Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ONÓG þekking á stjómun og rekstri fyrirtækja var meðal helstu ástæðna fyrir gjaldþroti um 3.000 fyrirtækja á árunum 1985-1995, eins og fram kom í könnun á ný- gengi og gjaldþrotum fyrirtækja sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Afl- vaka. Þessi gjaldþrot leiddu til þess að um 100 milljarðar króna glötuð- ust eða skiptu um hendur. Betri aðgangur að ráðgjöf og fræðslu ætti því að nýtast stjómendum þeirra 7.700 nýju fyrirtækja, sem stofnuð vom á sama tímabili, vel. Skipulögð atvinnuráðgjöf hefur verið til staðar hér á landi um all- langt skeið en hins vegar hefur bor- ið heldur lítið á henni í fjölmiðlum. Þessi starfsemi hefur bæði verið á vegum iðnaðarráðuneytisins og nú Byggðastofnunar og einnig á vegum einstakra sveitarfélaga. Ráðgjafa þessa er að fínna úti um allt land, eins og sjá má á meðfýlgjandi korti. Byggðastofnun styrkir þó ekki neina ráðgjöf í Reykjavík en þar má t.d. nefna fyrirtæki á borð við Aflvaka. Til þessara ráðgjafa geta allir leit- að með hugmyndir sínar og kannað hvort þær séu hugsanlega grundvöll- ur að einhverju meira eða hvort þær muni aldrei eiga sér nokkra von, eins og oft er raun- in. Þeir Bjarni Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, Gunnar Vignisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélags Austurlands, Jón Bjöm Skúlason, atvinnuráðgjafi hjá Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanessbæjar (MOA), og Óli Rúnar Ástþórsson hjá Átvinnuþró- unarsjóði Suðurlands, starfa allir að atvinnuráðgjöf, hver í sínum lands- hluta, en starfsemi þeirra á það sam- eiginlegt að hún er styrkt af viðkom- andi sveitarfélögum og Byggða- stofnun. Hlúð að vaxtar- broddum Atvinnuráðgjöf hefur veríð hér á landi nokkuð lengi en lítið hefur hins vegar borið á starfseminni í fjölmiðlum. Hins vegar er mikið að gerast á þessum vettvangi eins og Þorsteinn Víglundsson komst að er hann kynnti sér það ráðgjafanet sem komið hefur verið upp hringinn í kringum landið. Þangað geta þeir leitað sem hafa hugmyndir sem þeir vilja hrinda í framkvæmd eða þarfnast aðstoðar vegna reksturs sem þeir standa í. Atvinnuráðgiöf , Vestijarðar c ;• ■ .cjtJLw ■ r-v Iðnþróunarfél. ■ Atvinnuþróunarfél. Eyjafjarðar hfó Þingeyinga hf^ 'ífs Iðnþróunarfélag Atvinnufulltrúi - Norðurlands vestra Rnæfallinna '- J) f Snæfellinga O Atvinnuþróunarfél. Austurlands . Atvinnuráðgjéf) J s ,o Vesturlands ! Atvinnufulltmi r' Akraness ... Atvmnuþrounarfel. O' o Suðurlands Atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni Ráðgjöf við einstaklinga viðamikil Ráðgjöf við einstaklinga er stór hluti af starfsemi atvinnuráðgjafa en einnig fer þar fram viðamikil vinna með starfandi fyrirtækjum. Jón Björn segir að reynt sé að benda fólki á hvaða hlutum þurfi að huga að, áður en ráðist sé í stofnun fyrir- tækja, auk þess sem aðstoð sé veitt við gerð rekstraráætlana. Þó sé reynt að gæta þess að vera ekki í samkeppni við sjálfstætt starfandi ráðagjafastofur. „Við höfum reynt að hafa skrif- stofuna eins opna og hægt er þann- ig að sem flestir Ieiti sér aðstoðar. Við höfum t.d. tekið upp viðtalstíma í öllum sveitarfélögum á Reykjanesi til að bæta aðgengi fólks að okkur og við leggjum áherslu á að skoða allar hugmyndir og leggjum að fólki að gera góðar viðskiptaáætl- anir áður en lagt er af stað því fólk gleymir oft ýmsum lið- um þegar kemur að fram- kvæmd hugmyndanna." Hann segir að það sé ekki síður mikilvægur þáttur í starf- semi skrifstofunnar að aðstoða starfandi fyrirtæki við að bæta rekstur sinn og finna ný tæki- færi. Sú vinna hafi líka skilað talsverðum árangri. „Við reyn- um einnig að tengja fyrirtækin á svæðinu betur saman þannig að þau skipti hvert við annað. Það hefur oft komið í ljós að fyrirtæki hafa verið að leita út fyrir svæðið á sama tíma og þau hefðu getað verið að kaupa allar vörur og þjónustu sem þau þarfnast á Reykjanesi á samkeppnis- hæfu verði.