjár í íslensku atvinnulífi hefur löngum verið afar lág og framleiðni fjármagns að líkindum ekki sam- keppnishæf við það besta sem ger- ist á alþjóðlegum markaði. En ávöxtun eigin fjár almenningshluta- félaganna sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands er miklu hærri en sem nemur meðaltali allra fyrir- tækja í landinu. Það er m.a. af þessum ástæðum sem það er mikii- vægt fyrir árangur í íslensku at- vinnulífi að mun fleiri stór fyrirtæki sem starfandi eru hér séu rekin sem almenningshlutafélög. Sem dæmi mætti nefna raforku- fyrirtæki, bæði á sviði vinnslu og dreifingar, sem nú eru í eigu ríkis og sveitarfélaga, fyrirtæki á sviði samgangna og fjarskipta (hafnir, flugvellir, almenningsvagnar, sím- inn og ríkisútvarpið), úrvinnslufyr- irtæki í landbúnaði, svo og fjár- málafyrirtæki (ríkisbankarnir tveir, fjárfestingarlánasjóðir og sparisjóð- irnir) svo að ekki séu nefnd fyrir- tæki eða stofnanir á sviði fræðslu- mála og heilsugæslu. Sum þessara fyrirtækja starfa í fullkomnu sam- keppnisleysi. Önnur munu ekki telja á samkeppni bætandi á sínum markaði en þá er það rekstrarform- ið sjálft, breytingin frá ríkisstofnun eða -fyrirtæki i almenningshlutafé- lag sem starfar á opnum markaði, sem skiptir máli hvað varðar skil- virkni og árangur í rekstri. Breyting á rekstrarformi ofantaldra fyrir- tækja næstu einn til tvo áratugina, jafnvel þótt ekki verði um að ræða breytingu á eignarhaldi, mun valda stórfelldum framförum í framleiðni bæði vinnuafls og ijármagns í ís- lensku atvinnulífi frá því sem nú er. Rífandi uppgangur á íslenskum hlutabréfamarkaði og tvöföldun hlutabréfaverðs Síðustu tvö árin hefur verið ríf- andi uppgangur á íslenskum hluta- bréfamarkaði svo að ekki sé meira sagt. Hlutabréfaverð á mælikvarða hlutabréfavísitölunnar hefur meira en tvöfaldast frá fyrri hluta ársins 1994 og í þeirri hækkun felst 33% hækkun á árinu 1995 og 36-37% hækkun á fyrri hluta ársins 1996. Augljóst virðist að senn fari að hægja á verðhækkunum. Þó er ekki líklegt að komi til bakslags í við- skiptum fyrr en einhvers staðar úti við sjóndeildarhringinn birtist óveð- ursský í einhverri mynd. Á fyrri hluta ársins hafa vextir á markaði farið lækkandi og rekstrarskilyrði fyrirtækja eru almennt með ágæt- um. Fjölmörg fyrirtæki hafa ráðist í útboð og sölu hlutabréfa á mark- aði á fyrri hluta ársins og mörg eru enn í biðstöðu og áforma sölu á síðari hluta ársins. Alls er reiknað með því að útgáfa og sala nýrra hlutabréfa nemi sex til sjö milljörð- um króna á árinu 1996 og vonandi er að þær áætlanir gangi eftir. Neðsta myndin er hugsuð til þess að varpa ljósi á breytingar hluta- bréfaverðs og vaxta eftir því sem líður á hagsveifluna en þessar upp- lýsingar hafa verið teknar saman hjá verðbréfafyrirtækinu Goldman Sachs. Ljósu súlurnar sýna ávöxtun hlutabréfa en þær dekkri sýna ávöxtun skuldabréfa. Á fyrri hluta myndarinnar (til vinstri á mynd- inni) er hagvöxtur yfir langtíma- meðaltali en hægra megin er síðari hluti hagsveiflunnar þar sem hag- vöxtur er undir langtímameðaltali. Fyrstu súlurnar tvær (hlutabréf (1) og skuldabréf (2)) sýna ávöxtun hlutabréfa og skuldabréfa þegar hagvöxtur er yfir meðaltali og framleiðsla er enn að aukast (síðari hluti uppsveiflu). Súlur (3) og (4) sýna ávöxtun hlutabréfa og skulda- bréfa þegar hagvöxtur er yfir með- altali en framleiðsla er tekin að minnka (hápunkti framleiðslu náð, samdráttur framundan). Súlur (5) °g (6) sýna hlutabréf og skuldabréf á fyrri hiuta samdráttarskeiðs