Morgunblaðið - 21.06.1996, Page 1

Morgunblaðið - 21.06.1996, Page 1
64 SÍÐUR B/C 138. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gennadí Zjúganov segir vaxandi hættu á borgarastyrj öld í Rússlandi Jeltsín forseti reynir að vinna hylli umbótasinna Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær þrjá háttsetta ráðgjafa sína og var látið í veðri vaka að þeir hefðu lagt á ráðin um að hindra að síðari umferð forsetakosning- anna yrði að veruleika. Forsetinn lét þó sjálfur nægja óljós ummæli um að þeir hefðu ekki lagt sig nægilega fram og verið of kröfu- harðir. Mennirnir voru allir and- stæðingar róttækra umbótasinna sem hafa krafist afsagnar þeirra. Gennadí Zjúganov, forsetafram- bjóðandi kommúnista, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann sagði að vaxandi hætta væri á borgarastyijöld í landinu. „Fylking föðurlandsvina lýsir því yfir að ættjörðin er í hættu. Inn- byrðis valdabarátta í innsta hring hins örvasa Jeltsíns, sem hefur æ minni stjórn á atburðarásinni, gæti breyst í harkaleg innanlandsátök Ellefu farast á Italíu Róm. Reuter. AÐ minnsta kosti eliefu manns hafa farist i gífurlegum flóðum í vesturhluta Toskana-héraðs á Ítalíu, að því er yfirvöld greindu frá í gærkvöldi. Mikil úrkoma olli því að ár flæddu yfir bakka sína og hreif vatnsflaumurinn með sér hús og bíla og rauf vegi. Flestir þeirra sem fórust lentu í aur- skriðum. Að minnsta kosti 25 var enn saknað í gærkvöldi. og haft hörmulegar afleiðingar," sagði í yfirlýsingunni. Zjúganov fullyrti að hætta væri á að seinni umferð forsetakosning- anna yrði aflýst og sagt að „öfl gærdagsins" sem hefðu staðið að baki ráni á þjóðarauðnum væru að seilast til valda á ný. Ljóst þykir að m.a. sé átt við umbótasinnann Anatolí Tsjúbajs, fyrrverandi ráð- herra einkavæðingar, sem var mjög í sviðsljósinu í gær og þykir hafa styrkt stöðu sína með bandalagi við Alexander Lebed, nýjan yfirmann öryggismála. Lebed varð þriðji í fyrri umferð forsetakjörsins. Haft var eftir umbótasinnanum Grígorí Javlínskí í gær að brott- rekstur þeirra Alexanders Korz- hakovs, yfirmanns lífvarðarins, Míkhaíls Barsúkovs, yfirmanns ör- yggislögregiunnar og Olegs Sosko- vets, fyrsta aðstoðarforsætiráð- herra, í gær væri skref í rétta átt. Aðdragandi mannaskiptanna var að aðfaranótt fimmtudags hand- tóku Korzhakov og Barsúkov tvo menn úr kosningaherbúðum Jelts- íns. Var annar mannanna, Sergej Lísovskí, sakaður um að hafa undir höndum fúlgu fjár í erlendum gjald- eyri. Lísovskí sagði í viðtali við Reuters að fénu hefði verið „plant- að“ á skrifstofu hans en þeir Korz- hakov og Barsúkov hefðu haft mestan áhuga á upplýsingum um Tsjúbajs. Mennirnir voru yfirheyrðir í 11 klukkustundir en síðan sleppt. Tsjúbajs hrósar Lebed Margt er óljóst um atburðarás- ina í Kreml um nóttina, en þar hafa um langt skeið eindregnir umbóta- og lýðræðissinnar tekist á við þá sem vilja fara hægar í umbætur og leggja áherslu á að halda völdum, hvað sem það kost- ar. Lebed sagði í sjónvarpsviðtali snemma á fimmtudagsmorgun að um uppreisnarráðabrugg hefði ver- ið að ræða. Allt slíkt yrði kveðið í kútinn „með fyllstu hörku“ eins og hann orðaði það, hörkulegur á svip. Undir þetta tók Tsjúbajs sem Jeltsín vék úr ríkisstjórn