“ irtæki heldur gegni félagið einnig hlutverki fjárfestis. Hann segir að félagið hafi um þijár milljónir króna á ári til að kaupa hlutafé fyrir. „Hins vegar eigum við hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa gengið vel og má þar nefna fyrirtæki á borð við Skinnaiðnað og Sæplast, en þar höfum við verið að selja okkar hlutabréf með ágætisávöxtun. Við get- um síðan varið þeim fjármun- um til nýrra fjárfestinga og þannig er þetta líka hugsað, að við seljum hlutabréfin þeg- ar fyrirtækin eru farin að ganga vel.“ Að sögn Bjama liggur það í eðli slíkra fjárfestinga að þeim fylg- ir mikil áhætta en þó virðist sem ávöxtun hlutafjár í þeim fyrirtækjum Bjarni Kristinsson Jón Björn Skúlason Bjami segir að starfsemi Iðnþró- unarfélagsins snúist ekki einungis um ráðgjöf við einstaklinga og fyr- sem skili góðum árangri vegi nokk- urn veginn upp á móti því hlutafé sem tapist. Hann segir að mikið af þeim hug- myndum sem skrifstofan fái til um- fjöllunar komist aldrei lengra eða mistakist í framkvæmd. Það sé hins vegar alls ekki óeðlilegt. „Það má segja að þumalputtareglan sé sú að af hveijum hundrað hugmyndum eru aðeins um tíu sem geta orðið að ein- hveiju en af þessum tíu eru ekki nema tvær sem bera allt hitt uppi.“ Landsvæði markaðssett hvert á sinn máta Hver landshluti hefur upp á mis- munandi kosti að bjóða og gengur starf atvinnuráðgjafanna nokkuð út frá því hvað er í boði á hveijum stað. Að sögn Jóns Björns hefur mest áhersla verið lögð á að markaðssetja Reykjanes fyrir fyrirtæki í orkufrek- um iðnaði þar sem samnýtt er raf- magn og iðnaðargufa. M.a. hafi ver- ið ráðist í átaksverkefni í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja, Markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar og Fjárfestingar- skrifstofu íslands. í þessu samstarfi hafi verið gefinn út bæklingur á ensku sem ber yfír- skriftina „Reykjanes Peninsula, The Logistic Centre of Iceland" en þar eru helstu kostir svæðisins hvað þetta varðar reifaðir. Helstu upplýs- ingar hans, auk annarra upplýsinga um skrifstofuna hafa síðan verið settar upp á alnetinu í kjölfarið. Jón Bjöm segir að m.a. verði nokkur bandarísk fyrirtæki sem hafi verið að kynna sér þennan möguleika heimsótt nú í haust, en alls óvíst sé hvað komi út úr þeim viðræðum. Bjarni Kristinsson segir að á Eyja- fjarðarsvæðinu sé nú unnið að út- gáfu sambærilegs bæklings þar sem mikil áhersla sé lögð á matvælaiðn- að, en mikil hefð sé fyrir landbúnaði og sjávarútvegi á þessu svæði og því virðist sem matvælaiðnaðurinn eigi auðveldara uppdráttar en marg- ur annar iðnaður. „Hins vegar eru til dæmi þar sem menn hafa farið út í alveg nýja hluti eins og á Grenivík þar sem farið var að smíða snjóblásara. Þetta er kannski svolítið óvenjuleg hugmynd en þetta hefur gengið alveg ágæt- lega og þeir eru búnir að selja tölu- vert af þeim. Þeir reka hins vegar vélsmiðju sem vinnur töluvert mikið fyrir sjávarútveginn en þessi fram- leiðsla útvíkkar starfsemi þeirra nokkuð." Samstarf við skóla Alls staðar virðist sem mikii áhersla sé lögð á samstarf við skóla- kerfið þegar kemur að atvinnuráð- gjöfinni. Bjarni Kristinsson segir að reynt sé að halda uppi sem bestu samstarfí við Háskólann á Akureyri og það komi einnig mjög til góða Á AUSTUR- og Suðurlandi er nú unnið að því að efla sérstaklega atvinnuþróun á svæðinu og hefur Byggðastofnun styrkt þessi verk- efni sérstaklega með auknum fjárframlögum. Einnig er verið að athuga möguieikann á slíkum framlögum til fleiri landshluta. Á Austurlandi hefur verið sett á