þeg- ar framleiðsla er enn að minnka og súlur (7) og (8) sýna loks byrjun á uppsveiflu þegar botninum er náð, framleiðsla er tekin að aukast á ný en hagvöxtur er enn undir meðaltali. Besti tíminn á skuldabréfamark- aði er þegar vextir á markaði fara lækkandi vegna þess að þá mynd- ast gengishagnaður af skuldabréf- um með föstum vöxtum (súlur (4) °g (6)). Vextir á markaði fara að jafnaði lækkandi þegar framleiðsla fer minnkandi en þá er eftirspurn eftir fé til nýrrar fjárfestingar í lág- marki. Súla (4) sýnir 14% ávöxtun á mælikvarða heimsvísitölu skulda- bréfa þegar farið er að hægja á hagvexti eftir hápunktinn og 13% ávöxtun skuldabréfa á fyrri hluta samdráttarskeiðsins á meðan vextir eru enn að lækka (súla (6)). Versti tíminn á skuldabréfamarkaði (súla (8), 2,8% ávöxtun) er eftir að vext- ir taka að hækka við byijun upp- sveiflunnar eins og t.d. á árinu 1994 í Bandaríkjunum. Ávöxtun er einnig að jafnaði rýr á síðari hluta uppsveiflunnar (súla (2), 6,5% ávöxtun) þegar stjórnvöld reyna að draga úr þenslu með vaxtahækkun- um. Tölurnar eru meðaltöl ársfjórð- ungstalna af hlutabréfa- og skulda- bréfamarkaði frá árunum 1972 til 1994. Hlutabréfaverð hækkar mest meðan slaki er í þjóðarbúskapnum og peningar flæða inn á verðbréfa- markað í stað þess að renna [ beina fjárfestingu í atvinnulífinu. í upp- hafi samdráttarskeiðs (súla (5)) er að jafnaði 15,2% ávöxtun á hluta- bréfamarkaði en 11,6% ávöxtun á síðari hluta samdráttarskeiðs (súla (5)). Þegar framleiðsla er að aukast er ávöxtun af hlutabréfum að jafn- aði iægri eða 8,9% (súla (1)) og 5,2% (súla (2)). I þessum niðurstöðum sem reikn- aðar eru eftir heimsvísitölum hluta- bréfa og skuldabréfa vegur verð- bréfamarkaður í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og Þýskalandi þyngst en þar eru viðskipti vel þró- uð. Á Islandi virðist svo sem hækk- un á verði hlutabréfa fylgi hag- sveiflunni en með nokkurri tímatöf m.v. niðurstöður frá alþjóðlegum markaði. Hækkun hlutabréfaverðs hófst ekki hér fyrr en vorið 1994 eða einu til tveimur misserum eftir að ljóst varð árið 1993 að samdrátt- arskeiðinu væri að ljúka. En einnig mætti benda á að raunvextir á markaði hafa verið að lækka nokk- urn veginn samfellt frá því að þeir voru 8% í upphafi ársins 1993. Meðan vextir eru að lækka er al- mennt að vænta góðæris í viðskipt- um með hlutabréf (og raunar ekki síður í viðskiptum með skuldabréf). Höfundur er framkvæmdastjóri VIB - Verðbréfamarkaðs Islandsbanka hf. verðlaunabíll sameinar glœsilegt útlit óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað, mikil gCBðí og einstaka hagkvœmni í rekstri. Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.81 er búinn 115 hestafla 16 ventla vól með tölvustýröri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyðslan við stöðugan 90 km. hraða er aöeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúöa í stýri, rafdrifnum rúðuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi f afturrúðu. Styrktarbitar eru í huröum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0i LS er buinn 131 hestafla vél, AÐS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúða, 4 gfra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öðrum kostum. Verðið er aðeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliöa ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aöra bíla uppí sem greiðslu og lánum restina til allt að fimm ára. 1.734.000,- (H VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.