á sínum tíma til að þóknast andstæðingum markaðsumbóta. Ætiun Korz- hakovs og manna hans hefði verið að handtaka fleiri umbótasinna á æðstu stöðum, en þær hugmyndir, sem hefðu getað endað með valda- ránstilraun, hefðu runnið út í sandinn. Sagði Tsjúbajs að Lebed hefði gegnt mikilvægu hlutverki í að styrkja umbótaöflin í stjórninni og sýnt mikla stjórnmálahæfileika. Mannskæðar aurskriður í Noregi AÐ MINNSTA kosti tveir létu lífið og tveggja er saknað eftir að nokkrar aurskriður féllu á sjávarþorpið Finneidsfjord í Norður-Noregi aðfaranótt fimmtudagsins. Maður sem var á ferð í bíl er skriða féll lét lífið og einnig kona sem var, ásamt tveim öðrum, í húsi er skriða ruddi út í sjó. Hinna tveggja, er voru í húsinu, var enn leitað í gærkvöldi, en gruggugt vatnið torveldaði leitina mjög. íbúum í öðru húsi, sem aurskriðan ruddi út í sjó, tókst að forða sér í tæka tíð. Aðstæður til leitar eru mjög erfiðar, skriðurnar eru rúmlega tíu metra djúpar og í sjónum er aurmassinn allt að þrjátíu metrar á þykkt. Ekki er útilokað að fleiri hafi lent í skriðunum þar sem sjónarvottar töldu sig heyra umferð á þjóðveginum skömniu áður en stærsta skriðan féll. Ekki er vitað hvað olli aurskrið- unum, en norskir fjölmiðlar höfðu eftir sérfræðingum í gær að ekki væri hægt að útiloka að vegaframkvæmdir í grenndinni hefðu komið þeim af stað. ■ Korzhakovútíkuldann/18 Scan-Foto Araba- leiðtogar funda HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, býður emírinn af Bahrain, Sheikh Isa bin Sul- man al-Khalifa, velkominn til Kaíró í gær. Á morgun hefst þar í borg fundur leiðtoga Arabaríkja, og hyggjast leið- togarnir ræða friðarþróun í Mið-Austurlöndum í ljósi þess að nýr forsætisráðherra, Benj- amin Netanyahu, er tekinn við völdum í ísrael. Búist er við að þrettán þjóðhöfðingjar muni koma til fundarins, auk margra utanríksráðherra og annarra embættismanna. Reuter r 1 iiiáMÉl b /■ Wá Netanyahu kveðst ráðinn í að koma á friði Staðið verði við samninga Jerúsalem, Kaíró, Reuter. NÝR forsætisráðherra ísraels, Benjamin Netanyahu, sagði í gær að ísraelar væru staðráðnir í að friður skuli komast á í Mið-Austurlöndum, og að hann vænti þess að önnur ríki myndu gefa sama heit. Sagði Netanyahu að ríkis- stjórnum bæri að standa við alþjóðlega samninga. Fréttaskýrendur hjuggu eftir því að þótt Netanyahu talaði um „alþjóð- lega samninga" minntist hann ekki á friðarsamninga þá, er ísraelar og Palestínumenn gerðu í tíð síðustu ríkisstjórnar ísraels. Netanyahu nefndi ekki heldur loforð sem fyrrum forsætisráðherra, Shimon Peres, gaf um að ísraelskir hermenn yrðu kall- aðir frá borginni Hebron á Vestur- bakkanum. Að minnsta kosti 12 leiðtogar ara- barikja munu hittast á fundi í Kaíró nú um helgina. Markmið ráðstefn- unnar er að senda stjórn Netanyahus þau skilaboð, að arabaríki séu ekki reiðubúin til frekari friðarviðræðna nema ísraelar láti af hendi meira af þeim landsvæðum sem þeir hafa her- tekið. Netanyahu hefur látið í ljósi efa- semdir um þá stefnu, sem stjórn Peresar fylgdi, að láta land af hendi fyrir frið við nágrannaríkin, en arabaleiðtogar segja þá stefnu vera lykilatriði ef friður eigi að nást. ■ Getur Netanyahu/18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.