fót Þróunarstofa til þriggja ára í tilraunaskyni og hefur starfs- mönnum Atvinnuþróunarfélags Austurlands verið fjölgað úr tveimur í fjóra í framhaldinu. Byggðastofnun veitir 8,7 milljón- um króna á ári til verkefnisins, en á móti mun Atvinnuþróunar- sjóður Austurlands, sem öll sveit- arfélög á Austurlandi eiga aðild að, leggja fram 3 milljónir króna. Kostnaður við þetta verkefni er hins vegar áætlaður um 16 milljónir króna á ári og munu félagsgjöld sem greidd eru til Atvinnuþróunarfélagsins brúa hluta þess bils, auk þess sem gert er ráð fyrir að tekjur vegna ýmissa sérverkefna muni aukast. Gunnar Vignisson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Austurlands (AfAust), seg- ir að nauðsynlegt sé að rniðla betur þeirri þekkingu sem sé að finna í ýmsum stuðningsstofnun- um atvinnulifsins, svo sem í Út- flutningsráði, Rannsóknarstofn- Sérstök átaksverkefni á á Austur- og Suðurlandi Gunnar Óli Rúnar Vignisson Ástþórsson unum atvinnuveganna, Iðn- tæknistofnun, Háskólanum og þjá fjölmörgum öðrum aðilum, til fyrirtækja á Austurlandi, enda sé langt að sækja þessa þjónustu. „Við ætlum fyrst og fremst að opna leiðir fyrir þá þekkingu sem nú þegar er fyrir hendi hjá þessum stofnunum hingað austur, sem og leiðir fyrir upplýs- ingar héðan til þessara stofnana," segir Gunnar. „Við þekkjum líka atvinnu- lífið á okkar svæði betur en flestir aðrir og getum því beint þekkingunni þang- að sem hana vantar og þar sem líkur eru á að hún nýtist best.“ Gunnar segir að einnig sé verið að þrýsta á menntakerfið með það að markmiði að koma þessari þekkingarmiðlun inn í skólakerfið á Austurlandi. „Við erum í sam- starfi við framhaldsskólana hér fyrir austan um námskeiðahald, t.d. námskeið um stofnun og bætt- an rekstur fyrirtækja. Við höfum einnig vakið athygli á því að Austurland er að verða eini landshlutinn, fyrir utan Vest- firði, þar sem ekki er nám á há- skólastigi af einhveiju tagi. Við höfum fengið háskóla- rektorana á Akureyri og í Reykjavík á kynningarfundi til okkar og við væntum þess að eitthvað verði gert í þessum málum hér áður en langt um líður.“ Gunnar segir þetta vera sérstaklega mikilvægt í ljósi aukinna tengsla á milli atvinnulífs og skóla. Reynslan af starfsemi smærri skóla á háskóiastigi t.d. við Borgarfjörð sýni að hægt sé að reka slíka skóla á nokkuð hagkvæman máta. Því eigi að vera vel mögulegt að reka einhvers konar útibú eða svæðisbundna starfsemi frá öðrum hvorum há- skólanum á Austurlandi. „Suðurland 2000“ Sambærilegt þróunarverkefni er nú farið af stað á Suðurlandi og hefur einnig verið gengið frá samningum við Byggðastofnun um aukið framlag til atvinnuþró- unar þar. Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþró- unarsjóðs Suðurlands, segir að vonir séu bundnar við að umtals- vert fjárframlag muni fást úr sjóðum ESB í tengslum við þetta verkefni. Verkefni þetta er unnið í sam- vinnu við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Atorku, samtök at- vinnurekenda á Suðurlandi, Al- þýðusamband Suðurlands, Búnað- arsamband Suðurlands, Fjöl- brautaskóla Suðuriands og Há- skóla íslands, og kemur það til með að standa yfir í þrjú ár. „Verkefnið hefur m.a. það að markmiði að kynna Suðurland sem vænlegan kost fyrir ýmsa atvinnustarfsemi sem og að hlúa bet.ur að þeirra starfsemi sem þar er fyrir, m.a. með ráðgjöf og með því að styrkja innviði atvinnulifs- ins með svokallaðri nettengingu fyrirtækja á svæðinu,“ segir OIi Rúnar. „Sú tenging mun gera fyrir- tækjum kleift að vinna saman í auknum mæli, t.d. að sameigin- legri markaðssókn, samnýtingu ýmissa rekstrarþátta o.fl.“ Þá mun sjóðurinn reyna að auðvelda fyrirtækjum á Suðurlandi að finna sér samstarfsaðila erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.